Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 4

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1996 -LEIÐARI------------------------------ tæknibyltingin og byggðavandinn? ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 462 4222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1500 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 RITSTJÓRAR: JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, (ÁBM.), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, (ÁBM.) AÐRIR BLAÐAMENN: AUÐUR INGÓLFSDÓTTIR, GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON, FROSTI EIÐSSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 464 1585, fax 464 2285). LJÓSMYNDARI: BJÖRN GISLASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 462 5165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 462 7639 SÍMFAX AUGLÝSINGADEILDAR: 462 2087 Byggðavandinn á íslandi er gamalkunnugt um- ræðuefni og verður um ókomin ár enda full þörf á fyrir landsbyggðafólk að halda vöku sinni og verjast þeirri sókn sem frá höfuðborgarsvæðinu kemur, stærðar þess vegna. Þó þróunin hafi því miður ekki enn snúið við og flótti sé úr höfuð- borginni út á land hefur samt ýmislegt gerst sem vert er að veita athygli. Forstjóri Sölumið- stöðar hraðfrystihúsanna lét þau orð falla á dög- unum að hann liti talsvert öðrum augum lands- byggðarmálin og sjónarmið fólks úti á landi en áður, nú þegar fyrirtækið hefur á undanförnu ári unnið að því að flytja starfsemi sína norður til Akureyrar. Oft er umræða um flutning starfsemi sem er í Reykjavík út á land afgreidd snaggara- lega á þann hátt að nálægðin þurfi að vera við þá þjónustu sem er í höfuðborginni, opinberar stofnanir, fjármálastofnanir og aðrar slíkar. í flutningum SH til Akureyrar felst að nokkru svar við þessu, einfaldlega það að nútíma fjarskipta-- tækni gerir að verkum að hægt er að brúa þetta bil og standa því sem næst í sömu sporum og ef starfsemin væri á Reykjavíkursvæðinu. Þessa reynslu þurfa landsbyggðarmenn að nýta sér í umræðunni um staðsetningu fyrirtækja og stofn- ana. Síðustu fréttir um flutning á hluta eða allri starfsemi Opals eru auðvitað af sama toga og fagnaðarefni þó eftirtektarvert sé hversu harka- lega þessum fyrirætlunum er tekið í opinberri umræðu þó þau, að hámarki 20 störf, sem hér um ræðir sé snöggtum minna hlutfall af vinnu- markaði á höfuðborgarsvæðinu en störf sem tap- ast hafa í mörgum byggðarlögum úti á landi á undanförnum árum. Formaður Landssambands iðnverkafólks harmaði í sjónvarpsviðtali að horfa á eftir störfum norður en ástæða er til að minna á að þetta gerist á sama tima og talað er um stórframkvæmdir á suðvesturhorninu sem skapa mun fjölda starfa í uppbyggingunni og til fram- búðar. Þær framkvæmdir munu auðvitað fyrst og fremst koma vinnumarkaðnum á höfuðborgar- svæðinu til góða og ekki er því hampað. Róður landsbyggðafólks þarf því að vera stöðugur og ber að fagna hverjum þeim áfanga sem næst. Bæjarstjóm Akureyrar virði ieikreglur Jón B. Arason. Höfundur er tilboðsgjafi í Löngumýri 9 á Ak- ureyri. I framhaldi af grein er ég ritaði og birt var í Degi þann 7. desember og bar yfirskriftina „Viðskiptasið- ferði húsnæðisnefndar Akureyrar- bæjar“, þar sem ég rakti sögu mína vegna tilboðs er ég gerði í húseign er húsnæðisnefnd Akur- eyrarbæjar hafði auglýst, tók bæj- arráð Akureyrar málið upp til skoðunar. Málið var rætt í bæjar- ráði 30. nóvember og aftur var það tekið fyrir í bæjarráði 14. des- ember. Á jreim fundi fór bæjarráð fram á að bæjarstjóri gæfi ráðinu umboð til fullnaðarafgreiðslu á málinu. Á bæjarráðsfundi þann 21. desember samþykkti meiri- hluti bæjarráðs, að tillögu hús- næðisnefndar, að selja einum aðila báðar íbúðimar. Söluverð beggja eignanna var kr. 7.100.000. - þótt fyrir lægi hærra tilboð í eignirnar frá tveimur aðilum er höfðu gert tilboð í sína hvora eignina upp á kr. 7.345.000,-. Húsnæðisnefnd Akureyrarbæj- ar bauð til leiks, mig langaði að leika með. Þegar leikurinn hófst taldi ég að leikreglur væru nokkuð skýrar en þegar á leikinn leið þótti mér sá er til leiksins bauð fara ansi frjálslega með leikreglur. í stuttu hléi kvartaði ég til eftir- litsaðila, það er að segja bæjarfull- trúa. Þeir tóku málaleitan minni vel og kváðust skoða málið. Nið- urstöður bæjarráðs liggja fyrir. Skyldi hér vera um atvik að ræða að menn dæmi í sjálfs sín sök? Þessum leik er ekki lokið, ég er sár en ekki sigraður. Til er annar óháður aðili er ég mun leita til. íbúð sú sem ég gerði tilboð í er seld. Það er í sjálfu sér ekki aðal- atriði þessa máls. Eg, sem einn lít- ill leikmaður í þessum leik krefst þess að bæjarstjóm Akureyrar virði leikreglur og að allir sitji við sama borð, en í þessum leik sýnist mér ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. Ég lít ekki á þetta sem rnitt einkamál heldur gast þú eða einhver annar tekið þátt í þessum leik, því auglýst var eftir leikmönnum og hverjum sem er gefinn kostur á að leika með. Ástæða þess að ég rita þessar greinar er ekki sárindi yfir því að ég hafi misst af þeirri íbúð er ég taldi mig eiga rétt á, heldur sú að samviska mín býður mér ekki að þegja yfir máli þessu. Bæjarstjóm Akureyrar stendur fyrir mikilli og virðulegri stofnun sem að mínu áliti getur ekki leyft sér að leggja nafn sitt við slík vinnubrögð sem viðhöfð voru í þessum skrípaleik. fara ansi frjálslega með leikreglur.“ Jón B. Arason. „Húsnæðisnefnd Ak- ureyrarbæjar bauð til leiks, mig langaði að leika með. Þegar leik- urinn hófst taldi ég að leikreglur væru nokk- uð skýrar en þegar á leikinn leið þótti mér sá er tíl leiksins bauð Langamýri 9. íbúð sú sem ég gerði tilboð í er seld. Það er í sjálfu sér ekki aðalatriði þessa máls. Ég, sem einn lítill leikmaður í þessum leik krefst þess að bæjarstjórn Akureyrar virði leikreglur og að allir sitji við sama borð, en í þessum leik sýnist mér ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón. LESEN DAHORN l€> Notið varnargleraugu við flugeldaskotin Flugeldaáhugamaður hringdi... ... og vildi vekja athygli fólks á því að nota hlífðargleraugu við meðferð flugelda. „Það er dálítið skrýtið hversu fólk er kærulaust þegar það er að skjóta upp flug- eldum. Við hver áramót byrjar umræðan um hættuna, læknar koma fram í Ijölmiðlum og segja frá ástandinu á slysavarðstofunum á gamlárskvöld, þeir sem lent hafa í slysum af þessu tagi segja frá sinni hroðalegu reynslu en samt er fólk ótrúlega kærulaust. Slysin gera ekki boð á undan sér og aldrei verður komið í veg fyrir öll slys um áramótin en þessi augn- slys eru hroðalegri en svo að hægt sé að sitja hjá. Flugeldarnir eru hvergi nærri hættulaus leikur en það er strax til að draga verulega úr hættunni ef notuð eru hlífðar- gleraugu. Svoleiðis öryggistæki eru ekki dýr og hlægilega ódýr ef miðað við hversu miklu þau geta bjargað. Annað ætti að taka til alvar- legrar athugunar og það eru ára- mótabrennurnar. Væri til dæmis ekki hægt að setja þær reglur að við brennumar mæti fólk ekki með sína flugelda heldur aðeins stjörnublys en láti skátunum eða öðrum söluaðilum flugelda um að annast flugeldasýningarnar. Nú um áramótin varð slys við brennu í Reykjavík þar sem barn fékk flugeld í augað og missti sjónina eftir glannaskap nærstaddra við flugeldaskotin. Þeim sem fá leyfi til áramótabrenna ætti því að vera gert skylt að hafa þá gæslu á Brynjólfur Brynjólfsson skrifar: „Þú viðurkennir í andmælum þínum við bréfi mínu að áburður- inn geti orðið sprengiefni. Að vísu við marga keðjuverkandi þætti. Það eitt að möguleiki sé fyrir hendi er alls ekki ásættanlegt. Og ættir þú sem starfsmaður ekki að verja þessar aðstæður sem þarna eru á svæðinu. Stimplar einhverra stofnana breyta engu um þær full- yrðingar sem ég setti fram í bréfi mínu, þess vegna leitaði ég ekki eftir upplýsingum um það atriði. Fjarlægð íbúðarbyggðar frá staðnum að flugeldum væri ekki skotið upp nema af viðurkenndum aðilum. Því ekki að gæta öryggis Slippstöðinni er afstæð og verður að miðast við hvað er að gerast þarna. Ef til dæmis kæmist feiti í súrinn fyrir einhver mistök og tankurinn springi þá er spuming hvort áburðurinn slyppi. Éf hann slyppi ekki og þarna losnaði úr læðingi höggbylgja við spreng- ingu þá er hætt við að glerið í íbúðunum sem þér finnst svo langt í burtu færi ansi smátt. Slys á fólki í þessum fjarlægu íbúðum gætu orðið umtalsverð af glerbrotum og ekki má gleyma verslunarhúsi sem er staðsett þarna rétt hjá þarna eins og annars staðar. Dæm- in sanna að það er meira en lítil ástæða til.“ Slippstöðinni. Ég læt starfsmönn- um Slippstöðvarinnar eftir að hug- leiða öryggi sitt við þessar að- stæður en þeir gætu með samstillt- um mótmælum ýtt á flutning áburðarins þama í burtu. Það væri meira í átt að hagsmunum þeirra en mótmæli Símonar Magnússon- ar. Ég stend við það sem ég sagði þegar ég gagnrýndi þessa sam- setningu þama og ég held að bæj- arstjórn ætti að gera mjög skjót- lega drög að því að fjarlægja áburðinn úr bænum.“ Svar við mótmælum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.