Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. febrúar 1996 - DAGUR - 7
Inga meistari
í karlaflokki
Það er ekki algengt að kona verði
bikarmeistari í karlaflokki, en það
gerðist þó á laugardaginn. Ingi-
björg Ragnarsdóttir, sjúkranuddari
KA-liðsins, sem í daglegu tali er
kölluð Inga, liampar nú hróðug
verðlaunapeningi til sönnunar um
það. Inga mætti ekki á verðlauna-
pallinn, en það kom ekki í veg
fyrir að hún fengi pening um háls-
inn. Olafur Schram, formaður
HSÍ, leitaði hana uppi í
mannfjöldanum til að aflienda
henni sigurlaunin.
Fánann vantaði
Heldur neyðarleg uppákoma átti
sér stað fyrir bikarúrslitaleik
Stjörnunnar og Fram í
kvennaflokki. Öm Magnússon,
framkvæmdastjóri HSI, bað þá
fólk að snúa sér að íslenska fánan-
um þegar þjóðsöngurinn væri
leikinn. Leikmenn jafnt sem
áhorfendur skimuðu um eftir fán-
anum en án árangurs. Gleymst
hafði að setja hann upp.
Nýstárleg
hársnyrting
Það vakti athygli í bikarleik Sel-
foss og KA að Julian Duranona
hafði látið raka KA-stafina í hár
sitt. Kúbumaðurinn mætti til leiks
á laugardaginn krúnurakaður með
númerið 13 málað á höfuð sitt.
Björn Björnsson markvörður fór
að dæmi Kúbumannsins og rakaði
stafina 19 í hár sitt auk bikars.
Ámi Stefánsson, liðsstjóri, hafði
annan hátt á. Árni sem gjarnan
klæðist adidasbol á leikjum, lét
raka adidasmerkið á hnakkann á
sér.
Gamlir félagar
Birgir Sigurðsson, fyrirliði Vík-
inga, er stundum uppnefndur „ís-
skápurinn“ vegna þess hve erfitt
er að hreyfa við honum á línunni.
Hann kom inn í búningsherbergi
KA-manna til að óska þeim til
hamingju og þó sérstaklega Guð-
mundi Arnari Jónssyni, mark-
verði. Þeir Birgir og Addi eru
gamlir félagar, en báðir hófu þeir
ferilinn hjá Þrótti.
Handknattleikur - Dómgæsla:
Vel snyrtir KA-menn
Margir af stuðningsmönnum KA undirbjuggu sig fyrir leikinn í
Glaumbar, þar sem margir hverjir voru málaðar í framan. Á mynd-
inni er verið að farða einn KA-mann, sem af einhverjum ástæðum er í
einkennisbúningi þeim sem Víkingar klæddust í á Iciknum. Mynd: BG
Stefán og Rögnvald
á úrtökumót fyrir
Ólympíuleikana
fslensku handknattleiksdómar-
arnir, Stefán Arnaldsson og
Rögnvald Erlingsson, eru á með-
al flmmtán dómarapara sem
verða á úrtökumóti í Tyrklandi í
næstu viku, sem skera á úr um
það hvort þeir verði meðal dóm-
ara í handknattleikskeppni
Ólympíuleikanna, sem að þessu
sinni fara fram í Atlanta í
Bandaríkjunum í lok júlímánað-
ar.
„Það má segja að Ólympíuleik-
arnir séu það eina sem við eigum
eftir, það hefur enginn íslenskur
Fær Duranona íslenskan ríkisborgararétt?
Julian Duranona, stórskyttan í
KA-Iiðinu í handknattleik, hefur
lýst yfir áhuga sínum á að gerast
íslenskur ríkisborgari og Alfreð
Gíslason, þjálfari liðsins, sagði
að málin yrðu sett á fullt í þess-
ari viku. „Við erum þegar búnir
að tala við nokkra þingmenn og
það verður farið í þessi mál
núna,“ sagði þjálfarinn eftir
leikinn.
Það er enginn vafi á því að það
yrði mikill fengur fyrir íslenska
landsliðið að fá Duranona til liðs
við sig, en þessi 30 ára gamli
landflótta Kúbumaður hefur leikið
frábærlega í vetur.
Það er algengt að það taki um
fimm ár að afgreiða umsóknir um
ríkisborgararétt, en dæmi eru líka
til urn að málum hafi verið flýtt og
þau þurfi aðeins að taka nokkra
mánuði, eins og til að mynda um-
sókn eistlenska fimleikamannsins
Rusland Ovsinnikov, sem nú heit-
ir Rúnar Alexandersson.
dómari dæmt á Ólympíuleikum,
en við stefnum á að verða þeir
fyrstu,“ segði Stefán þegar Dagur
ræddi við hann um helgina.
„Við dæmum aðeins einn leik
en þetta verður engu að síður mjög
ströng vika, þar sem við þurfurn
að sækja námskeið og gangast
undir mörg próf. Við erum í hópi
fimmtán para sem keppa um fimm
sæti á Ólympíuleikunum, svo þetta
verður örugglega erfitt,“ sagði
Stefán, sem ásamt Rögnvald mun
halda utan á sunnudaginn. Ekki
var annað að merkja í bikarúrslita-
leiknum en að þeir væru báðir í
mjög góðu formi.
Búið er að velja sjö dómarapör
til að dæma í handknattleiks-
keppni Ólympíuleikana sem fram
fara í síðari hluta júlímánaðar, þar
af fjögur pör frá Evrópu. Þau eru
Elbrönd/Lövquist (Danmörku),
Gallego/Lamas (Spáni), Thom-
as/Thomas (Þýskalandi) og Högs-
nes/Öje (Noregi). Fimm pör til
viðbótar verða síðan valin eftir
mótið í Ankara, sem fram fer 18.-
26. þessa mánaðar.
Sklði:
Kristinn
Kristinn Björnsson, skíðakappi
frá Ólafsfirði, meiddist á æfingu
í gær og ljóst er að hann verður
ekki á meðal keppenda á heims-
meistaramótinu í Sierra Nevada
á Spáni, sem hefst í vikunni.
Þetta eru gífurleg vonbrigði
fyrir Kristin, því heimsmeistara-
mótið var stærsti viðburður vetrar-
ins. Óhappið átti sér stað þegar
hann var við æfingar í stórsvigi í
braut í Sierra Nevada. Hann
keyrði út úr brautinni og lenti í
óþjöppuðum snjó og fór nokkrar
veltur. Samkvæmt skoðun á
sjúkrahúsi er hásin að hálfu slitin
við vöðvafestingar. Ljóst er að
Kristinn verður frá í að minnsta
kosti nokkrar vikur.
Handknattleikslið KA kom til Akureyrar um klukkan 22 á laugardagskvöldið og hafði þá mikill mannfjöldi mætt á
Akureyrarflugvöll til að fagna liðinu, sem varði titil sinn í Bikarkeppni HSI. Mynd: GG
Spáð í spilin með landsliðsþjálfaranum
Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálf-
ari, hélt fund með nokkrum
heiðursgestum og blaðamönnum
fyrir leikinn, þar sem hann rakti
það sem hann taldi styrk- og
veikleika liðanna og svaraði
spurningum gesta. Hann sagði
styrk KA-liðsins helst felast í
sterkri 6-0 vörn en veikleika
liðsins felast í því að leikmenn
ættu það stundum til að missa
þolinmæðina og láta draga sig
úr vörninni. Þá sagðist hann
velja Julian Duranona í lands-
liðið ef hann fengi íslenskan rík-
isborgararétt.
„Helsti styrkur KA-manna felst
í mjög sterkri 6-0 vöm. Veikleiki
KA-manna er hins vegar að þeir
eru frekar óþolinmóðir. Þegar þeir
leika gegn liðum sem leika langar
sóknir, þá eiga þeir til Ef ég væri
þjálfari Víkings og væri að fara á
móti KA, þá mundi ég spila langar
sóknir og reyna að draga varnar-
mennina frá línunni," sagði þjálf-
arinn og bætti því við að hann
mundi láta tvo rnenn spila framar í
vörninni, gegn Duranona og Pat-
reki. Hann sagði að það sem hann
helst mundi brýna fyrir KA-liðinu,
væri að láta ekki teyma sig af lín-
unni, KA er með hávaxnara lið og
Víkingar ættu erfitt með að eiga
við þá. Þorbjörn að KA mundi
hafa sigur, í mesta falli 24:18, í
minnsta lagi 24:23, ef Víkingar ná
að spila skynsamlega.
Síðan var komið að fyrirspurn-
um til þjálfarans. Sigurður Sig-
urðsson, stjórnarmaður í hand-
knattleiksdeild KA, sem oft er
kenndur við fyrirtæki sitt SS
Byggi, varpaði fram spurningu
sem vakti mikla kátínu viðstaddra.
„En nú ætla KA-menn að stilla
Duranona upp á línunni. Hvernig
eiga Víkingar að bregðast við
því?“
Þorbjörn svaraði um hæl, eftir
að hlátrarsköllum viðstaddra
linnti: „Einhvern veginn á ég erfitt
með að trúa því. Þá þekki ég Al-
freð mjög illa ef hann gerir það.“
Steingímur J. Sigfússon, þing-
maður og stuðningsmaður KA,
spurði þá Þorbjörn hvort hann
mundi velja Duranona í landslið-
ið, ef hann væri með íslenskan
rfkisborgararétt.
„Já ef þið klárið það á þinginu
að afgreiða þetta mál, þá geri ég
það,“ svaraði þjálfarinn og þing-
maðurinn bætti við: „Þá er það ör-
uggt.“
Hamar
félagsheimili Þórs:
Líkamsrækt og tækjasalur
Ljósabekkir
Vatnsgufubað
Nuddpottur
Salir til leigu
Beinar útsendingar
Getraunaþjónusta
Hamar
sími 461 2080