Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 14

Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1996 MINNINC ^ Áslaug Valdemarsdóttir Fædd 31. júlí 1933 - Dáin 4. febrúar 1996 Áslaug Valdemarsdóttir var fædd á Húsavík 31. júlí 1933. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 4. febrúar 1996. Foreldrar hennar eru Valde- mar Jósafatsson, húsgagna- smíðameistari, Húsavík, og Árn- ína Kristín Jónsdóttir. Báðir foreldrar Áslaugar höfðu misst fyrri maka sína, þegar þau gift- ust. Hálfsystkini Áslaugar, börn Valdemars, voru Jón og Óli, fæddir í Noregi þar sem Valde- mar bjó áður. Þeir eru báðir fallnir frá fyrir allmörgum ár- um. Hálfsystkini Áslaugar, börn Árnínu, eru Jón ísfjörð sem nú er látinn og Sigurpáll ísfjörð sem er enn á lífi hálfáttræður. Börn þeirra Valdemars og Árnínu eru: Hólmfríður, f. 11. september 1925, Steinunn Sig- urbjörg, f. 1. febrúar 1928, eftir- lifandi maki er Jón Bernharðs- son, Hilmar, f. 17. janúar 1930 og Áslaug, f. 31. júlí 1933. Bæði Hólmfríður og Hilmar hafa misst maka sína. Eftir að Árnína móðir barna þeirra Valdemars lést, tók móð- uramma þeirra, Hólmfríður Sigurpálsdóttir, að sér það hlut- verk að ala upp við hlið Valdemars, börn þeirra hjóna og koma þeim til manns. Áslaug lauk gagnfræðaprófi þeirra tíma við Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Húnn vann fyrst á Húsavík við verslunarstörf hjá Pöntunarfélagi Verkamanna, síðar við talsímastörf hjá Pósti og Síma, allt þar til hún gifti sig. Áslaug giftist í júní 1963 Áskeli Einarssyni, þá bæjar- stjóra á Húsavík, síðar fram- kvæmdastjóra Sjúkrahúss Húsavíkur. Fyrri hluta árs 1971 tók Áskell við starfi fram- kvæmdastjóra Fjórðungssam- bands Norðlendinga. Þá fluttu þau hjón ásamt börnum þeirra til Akureyrar og hafa þau búið að Höfðahlíð 9 allar götur síðan. Börn þeirra eru: Valdemar Steinar Guðjónsson, f. 1. apríl 1956, Ólafía, f. 2. apríl 1963 og Einar, f. 23. maí 1965. Þau Ólafía og Einar voru börn þeirra beggja en Valdemar er stjúpsonur Askels. Á Akureyri vann Áslaug í fyrstu við verslunarstörf í Am- aro. Síðan um allmörg ár við símavörslu á skrifstofu iðnaðar- deildar SÍS, á Akureyri. Síðustu árin vann hún sem skólaritari við Glerárskóla. Áslaug var jarðsungin frá Akureyrarkirkju í gær, mánu- daginn 12. febrúar. Áslaug Valdemarsdóttir var búin að vera ritari í Glerárskóla rúman áratug. Nokkrir kennarar skólans voru henni málkunnugir fyrir þann tíma, því að tvö börn þeirra hjóna, Ólaffa og Einar, höfðu gengið í skólann. Einn starfsbróðir minn orðaði það einu sinni við mig, að það væri erfitt þegar kennari væri veikur, en þó tækist nú oftast að bjarga því við með því að fá annan kennara eða taka forföllin sjálfur, en þegar ritari skólans væri veikur þá væri fyrst alvara á ferðum. Þau árin, sem skólinn var fjölmennastur var rit- ari aðeins í hálfu starfi og það var erfitt. Það var því ánægjulegt, þegar leyfi fékkst til að ráða ritara í hálft starf í viðbót. Við vorum svo heppin að til þessa starfs réð- ist Áslaug Valdemarsdóttir. Hún hafði áður unnið á símanum hjá Sambandsverksmiðjunum og var því þaulvön símaþjónustu, sem er mjög mikilvæg í þessu starfi. Ás- laug var svo áhugasönt og dugleg, að hún var ekki búin að vera lengi í starfi, þegar hún kunni á öll tæki til ritvinnslu og fjölföldunar og á sinn prúða og rólega hátt var hún fljót að setja sig inn í fjölbreytta vinnu ritara í tjölmennum grunn- skóla. Ég hygg að allir geti verið mér sammála um, að Áslaug var prúð og hógvær kona, jafnlynd og elskuleg við alla. Áslaug var hlé- dræg, en hún var glaðlynd og kát í vinahópi. I samskiptum sínum við kennarana var hún ákaflega lipur, alltaf boðin og búin til að koma til móts við óskir þeirra á glaðlegan og Iipran máta. Nemendur gátu treyst því, að hún tæki vel á móti þeim, þegar þeir komu til að kaupa mjólkurmiðana sfna eða báðu um að fá að hringja. Ritari í grunnskóla getur nefnilega aldrei reiknað með því að geta sest niður og unnið sleitulaust að einhverju verkefni, það er eilíf truflun allan daginn, síminn, afgreiðsla á ýmsu, finna þetta og finna hitt o.s.frv. Allri truflun tók Áslaug af al- kunnu rólyndi og prúðmennsku. Um þetta leyti í fyrra stóð fyrir dyrum verkfall grunnskólakennara og við vorurn öll upptekin af þeirri tilhugsun, hvemig færi með nemendur okkar, ef til verkfalls kæmi. Við vorum hrædd og óör- ugg um framtíðina og hvað hún bæri í skauti sér. Við getum gert ýmsar áætlanir og það er sjálfsagt, en við vitum ekki með neinni vissu, hvort við fáum tíma til að framkvæma þær. Það er gaman að sitja með sumum og gera áætlanir, því að þeir eru svo áhugasamir og glaðir, hlakka svo til að taka til starfa og ganga að verki með til- hlökkun, sem hrífur aðra með sér. Þannig manneskja var Áslaug Valdemarsdóttir. Hjá ritara safnast oft verkefni, sem erfitt er að gera, þegar skóli er í fullu starfi. Venjulega skipta tveir ritarar með sér deginum, en þennan tíma var hinn ritarinn Iðnaðarhúsnæði til sölu Til sölu er iðnaðarhúsnæði á Akureyri ásamt fjöl- breyttum tækjum til atvinnurekstrar. Upplýsingar gefnar á fasteignasölunni Eignakjör, Skipagötu 16, Akureyri, sími 462 6441. £A5rEIGNASALAN EIGAMKJOR veikur, svo Áslaug vann allan daginn. Þetta var mikill álagstími og ýmsar blikur á lofti. Þegar ljóst var að til verkfalls kæmi hlakkaði Áslaug til að geta unnið að ýms- um verkefnum, sem henni fannst hafa dregist úr hömlu að gera, s.s. fjölföldun ýmiskonar, búa til bæk- ur, endurnýja verkefni o.fl. o.fl. Þessu hafði hún nær lokið í byrjun mars, þegar hún varð að hætta vegna sjúkdóms þess, sem nú hef- ur borið hana ofurliði. Sl. vor gerðum við okkur vonir um að hún kæmi aftur til vinnu með haustinu en sú von brást. Hún tók veikindum sínum af miklu hugrekki og fádæma stillingu og barðist hetjulega allt til síðustu stundar. Hún kom á litlu jólin hjá okkur í skólanum 20. desember sl. og gladdist með okkur, svo að engan gat grunað hve stutt væri eftir. Fyrir hönd starfsfólks Glerár- skóla þakka ég Áslaugu sam- vinnu, sem aldrei bar skugga á. Eiginmanni, bömum og fjölskyld- um þeirra vottum við einlæga samúð okkar. Vilberg Alexandersson. Kveðja frá Inner Wheel klúbbi Akureyrar Hún Áslaug er farin frá okkur og munum við klúbbsystur sakna hennar sárt. Fyrir um einu ári síð- an greindist hún með sjúkdóm þann sem varð henni að fjörtjóni. Áslaug var ein af stofnendum klúbbsins og alla tíð ein af virt- ustu félögum okkar. Aldrei var Áslaug að trana sér fram, en þrátt fyri það varð hún fljótt kosin til að gegna ábyrgðarstöðum í klúbbn- um. Hún varð ritari klúbbsins 1980-1981 og forseti var hún kos- in 1983-1984. Hin hæga og Ijúfa framkoma hennar og samvisku- semi gerði það að verkum að fólk laðaðist að henni. Smekkvísi hennar var rómuð og bar heintili hennar og eiginmanns þess ótví- rætt merki, enda voru þau höfð- ingjar heim að sækja. Hin mikla rósemi Áslaugar, sem hún átti svo mikið af, átti eftir að hjálpa henni er hún á sl. ári fékk þann úrskurð að hún væri haldin ólæknandi sjúkdómi, en hún ákvað að berjast til þrautar og aldrei var kvartað. Sagt er að mennirnir ákveði en Guð ráði. Áslaug var gift Áskeli Einarssyni, fyrrv. framkvæmda- stjóra Fjórðungssambands Norð- urlands. Eignuðust þau tvö börn, Ólafíu og Einar, en einn son átti hún áður, Valdemar. Þetta er bú- inn að vera erfiður tími fyrir fjöl- skylduna, en hún stóð heil að baki móðurinni og það hjálpaði henni mikið í þessum veikindum. Við munurn Áslaugu okkar fyrst og fremst fyrir hvað hún var góð manneskja, þú heyrðir hana aldrei tala illa til nokkurrar manneskju, heldur varði hún hana ef á ein- hvem var hallað. Áslaug vann síð- ustu ár ævi sinnar sem skólaritari í Glerárskóla og vann hún sitt starf þar með sömu háttvísinni og ann- ars staðar. Við Inner Wheel konur sendum að lokum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur lil eiginmanns henn- ar, bama og annarra ættingja og biðjum Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. Snert hörpu mína himinborna dís svo hlusti englar Guðs í paradís. Við götu mínafann égfjalarstúf ogfesti á liann streng og rauðan skúf. Urfurutré semfann ég út við sjó égfugla skar og líka úr smiðjumó. I huganum til himins oft ég svíf og hlýt að geta sungið í þá líf. Þeir geta sumir synt um lœk og tjörn og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláanfjörð og sameinar með töfrum loft og jörð. Eg heyri ífjarska villtan vœngjáþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína himinborna dís og hlustið englar Guðs í paradís. Davíð Stefánsson. Svanlaug Bjömsdóttir Fædd 31. október 1942 - Dáin 5. febrúar 1996 Kveðja Þegar mér barst sú harmafregn að ástkær tengdamóðir mín, Svan- laug Bjömsdóttir, væri frá okkur tekin eftir stutt en erfið veikindi, streymdu minningar og atburðir liðinna ára fram í hugann. Það er svo auðvelt að kalla fram minningarnar því hvert sem ég lít á heimili okkar sé ég hand- bragð hennar í postulíni og silki- málun, þar sem hugmyndaflugi hennar voru engin takmörk sett. Ég minnist þess sérstaklega þegar ég kom fyrst á heimili þeirra hjóna hversu hlýlega og vel mér var tekið. Þar sem við höfum allt- af búið í Reykjavík, höfum við dvalið hjá þeim viku og viku í senn. Frá þessum heimsóknum okkar eigum við margar dýrmætar minningar, einkum þó innan um gróðurinn í garðinum þar sem hún naut sín best. Hún gat óendanlega frætt mig um garðyrkju og gróður, þó sérstaklega rósimar sem voru hennar uppáhald. Svo voru líka jarðarberin í miklunt metum hjá barnabörnunum og ekki ósjaldan fengum við sýnishorn af uppsker- unni send suður, við mikinn fögn- uð sona minna. Frá okkur öllum er tekin góð og yndisleg kona, vinur og félagi. Hennar verður sárt saknað, ekki síst af bamabömunum. Hún reyndist mér sem besta móðir. Ég þakka fyrir árin sem við áttum saman og bið góðan Guð að styrkja ástkæran tengdaföður minn og aðra aðstandendur. Farþú ífriði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér núfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Áslaug Elísdóttir. Stefán Ásgeir Guðmundsson J Hlíðarhaga Fæddur 2. ágúst 1931 - Dáinn 30. janúar 1996 Kveðja frá móður og systrum Harpan er þögnuð og hjarta þitt slær ekki lengur. Hljóðlátur söknuður fólkið þitt nístir og sker. Hotftnn afsviðinu hjartakœr indœlis drengur huggun í sorginni fölskvalaus minningin er. Gleðin og þakklœtið bregður á myndirnar bjarma bros þitt og leiki er unun að skoða um stund. Bróðir og sonur, það er bót okkar sárustu harma hve björt er sú minning er áttum við glaðastanfund. Ljósið er slokknað, við lok þinna jarðvistardaga. Við lofum Guðs heilaga nafn fyrir samvist við þig. Kœrleikur anda þíns, ást þinna Ijúfustu laga laðarfram hlýju, sem vefur sig utanum mig. Haginn og dalirnir minna á þigfullir affjöllum fegurðin heillar og bindur, þó stundum sé svalt. Nú fyturðu héðan, vertu kærasti kvaddur af öllum hvíl þú ífriði - og hjartanleg þökk fyrir allt. I.B. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.