Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 5

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 5
HVAÐ ER A£> CERAST? Föstudagur 5. janúar 1996 - DAGUR - 5 Skákfélagið með laugardags- æfingu og uppskeruhátíð Skákfélag Akureyrar verður með laugardagsæfingu fyrir böm og unglinga á morgun, laugardag, kl. 13.30. A sunnudaginn kl. 14 verð- ur uppskeruhátíð Skákfélags Ak- ureyrar fyrir tímabilið september til desember. Veitingar verða í boði og þeir sem það vilja tefla á eftir. Gunnar og Júlíus á Oddvitanum Gunnar Tryggvason og Júlíus Guðmundsson skemmta gestum Oddvitans um helgina, í kvöld og annað kvöld. Húsið verður opnað kl„ 22. Vinir vors og blóma í Sjallanum Hljómsveitin Vinir vors og blóma skemmtir gestum Sjallans á Akur- eyri annað kvöld, laugardags- kvöld, en í kvöld verður þar hins vegar diskótek. Á Góða dátanum verður Ingvar Valgeirsson í kvöld og annað kvöld og Rúnar Þór og hljómsveit í Kjallaranum. Einkasamkvæmi á Hótel KEA Á Hótel KEA verður einkasam- kvæmi annað kvöld og því lokað almenningi. Aðalfundur Reikifélagsins Aðalfundur Reikifélags Norður- lands verður nk. sunnudag, 7. janúar, kl. 20.30 í Bamaskóla Ak- ureyrar. Allir sem hafa verið á námskeiði í reiki eru boðnir vel- komnir. Lúðrasveitarheimsókn í Skjaldarvík og á Hlíð Hin árlega heimsókn Lúðrasveitar Akureyrar með aðstoð Sérleyfis- bíla Akureyrar á dvalarheimilum aldraðra í Skjaldarvík og á Hlíð, verður á morgun, laugardag. Leik- ið verður í Skjaldarvík kl. 15 og kl. 16 á Hlíð. Stjórnandi Lúðra- sveitar Akureyrar er Atli Guð- laugsson. Fundur hjá Styrk nk. mánudagskvöld Styrkur - samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda þeirra á Akureyri og nágrenni, boðar til fundar í húsakynnum Krabba- meinsfélags Akureyrar og ná- grennis að Glerárgötu 24 nk. mánudagskvöld kl. 20. Allir eru boðnir velkomnir. Á fundinum verður m.a. rætt vítt og breitt um starfsemi Styrks og framtíð hans. Karlakór Dalvíkur syngur í Ólafsfirði Karlakór Dalvíkur verður með söngskemmtun í Tjarnarborg í Ol- afsfirði í kvöld, föstudag, kl. 21. Stjómandi kórsins er Jóhann Ól- afsson, en einsöngvarar með kóm- um verða Valdimar Kjartansson og Jónas Þór Jónasson. Undirleik- ari með kórnum er Helga Bryndís Magnúsdóttir. Bond og Carrey í Borgarbíói James Bond verður í essinu sínu í myndinni Goldeneye f Borgar- bíói um helgina. Myndin verður sýnd alla helgina kl. 21 og 23.20. í hinum salnum verður Jim Caaey, þessi vinsælasti grínleikari í dag, í myndinni Ace Ventura 2. Þessi vinsæla mynd, sem fer mjög vel af stað í Borg- arbíói, verður sýnd kl. 21 og 23. Á bamasýningum kl. 15 á sunnudag verða sýndar mynd- imar Pocahontas og Hundalíf. Miðaverð á þessar sýningar kr. 550. Frá nýja heiminum til Akureyrar - nýárstónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í Akureyrarkirkju nk. sunnudag Nýárstónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands verða í Akur- eyrarkirkju sunnudaginn 7. janúar kl. 17. Einleikari á tónleikum hljómsveitarinnar verður Gunnar Kvaran sellóleikari og stjómandi verður Guðmundur Óli Gunnars- son. Á efnisskránni em sellókons- ert í a moll eftir Robert Schu- mann, Sinfónía nr. 9 í e moll, frá nýja heiminum eftir Antonin Dvo- rak og elegía fyrir strengjasveit eftir Szymon Kuran en hann er einnig konsertmeistari hljómsveit- arinnar. Sinfóníuhljómsveit Norður- lands er í sífelldum vexti og að mati dómbærra manna í örri fram- för. Mikilvægi þess að geta heyrt stórvirki klassískrar tónlistar flutt á tónleikum verður seint til fjár metið og vonandi tekst í framtíð- inni að víkka og styrkja starfs- grundvöll hljómsveitarinnar. Hljómsveitin tekst sífellt á við stærri og viðameiri verkefni og sér þess nokkur merki í efnisskrá næstu tónleika. Það er andi rómantíska tíma- bilsins sem svífur yfir vötnum á þessum tónleikum. Sellókonsert Schumanns, saminn 1850, er glæsilegur fulltrúi þessa tímabils. Tjáningarfullt og grípandi verk sem gerir miklar kröfur til einleik- arans bæði hvað varðar túlkun og færni. Um Gunnar Kvaran þarf vart að fjölyrða, enda landsmönn- um að góðu kunnur bæði sem ein- leikari og einn af meðlimum Tríós Reykjavíkur, er skemmst að minnast heimsóknar tríósins á listasumri síðasliðið sumar. Leik- Gunnar Kvaran leikur einleik með hljómsveitinni í sellókonsert Schu- manns. ur Gunnars á sellókonsert eftir Schumann er því mikill fengur menningarlífi á Norðurlandi. Sinfónía nr. 9 eftir Antonin Dvorak er stundum talin ein af þrem þekktustu sinfóníum tónlist- arsögunnar ásamt með 5. sinfóníu Beethovens og 40. sinfóníu Moz- arts. Þeir sem ekki þekkja verkið í heild sinni þekkja einstök stef þess um leið og þeir heyra þau, svo oft sem bútar úr verkinu hafa verið leiknir við allrahanda tæki- færi. Dvorak hafði næmt eyra fyr- ir alþýðutónlist og nýtti sér hana í verkum sínum. Má þar nefna slav- neska dansa og dumka sem eru úkraínsk þjóðlög og Dvorak not- aði í frægt tríó, Dumky tríóið. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norð- uriands á þessum tónleikum. Þess hæfileika Dvoraks, að vera fljótur að greina kjamann í al- þýðutónlist hverrar þjóðar, sér stað í ríkum mæli í 9, sinfóníu hans. Verkið er að mestu samið í New York þar sem Dvorak bjó um tíma og má glöggt greina áhrif amerískra þjóðlaga í verkinu. Verkið var frumflutt þar í borg 1893 og hefur síðan farið sigurför um víða veröld. Höfundarnir Antonín Dvorák (1841-1904) varð fyrst kunnur í heimalandi sínu fyr- ir óperur, kórverk og sönglög, en í þeim tók hann mjög mið af þjóð- lagahefð Tékka. Margt af þeirri tónlist þykir hin ágætasta, og sama má segja um hljóðfæratón- list hans. Af einhverjum ástæðum hefir fátt eitt þessara verka náð at- hygli manna þegar frá leið, og nú á dögum stafar Dvorák aðeins frægð af fáeinum tónverkum, og einkum sinfóníunni eða hljóm- kviðunni Úr nýja heiminum. Hún var samin vestan hafs árið 1893 er höfundur var þar við störf, og má merkja þjóðlagaáhuga hans á gerð stefjanna í henni, en þau minna sum á tónlist svertingja, sem Dvo- rák hafði leitast við að kynna sér. Hljómkviður Dvoráks þykja í fremstu röð þeirra er samdar voru á síðara hluta 19. aldar og er sú ní- unda hin síðasta í röðinni. Robert Schumann (1810-1856) er eitt merkasta hljómsveitarskáld 19. aldar, þótt þekktari sé fyrir sönglög sín og píanóverk, og áttu höfundar á borð við Brahms og Tjækovskí eftir að leita mjög í Hljómsveitin flytur ó þessum tón- leikum elegíu fyrir strengjasveit eft- ir konsertmeistarann Szymon Kur- an. Antonin Dvorák samdi sinfóníu nr. 9 í e-moll, sem flutt verður á sunnu- dag. Eftir Robert Schumann flytur Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands selió- konsert í a-moll. smiðju hans. Auk íhygli þeirrar og persónulegrar túlkunar sem ein- kennir öll verk Schumanns, byggj- ast hljómsveitarverk hans á yfir- gripsmiklum laglínum sem bæði mynda einingu einstakra kafla og verksins í heild, með því að birtast lítt eða ekki breyttar á ýmsum stöðum. Bæði íhyglin og stefjaein- ingin eru áberandi í sellókonsert- inum frá 1850 og haft er eftir Pa- blo Casals að tónlistin í þessu verki sé dýrleg frá upphafi til loka, enda er það nú talið til helstu verka fyrir þetta hljóðfæri. Margt frumlegt má í því finna, m.a. ein- leikskadensuna í lokakaflanum, sem bæði kemur á óvenjulegum stað og er liöfð við undirleik hljómsveitarinnar. Szymon Kuran (fæddur 1955) stundaði nám í Póllandi og Lund- únum, og hefir starfað hér á landi um árabil sem fiðluleikari og tón- skáld, bæði með Sinfóníuhljóm- sveit íslands og jass-sveitum (t.d. Kuran Swing). Hann fór að fást við tónsmíðar á barnsaldri og er að mestu sjálfmenntaður til þeirra verka. Tónlist hans hefir verið flutt í Póllandi, Bretlandi og á ís- landi. Meðal verka hans er að finna bæði kirkjulega tónlist og sinfóníska. Elegia (Harmljóð) fyr- ir strengjasveit var samið í Gdansk árið 1981 til minningar um fómarlömb þeirra höimulegu atburða sem gerst höfðu í Póllandi um það leyti. Það hefír áður verið flutt bæði erlendis og í Reykjavík. Einleikarinn Gunnar Kvaran sellóleikari (fædd- ur 1944) stundaði tónlistarnám m.a. í Reykjavík og Kaupmanna- höfn. Hann starfaði í Danmörku til 1980, en réðst þá til Tónlistar- skólans í Reykjavík. Hann hefir haldið fjölda tónleika heima og er- lendis, og stofnaði Tríó Reykja- víkur árið 1988 ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur og Halldóri Har- aldssyni. Hann hefir og starfað sem kennari og flytjandi við tón- listarhátíðir í Vermont í Banda- ríkjunum. Stjórnandinn Guðmundur Oli Gunnarsson er skólastjóri Tónlistarskólans á Ak- ureyri og fastur stjómandi Sinfón- íuhljómsveitar Norðurlands. Hann er einnig stjórnandi Caput-hóps- ins, sem víða hefir flutt samtíma- tónlist á tónleikum og tekið upp til útgáfu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.