Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 2

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1996 FRÉTTIR Skiptum lokið ur þrotabúi Matvöru- markaðarins Skiptum úr þrotabúi Sæborg- ar hf. á Akureyri, sem stóð að rekstri matvöruverslunarinnar Matvörumarkaðarins í Kaup- angi á Akureyri, er lokið. Veðkröfur, lögveð og kröfur vegna veðbundinnar eignar, samtals að upphæð kr. 6,6 millj- ónir, greiddust að fullu. For- gangskröfur kr. 3,8 milljónir greiddust sömuleiðis að fullu en upp í almennar kröfur, sem voru samtals tæplega 75 milljónir króna greiddust 7,2 milljónir eða 9,7%. óþh Friðrik ráðinn til ÍS Friðrik Sig- urðsson, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í Mývatns- sveit, hefur verið ráðinn til starfa við Þróunarsvið ís- lenskra sjávarafurða hf. Frá þessu er greint í Fréttabréfi ís- lenskra sjávarafúrða hf. Eins og fram hefur komið starfaði Friðrik fyrri hluta þessa árs á vegum Celite China Inc. í Kína. Meginverkefni Friðriks hjá íslenskum sjávarafurðum hf. er vöruþróun og tengd verkefni fyrir Seailower Whitefish Cor- poration í Namibíu. óþh Undirbúningur kjörs forseta Alþýöusambands íslands kominn í fullan gang: Horfum vonaraugum á Kára - segir Valdimar Guðmannsson, formaður Alþýðusambands Valdimar Guðmannsson, for- maður Alþýðusambands Norð- urlands, segir að flestir þeir verkalýðsleiðtogar á Norður- landi sem hann hafi rætt við, staðnæmist við nafn Kára Arn- órs Kárasonar, fyrrverandi for- manns AN og núverandi fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs Norðurlands, í embætti forseta Alþýðusambands íslands, en þing þess verður haldið í vor í Reykjavík. „Flestallir sem ég hef heyrt í horfa vonaraugum á Kára Amór. Hins vegar hefur ekki ennþá verið rætt við hann með formlegum hætti. Að þessu verður þó farið að huga á allra næstu dögum. Ég tel að Kári hafi mjög víðtækan stuðn- ing hér norðanlands og mér þætti ekki ótrúlegt að svo væri víðar um land. Alþýðusamband Norðurlands samþykkti á þinginu á Illugastöð- um sl. haust tillögu um að bæta hlut AN innan Alþýðusambands Islands. Tillögunni var vísað til miðstjómar AN og er þar gert ráð fyrir að hún komi fram með hug- myndir fyrir næstu mánaðamót. Hvað sem formannskjöri líður viljum við Norðlendingar fá okkar hlut bættan í miðstjórn ASÍ. Á síðasta ASI-þingi misstum við tvo fulltrúa í miðstjóm, fórum úr þremur fulltrúum í einn. Þetta er óásættanleg staða fyrir okkur. Það er mikið atriði að Norðurland, sem því miður verður að teljast láglaunasvæði, eigi fleiri en eina rödd í miðstjórn ASÍ. Því fleiri sem við verðum í miðstjóm ASI, því betra.“ Valdimar segir mjög nauðsyn- legt að endumýja forystu Alþýðu- sambands íslands. „Séð frá bæjar- dymm hins almenna launamanns er Alþýðusamband íslands ekki mjög merkileg samtök, það er krafa fólks að gera breytingar.“ Valdimar leggur á það áherslu Norðurlands að næsti forseti ASÍ komi úr jarð- vegi verkalýðshreyfingarinnar. Hann er hins vegar því ekki fylgjandi að næsti forseti ASÍ verði starfsmaður Alþýðusam- bandsins, en nafn Halldórs Grön- vold hefur nr.a. verið nefnt í þessu sambandi. „Ég er alfarið á móti því. Ég tel að á undanfömum ár- um hafi starfsmenn Alþýðusam- bandsins verið allt of áberandi í kringum kjarasamninga. Forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar hafa fallið í skuggann af hagfræð- ingum og lögfræðingum ASÍ. Okkar foringjar eiga að vera í fremstu víglínu,“ sagði Valdimar Guðmannsson. óþh Menningar- og fræðslusamband alþýðu og verkalýðsfélög: Standa fyrir skóla fyrir atvinnulausa á Akureyri - 500 kennslustundir - hefst 15. janúar nk. og lýkur 10. maí Þann 15. janúar nk. hefst á Ak- ureyri skóli fyrir atvinnulausa á vegum Menningar- og fræðslu- Togarinn Skafti SK-3: Fékk 140 króna meðalverð í Hull sambands alþýðu í samvinnu við verkalýðsfélögin í Eyjafirði. Hér er um að ræða eiginlegan skóla, kennslustundirnar verða sam- tals 500 og er áætlað að náminu Ijúki 10. maí í vor. Skólinn verð- ur þátttakendum, sem miðað er við að verði 14 talsins, að kostn- aðarlausu, en hann er íjármagn- aður af félagsmálaráðuneytinu, um er að ræða fjármuni sem rík- ið lagði inn í kjarasamningana í febrúar á sl. ári. Slíkur skóli hefur verið starf- ræktur með góðum árangri í Reykjavík og á Suðurnesjum og Skafti SK-3, einn togara Fiskiðj- unnar-Skagfirðings hf., seldi í Hull á miðvikudag og fimmtu- dag 165 tonn fyrir 24,1 milljón króna, sem gefur 140,50 krónur í meðalverð. Þetta er allgóð sala en þó nokkuð lakari sala en Skafti SK gerði í Hull í byrjun árs 1995 en þá voru seld 162 tonn fyrir 31 milljón króna, eða meðalverð á kfló 193 krónur, sem þá var metsala. Ástæða metsölunnar í fyrra var sú að þá var énginn annar fiskur á markaðnum, bræla á heimamiðum og í Norðursjó en nú voru á mark- aðnum 450 tonn af þorski úr Bar- entshafi af tveimur færeyskum togurum og ágætur afli á heima- miðum. Mánudaginn 8. janúar nk. selur Skagfirðingur SK-4 í Brem- erhaven 210 tonn af karfa. GG Jólatrés-Rr fagnaður v verður í Skeifunni kl. 14.00 laugardaginn 6. janúar. Öll börn og fullorðnir velkomin. Kvennadeild Léttis. ■fl" Ósk um viðskiptavinum sem og öhrum gleðilegs nýs árs Þökkum fyrir frábærar viðtökur á árinu sem er liðiS Við viljum bjóða alla hjartanlega velkomna til okkar tf þú klippir út þessa auglýsingu færð þú 500 kr. afslátt af 1 tíma TH HL Sjukranuddstofa Glerárgötu 24 - Sími 462 5530 Jr3 Aftur í skólann Eftir gott jólafrí komu nemendur víða til skóla í gaer. Það var létt yfir nem- endum Gagnfræðaskólans á Akureyri, þar sem þessi mynd var tekin, en víst er að margir áttu erfitt með að vakna í gærmorgun eftir drjúgan morgun- svefn að undanförnu. óþh/Mynd: BG Laxá í Mývatnssveit: Ný brú í gagnið Fyrir skömmu var opnað fyrir umferð á nýja brú yfir Laxá í Mývatnssveit. Brúin er við enda þjóðvegarins sem liggur vestan vatnsins þar sem hann kemur inn á þjóðveg eitt milli bæjanna Arnarvatns og Helluvaðs. Eftir er að ganga endanlega frá vegin- um við brúna með klæðningu og verður það gert í sumar. Brúin er mikið mannvirki og hin besta samgöngubót, sem leysir af hólmi tvær gamlar brýr með trégólfi. Hún er tvíbreið með göngubraut og þannig útbúin að hægt er að ganga undir hana á bökkunum beggja megin árinnar. Það var talið nauðsynlegt, ekki síst fyrir veiðimenn, en efri hluti Laxár er eitt frægasta urriðasvæði landsins. Skammt frá brúnni er Veiðifélag Laxár og Krákár ein- mitt að vinna að byggingu veiði- heimilis, sem taka á í gagnið í vor. HA nú er sem sagt komin röðin að Akureyri. Sigurbjöm Kristinsson, sem hefur umsjón með skólanum, segir að námið skiptist í tvo hluta. Annars vegar almennan hluta (350 stundir) þar sem m.a. verði kennd íslenska, stærðfræði, enska, sam- félagsfræði og tölvunotkun og hins vegar starfsmenntunamám (150 stundir) þar sem áhersla verði lögð á ferðaþjónustu. Sigurbjörn segir inntökuskil- yrðin þau að þátttakendur séu orðnir tvítugir, þeir séu á atvinnu- leysisskrá og hafi styttri skólagöngu að baki (grunnskóla- menntun og tvær annir í fram- haldsskóla). Sigurbjöm tók fram að þetta nám verði metið til stytt- ingar á bótalausu tímabili. Bóklegi hluti námsins verður til húsa að Furuvöllum 3 á Akur- eyri, á efri hæð Straumrásarhúss- ins. Ætlunin er að Akureyringar sjái að stærstum hluta um kennslu. Kennt verður kl. 9 til 14.30 mánu- daga til fimmtudag og á föstudög- um kl. 9-12. Þegar em famar að berast um- sóknir um námið en umsóknar- frestur rennur út í næstu viku. Sig- urbjörn vildi koma því á framfæri að umsóknum megi skila til Vinnumiðlunarskrifstofunnar á Akureyri, skrifstofu Verkalýðsfé- lagsins Einingar og tómstunda- miðstöðvarinnar Punktsins á Gler- áreyrum, Sigurbjörn sagði góða reynslu af sambærilegu námi á suðvestur- hominu. Ekki liggi fyrir nákvæm tölfræðiúttekt á stöðu nemenda að námi loknu, en nokkur dæmi séu um að þeir hafi fengið góða vinnu eftir að hafa farið í gegnum þetta nám Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu. óþh Héraðsdómur Norðurlands eystra: Gjaldþrotabeiðnum hefur fækkað Nýjum gjaldþrotabeiðnum til Héraðsdóms Norðurlands eystra fækkaði lítilega á síðasta ári samanborið við árið 1994. Að sama skapi voru gjaldþrotaúr- skurðir örlítið færri á árinu 1995 en 1994. Á síðasta ári bárust Héraðs- dómi Norðurlands eystra 115 nýj- ar beiðnir um gjaldþrotaskipti samanborið við 123 beiðnir árið 1994. Gjaldþrotaúrskurðirnir voru 56 á síðasta ári samanborið við 60 ár- ið 1994. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.