Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1996
ÍÞRÓTTIR
Handknattleikur - Bikarkeppni HSÍ:
KA-menn vörðu titilinn
KA þurfti að hafa mikið fyrir
sigrinum gegn Víkingi í bikarúr-
slitaleik liðanna í Laugardals-
höll á laugardaginn. Víkingslið-
ið, sem ekki hefur verið þekkt af
stórum afrekum í vetur, kom á
óvart með góðum leik í fyrri
hálfleiknum og á upphafsmínút-
um síðari hálfleiksins virtust
þeir vera á góðri leið með að
draga vígtennurnar úr KA-lið-
inu. Víkingar voru um tíma með
þriggja marka forskot (14:11) en
misstu allan damp í síðari hálf-
leiknum og skoruðu aðeins eitt
mark í heilar 22 mínútur. Sex-
tánda mark Víkings kom ekki
fyrr en fimm mínútur voru eftir
og KA-liðið, sem var langt frá
því að vera sannfærandi, sigldi
þó örugglega framúr og uppskar
þriggja marka sigur, 21:18.
Víkingar stilltu tveimur mönn-
um út gegn þeim Patreki og Dur-
anona, sem gerði það að verkum
að KA-liðið náði aldrei upp hrað-
anum í sóknarleiknum. Sóknar-
leikur KA-manna virtist vera frek-
ar tilviljunarkenndur mest allan
leikinn, asinn var oft á tfðum full-
mikill á meðan að Víkingar beittu
skynseminni, spiluðu langar sókn-
ir og biðu eftir frfum skotum.
Leikurinn var þó lengst af í jafn-
vægi, mest megnis vegna Julian
Duranona, sem átti stórleik í sókn-
inni. Þegar lítið gekk virtist alltaf
vera hægt að stilla upp fyrir hann í
fríköstin og skotin rötuðu oftast
rétta leið, framhjá Reyni Reynis-
syni, í Víkingsmarkinu. Duranona
skoraði sjö af tíu mörkum KA í
hálfleiknum og var óstöðvandi, en
Víkingar fóru inn í búningsher-
bergin eftir þrjátíu mínútur með
tveggja marka forskot, eftir að
hafa skorað þrjú síðustu mörk
Víkingar bættu við muninn í upp-
hafi síðari hálfleiksins, komust í
14:11, en leikmenn liðsins lentu
síðan í mikilli kreppu þar sem þeir
skoruðu aðeins eitt mark, fram á
lokamínúturnar. KA-vömin náði
vel saman í síðari hálfleiknum, en
Eydís nálægt
Ólympíusæti
Eydís Konráðsdóttir, sundkona
frá Keflavík, bætti íslandsmetið í
100 m flugsundi í tvígang um
helgina og er nú aðeins 0,2 sek-
úndum frá ólympíulágmarkinu í
þessari grein.
Metin setti Eydís á móti Sindel-
fingen í Þýskalandi. A föstudag
náði hún að synda á 1:03,76 sek en
eldra metið átti Eydís sjálf. Hún
gerði síðan gott betur á sunnudag-
inn. Hún tók þá þátt í 400 metra
fjórsundi og lagði allt kapp á að ná
góðum tíma úr fyrsta sundinu,
flugsundi. Hún kom í mark á
1:03,38, en lágmarkið er 1:03,18
sek.
Sjö sundmenn eru nú í Ólymp-
íuhópi og A-hópi Sundsambands-
ins og kepptu þeir allir á mótinu,
að undanskildum Loga Jes Krist-
jánssyni ÍBV og Amari Frey Ól-
afssyni Þór, sem em við æfingar í
Bandaríkjunum. Þeir eu báðir í
Ólympíuhópnum, sem skipaður er
sundfólki sem náð hefur B-lág-
mörkum fyrir Ólympíuleikana.
Auk þeirra eru í hópnum Elín Sig-
urðardóttir SH, Eydís Konráðsdótt-
ir og Magnús Konráðsson frá
Keflavík.
I A-hópnum, sem er næsti hóp-
ur fyrir neðan, eru þeir Hjalti Guð-
mundsson úr SH og Sigurgeir
Hreggviðsson úr Ægi.
Bikar kvenna:
Stjarnan sigr-
aði Fram
Stuðningsmenn KA klæddust gulum litum í Laugardalshöllinni á laugardaginn.
Bikarúrslitaleikurinn í handbolta:
Fleiri heldur en í fyrra
Mun fleiri aðgöngumiðar seldust
á bikarúrslitaleik KA og Víkings
á laugardaginn heldur en á úr-
slitaleik KA og Vals í fyrra.
Alls greiddu 1934 aðgangseyri
en 1466 á leik liðanna í fyrra,
samkvæmt upplýsingum frá
starfsmanni Laugardalshallar. Þær
tölur segja þó ekki alla söguna,
því nokkuð var um boðsmiða.
Líklega voru áhorfendur á leikn-
um á laugardag um 2100 talsins
og Árni Njálsson, starfsmaður
hallarinnar, hafði það á orði í byrj-
un leiks að hann hefði ekki séð
svona marga áhorfendur á bikar-
úrslitaleik í mörg ár.
KA-menn voru í algjörum
meirihluta og þegar litið var yfir
áhorfendastæðin voru þeir búnir
að leggja undir sig tvo þriðju hluta
hallarinnar, svo minnti helst á
blómabreiðu. Víkingar, klæddir í
rautt og svart, voru í miklum
minnihluta, en þeir komu sér fyrir
í norðurhlutanum.
- Vikingar veittu mótspyrnu í fjörtíu mínútur
það væri ekki rétt að skrifa
stakkaskiptin í leiknum eingöngu
á góðan varnarleik hennar. Uthald
Víkingsliðsins virtist vera á þrot-
um eftir gífurlega baráttu, sérstak-
lega í vörninni. Þá hrökk Guð-
mundur Arnar í gang í markinu og
það hjálpaði til, svo og lengri
sóknir KA- manna, sem fóru að
spila af meiri skynsemi, sérstak-
lega eftir að þeir höfðu náð að
jafna leikinn, 15:15. Á þeim kafla
var öllum ljóst hvert stefnir og
þrátt fyrir vissa erfiðleika í úrslita-
leiknum, getur enginn efast um að
liðið sé vel að titlinum komið, eft-
ir góða sigra á Gróttu, Val og Sel-
fossi á leið sinni í úrslitaleikinn.
Julian Duranona var yfirburða-
maður í þessum úrslitaleik. Af
öðrum leikmönnum má nefna
Björgvin Björgvinsson og Guð-
mund Arnar Jónsson. Það tók aðra
leikmenn liðsins lengri tíma að
finna taktinn.
Hjá Víkingum var Árni Frið-
leifsson bestur. Birgir Sigurðsson
og Knútur Sigurðsson léku einnig
vel. Víkingar léku eins og ein
heild í fjörtíu mínútur, en síðustu
tuttugu mínúturnar sem þreyttir
einstaklingar.
KA-Víkingur 21:18
Laugardalshöll, Bikarkeppni-HSI - úrslita-
leikur. Laugardaginn 10. febrúar.
Gangur leiksins: 3:3, 7:5, 7:7, 9:7, 10:9,
(10:12), 11:14, 18:15,21:18.
Mörk KA: Julian Duranona 11/4, Björg-
vin Björgvinsson 4, Jóhann G. Jóhanns-
son 3, Patrekur Jóhannesson 2, Leó Örn
Þorleifsson 1.
Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson
19/1 (þaraf 8 til mótherja).
Mörk Víkings: Árni Friðleifsson 5,
Knútur Sigurðsson 4/1, Rúnar Sigtryggs-
son 3, Friðleifur Friðleifsson 2, Birgir
Sigurðsson 2, Þröstur Helgason 1, Guð-
mundur Pálsson 1.
Varin skot: Reynir Reynisson 15/2. (þar-
af 2 til mótherja).
Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögn-
vald Erlingsson. Góðir.
Stuðningsmaður KA með íána félagsins á lofti eftir sigurinn á Víkingi.
Stjarnan sigraði Fram 15:13 eftir
framlengingu í úrslitaleiknum í
Bikarkeppni kvenna í hand-
knattleik, sem fram fór á laugar-
daginn.
Undir lok hefðbundins leiktíma
leit allt út fyrir sigur Fram sem
hafði forystuna, 13:12, en Ragn-
heiður Stephensen náði að jafna
leikinn með marki úr vítakasti.
Stjarnan var hins vegar mun
betri aðilinn í framlengingunni,
skoraði tvívegis án svars frá Fram-
stúlkum.
Herdís Sigurbergsdóttir og
Ragnheiður Stephensen voru at-
kvæðamestar Stjörnustúlkna í
leiknum, þær skoruðu báðar fjögur
mörk, þar af voru tvö þeirra úr
vítaköstum. Arna Steinsen skoraði
fimm mörk fyrir Fram, þar af fjög-
ur úr vítaköstum, og Þuríður Hjart-
ardóttir skoraði þrjú mörk.
Sund:
Julian Duranona hefur reynst KA-liðinu ómet
tryggssyni og til Leós Arnar á línunni.
Björgvin Björgvinsson átti góðan leik méð
um.
KA-menn
til Guðjó
Alfreð Gíslason, þjálfari KA-liðsins í 1
knattspyrnuþjálfara hjá ÍA, með í im
gegn Víkingi. Þetta er ekki í fyrsta sinn
stoða sig fyrir leiki, þeir leituðu til Jól
gegn Val í fyrra.
Guðjón heilsaði upp á leikmenn KA á 1
lestur yfir leikmönnum.
Alfreð sagði að hann hefði leitað til Gu
bæði hann og leikmennirnir bæru mikla
hlutverki þess sem búist er við að vinni
fengum hálftíma fyrirlestur um stöðu okk
leik,“ sagði Alfreð, en vildi að öðru leyti e