Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 15

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. janúar 1996 - DAGUR - 15 ÍÞRÓTTIR FROSTI EIÐSSON Jón Arnar Iþrótta- maður ársins 1995 Samtök íþróttafréttamanna út- nefndu í gærkvöld Jón Arnar Magnússon, tugþrautarmann á Sauðárkróki, íþróttamann árs- ins 1995. Kjör Jóns Arnars kemur ekki á óvart, hann náði frábærum árangri á árinu, setti meðal annars glæsilegt íslands- met í tugþraut, 8240 stig, sem lyfti honum á stall bestu tug- þrautarmanna heims. Jón Amar bætti ellel'u ára gamalt íslandsmet í tugþraut á ár- inu 1994 þegar hann náði 7896 stigum. Hann tvíbætti íslands- nietið síðan á sl. ári, í fyrra skipt- ið í Gotziz í Austurríki snemma sumars og síðan aftur í Frakk- landi í september sl. Mikils var vænst af Jóni Am- ari á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Gautaborg sl. suntar, en heilladísimar gengu ekki í lið með honum þar; hann gerði ógilt í einni greininni og varð síðar að hætta keppni. Framundan er annasamt ár hjá Jóni Amari. Framan af ári innan- hússmót í sjöþraut, en síðan verð- ur stefnan tekin á Ólympíuleik- ana í Atlanta þar sem íþróttamað- ur ársins hefur þegar tryggt sér keppnisrétt. Þetta var í 40. skipti sem íþróttamaður ársins er útnefndur, en til þessa hafa 28 íþróttamenn notið þess heiðurs. Skapti Hallgrímsson, fomiaður Samtaka íþróttafréttamanna, orð- aði það svo í hófí sem efnt var til vegna útnefningar íþróttamanns ársins í gærkvöld, að íþróttaárið 1995 hafi verið upp og niður og almennt megi segja að breiddin hafi oft verið meiri. Annar í kjöri íþróttamanns árs- ins varð Geir Sveinsson, hand- knattleiksmaður í Montpellier í Frakklandi og fyrirliði handbolta- landsliðsins. í þriðja sæti lenti Sigurður Jónsson, knattspymu- maður úr ÍA. óþh Karfa - Sýningarleikur: Sjaldséð tiþrif „Þetta tókst mjög vel og áhorf- endur fengu að sjá ýmis tilþrif, sem ekki sjást í leikjum í úrvals- deildinni,“ sagði Jóhann Sig- urðsson, þjálfari körfuknatt- leiksliðs Leifturs, sem gekkst fyrir Stjörnuleik í körfuknattleik í Ólafsfirði þann 30. desember. Stjömuliðið var skipað leik- mönnum úr Þór, ÍR og Leiftri og andstæðingarnir voru úrvalsdeild- arlið Tindastóls, sem reyndar lék án Torrey John og þeirra Péturs Guðmundssonar og Hinriks Gunn- arssonar. Lokatölur urðu 100:86 fyrir Stjörnuliðið. Rúmlega eitt hundrað áhorf- endur fylgdust með leik liðanna og sagðist Jóhann vonast til þess að þessi leikur yrði árviss við- burður. Stig Stjörnuliðs: John Rhodes 23, Kon- ráð Óskarsson 21, Björn Sveinsson 17, Jóhann Sigurðsson 10, Hafsteinn Lúð- víksson 9, Jón Öm Guðmundsson 9, Heiðar Sigurjónsson 6, Bjami Skarphéð- insson 4, Jóhann Heiðar Friðriksson 1. Stig Tindastóls: Lárus Dagur Pálsson 17, Ómar Sigmarsson. 17, Halldór Hall- dórsson 16, Arnar Kárason 14, Óli Barð- dal 10, Atli Björn Þorbjömsson 6, Baldur Einarsson 4, Róbert Óttarsson 2. íþróttamaður KA Kjöri íþróttamanns KA 1995 verður lýst í KA-heimilinu sunnudaginn 7. janúar nk. klukkan 15.00. Deildir félagsins tilefna íþróttamenn til valsins en aðalstjórn KA kýs síðan á milli þeirra. Allt KA-fólk og velunnarar fé- lagsins eru velkomið í KA-heimil- ið og þiggja um leið veitingar af kaffihlaðborði sem blakdeild KA og Foreldrafélagið hafa veg og vanda af. Knattpymufélag Akur- eyrar verður 68 ára 8. janúar nk. GG WM VA / Hafsteinn Lúðvíksson og félagar úr Þór máttu þola tap á Akranesi í spenn- andi leik í gærkvöldi. Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Þórsarar köstuðu frá sér sigri Þórsarar höfðu ekki erindi sem erfiði þegar þeir sóttu Skaga- menn heim í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á Akranesi í gær- kvöld. Eftir að hafa oft komist í vænlega stöðu í leiknum rann unninn leikur út úr höndum gestanna í lokin og heimamenn hrósuðu sigri. Það var greinilegt í byrjun leiksins að Þórsarar söknuðu mjög Bandaríkjamannsins Fred Willi- ams. Heimamenn voru vel með á nótunum og nýttu sér vel frá fyrstu mínútu þennan veikleika Þórsara og komust strax í tíu stiga forystu. Þórsarar fundu sig síðan smám saman, auk þess sem villu- draugurinn gerði Skagamönnum lífið leitt, og um miðjan hálfleik- inn komust þeir yfir. Undir lok fyrri hálfleiks var jafnræði með liðunum en í hálfleik leiddu heimamenn með þrem stigum; 41:38; Fljótlega í síðari hálfleik þurfti Jón Þór Þórðarson, bakvörður Skagamanna, að fara af velli vegna villuvandræða og skömmu síðar fékk annar annar úr byrjun- arliði Skagamanna, Bjami Magn- ússon, fingur í auga og þurfti sömuleiðis að fara af leikvelli. Þetta nýttu Þórsarar sér og komust í tvígang í níu stiga forystu. En gestimir náðu ekki að fylgja þessu eftir, tóku mikið af ótímabærum skotum. Ahorfendur á Akranesi studdu sína menn vel í lokin og það gerði gæfumuninn. En með eðlilegum leik átlu Þórsarar að sigra í þessum leik, til þess fengu þeir tækifæri en köstuðu því frá sér í lokin. Sig.Sv. KA mætir KR Handknattleikslið KA mætir botnliði KR í sínum fyrsta deildarleik á nýju ári. Leikur liðanna fer fram á sunnu- dagskvöld í KA-heimilinu og hefst klukkan 20. Háspenna í Hafnarfirði! - en Tindastóll mátti lúta í lægra haldi fyrir Haukum „Miðað við hvað spiluðum vel í síðari hálfleik áttum við að vinna þennan leik í venjulegum leiktíma. í framlengingunni sagði reynsluleysi til sín og þeir spiluðu yfirvegað. Mínir menn voru orðnir þreyttir og æstir eft- ir að hafa unnið forskot Hauka upp. Ég er alveg hrikalega svekktur, þetta var leikur sem ég vildi vinna,“ sagði Páll Kol- beinsson, þjálfari Tindastóls eft- ir tap gegn Haukum í Hafnar- firði í leik sem þurfti að fram- lengja. Tindastóll hafði yfirhöndina á Haukar- UMFT 86:82 Úrvalsdeildin í körfuknattleik. íþróttahúsið Strandgötu Hafnar- firði fimmtudaginn 4. janúar. Gangur leiksins: 8:0, 10:10, 18:14, 34:21, 41:30 48:34, 63:50, 63:61,69:70, 77:77 82:77, 86:82 Stig Hauka: Jón Arnar Ingvars- son 26, Jason Williford 17, Sigfús Gizurarson 17, ívar Ásgrímsson 10, Bergur Eðvarðsson 8, Pétur Ingvarsson 4, Þór Haraldsson 2, Björgvin Jónsson 2. Stig Tindastóls: Torrey John 39, Ómar Sigmarsson 11, Hinrik Gunnarsson 10, Lárus Dagur Páls- son 10, Pétur Guðmundsson 9, Atli Þorbjörnsson 3. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Jón Bender. Dæmdu vel. Áhorfendur: 130. ÍA - Þór 93:84 íþróttahúsið á Akranesi 'Gangur leiksins: 11:1, 17:11, 21:25, 29:33, 41:38, 51:46, 55:53, 57:66, 67:75, 81:79, 93:84 Stig ÍA: Milton Bell 27, Haraldur Leifsson 18, Elvar Þórólfsson 12, Guömundur Sigurjónsson 9, Bjarni Magnússon 8, Jón Þór Þórðarson 8, Brynjar Sigurðsson 8 og Sigurður Kjartansson 2. Stig Þórs: Kristján Guðlaugsson 27, Kristinn Friðriksson 27, Birgir Örn Birgisson 9, Böðvar Krist- jánsson 9, Konráð Óskarsson 6 og Hafsteinn Lúðvíksson 6. Dómarar: Helgi Bragason og Kristinn Óskarsson. Dæmdu þokkalega, en gerðu þó sín mis- tök. síðustu mínútunum í æsispennandi leik en Haukar náðu að komast yf- ir á lokamínútunni. Pétur Guð- mundsson jafnaði síðan leikinn, 77:77, þegar 22 sekúndur voru til leiksloka en heimamenn voru mun sterkari í framlengunni. Hittu sæmilega á meðan leikmenn Tindastóls reyndu mikið af ótíma- bærum þriggja stiga skotum og uppskáru aðeins tvær körfur á fimm mínútum. Fym hálfleikur var í daufara lagi og virtist sem leikmenn væru ekki enn búnir að jafna sig eftir gott frí. Haukar voru mun sterkari og höfðu níu stiga forskot í leik- hléi. Síðari hálfleikurinn byrjaði á svipaðan hátt og sá fyrri, Haukar náðu þrettán stiga forskoti 63:50 og á þeim tíma leit allt út fyrir að Tindastóll yrði toppliðinu auðveld bráð. Þá gjörbreyttist leikur gest- anna, lag komst á vamarleikinn og leikmenn fóru að hitta mun betur. Það var þó fyrst og fremst stór- leikur Torrey John sem rak Tinda- stólsliðið áfram en liðið skoraði 16 af næstu 18 stigum og komust yfir 65:66. Leikurinn var síðan æsispennandi fram á síðustu sek- úndu. Tindastóll var þó oftar yfir og náði um tíma fimm stiga for- skoti. Haukar náðu hins vegar yfirhöndinni á lokamínútunni, komust yfir en Pétur Guðmunds- son, tryggði síðan framlengingu með laglegri körfu. Þetta var án efa besti leikur Tindastóls á útivelli í langan tíma. Torrey John var yfirburðamaður á vellinum og virðist vera í feyki- lega góðu formi um þessar mund- ir. Einnig átti þeir Ómar Sigmars- son, Pétur Guðmundsson og Lárus Dagur Pálsson ágætan dag. Úrslit í úrvalsdeildinni: Grindavík-Valur 99:78 Keflavík-Breiðablik 108:72 ÍR-Njarðvík í kvöld KR-Skallagrímur 56:76 Þór mætir UBK Þórsarar mæta Breiðablik í 21. umferð úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik sem leikin verður á sunnudagskvöldið. Leikur liðanna fer fram í íþróttahöllinni og hefst klukkan 20. Tindastóll mætir IA á Akranesi á sama tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.