Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 11

Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 11
ENSKI KNATTSPYRNAN Þriðjudagur 13. febrúur 1996- DAGUR- 11 SÆVAR HREIÐARSSON Ævintýrabyrjun hjá Asprilla Kólumbíumaðurinn Faustino Asprilla lék um helgina fyrsta leik sinn fyrir Newcastle þegar hann kom inn á sem varamaður í nágrannaslagnum við Middles- brough. Asprilla fyllti samherja sína andagift þegar á móti blés og var maðurinn á bak við 2:1 sigur. Newcastle er því enn með öruggt forskot á toppi deildar- innar. Manchester United lagði meistara Blackburn og Liver- pool sýndi styrk sinn með úti- sigri á QPR á sunnudag. Newcastle byrjaði betur en Middlesbrough en missti fljótt inóðinn. Keith Gillespie var í tví- gang nálægt því að skora en síðan tók Juninho öll völd fyrir Midd- lesbrough. Hann átti heiðurinn að fyrsta marki leiksins en bakvörð- urinn John Beresford sá urn að stýra boltanum í eigið net. Nick Barmby fékk þrjú góð færi til að bæta við mörkum og Newcastle- liðið virtist alveg andlaust þangað til Kevin Keegan afréð að senda Asprilla á vettvang. Samherjar hans leituðu hann uppi við hvert tækifæri og ekki leið á löngu þar til hæfni hans setti allt á annan endann í vörn heimamanna. Hann sá um undirbúninginn að jöfnun- armarkinu, sem Steve Watson skoraði og Les Ferdinand skoraði sigurmarkið skömmu síðar. Það mark verður reyndar að skrifast á Gary Walsh, fyrrum varamark- vörð Man. Utd., sem missti bolt- ann undir sig og í netið. Asprilla hafði aldrei æft með nýjum félög- um sínum hjá Newcastle og kom Úrslit Úrvalsdeild N. Forest-Arsenal 0:1 0:1 Dcnnis Uergkamp (60.) Rautt spjald: Jason Lee, N. Forest (85.) Bolton-Aston Villa 0:2 0:1 Dwight Yorke (40.) 0:2 Dwight Yorke (53.) Man. Utd.-Blackburn 1:0 1:0 Lee Sharpe (14.) Coventry-Chelsea 1:0 1:0 Noel Whelan (43.) Evcrton-Man. City 2:0 1:0 Joe Parkinson (32.) 2:0 Andy HinchclifTe (47./víti) Rautt spjald: Michcal Frontzeck, Man. City (86.) Middlesbrough-Newcastle 1:2 1:0 Sjáll'smark Beresford (37.) 1:1 Steve Watson (74.) 1:2 Les Ferdinand (78.) Sheff. Wed.-Wimbledon 2:1 1:0 Marc Degryse (50.) 1:1 Marcus Gayle(61.) 2:1 Julian Watts (85.) QPR-Liverpool 1:2 0:1 Mark Wright (15.) 0:2 Robbie Fowler (30.) 1:2 Sjálfsmark Phil Babb (66.) Staðan Newcastle 25 Man. Utd. 26 Liverpool 26 Aston Villa 25 Tottenham 25 Blackburn 26 Arsenal 26 Everton 26 N. Forest 26 Chelsea 26 Leeds 25 Middlesbr. 26 ShefT. Wed. 25 West Ham 24 Southampton 25 Wimbledon 26 Coventry 26 Man. City 26 QPR 26 Bolton 26 19 3 3 49:20 60 15 6 5 47:29 51 14 7 5 50:22 49 13 6 6 34:18 45 11 9 5 33:24 42 12 5 9 40:28 41 11 8 7 34:25 41 11 7 8 39:28 40 10 10 6 35:35 40 10 9 7 30:26 39 10 5 10 31:37 35 9 61127:33 33 7 810 35:39 29 8 5 11 26:35 29 5 10 10 25:36 25 6 6 14 36:52 24 5 9 1233:49 24 6 6 14 16:36 24 5 3 18 19:40 18 3 4 19 24:51 13 - virkaði sem vítamínssprauta á meistaraefni Newcastle Robbie Fowler í þann mund að skora síðara mark Liverpool gegn QPR eftir að hafa stungið sér framhjá Danny Maddix, varnarmanni QPR. raunar með flugi frá Italíu eldsnemma á laugardagsmorgun. „Hann er frábær leikmaður. Sú snilli sem hann sýndi á þessum stutta tíma var ótrúleg og undir- búningurinn að marki Steve Wat- son frábær,“ sagði Peter Beardsl- ey, fyrirliði Newcastle. „Við lék- um ekki vel og þegar 20 mínútur voru eftir hefði ég ánægður sætt mig við jafntefli, sagði Kevin Ke- egan. En ég hafði engu að tapa með því að senda Asprilla inn á þó hann hafi ekki leikið undan- farna þrjá rnánuði. Hann breytti öllu og var neistinn sem hina vantaði,“ sagði stjórinn. Meistarar Blackburn töpuðu í áttunda sinn á útivelli í vetur þeg- ar liðið heimsótti Manchester Un- ited. Lee Sharpe skoraði eina markið snemma leiks eftir að skot Andy Cole hafnaði í stönginni og féll fyrir fætur Sharpe. Leikurinn var ekki rismikill þar sem United var nær því bæta við en Blackbum að jafna. Áhorfendur á Old Traf- ford heimtuðu að dómari leiksins' sýndi markahróknum Alan Shear- er rauða spjaldið þegar hann lét gremju sína á slæmu gengi bitna á Peter Schemeichel, markverði Un- ited. Shearer fór harkalega í mark- vörðinn en dómarinn lét sér nægja að lyfta gula spjaldinu. Gary Pall- ister kom aftur inn í lið United eft- ir meiðsl og sömu sögu er að segja af Jason Wilcox hjá Blackburn, sem hefur verið meiddur undan- farið ár. Við hefðum átt að skora fleiri mörk en þeir voru mjög þrjóskir og þrautseigir, sagði Alex Ferguson, stjóri United. Ray Har- ford, stjóri Blackburn, var ekki sáttur við sóknarleik sinna manna. Við vorum ákveðnir og skipulagð- ir í vöminni en þegar við sóttum vantaði allt sjálfstraust, sagði Har- ford. Liverpool hafði yfirburði í fyrri hálfleik gegn QPR á sunnudag og komst í örugga forustu nteð mörk- um Mark Wright og Robbie Fowl- er. Annað var upp á teningnum eftir hlé og QPR gerði oft harða hríð að inarki Liverpool. Eina mark heimamanna kom um miðj- ann hálfeikinn þegar Daniel Dic- hio átti skot í Phil Babb, vamar- mann Liverpool, og af honum fór boltinn í bláhomið. Dichio og Trevor Sinclair fengu færi til að tryggja QPR annað stigið en tókst ekki. Dwight Yorke heldur áfram að skora fyrir Aston Villa og hann tryggði liðinu öll stigin í Bolton með tveimur skallamörkum, sitt hvorum megin við leikhléið. Villa hefur tekið stefnuna á Evrópusæti á meðan Guðni Bergsson og fé- lagar hans í Bolton virðast stefna beint niður í I. deildina á ný. Yorke hefur nú skorað 16 rnörk á tímabilinu. Savo Milosevic hefði hæglega getað bætt við nokkrum mörkum fyrir Villa en misnotaði öll færi sín. Dennis Bergkamp skoraði ell- efta deildarmark sitt fyrir Arsenal og batt um leið enda á velgengni Nottingham Forest á heimavelli en liðið hefur ekki tapað í síðustu 20 leikjum á City Ground. Það hitnaði í kolunum undir lokin og Jason Lee, varamanni Forest, var vikið af leikvelli fyrir harkaleg brot Martin Keown og Andy Lin- ighan. Áhorfendur voru ekki ánægðir með heimamenn og fengu liðsmenn Forest að heyra það í leikslok. Þetta var fyrsta deildartap Forest á þessum velli síðan í janúar 1995. Við ákváðum að fella Forest á eigin braði. Við lékum öruggan varnarleik með fjóra á miðjunni og buðum þeim að sækja á okkur og reyndum síð- an að beita skyndisóknum, sagði Bruce Rioch, stjóri Arsenal. Noel Whelan hefur heldur bet- ur slegið í gegn með Coventry og hann lyfti liðinu upp úr fallsæti um helgina. Mark hans tveimur mínútum fyrir hálfleik dugði til að stöðva Chelsea, sem hafði ekki tapað í undanförnum átta leikjum. Þetta var sjöunda mark kappans í 11 leikjum síðan hann var keyptur frá Leeds. Steve Ogrizovic var hetja Coventry þegar hann varði meistaralega frá Gavin Peacock undir lok leiksins. Þetta var ótrú- leg markvarsla, jafn góð og hjá Banks í Mexíkó, sagði Ron Atkin- son, stjóri Coventry og vitnaði þar í HM í Mexíkó 1970 þegar Gord- on Banks varði frá Pele á eftir- minnilegan hátt. Dómari leiksins, Roger Dilkes, fór meiddur af leik- velli eftir 61. mínútu og tók annar línuvörðurinn við flautunni. Óhætt er að segja að dómarinn hafi verið í aðalhlutverki þegar Everton sigraði Manchester City, 2:0. Stuttu eftir leikhlé dærndi hann vítaspyrnu á City og gerði þar með út um vonir liðsins um stig í leiknum. Vítið var dæmt þegar Kit Symons, varnarmaður City, fékk boltann í höndina en augljóst var að honurn var hrint á boltann. Undir lok leiksins tók dómarinn aftur til sinna ráða og rak þýska bakvörðinn Michael Frontzeck af velli fyrir sakleysis- Sjálfsmark tryggði Leeds sigur A sunnudag léku Birmingham og Leeds fyrri Ieik liðanna í und- anúrslitum Coca-Cola bikar- ke'ppninnar á St. Andrews í Birmingham. Úrvalsdeildarliðið mátti teljast heppið að snúa heim með sigur í farteskinu eftir að hafa verið undir í leikhléi. Það var fyrrum liðsmaður Leeds, varnarjaxlinn Chris Whyte, sem skoraði sjálfsmark og tryggði sínu gamla félagi 2:1 sigur. Chris Whyte klifrar hér upp á bakiö á Tony Yeboah í leik Birmingham og Leeds á sunnudag. Þeir félagar skiptu mörkum Lecds bróðurlega á milli sín. Leeds hefur ekki leikið til úr- slita í bikarkeppni í Englandi frá því 1973 og það fór um stuðnings.- menn liðsins þegar Kevin Francis skoraði fyrsta rnark leiksins fyrir Birmingham í fyrri hálfleik. En þá var komið að þætti Chris Whyte og segja kunnugir að hann hafi sjaldan reynst Leeds eins vel og í þessum leik. Seinagangur hans gaf Tony Yeboah góðan tíma til að jafna metin snemnta í síðari hálf- leik og þegar líða tók á leikinn skallaði hann knöttinn í eigið net þegar hann reyndi að stöðva skalla frá Yeboah. Arsenal og Aston Villa leika fyrri leik sinn í undanúrslitunum annað kvöld. legt samstuð við Anders Limpar. Eg er ánægður að ég þurfti ekki að greiða aðgangseyri að þessum leik. Þetta er lélegasta framrni- staða okkar í tvo mánuði, sagði Alan Ball, stjóri City. Varamaðurinn Julian Watts skoraði fyrsta mark sitt fyrir Sheffield Wednesday og tryggði liðinu sigur á Wimbledon. Wed- nesday hafði alltaf yfirhöndina þrátt fyrir að leikurinn væri aldrei merkilegur. Belginn Marc Degryse hafði skorað fyrsta ntark- ið fyrir Wednesday en Marcus Gayle jafnaði af stuttu færi fyrir Wimbledon. ■ Sögur eru á kreiki unt að Arsenal hafi boðið 3 milljónir punda í Gary McAllister, fyrir- liða Leeds, sem nú er orðinn 31 árs. ■ Manchester United og Lazio berjast nú um að fá suður-afr- íska miðvörðinn Mark Fish og virðist United hafa haft betur í fyrstu lotu. Fish, sem er 21 árs, er væntanlegur til Manchester til viðræðna í vikunni og von- ast forráðamenn félagsins til að semja við kappann, sent á ættir að rekja til borgarinnar. Úrslit 1. deild C. Palace-Sheff. Utd. 0:0 Derby-Wolves 0:0 Luton-Grimsby 3:2 Millwall-Reading 1:1 Oldham-Norwich 2:0 Portsmouth-Leicester 2:1 Stoke-Ipswieh 3:1 Sunderland-Port Vale 0:0 Tranmere-Barnsley 1:3 Watford-Charlton 1:2 WBA-Southend 3:1 Staðan Derby 29 14 10 5 46:31 52 Charlton 28 13 10 5 41:29 49 Huddersfield 29 12 9 8 38:32 45 Southend 29 12 8 9 34:35 44 Sunderland 28 1111 6 31:23 44 Barnsley 29 11 10 8 40:44 43 Stoke 28 11 9 8 40:34 42 Millwall 30 10119 31:37 41 Ipswich 28 10 10 8 50:41 40 Leicester 28 10 10 8 42:39 40 Portsmouth 31 10 9 12 48:48 39 Norwich 30 10 9 1140:37 39 Birmingham 27 10 9 8 38:37 39 Grimsby 29 911 9 35:37 38 C. Palace 27 812 7 32:33 36 Oldham 28 8 11 9 37:31 35 Tranmere 28 9 8 11 37:33 35 Wolves 28 711 10 35:37 32 Reading 28 7 11 10 33:38 32 Luton 28 8 8 12 28:40 32 Port Vale 28 7 10 1133:40 31 WBA 28 8 4 16 33:48 28 Sheff. Utd. 29 6 9 14 35:47 27 Watford 27 5 10 12 30:36 25 Coca-Cola bikarinn Undanúrslit,fyrri leikur: Birmingham-Leeds 1:2 1:0 Kevin Francis (27.) 1:1 Tony Yeboah (54.) 1:2 Sjálfsinark Chris Whyte (72.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.