Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar BRÆÐINOUR Ljósmyndari Dags er alltaf á ferð og flugi og á dögunumi_ rakst hann á þetta gamla torfhús og smellti af því mynd. Húsakynni landans hafa breyst mikið á síðustu 100 árum og í dag þætti víst fáum Islendingum bústaður sem þessi fýsilegur kostur. Mynd: BG Hvað veistu? Máríá, mild og há, móSir Gu&s á jörð. Helga þér viljum vér vora þakkargjörð. Yl og trú andar þú, um hinn kalda svörð. Máríá, mild og há, móSir Guðs jörð Páll Isólfsson gerði stórkostlegt lag við þetta Ijóð. Hver orti? sjaAnijDyy Ji|iai) IB^sdjBD;) djj p|D5(s uossuDjajg 91ADQ ua jduud uujéug r Hvað ætlar þú að gera um helgina? „Ég reikna ekki með að fara á brennu á þrettándan- um, eins og stundum áður en líklega verð ég mest fyrir framan nýju tölvuna mína um helgina," segir Bjarni Guðleifsson um fyrirætlanir sínar um helgina. „Eg keypti mér nýja tölvu í stað þeirrar gömlu sem ég var búinn að eiga í 10 ár og núna þarf ég að flytja gögnin mín á milli. Síðan er á stefnuskránni að taka til í bílskúrnum, sem ég geri ef það kemst á blað." r helgarinnar Sigurður Erlendsson 30 ára, Stóru-Giljá, Torfalækjarhreppi Laugardagur 6. janúar Sigurbjartur Frimannsson 60 ára, Sólbakka, Engihlíðarhreppi Laugardagur 6. janúar Þórunn Sóley Björnsdóttir 20 ára, Skólastíg 11, Akureyri Sunnudagur 7. janúar Ásta Sylvía Björnsdóttir 25 ára, Grundarstig 12, SauSárkróki Sunnudagur 7. janúar Kjartan G. Guðmundsson 40 ára, Rimasíðu 27g, Akureyri Sunnudagur 7. janúar Fróðleikur Ótrúlegt afl Það vakti þjóðarathygli þegar Reyni Erni Leóssyni tókst þann 23. september 1972 að brjótast út úr fangaklefa í Keflavík á 5 klukkustundum og 50 mínútum þrátt fyrir hlekki. Hendur hans höfðu áður verið bundnar með þremur handjárnum og vafðar með 5 mm keðjum sem hver þolir 1270 kg álag. Fæturnir voru hlekkjaðir með járnum og hann var umvafinn 5 mm og 10 mm keðjum. Heilræði dagsins Leystu starf þitt vel af hendi áður en þú leitar að öðru. ■uX9jn>|y d njoisju>)S!gæjjBo| u;Bi3 51 ->|sj uuoij jnjai| jd 01 DBsyu uuDjuDpun | '0861 !jOjdsuuDuu6rtjjD>juia uuDij >jnD| D<j' 'VÓ61 )|nDi UUDH m8S IH ! uJ9U!9æjj6o| ; UDgjs JOj 60 /9^ j VW ?Jj !jOjds|uapn|s >jno| uuDp 7)75 [ sjdlu 'op jsjppæj 'uXajn ->|y 9 jnBujgæjjBoj 'uossjDuunQ jopujajg í eldlínunni Hlakka til að byrja aftur „Leikurinn gegn KR, er leikur sem að öllu jöfnu ætti að vinnast, verði allt eðlilegt, en KR-ingar hafa oft reynst okkur erfiðir í gegn um tíð- ina," segir Jóhann Gunnar Jóhannsson, hornamaður í handboltaliði KA, sem hefur leik í deildinni að nýju eftir jólafrí á sunnudaginn. Mótherjarnir eru KR sem aðeins hafa fengið eitt stig í deildinni til þessa, en KR-ingar máttu þola fjögurra marka tap fyrir KA þegar lið- in mættust í fyrsta leik mótsins í Reykjavík. „Menn eru búnir að vera í löngu fríi, en sumir okkar léku reyndar með í pressuleiknum sem fram fór á milli jóla og nýárs. Ég hlakka til að byrja aftur eftir þetta hlé og held að flestir okkar séu á sama máli. Ég á von á að liðinu verði stillt upp á svipaðan hátt og í síðustu leikj- um, þó ég viti ekki hvað þjálfarinn hugsar. A miðvikudaginn leikum við bikarleikinn gegn Val, en erum lítið farnir að hugsa um þann leik og stefnum að því að gera það ekki fyrr en eftir leikinn gegn KR." Spuriting vikunnar __Spurt á Akureyri. .Strengdir þú áramótaheit? ingveldur Gunnarsdóttir: Ég er nú alltof kærulaus til aS strengja eitthvaS svoleiSis! Siguróur Arni Jósefsson: Nei. Vilhjálmur Ingi Árnason: Mér finnst nú svo kjánalegt þec menn nota áramótin til aS strenc einhver heit, þaS má því segja aS hafi sleppt því þess vegna. Kjartan SigurSsson: Nei. Hulda RagnheiSur Árnadóttir: Já, ég ákvaS aS líta eins jákvætt á hlutina oa hægt er, hætta aS ergja mig yfir íeiSinlegum þáttum í útvarp- inu og svoleiSis!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.