Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 16
DAfluE
Akureyri, föstudagur 5. janúar 1996
Láttu okkur framkalla fllmuna þína
og þú getur unnið 500.000.- kr.
Með hverri {romköllun tll 15. jartúar
1996 fyrigír Happaþrennon
Þökkum viðskiptin á
Happa
Skipagata 16 - BOOAkureyri - Slmt 462 3520
Fóru vestur að
skoða Otto Wathne
Eins og fram kom í Degi fyrir
áramótin hafa Útgerðarfélag
Dalvíkinga hf. og Snæfellingur
hf. í Snæfellsbæ gert tilboð í út-
hafsveiðiskipið Otto Wathne
NS-90 frá Seyðisfírði.
Fulltrúar tilboðsgjafa fóru til
Kanada strax eftir áramót til að
skoða skipið, en það liggur bundið
við bryggju þar í landi. Meðal
annars fóru vestur um haf þeir Ari
Þorsteinsson, forstöðumaður sjáv-
arútvegssviðs KEA, og Guðmund-
ur Pétursson, tæknifræðingur á
Akureyri. Von var á þeim heim
aftur í gærkvöld, en Valdimar
Bragason, útibússtjóri KEA á Dal-
vik, sagði við Dag í gær að stjóm-
um bæði Útgerðarfélags Dalvík-
inga hf. og Snæfellings hf. verði
gerð grein fyrir ástandi skipsins
og endanleg ákvörðun um kaupin
tekin í kjölfarið. óþh
Tvenns konar
veðurfar í desember
- óvenju þurrt á Akureyri
Nýliðinn desembermánuður
var með tvenns konar veð-
urfari. Mjög hlýtt var um allt
land fram yfír miðjan mánuð en
síðan kólnaði og voru frosthörk-
ur miklar síðari hluta mánaðar-
ins. Náðu þær hámarki um jóla-
leytið. Að meðaltali var mánuð-
urinn ósköp venjulegur en þetta
sýnir kannski hversu villandi
getur verið að skoða meðaltals-
tölur einar og sér. Meðalhitinn á
Akureyri var -2,8 gráður, 0,7
gráðum undir meðallagi.
Mjög úrkomusamt var um
sunnan- og vestanvert landið fyrri
hluta mánaðarins en stillt og bjart
síðari hlutann. I Reykjavík mæld-
ist úrkoma 138 mm, sem er 3/4
hlutar umfram meðallag. A norð-
anverðu landinu var mun minni
úrkoma og var úrkoman á Akur-
eyri 17 mm, sem er aðeins þriðj-
ungur þess sem venja er. Hefur
ekki verið svo lítil úrkoma í des-
ember á Akureyri síðan 1978.
Engin heil sólskinsstund mæld-
ist á Akureyri í desember sam-
kvæmt venju en í Reykjavík voru
þær 16. Á Hveravöllum var með-
alhitinn -6,3 gráður, úrkoma
mældist 106 mm og sólskins-
stundir 8. HA
Forsetakosningarnar:
Framboösfrest-
ur til 25. maí
Frestur til að tilkynna um
framboð til embættis forseta
íslands rennur út fímm vikum
fyrir kjördag, eða nánar tiltekið
undir lok maí. Þessar upplýsing-
ar fengust í dómsmálaráðuneyt-
inu í gær.
Frá því að forseti íslands, Vig-
dís Finnbogadóttir, tilkynnti form-
lega við setningu Alþingis á sl.
hausti að hún gæfi ekki kost á sér
til endurkjörs, hafa ótal nöfn
heyrst nefnd í sambandi við hugs-
anlega frambjóðendur, en enginn
hefur enn sem komið er tekið af
skarið og tilkynnt framboð. Búast
má þó við að fyrr en síðar komi
upp á yfirborðið nöfn frambjóð-
enda, en samkvæmt upplýsingum
í dómsmálaráðuneytinu í gær hafa
menn enn þá langan tíma til að
hugsa sig um.
Fyrir liggur að landsmenn
ganga að kjörborði og velja sér
nýjan forseta laugardaginn 29.
júní nk. og lögum samkvæmt
rennur framboðsfrestur út fintm
vikum fyrir kjördag eða laugar-
daginn 25. maí. Forsetaefni verða
að vera að lágmarki 35 ára gömul
og framboðum skulu fylgja að
lágmarki 1500 og að hámarki
3000 nöfn meðmælenda úr hópi
kosningabærra manna víðs vegar
um land, í réttu hlutfalli við fjölda
á kjörskrá í hverjum landsfjórð-
ungi. óþh
Húsavík:
Tveir bílar
útaf vegum
Tveir bflar lentu út af vegum í
nágrenni Húsavíkur á sama
hálftímanum um áttaleytið á
miðvikudagskvöld.
Mikil slydda var síðdegis og
slabb á vegum. Annar bíllinn ók
útaf norðan bæjarins en hinn við
Laxamýri. Meiðsl urðu ekki á
fólki og tjón ekki stórvægilegt í
óhöppunum. IM
Q VEÐRIÐ
Það dregur úr slyddunni í dag
og verður hægviðri og ur-
komulítið framan ef degi á
Norðurlandi vestra og hitastig
um frostmark. Hægviðri að
norðaustan en úrkomulaust á
Norðausturlandi og hiti um
frostmark. Um helgina verður
hitinn um frostmark á Norður-
landi en dálítil slydda með
köflum, aðallega á annesjum.
Ökumenn skyldu varast hálku.
Otto Wathne er um 800 tonn að stærð og hefur skipið verið gert út á rækju í Flæntska hattinum undan ströndum
Nýfundnalands. Þessi mynd af skipinu var tekin í Reykjavíkurhöfn. Mynd: Þorgeir Baidursson.
Fimmfaldur 1. vinningur!
1. vinningur stefnir í
22 milljónir króna
Nú er flð
noífl
tcekif^nð!
-vertu viðbúin(n) vinningi
Fáðu þér
á laugardagimi.