Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 3

Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 3
FRETTIR Þriðjudagur 13. febrúar 1996 - DAGUR - 3 Skólaþjónusta Eyþings í höfn - sveitarfélög undirriti samninga fyrir mánaðamót Stjórn Eyþings, sambands sveit- arfélaga í Eyjafírði og Þingeyjar- sýslum, fundaði sl. föstudag að Gunnarsstöðum í Þistilfírði. Þar var haldið áfram umræðum um skólaþjónustu á vegum sam- bandsins, þ.e. fyrirkomulag sér- fræðiþjónustu sem sveitarfélög- um er skylt að veita þegar þau hafa alfarið tekið við rekstri grunnskólanna. Það á sam- kvæmt áætlun að gerast 1. ágúst nk. Starfshópur á vegum Eyþings hafði fyrir nokkru skilað tillögum um með hvaða hætd þjónustunni yrði best fyrir komið. Á grund- velli þeirra voru sveitarfélög beð- in að taka afstöðu um hvort þau vildu vera með í skólaþjónustunni. Nokkur sveitarfélög voru með ýmsa fyrirvara og athugasemdir í svörum sínum og af þeim sökum tók stjóm Eyþings sér tíma til að fara yfir málin en tók síðan sína afstöðu á fundinum sl. föstudag. „Niðurstaðan varð sú að við myndum senda samningana um skólaþjónustuna til sveitarfélag- anna til undirskriftar og mæltumst til þess að búðið yrði að skrifa undir samninginn fyrir næstu mánaðamót,“ sagði Einar Njáls- son, formaður Eyþings. Sagist hann þar með vonast til að málið væri í höfn. Byggir samningurinn á fyrrgreindum dllögum starfs- hóps á vegum Eyþings. „Tímann fram að mánaðamót- um mun stjórnin nota til að undir- búa kosningu skólaráðs, sem fara mun með faglega umsjón skóla- þjónustunnar, þannig að kosning geti farið fram strax og undirritun lýkur. Við gerum þó þann fyrir- vara að skólaráðið tæki hvorki til starfa né samningamir kæmu til framkvæmda, nema af yfirfærslu grunnskólans yrði. Það er því al- veg skýrt að við ætlum ekki að fara í neinar skuldbindandi að- gerðir, mannaráðningar og slíkt, nema það sé ljóst að yfirfærslan komi til framkvæmda," sagði Ein- ar. Varðandi þá fyrirvara sem nokkur sveitarfélög gerðu sagði Einar að menn teldu sig hafa feng- ið þær upplýsingar að sveitarfé- lögin ætli að standa að uppbygg- ingu skólaþjónustunnar í samræmi við þá samninga sem samþykkdr voru. „Þessir fyrirvarar eru til staðar en við höfum ekki sérstakar áhyggjur af þeim. Þar koma fram Kári Pálsson ásamt Hrað- frystistöð Þórshafnar hf. og fleiri aðilum hafa keypt vél- smiðjuna Hafspil hf. á Þórs- höfn. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu. Eins og fram hefur komið var Hafspil hf. lýst gjaldþrota á síðasta ári, en fyrrum fram- kvæmdastjóri þess flutti fyrir- tækið til Þórshafnar frá Sval- barðsströnd og þar áður var fyr- irtækið á Akureyri. Fyrrum framkvæmdastjóri Hafspils hf. hefur nú fengið dóm fyrir m.a. brot á virðisaukaskattslögum. ákveðnar ábendingar um ýmsa hluti sem menn munu taka til skoðunar samhliða endurskoðun samninganna sem fara á fram 1998.“ Talað hefur verið um að skóla- jrjónustan muni taka við starfsemi Fræðsluskrifstofu en Einar tekur fram að verið sé að setja á fót nýja ráðgjafarþjónustu og í þeim skiln- ingi sé ekki verið að yfirtaka starf- semi Fræðsluskrifstofunnar. „Auðvitað hefur byggst upp mikil þekking á Fræðsluskrifstofunni sem er nauðsynlegt að varðveita og nýta sér í framtíðinni,“ sagði Einar Njálsson. HA Kári Pálsson, sem á undan- förnum árum hefur starfað hjá Héðni-smiðju í Reykjavík, segir í Viðskiptablaðinu að hann ásaint Hraðliystistöð Þórshafn- ar verði stærstu hluthafar í lýr- irtækinu, en margir aðrir hafi sýnt því áhuga að gerast hlut- hafar. Hann telur að rekstrar- grundvöllur fyrirtækisins sé góður enda hafi átt sér stað mikil uppbygging á Þórshöfn og í nágrenni síðustu ár. Þá séu bundnar vonir við að unnt verði að auka viðskipti við loðnuflot- ann. óþh Búið að selja Hafspil á Þórshöfn fLaxveiði- áhugamenn! Til leigu er lax- og silungsveiði í Djúpá í Ljósavatns- hreppi sumarið 1996 ef viðunandi tilboð fæst. Veiðisvæðið er frá Barnafossi að Hriflurafstöð. Tilboðum sé skilað fyrir 15. mars 1996 til Þórhalls Her- mannssonar, Kambsstöðum, 601 Akureyri, sími 462 6741, sem veitir frekari upplýsingar. B deild Veiðifélags Skjálfandafljóts. L Landsvirkjun ÚTBOÐ Kvíslaveita 5. áfangi Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í gerð 5. áfanga Kvíslaveitu í samræmi við útboðsgögn KVÍ-50. Verkið felur í sér að veita upptakakvíslum Þjórsár aust- an Hofsjökuls í núverandi Kvíslaveitu með því að byggja í stíflur í Þjórsá og Austurkvísl, grafa skurð, byggja botnrás í stíflu með öllum tilheyrandi búnaði, leggja veg og byggja brú. Helstu magntölur eru áætl- aðar: Fyllingar í stíflur 325.000 rúmmetrar Steypa í botnrás 2.000 rúmmetrar Gröftur 750.000 rúmmetrar Verktaki skal Ijúka verkinu eigi síðar en 1. desember 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðviku- deginum 14. febrúar 1996 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 m/vsk. fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12, þriðjudag- inn 26. mars 1996. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bústaðavegi 7, Reykjavík, sama dag, 26. mars 1996, kl. 14. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. RAUTt Y.ÓS HA‘'1 KAUTT L.ÓS I J ||“^ERÐAR J Bikarmeistarar Afram svona

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.