Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 8

Dagur - 05.01.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 5. janúar 1996 Niðurstada samanburðar á rekstri í landbúnaði árin 1994 og 1993: Aíkoman fer versnandi - kúabú komu best út í Eyjafjarðarsýslu en best gekk rekstur sauðfjár- og blandaðra búa á Austurlandi Landbúnaðurinn á íslandi hefur búið við erfið skilyrði á undan- förnum árum, sér í lagi hefur rekstur sauðfjárbúa verið erfiður að undanförnu. Undir lok síð- asta árs gaf Hagþjónusta land- búnaðarins út samanteknar nið- urstöður búreikninga fyrir árið 1994 og sýna þær afkomuna í hefðbundnum búgreinum, auk yfirlits yfir afkomu loðdýrabúa, svínabúa, ferðaþjónustubúa, blandaðs reksturs og búgreina sem hafa sjálfstæðan efnahags- og rekstrarreikning. Samantektin var byggð á 514 búreikningum frá öllum búnaðar- samböndum og voru alls 458 reikningar notaðir í uppgjörinu. Úrtakið náði því til um 10,4% lög- býla á landinu. Miðað við hagnað fyrir laun eigenda reyndist afkoma búa sem komu til uppgjörs hjá stofnuninni að meðaltali vera 3,14% lakari á árinu 1994 saman- borið við árið 1993. Lakara hjá kúabændum Afkoman versnaði um tæp 8% hjá eigendum sérhæfðra kúabúa mið- að við árið á undan. Hagnaður fyr- ir laun eigenda var að meðaltali kr. 1.398.000 á bú og hafði fram- legð dregist saman um 0,3%, auk þess sem bæði búgreinatekjur og aðrar tekjur minnkuðu að raun- virði, þær fyrmefndu um 2,7% og þær síðamefndu um 9,1%. Hins vegar lækkaði fjármagnskostnaður um 15,2% á milli ára. Hækkun veltufjárhlutfalls er einkum rakin til tilfærslu frá fastafjármunum til veltufjármuna þar sem skamm- tímaskuldir voru nánast þær sömu milli ára. Þá hélst hlutfall eiginfjár óbreytt á milli ára. Að meðaltali voru 25,7 kýr á hverju búi í úrtak- inu og voru teknir reikningar 167 búa. Með sérhæðum búum er átt við bú sem eru með að lágmarki 70% heildartekna af viðkomandi grein. Þegar slík sauðfjárbú voru skoðuð kom í ljós að hagnaður fyrir laun eigenda var aðeins 800 þúsund krónur á bú. Þó var þetta betri af- koma en á árinu 1993 en bent er á í upplýsingum Hagþjónustu land- búnaðarins að þetta verði að skoð- ast í því ljósi að það ár varð 48% tekjuhrun í greininni. Samanburð- urinn byggir á afkomu sömu búa á milli ára og sömu forsendur leiddu í ljós að framlegð hélst óbreytt á sauðfjárbúum en nokkuð tókst að lækka rekstrarkostnað samhliða 3,8% samdrætti í búgreinatekjum. Fastur kostnaður lækkaði t.d. um 6,2% og breytilegur kostnaður um 4,7%. A sauðfjárbúum munar ekki síst um 37% lækkun sem varð milli þessara ára en hærra veltu- fjárhlutfall er einkum rakið til þeirrar tilfærslu sem varð á skammtímaskuldum til hækkunar langtímaskulda. Fjöldi kinda á hverju búi í sam- anburðinum var að meðaltali 281 og voru 90 bú í úrtakinu. Ferslur stdður á tmustum Nýr og spennandi matseðill með úrvali rétta við allra hæfi Sjálfsafgreiðsla er frá kl.08-18.00, en þjónað er til borðs eftir það. Opið er til kl. 22.00 alla daga nema föstudaga og laugardaga, en þá er opið til kl. 23.00. Yerú velkcmin SULNABERG FUNHEITT! Hótel KEA • Hafnarstræti 87-89 • 600 Akureyri • Sími 462 2200 Hagnaður búa að meðaltali áður en tillit er tekið til launaliðar er á bilinu 800 þúsund krónur til 1,4 milljónir, lægst hjá sauðfjárbúum og hæst á kúabúum. Lakari afkoma blandaðra búa Blönduðu búin, þ.e. þau bú sem hafa 70% búgreinatekna af naut- gripa- og sauðfjárafurðum saman- lagt og auk þess að lágmarki 30% búgreinatekna af hvorri búgrein fyrir sig, komu út með 1,4% lakari afkomu árið 1994 en árið 1993. Hagnaður fyrir laun eigenda var rétt rösklega ein milljón króna. Framleiðni búanna jókst um 1% og nokkuð tókst að lækka tilkostn- að. Til að mynda lækkaði fastur kostnaður um 5% og breytilegur kostnaður um 5,4%. Fjármagns- kostnaður lækkaði um 28% á blönduðu búunum en á móti kem- ur 25% lækkun annarra tekna á milli ára. Besta afkoman á Eyj afj arðars væðinu í fyrsta sinn var skoðað hvernig afkoman var eftir kjördæmum. Sá samanburður sýndi að miðað við hagnað fyrir laun eigenda, á verð- lagi 1994 skiluðu kúabú á Eyja- fjarðarsvæðinu bestri afkomu, eða um 1.668.000 kr. Jafnframt voru þessi bú með stærstu kúabúum á landinu. Alls voru 62 bú í Eyja- fjarðarsýslu í þessu úrtaki. Hlið- stæðar forsendur fyrir sauðfjárbú og blönduð bú sýndu að stærstu búin skiluðu einnig bestri afkomu og voru þau í báðum tilvikum á Austurlandi. tAt, Það er hið skrautlegasta lið sem keinur fram á Þrettándagleði Þórs. 60. Þrettándagleði Þórs - reynt að ná sambandi við geimverur íþróttafélagið Þór á Akureyri heldur sína árlegu Þrettánda- gleði, álfadans og brennu, í 60. sinn á morgun, laugardag. Hefst hún fyrr á deginum en vant er eða kl. 17 og verður á félags- svæði Þórs. Þar sem um merkis- afmæli er að ræða er dagskráin óvenju vegleg að þessu sinni, að sögn Skúla Gautasonar leikara, sem unnið hefur að undirbúningi ásamt Steindóri Steindórssyni. Mikið verður um dýrðir en sem kunnugt er flytjast álfarnir búferl- um á þrettándanum ásamt því að síðasti jólasveinninn heldur til fjalla. I byrjun verður mikil skrúðganga og fara fyrir henni álfakóngur og drotning í hest- vagni. Þeim fylgja álfar, púkar, tröll, jólasveinar og fleiri kynja- verur. Skemmtiatriði eru fjölbreytt, t.d. danssýning og söngur. María Björk og Sara Dís, sem gerðu plötuna Bamabros, koma fram. Einnig kemur Gunni úr Stundinni okkar og segir ævintýri og fleira. Þá má geta þess að frést hefur af geimfari sem sveimar yfir Þórs- heimilinu og er meiningin að reyna að fá það til að lenda og ná sambandi við geimverumar. Ekki má gleyma sjálfri þrett- ándabrennunni og glæsilegri flug- eldasýningu. HA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.