Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1995 Vinningstölur 03.01.1996 VINNINGAR FJÖLDI UPPHÆÐ Qj 6 af 6 0 41.150.000 n 5 af 6 Lffl+bónus 0 1.055.044 R1 5af6 3 68.240 ES 4af6 204 1.590 | 3 af 6 705 190 fjuinningur: er tvöfaldur næst Aðaltölur: (24)(§)(§) BÓNUSTÖLUR ! 6 /23) 36 Heildarupphæð þessa viku: 42.868.074 á ísI.: 1.718.074 UPPLY.SINGAR, SIMSVARI 568 5111 LUKKULINA 568 1511 - TEXTAVARP 451 6IRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Bréfasími auglýsinga deildar er: auglýsingadeild Almennir stjórnmálafundir Þingmenn Framsóknarflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir halda almenna stjórnmála- fundi, sem hér segir: í Þórsveri, Þórshöfn, mánudaginn 9. jan. kl. 20.30. í Öxi, Kópaskeri, þriðjudaginn 9. jan. kl. 20.30. í húsi Verslunarfélags Raufarhafnar, 2. h. verða þing- mennirnirtil viðtals þriðjudaginn 9. jan. milli kl. 17.00-19.00. Allir velkomnir. Aðrir fundir auglýstir síðar. Framsóknarflokkurinn. Sýslumaðurinn á Húsavík Útgarði 1,640 Húsavík Sími 464 1300 Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættlsins að Útgarði 1, Húsavík, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Ásgata 9, Raufarhöfn, þingl. eig. Stefán Guðmundur Óskarsson og Anna Kristjana Jóhannesdóttir, gerðarbeiðandi Byggingasjóður rík- isins, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Garðarsbraut 54, kjallari, Húsavík, þingl. eig. Trésmiðjan Bjarg hf., gerðarbeiðendur ísboltar hf., Ispan hf., Landsbanki íslands, Húsavík, Málmur hf., Olíuverslun íslands hf. og Sýslumaðurinn á Húsavík, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Garðarsbraut 67, 4. hæð t.h., Húsavík, þingl. eig. Samúel Samú- elsson, gerðarbeiðendur Bygging- arsjóður ríkisins, Glitnir-Féfang hf. og Víðir Finnbogason, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Klömbur, Aðaldælahreppi, hluti gþ., þingl. eig. Baldvin H. Óskarsson, gerðarbeiðandi Kraftvélar hf., þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Langholt 1B, Þórshöfn, þingl. eig. Trésmiðjan Þórshöfn hf., gerðar- beiðendur Byggðastofnun, lðnlána- sjóður og Sýslumaðurinn á Húsa- vík, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Lindarholt 8, Raufarhöfn, þingl. eig. Páll G. Þormar og Angela Ragn- arsdóttir, gerðarbeiðendur Bygg- ingarsjóður verkamanna og Sýslu- maðurinn á Húsavík, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Pálmholt 1, Þórshöfn, þingl. eig. Snævar Árdal Hauksson, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður verka- manna, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Skútahraun 19, Skútustaðahreppi, hluti gþ., þingl. eig. Svanhvít S. Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Stórhóll 69, Húsavík, þingl. eig. Vigfús Þór Leifsson og Sigrún Elín Brynjarsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Sunnuvegur 8, Þórshöfn, þingl. eig. Björgvin Axel Gunnarsson, gerðar- beiðendur Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður ríkisins húsbrd. Húsnæðiss., þriðjudaginn 9. janúar 1996 kl. 10. Sýslumaöurinn á Húsavík, 3. janúar 1996. Berglind Svavarsdóttir, ftr. ÍÞRÓTTIR Keppendur á bekkpressumótinu í Jötunheimuin. Fremsta röð frá vinstri: Ómar Þorsteinn Árnason, Völundur Þor- björnsson, Víkingur Traustason, Þórður Baldursson og Sigurbjörn Björnsson. Miðröð frá vinstri: Bjarni Bærings- son, Arnþór Örlygsson, Gunnar Magnússon, Erlingur Örlygsson, Sigtryggur Símonarson, Sigurbjörn Gunnarsson, Loftur Baldvinsson og Vilhjálmur Brynjarsson. Fremsta röð frá vinstri: Flosi Jónsson, Sigurður Magnússon, Rúnar Friðriksson, Birgir Halldórsson, Heiðar Sigurhjartarson, Friðrik Hreinsson og Jóhann Guðmundsson. Mynd: Þorgeir Baldursson. Kraftlyftingar - Akureyrarmót í bekkpressu: Flosi, Víkingur og Ómar með met í Jötunheimum Þrjú met voru sett á Akureyrar- mótinu í bekkpressu, sem haldið var í Jötunheimum þann 31. desember. Flosi Jónsson og Vík- ingur Traustason Iétu mikið að sér kveða í öldungaflokki. Flosi bætti metið í 90 kg flokki um 2,5 kíló þegar hann lyfti 157,5 kg og Víkingur Traustason, sem kepp- ir í +125 kg flokki lyfti 230 kg sem einnig er met. Víkingur átti einnig góða tilraun við 240 kg en það hafðist ekki í þetta sinn. Ómar Þorsteinn Árnason, sem öllu þekktari er sem sundmaður, gerði sér lítið fyrir og þríbætti Ak- ureyrarmet unglinga. Metið var 85 kg en Ómar lyfti 90 kg í sinni fyrstu tilraun, þá 100 kg og síðan 105 kg. Þá átti Rúnar Friðriksson átti ágætar tilraunir við Akureyr- armetið í 90 kg flokki fullorðinna. „Mér finnst áhuginn alltaf vera að aukast og ég held að það megi þakka það mikilli grósku í ung- lingastarfi hjá okkur. Aðstaðan hjá okkur hefur aldrei verið jafn vel nýtt og í vetur og þátttakan í þessu móti sannar það,“ sagði Birgir Halldórsson, stjórnarmaður í Kraflyftingafélagi Akureyrar. Alls tóku 20 keppendur þátt í mótinu. Næsta stórverkefni í kraftlyfingum er Unglingameist- aramótið, sem fram fer í byrjun mars í Reykjavík og sagði Birgir að KFA mundi senda öfluga sveit þangað. Urslit urðu þessi á mótinu, þyngdir eru allar í kg, en þær tölur sem eru innan sviga, tákna þær þyngdir sem viðkomandi reyndi við en náði ekki að lyfta. 67,5 kg flokkur unulinga Ómar Þ. Ámason Bjarni Bæringsson Sigurbjöm Gunnarsson 67,5 kg fullorðnir Sigurður Magnússon 75 kg fiokkur drengja Þórður Baldvinsson Loftur Baldvinsson Erlingur Örlygsson 90-100 - 005)-105 90-(95)-(95) 55 - 67,5, - (70) 62,5 - 67,5 - (70) 90-95- 100 70-77,5 -(85) 65-70-(75) 75 kg fiokkur unglinga Birgir Halldórsson 90-(100)-(100) Vilhjálmur Brynjarsson 85 - (95) - (95) 82,5 kg flokkur drengja Amþór Örlygsson 85 - 95 - 97,5 82,5 kg flokkur unglinga Sigtryggur Símonarson 85 - 95 - (100) 82,5 kg fullorðinna GunnarMagnússon 110-117-122,5 90 kg flokkur unglinga Friðrik Hreinss. 132,5 (142,5) - (142,5) - (142,5) Óli Björn Ólafsson 100 - 110 - (117,5) Jóhann Guðmannsson 100 -110 (115) 90 kg fullorðinna Rúnar Friðriksson 150 - 160 -(168,5) Flosi Jónsson 140 - 150 - 157,5 100 kg flokkur drengja Heiðar Sigurhjartarson 85 - (92,5) - (92,5) 125 kg flokkur Völundur Þorbjömsson 192,5-(205) +125 kg flokkur Víkingur Traustason 210 - 220 - 230 (240) Bautamótið í knatt- spyrnu hefstídag Bautamótið í innanhússknatt- spyrnu fer fram um næstu helgi á Akureyri. Leikið verður í KA- heimilinu og í fþróttahöllinni á föstudaginn og laugardaginn og taka átján lið þátt í mótinu. Eft- irtalin lið drógust saman í riðla. A-riðill: KA-A, Tindastóll, Völsungur-B, Þór-C og Þorsteinn Svörfuður. Riðillinn verður leik- inn í íþróttahöllinni og hefst klukkan 20:15 með leik Tinda- stóls og Þorsteins Svörfuðar. Síð- asti leikur hefst klukkan 22:57. B-riðill: Leiftur, Magni, KA-B og Þór-D. Keppni í þessum riðli hefst klukkan 21.15 í KA-heimil- inu með leik Leifturs og Þórs-D og lýkur um klukkan 23. C-riðill: HSÞ-B, Dalvík, Þór- B, KA-C og Neisti. Leikið í KA- heimilinu á laugardaginn og hefst keppni með leik Dalvíkur og Neista klukkan 10:48. Ráðgert er að síðasti leikur hefjist klukkan 13:30. D-riðiIl: Þór-A, Völsungur-A, Reynir og KA-D. Leikimir í þess- um riðli fara fram í KA-heimilinu á laugardaginn. Fyrsti leikur er viðureign Þórs-A og KA-D kl. 9:00 en keppni lýkur tæpum tveimur tímum síðar. Tvö lið komast upp úr hverjum riðli, en átta liða úrslit hetjast klukkan 14 á laugardaginn í KA heimilinu. Fjögurra liða úrslitin hefjast síðan klukkan 15:30 og ráðgert er að leikurinn um 3. sætið hefjist klukkan 16:30 og hálftíma síðar fer fram leikur um 1. sætið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.