Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Akureyri: Bæjarmála- punktar Tapaðir fjármunir Á fundi bæjarráðs í gær var tekin til afgreiðslu bókun stjórnar veitustofnana frá 20. desember sl. um afskrifaðar kröfur. í bókun bæjarráðs kem- ur fram að fallist sé á felldar verði niður útistandandi kröfur hjá Hita- og vatnsveitu að upp- hæð kr. 3,7 milljónir og kr. 6,7 milljónir hjá Rafveitu, sem að meginhluta hafa tapast við gjaldþrotaskipti. Samkomulag um Glerárgötu 26 Lagt var fram samkomulag dags. 21. desember sl. milli Lífeyrissjóðs Norðurlands og Akureyrarbæjar sem bæjar- stjóri hefur undirritað með fyr- irvara um samþykki bæjarráðs. Samkomulagið felur m.a. í sér að Akureyrarbær selur Lífeyr- issjóði Norðurlands eignarhlut sinn í Glerárgötu 26 efh. á genginu 1.0, en jafnframt er gengið frá samningi um leigu Akureyrarbæjar á húseigninni frá 10. ágúst 1995 til 31. júlí 2006 með kauprétti. Meirihluti bæjarráðs staðfesti samkoinu- lagið og húsaleigusamninginn. Sigurður J. Sigurðsson, Sjálf- stæðisflokki, sat hjá við af- greiðslu málsins. Verkefnisstjórn skipuð Að tillögu félagsmálastjóra samþykkti bæjarráð í gær að skipa þriggja manna verkefnis- stjóm tímabundið í 6-7 mánuði til þess að hafa umsjón með þjónustu við látlaða og móta tillögur um breytta skipan hennar. Verkefnisstjómin taki til starfa þegar skrifað hefur verið undir samninga við fé- lagsmálaráðuneytið um að Ak- ureyrarbær taki að sér málefni fatlaðra sem verkefni reynslu- sveitarfélágs. Verkefnisstjóm- ina skipi Valgerður Magnús- dóttir, formaður, Þórgnýr Dýr- fjörð og Bjami Kristjánsson. Tilfærsla í starfi Bæjarráð samþykkti að fela fé- lagsmálastjóra að gera samn- ing við Hermann Sigtryggs- son, íþrótta- og tómstundafull- trúa, um tilfærslu í starfi hjá Akureyrarbæ. Félagsmála- stjóra var einnig falið að aug- lýsastöðu deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar í samráði við starfsmannastjóra. Kaup á Hlíð Bæjarráð samþykkti drög að samningi um kaup Akureyrar- bæjar á íbúðarhúsinu á býlinu Hlíð (Litlu-Hlíð). Kaupverð er kr. 5,5 milljónir. Seljandi er Ingimar Víglundsson. Kaupsamningur um Reyki Bæjarráð samþykkti að leggja til við bæjarstjóm að samning- ur um kaup HÍta- og vatnsveitu Akureyrar á Reykjum II í Fnjóskadal ásamt öllunt húsum og réttindum, þar með töldum vatns- og borréttindum, verði samþykktur. Seljandi er Guð- mundur Hafsteinsson, Reykj- um II. Kaupverð er 13,99 milljónir króna. Föstudagur 5. janúar 1996 - DAGUR - 3 Slysið við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð á Akureyri: Drengurinn einnig með áverka á brjósti og kvið Alvarlegt slys varð við verslun- armiðstöðina í Sunnuhlíð á Ak- ureyri 29. desember sl. eins og komið hefur fram í Degi. Þrett- án ára drengur hlaut þá alvar- lega áverka en í fyrstu var talið að hann hefði aðeins höfuð- Skinnastaður: Prestshjónin kvödd með virktum - „við sjáum eftir þeim,“ segir sóknarnefndar- formaður Prestshjónin, Sigríður Helga Valgeirsdóttir og sr. Eiríkur Jó- hannsson, voru kvödd með virktum í kaffisamsæti að Lundi í Öxarfirði eftir messu í Skinna- staðakirkju á annan í jólum. Þau hjón eru flutt frá Skinna- stað og að Hruna, þar sem sr. Ei- ríkur hefur verið kjörinn prestur. „Þetta var tregablandin gleði- stund,“ sagði Laufey Bjarkadóttir frá Hafrafellstungu, en hún er sóknamefndarfoimaður í Öxar- firði. Það voru einnig sóknarbörn frá Garðskirkju í Kelduhverfi og Snartastaðakirkju við Kópasker, sem sameinuðust um að kveðja prestshjónin. Ávörp voru flutt og það var sungið, m.a. söng Sigrún Jónsdóttir, kórstjóri við Snarta- staðakirkju. Sr. Eiríkur kom að Skinnastað haustið ’89. „Við sjáum eftir þeim og gáfum þeim mynd af Skinna- stað svo þau gleymdu okkur ör- ugglega ekki,“ sagði Laufey, en prestshjónin voru kvödd með gjöfum frá sóknunum: myndinni, áletruðum pennastandi frá Álfa- steini, handunninni tehettu og bók, Þingeyjarsýslur, sýslu- og sóknarlýsingar. „Við sitjum svo eftir prestslaus, en höfum séð í blöðum að sr. Sig- hvatur Karlsson á Húsavík eigi að þjóna prestakallinu, það hefur enn ekkert verið talað við okkur,“ sagði Laufey í samtali við Dag, milli jóla og nýárs. Enginn sótti um þegar auglýst var eftir sóknar- presti að Skinnastað. IM Aðalskipulag Svalbarðs- strandarhrepps 1994-2014 til sýnis Skömmu fyrir jól var auglýst í Lögbirtingablaðinu eftir athuga- semdum við tillögu að aðal- skipulagi Svalbarðsstrandar- hrepps 1994-2014, en tillagan nær til alls sveitarfélagsins. Aðalskipulagstillagan liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu Svalbarðsstrandar- hrepps á Svalbarðseyri og hjá Skipulagi ríkisins við Laugaveg í Reykjavík frá og með deginum í dag til 8. febrúar 1996. Athuga- semdum við skipulagstillöguna skal skila á skrifstofu Svalbarðs- strandarhrepps fyrir 22. febrúar 1996 og skulu þær vera skriflegar. óþh kúpubrotnað, en eftir að dreng- urinn hafði gengist undir ítar- lega rannsókn á Borgarspítalan- um komu í Ijós töluvert meiri áverkar, bæði á brjóstholi og kvið. Ekki var talið í fyrstu að dreng- urinn hefði orðið fyrir bifreið sem ók um bílastæðið við Sunnuhlíð en að sögn læknis á Borgarspítal- anum í Reykjavík og rannsóknar- lögreglunnar á Akureyri hafa lík- urnar á því að hann hafi orðið undir bílnum hins vegar aukist eft- ir að í ljós komu áverkar á brjósti og kvið. Rannsóknarlögreglan á Akureyri hefur málið til rannsókn- ar og er verið að yfirheyra vitni, m.a. drengi sem voru samtímis þeim slasaða á bílastæðinu. Að sögn læknis á Borgarspítal- anum er líðan drengsins þokkaleg eftir atvikum, hann er úr allri lífs- hættu og með góða meðvitund en á þessu stigi er ekki hægt að segja hversu varanlegir áverkamir eru. Áverkar á höfði reyndust alvar- legri en talið var í fyrstu, m.a. taugaáverkar, sem ekki er enn vit- að hversu alvarlegir þeir eru. GG Vegur yflr Fljótsheiöi: Ein athuga- semd barst Ein athugasemd barst Skipu- lagi ríkisins vega fyrirhug- aðrar vegarlagningar yfir Fljótsheiði. Skömmu fyrir áramót var frá því greint að engin athuga- semd hefði borist, en þá hafði ein verið rétt ókomin. Varðar hún áhrif vegarlagningarinnar á lífríkið. Farið verður með þessa athugasemd eins og þær sem berast frá lögboðnum um- sagnaraðilum, t.d. frá Náttúru- vemdarráði, að óskað verður eftir skýringum eða svörum frá framkvæmdaaðila. HA Skipstjóra- og stýrimannafélag Norðlendinga: Menntamálanefnd til að fylgja eftir breytingum Aðalfundur Skipstjóra- og stýri- mannafélags Norðlendinga, sem haldinn var þann 27. desember 1995, samþykkti að kjósa 3ja manna menntamálanefnd. Ástæða þess er brýn þörf á ýms- um breytingum á námsefni og kennslu til skipstjórnarnáms sem 37. þing FFSI ályktaði um. í nefndina voru kjörnir Sigur- björn Ingi Reimarsson, Sæ- mundur Friðriksson og Stefán Ingvason. Fundurinn samþykkti einnig að félagið beitti sér fyrir því að stofn- aður yrði endunnenntunarsjóður skipstjómarmanna og í næstu kjarasamningum verði lögð áhersla á að ná samningum um framlag útgerðarmanna til endur- menntunarsjóðs enda hafi skip- stjómarmenn undir höndum af- kastamikil skip og dýran tækni- væddan búnað sem tekur örum breytingum. Fundurinn samþykkti einnig að ítreka fyrri samþykktir FFSÍ að þorskkvótinn verði auk- inn um 100 þúsund tonn. Formaður Skipstjóra- og stýri- mannafélags Norðlendinga er Þor- björn Sigurðsson, skipstjóri á Baldri EA-108; varaformaður Ámi Bjamason, stýrimaður á Ak- ureyrinni EA-110, og ritari Sæ- mundur Friðriksson, stýrimaður á Svalbak EA-2. GG HRÍSALUNDUR BAYONNESKINKA KR. 882 KG GRILLAÐIR KJÚKLINGAR G LÆS1LEGT FISKBORÐ NÝ BÁTAÝSA KINNAR FISKRÉTTIR SIGINN FISKUR SALTFISKUR SALTSÍLD REYKTUR FISKUR LAX GELLUR SILUNGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.