Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 7

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 7
Föstudagur 5. janúar 1996 - DAGUR - 7 Veiðar á fjarlægum miðum geta stundum varað vikum, jafnvel mánuðum saman eins og fréttir af úthaldi í Smugunni í Barents- hafi bera glöggt vitni. Þó veiðar í Smugunni hafi borið hæst í um- ræðunni og langar fjarverur sjó- manna þar, jafnvel í stöðugu náttmyrkri, hafa íslensk skip einnig stundað úthafsrækjuveið- ar djúpt á Reykjaneshrygg og á Flæmingjagrunni við Nýfundna- land. Snorri Snorrason, útgerðar- maður á Dalvrk, hefur átt þar skip tvö undanfarin ár; fyrst Baldur EA á árinu 1994 og síðan Dalborgu EA á árinu 1995. Svo einkennilega vill til að í bæði skiptin var komið á Flæmingja- grunn á sama degi, 7. júlí og fyrsta löndun í ár var 2. ágúst. a Snorri Snorrason með sonun- ^ um Snorra Geir 12 ára og Elvari Frey 9 ára. Sá eldri hefur farið einn túr með pabba en sá yngri á það eftir og bíður óþreyju- fullur. Mynd: GG á veiðar á úthafinu, bæði á rækju- veiðar á Flæmingjagrunni, bol- fiskveiðar í Smugunni í Barents- hafi og úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg hefur sjónum verið beint í aðrar áttir, jafnvel um hálfan hnöttinn til Falklandseyja, þar sem er að finna mjög gjöful smokkfiskmið. Sólblóm hf„ sem eigendur ráðgjafafyrirtækisins Nýsis hf. standa að, hefur stofnað útgerðarfyrirtæki á Falklandseyj- um með þarlendu fyrirtæki. Veiði- leyfi hefur fengist fyrir þrjá togara til að veiða auk smokkfisksins, lýsing og hokinhala. Smokkfiskur er nú í injög háu verði, eða um 110 kr/kg en á þriðja hundrað „Leyfa ætti kvótatausum skipum að veiða rækjukvóta sem annars nyttist ekki“ - segir Snorri Snorrason yngri, skipstjóri á Dalborgu EA-317, sem segir smokkfiskveiðar við Falklandseyjar áhugaverðar Snorri kom í land eftir alvar- legt slys sem hann varð fyrir um borð og hefur sonur hans, Snorri Snorrason yngri, verið fyrsti skip- stjóri á skipinu síðan. „Við eigum ekki aðra mögu- leika en að vera á utankvótaveið- um því kvótinn var seldur með Baldri EA þegar skipið fór til Ól- afsfjarðar. Það hefur gengið mjög vel að fá mannskap á skipin þrátt fyrir að fjarverurnar séu miklar og við höfum verið með alveg ein- staklega samhentan og góðan mannskap. Áhafnaskipti fara fram í St. Johns á Nýfundnalandi og eru það yfirleitt sjö úr áhöfninni sem skipta hverju sinni þannig að hver maður fer ekki meira en tvo túra hverju sinni. Útgerð Dalborg- ar hefur sameinast um leiguflug til Nýfundnalands með nokkrum öðrum útgerðum, sem eiga skip á Flæmingjagrunni,“ segir Snorri Snorrason. „Fjarlægðin gerir það að verk- um að erfiðlega getur reynst fyrir sjómennina að ná heim og tala við fjölskylduna. Það er hægt gegnum strandstöð á Nýfundnalandi en ódýrara er þó að ná sambandi við loftskeytastöðina í Gufunesi á stuttbylgju. Það er oft erfitt en því má ekki gleyma að heima situr konan með börnin og þetta er henni oft á tíðum ekki síður erfitt. Hún þarf að „redda“ öllum hlutum heima, greiða reikninga, sjá um innkaup, fylgjast með skólagöngu barnanna eða útvega iðnaðarmann ef eitthvað þarf að laga í húsinu. Það hefur komið fyrir að menn hafa hætt, m.a. fór einn vélstjóri tvo túra og hætti svo því honum fannst túrarnir of langir og tekj- urnar ekki réttlæta svo langa fjar- veru. Ætli hluturinn fyrir hvem túr sem var um fjórar vikur hafi ekki verið rúmlega 400 þúsund krónur. Hvað sætta menn sig við? Milljón á mánuði? Eða jafnvel meira? Þetta er ekki lakara en ger- ist hér við land.“ 18 skip í 66 daga hvert Rækjuveiðar hófust á Flæmingja- grunni árið 1993 og hefur afli ís- lenskra skipa verið um 25 þúsund tonn á ári og eru íslendingar afla- hæstir erlendra þjóða þar ásamt Norðmönnum. 18 íslensk skip hafa stundað rækjuveiðar á þess- um slóðum og var Ottar Birting (nú Dalborg) aflahæstur íslensku skipanna. NAFO (Norðuratlans- hafsfiskveiðiráðið) samþykkti í haust sóknarstýringu á svæðinu á árinu 1996 en þeirri ákvörðun hef- ur verið mótmælt af íslenskum stjórnvöldum. Ef 1200 dögum, sem er sókn íslendinganna til þessa, er skipt niður á skipafjöldann koma aðeins 66 dagar í hlut hvers skips. - Hvert verður haldið ef kvóti verður settur á veiðarnar á Flæm- ingjagrunni? „Ætli aflinn á árinu 1995 hafi ekki verið nærri 700 tonnum og ef haldið verður stíft út á þessu ári ættum við að ná 1.200 til 1.500 tonna afla og ætli sá afli verði ekki lagður til grundvallar kvóta- úthlutuninni, þannig að okkur verði úthlutað a.m.k. 800 tonna kvóta. Eg vona að við fáum vel okkar hlut af kvótanum. Við höf- um ekki sömu möguleika og þeir sem koma niður á Flæmingja- grunn besta hlutann úr árinu og eru svo þess á milli að dunda sér við það að veiða kvótann sem þeir hafa fengið úthlutað í íslensku landhelginni. Við erum hins vegar „dæmdir“ til að vera þarna vegna kvótaleysis. Veiðireynslan verður kannski ekki metin til fjármuna þegar upp er staðið en útgerðirnar ættu að njóta hennar þegar kemur að því að skipta kvótanum. Akur- eyrin frá Akureyri var t.d. mjög lengi í Smugunni í haust og þann- ig aflaðist bæði vel og ómetanleg reynsla fékkst, og Samherji ætti að fá að njóta þess þegar og ef settur verður kvóti á veiðar ís- lendinga í Barentshafi. „Það er mjög óréttlátt að deila sókninni jafnt niður á öll skipin vegna þess hve sóknin er misjafn- lega mikil. Sunna frá Siglufirði byrjaði þessar veiðar og ætti því að njóta einhverra forréttinda en önnur skip hafa komið þarna að- eins tímabundið, eins og t.d. Blængur frá Neskaupstað, og ættu því ekki að sitja við sama borð. Þessi tvö skip eru hins vegar með rúmlega 2 þúsund tonna kvóta í íslensku landhelginni og eiga því miklu meiri möguleika en t.d. við á Dalborginni." Kvótalaus skip í leigu „Eg vil minna á að mörg undan- farin ár hefur ekki tekist að veiða úthlutaðan rækjukvóta við Is- landsstrendur og mér fínnst að skip sem ekki nýta rækjukvótann sinn ættu að bíða skarðan hlut ef um úthlutun er að ræða á fjarlæg- ari miðum. Á Hólmavík er t.d. rækjuverksmiðja sem hefur mik- inn rækjukvóta til ráðstöfunar og leigir m.a. skip til að veiða hann víða um land, m.a. austan frá Hornafirði, til þess að brenna ekki inni með hann. Það ætti að leyfa kvótalausum skipum að veiða fyr- ir þessa aðila, það er ekki verið að taka eitt eða neitt frá einum eða neinum. Það væri kannski lausn að kaupa 10 tonna kvóta á skipið og skrá það A-skráningu hjá Sigl- ingamálastofnun. Þá væri björninn líklega unninn.“ Fáránlegar úreldingarreglur „1 því sambandi koma upp í hug- ann fáránlegar úreldingarreglur skipa. Menn eiga að fá að ráða hvernig skip þeir nota við veið- arnar og hvemig þeir endurnýja sín skip. Ef þeir telja það heppi- legra og hagkvæmara að stækka skipin til að ná kvótanum þá eiga þeir að fá að ráða því. Þú átt þinn kvóta, hann stækkar ekkert þó þú fáir stærra og hagkvæmara skip til að veiða hann. Eins eiga þeir sem ráða yfir kvóta að getað boðið út veiðar á honum, t.d. 300 tonnum, og þá ættu kvótalaus skip að hafa sama rétt til að veiða hann og þau sem hafa kvóta.“ Smokkfiskur í háu verði Vegna yfirvofandi kvótasetningar krónur ef hann er þýddur upp og unnin frekar í landi. Tvö kvóta- laus, íslensk skip hafa verið orðuð við smokkfiskveiðamar, Siglir frá Siglufirði og Dalborgin. Siglir verður áfram á úthafskarfaveiðum til að skapa sem mesta veiði- reynslu og stefnt er að því að setja flottrollsbúnað í Dalborgu í febrú- armánuði eða á svipuðum tíma og smokkfiskveiðarnar hefjast. Ver- tíðin stendur í þrjá mánuði og því mundi Dalborgin ekki ná nema um mánaðartíma þar, sem er of skammur tími, en það tekur fimm vikur að sigla á miðin frá íslandi. Með þriðja spilinu í Dalborgu verður skipið tilbúið til veiða með tvö troll líkt og Sunna og við það eykst afkastagetan til muna. Mögulegt er að Dalborgin fari á úthafskarfaveiðar á Reykjanes- hrygg að lokinni ísetningu á flot- trollsbúnaðinum, síðan á Flæm- ingjagrunn í júlímánuði og síðan í Smuguna í lok ágústmánaðar og loks aftur á Flæmingjagrunn. Áhugi að reyna eitthvað nýtt og óþekkt „Við ræddum við mannskapinn um þann möguleika að fara niður til Falklandseyja og það var mesta furða hvað það fékk góðar undir- tekir að fara að stunda veiðar hin- um megin á hnettinum. Menn voru jafnvel spenntir að reyna eitt- hvað nýtt og óþekkt. Þó það verði ekki á þessu vori hefur hugmynd- in síður en svo verið afskrifuð. Við verðum að vera með öll spjót úti,“ sagði Snorri Snorrason. Dalborgin landaði í St. Johns 27. desember sl. 120 tonnum af góðri rækju og þá fór hluti áhafn- arinnar vestur um haf og verður þar næstu tvo mánuði. Með sömu vél fóru áhafnir Ottós Wathne, Kletts og tveggja færeyskra togara auk fulltrúa frá KEA og Snæfell- ingi hf. sem eru að festa kaup á Ottó Wathne. Meðal þess hluta áhafnar Dalborgar sem fór vestur um haf var Snorri Snorrason, sem verið hefur heirna í um mánðar- tíma og tekið þátt í jólaundirbún- ingnum með fjölskyldunni, sem ekki er algengt með sjómenn sem sækja á fjarlæg mið. Hluti áhafnar Dalborgar kom síðan til baka með Flugleiðavélinni í síðbúið jóla- leyfi. GG Dalhorgin við bryggju á Dalvík sl. sumar. Skipið fór til veiða í lok júnímánaðar og hefur síðan ekki komið til heima- hafnar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.