Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 1
Samgonguráðherra segir að ríkið greiði 45 miiljónir á þessu ári til Akureyrarhafnar:
Ókunnugleiki formanns
hafnarstjórnar Akureyrar
Halldór Blöndal, samgöngu-
ráðherra, segist undrast
ummæli Einars Sveins Ólafsson-
ar, formanns hafnarstjórnar Ak-
ureyrar, í Degi sl. laugardag um
framlag ríkisins til flotkvíar Ak-
ureyrarhafnar á athafnasvæði
Slippstöðvarinnar-Odda hf. og
hann segir að þau hljóti að bera
að skoða í því ljósi að þessi mál
séu formanni ókunn vegna þess
hversu skamman tíma hann hafí
gegnt formennsku í hafnar-
stjórn.
I frétt Dags sl. laugardag segir
Einar Sveinn Ólafsson að hafnar-
stjóm hafi einungis bréf frá Hall-
dóri Blöndal, samgönguráðherra,
urn að ilotkvíin sé styrkhæft
mannvirki samkvæmt hafnalög-
um, en ekki liggi neitt fyrir um
það hvort eða hvenær ríkið greiði
framlag sitt, sem er að sögn Einars
Sveins um 130 milljónir króna.
„Ég man ekki eftir því síðan ég
varð alþingismaður að rikið hafi
getað gert upp allar skuldir vegna
Akureyrarhafnar. Um síðustu ára-
mót tókst ekki að fá framlög
vegna framkvæmda Akureyrar-
hafnar til greiðslu að fullu og var
reiknað með að gera skil á þeim á
fjórum árum. Það sama gildir um
allar aðrar hafnir landsins. Flot-
kvíin er að sjálfsögðu inni í
skuldauppgjörinu við Akureyrar-
höfn. Ummæli formanns hafnar-
stjómar Akureyrar eru því á
ókunnugleika byggðar, sem
kannski er ekki óeðilegt þar sem
hann er nýr í sínu starfi sem slík-
ur,“ sagði Halldór Blöndal.
Halldór segir að það fari að
töluverðu leyti eftir upphæð
skuldarinnar hversu langan tíma
taki að greiða hana, en hvað Akur-
eyrarhöfn varði hafi verið ráðist í
mjög kostnaðarfrekar fram-
kvæmdir á síðustu tveim árum, og
muni þar mest um kaup á flot-
kvínni. Halldór bætti við að á
þessu ári sé gert ráð fyrir 45 millj-
óna króna framlagi frá ríkinu til
Akureyrarhafnar og að öllu
óbreyttu komi þær til greiðslu á
fyrri hluta ársins. „Eins og ég segi
er flotkvíin að sjálfsögðu inn í
þessu heildariippgjöri ríkisins við
Akureyrarhöfn og þar kemur til
ókunnugleiki formanns hafnar-
stjórnar," sagði Halldór Blöndal.
óþh
Akureyri:
Gæsluvarðhald
vegna fíkni-
efnamáls
remur af ijórum þeirra
ungmenna sem handtekin
voru á Akureyri sl. fimmtudag
vegna gruns um fíkniefna-
neyslu var sleppt um helgina
eftir yfirheyrslur hjá rannsókn-
arlögreglunni á Akureyri.
Þeirra þáttur í rnálinu þótti að
fullu upplýstur, þeir viðurkenndu
neyslu en ekki sölu, en við hús-
leit fannst m.a. hass og amfeta-
mín auk þess sem viðurkennd
var neysla E-pillunnar. Mál
þeirra fer nú venjulega leið í
dómskerfinu. Héraðsdómur
Norðurlands eystra úrskurðaði
þann fjórða í viku gæsluvarðhald
frá og rneð sl. sunnudegi, en
hann er grunaður um stórfelldari
afbrot en þremenningamir. GG
Hillebrandtshús:
Ytra byrðið
tilbúið
í sumar
Þess má vænta að svonefnt
Hillebrandtshús á Blönduósi,
sem er elsta hús bæjarins, verði
tilbúið endurgert að utan þegar
haldið verður upp á 120 ára
verslunarafmæli staðarins í byrj-
un júlí næstkomandi. Afmælis-
ins verður minnst á ýmsa lund
og vígsla hins endurgerða húss
verður meðal punkta í afmælis-
dagskrá, að sögn Skúla Þórðar-
sonar, bæjarstjóra.
Hið merka Hillebrandtshús,
sem stendur á vesturbakka
Blöndu, er upphaflega byggt á
Blönduósi 1877. Þangað kom það
frá Skagaströnd, þar sem danskir
einokunarkaupmenn áttu það og
segja óstaðfestar heimildir að hús-
ið sé upphaflega byggt árið 1833.
„Ef svo er er þetta elsta timburhús
á Islandi, en um það eru sagnir
mjög á reiki,“ segir Skúli. Blöndu-
ósbær kostar framkvæmdir við
endurgerð Hillebrandtshúss og
nýtur til þess tilstyrks frá Húsfrið-
urnarsjóði. Meirihluti kostnaðar
lendir þó á bæjarsjóði. -sbs.
Mokveiði af rækju fyrir Norðurlandi:
Aron ÞH meö 18 tonn
eftir einn dag við Flatey
Rækjubáturinn Aron ÞH-105 landaði 18 tonn-
um af rækju á Húsavík sl. laugardag eftir
dagsveiði, sem er langmesti afli sem báturinn hefur
komið með að landi eftir einn dag og varla mögu-
legt að koma með meiri afla að landi nema troða í
kojurnar og víðar um bátinn.
I gær var báturinn að veiðunt austur af Flatey á
Skjálfanda í mokveiði í rjómablíðu. Stefán Guð-
mundsson skipstjóri segir ástæðu þessarar miklu
rækjuveiði vera góð skilyrði í sjónum og mikið æti á
svæðinu. Janframt telur Stefán að rækjan sé að búa
sig undir hrygningu en hún er nú hrognafull og fer að
sleppa þeim síðla á vordögum.
„Þetta er úrvalsrækja nær eingöngu þegar hún
stendur svona þétt. Það sést varla neitt annað. í þess-
um afla á laugardaginn voru frá 150 til 180 stykki í
kflóinu og í sýnishorni áðan var rækjan enn stærri,
eða um 140 stykki í kílói. Svona dagar í veiði koma
ekki nema í góðu veðri og með samstilltum mann-
skap,“ sagði Stefán Guðmundsson.
Rækjutogaramir hafa einnig verið að afla rnjög
vel. í gær landaði Oddeyrin EA-210 unt 50 tonnum á
Dalvík eftir vikutúr og svipaða sögu er að segja af
öðrum skipum. Mikil vinna er því í rækjuverksmiðj-
unum, víða unnið á tveimur vöktum, jafnvel allan
sólarhringinn og alla laugardaga. GG