Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 6

Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1996 Foreldraráðin vettvangur máleíSnalegrar umræðu Eins og fram hefur komið í þessum pistlum þá er hlutverk foreldraráðs margþætt og snýr bæði að skóla- nefndinni og skólanum sjálfum. Foreldraráði er ætlað að skila um- sögn um áætlanir skólanefndar og skólans sjálfs, fylgjast með því að þessar áætlanir séu kynntar foreldr- um og einnig að fylgjast með fram- kvæmd þeirra. í þessum pistli verð- ur vikið nokkuð að síðastnefnda hlutverkinu. Eftirlitshlutverk foreldraráðs Eflaust vex einhverjum í augum það hlutverk foreldraráðs að fylgjast með framkvæmd áætlana um skólahald, hvort sem það snert- ir áætlanir skólanefndar eða skól- ans sjálfs. Störf fulltrúa í foreldra- ráði verða væntanlega unnin í sjálf- boðavinnu með öðrum störfum og umfang þeirra því takmarkað. Menntamálaráðuneytið og stofnan- ir á þess vegum munu sinna ákveðnu eftirliti eftir að rekstur grunnskólans færist til sveitarfélaga og leggja fyrir ýmis próf og kann- anir, t.d. til að kanna þekkingu nemenda. Fyrst og fremst felst starf þeirra sem setjast í foreldraráðið í því að fylgjast með skólastarfi. þeir eiga að lesa skólanámskrá og önnur gögn frá skólanum og spyrja út í það sem þar birtist. Lesa opinber gögn og reglur um skólastarf t.d. aðalnámskrá grunnskóla og bera saman við það sem skólinn og skólanefndin setja fram sem stefnu sína. Spyrja skólastjóra og starfs- menn skólans út í stefnuna og framkvæmd hennar. Umfram allt þarf að minnast þess að foreldraráðið er vettvangur fyrir málefnalega umræðu þar sem forðast ber að festast í smáatriðum. Hér er stuttur gátlisti sem hafa má til hliðsjónar en hvert foreldra- ráð hlýtur svo að móta sínar eigin vinnureglur í samráði við foreldr- ana í skólanum. ■ Skoða fjárhagsáætlun sveitarfé- lagsins og bera saman framlög til skólamála miðað við aðra mála- flokka og miðað við framlög ann- arra sveitarfélaga af svipaðri stærð. ■ Lesa grunnskólalög, reglugerðir og reglur um skólahald frá mennta- málaráðuneytinu og bera saman við áætlanir sveitarfélags. ■ Lesa skólanámskrá sbr. ofan og bera saman við aðalnámskrá og grunnskólalög. ■ Skoða niðurstöður kannana og prófa og fá skýringar hjá skóla- stjóra. ■ Skoða skólahúsnæðið og aðbúnað nemenda. ■ Skoða tækjakost skólans, bókasafn, og annan búnað. ■ Spyrja út í starfsmannastefnu starfsmannahald. ■ Heimsækja skólann á skólatíma. ■ Tala við foreldra og nemendur. ■ Tala við kennara og aðra starfs- menn skólans. ■ Gangast fyrir skoðanakönnunum í samráði við skólastjómendur þar sem leitað er eftir viðhorfum nem- enda, foreldra og starfsmanna skól- ans. ■ Nota gátlista til að fá yfirlit yfír ýmis atriði skólahaldsins. ■ Kynna sér skólaakstur t.d. með því að fara í skólabílnum. ■ Kynna sér heimavistaraðstöðu þar sem slíkt fyrirkomulag er í skólum. ■ Halda fundi með foreldrum eða starfsmönnum til að afla upplýs- inga. Já, það er í mörg horn að líta en ekki má gleyma því að margar þessar leiðir hafa verið notaðar í einhverri mynd á undanfömum ár- um til að upplýsa foreldra og skóla- nefndarmenn um gang mála í skól- anum. Með foreldraráðum er ekki ver- ið að koma á fót einhverju apparati sem á að vera með stækkunarglerið að kíkja yfír öxlina á kennaranum og stjórna hvemig hann ber sig að. Kennarar em fagmenn í kennslu og sem slíkir leggja þeir línumar um það hvemig þeir vinna í skólanum. Hinu má ekki gleyma að grunn- skólalögin kveða skýrt á um að og hlutverk skólans, í samvinnu við heimilin sé að búa nemendur undir líf og störf í lýðræðisþjóðfélagi. í aðalnámskrá grunnskóla frá 1989 er mjög víða vikið að þætti foreldra í skólastarfi og hvatt til þess að heimili og skóli vinni sam- an að því að ná meginmarkmiðum grunnskólanáms, „til þess að þetta takist þarf hvert foreldri/forráða- maður að fá tækifæri til að taka ábyrgan þátt í skólastarfi. Skólinn á að eiga frumkvæði með því að veita heimilum upplýsingar og leita upplýsinga hjá foreldrum/forráð- mönnum og samstarfs við þá. Starf beggja aðila er háð þekkingu og gagnkvæmu trausti og samvinnan þarl' að byggjast á samábyrgð og samstöðu um velferð hvers nem- anda og aðstæðum hans til mennt- unar og þroska.“ Stundum heyrast skólastjórar og kennarar lýsa vonbrigðum yfir áhugaleysi foreldra á skólastarfi en hafa kannski ekki leitt hugann að því að þetta áhugaleysi stafaði af öryggisleysi. Foreldrar treysta sér kannski ekki til að viðra skoðun sína á skólamálum ef þeir hafa ekki fengið nægar upplýsingar um gang mála í skólanum. Þetta gæti breyst til batnaðar með tilkomu foreldra- ráðanna. Þar er kominn nýr vett- vangur til að koma á framfæri við skólastjómendur og skólanefnd sjónarmiðum þeirra sem eiga böm í skólanum. Þar verða veittar upplýs- ingar og þar má spyija alls konar spurninga. Unnur Halldórsdóttir. Höfundur er formaður Heimilis og skóla. Fundarboð Verkalýðsfélögin í Eyjafirói boða til sameiginlegra funda um nýjan kjarasamning um lífeyrismál. Fundirnir verða haldnir á Akureyri og Dalvík Miðvikudaginn 14. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu á Akureyri, 4. hæð. Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 20.30 í Víkurröst á Dalvík. LANDSSAMTÖK N HEIMILI OG SKOLI Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands mun kynna samninginn og svara fyrirspurnum. Umhverfisvernd - náttúruvernd í lok fundanna verður atkvæðagreiðsla um samninginn. Verkalýðsfélagið Eining, Eyjafirði, Iðja, félag verksmiðjufólks, Félag byggingamanna, Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna, Akureyri. Astmadagar 1 Akureyrarapóteki Fimmtudaginn 15. febrúar kl. 13-18 Föstudaginn 16. febrúar kl. 10-16 Astmasjúklingar! Komið og fræðist um sjúkdóminn, lyfin og úðatækin. AKUREYRAR APÓTEK Hafnarstræti 104, 600 Akureyri Sími 462 2444 Stundum lendir maður á leiðinleg- um fundum, en þó kemur fyrir að maður þvælist á áhugaverða og skemmtilega fundi, þó það sé nú því miður miklu sjaldnar. Ég brá mér á laugardaginn í Deigluna á Akureyri á fund hjá Félagi áhuga- manna um heimspeki. Sjálfur er ég enginn heimspekingur, en efnið vakti áhuga minn, því þarna talaði Páll Skúlason heimspekingur um náttúruverndarmál. Er skemmst frá því að segja að þetta er einn áhugaverðasti fyrirlestur sem ég hef lengi heyrt, og fór ég heim svo upptendraður að ég get ekki annað en sagt fleirum frá einu atriði í máli Páls. Svo fer þegar einhver skýrir það sem maður hefur ekki skilið eða maður heyrir einhvern segja það sem maður hefur lengi hugsað en ekki getað komið orð- um að. Páll gerir skýran greinarmun á hugtökunum náttúra og umhverfi. Náttúran er allt sköpunarverkið, öll náttúran, en umhverfið er sá hluti náttúrunnar sem maðurinn er búinn að breyta og leggja undir sig. Umhverfið var einu sinni hluti af hinni óspiltu náttúru, en í hönd- um mannsins hefur hún umhverfst og orðið að húsum, vegum og skipum, umhverfi, sem er á ábyrgð okkar mannanna. Húsa- friðunarsjóður og Samtök búvéla- safnara við Eyjafjörð fást sam- kvæmt þessu við umhverfis- vernd. Náttúruvernd er hins vegar víðtækari og fæst við vernd- un náttúrunnar, hinnar ósnortu náttúru. Þess ber þó að geta að náttúruvernd nær ekki bara yfir hina ósnortu náttúru heldur einnig liina umhverfðu náttúru, umhverf- ið. Náttúruverndarráð á að fást við náttúruvernd. Hjá mér vaknaði sú spurning hvort nýstofnað um- hverfisráðuneyti ætti samkvæmt Tilefni þessarar greinar Bjarna Guðleifssonar er að hans mati afar athyglisverður fyrirlestur dr. Páls Skúlasonar í Dciglunni á Akureyri sl. laugardag. ... hugarfarsbreyt- ing jardarbúa verður að byrja í skólunum. Það verður að leggja margfalt meíri áherslu á fræðslu um náttúruna í skólakerfinu, og þessi kennsla á að byrja í grunn- skólunum. þessu að heita náttúrumálaráðu- neyti. Iðnaðarráðuneytið, sjávarút- vegsráðuneytið og landbúnaðar- ráðuneytið fást við umhverfið en umhverfisráðuneytið ætti sam- kvæmt þessu að fást við náttúr- una. Við raunvísindamenn, sem höllumst að náttúruvernd, væntum yfirleitt ekki mikilla hluta í þess- um hugðarefnum okkar frá hug- vísindamönnum. Hugvísinda- mennirnir eru að okkar mati að fást við óraunverulega, óáþreifan- lega og ómælanlega hluti og í náttúruvemd finnst okkur þetta aukaatriði. Þetta er rangt. Guð- fræðin ætti auðvitað að styðja sið- lega umgengni við náttúruna sem okkur er falin sem ráðsmönnum. Og ég held að Páll hafi með heim- spekilegum pælingum sínum í ræðu og rituðu máli lagt náttúru- vemdinni meira lið en margur raunvísindamaðurinn. Við skulum heldur ekki gleyma því að það eru framfarir og tækni raunvísindanna sem hafa umhverft náttúru jarðar- innar. Vandamálin í heiminum eru fyrst og fremst tengd umhverfi mannsins, gegndarlausum flutn- ingi á efni og orku og tæknivæð- ingunni sem við höldum að muni geta leyst öll vandræðin sem hún sjálf veldur. Mikilvægast og ár- angursríkast er að leiða fólk til hugarfarsbreytingar í þessum efn- um, að fólk læri að meta náttúruna og gæta umhverfisins. Þessi hug- arfarsbreyting jarðarbúa verður að byrja í skólunum. Það verður að leggja margfalt meiri áherslu á fræðslu urn náttúruna í skólakerf- inu, og þessi kennsla á að byrja í grunnskólunum. Þær staðreyndir og einföldu skýringar sem Páll Skúlason kynnti í Deiglunni fyrir miðaldra áheyrendum á laugar- dag, og sem hann er eflaust að kenna í Háskóla Islands, eiga er- indi til íslenskra grunnskólabarna. Bjarni Guðlcifsson, Möðruvöllum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.