Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 9

Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. febrúar 1996- DAGUR - 9 FROSTI EIÐSSON anlcgur í Bikarkeppninni og hann var óumdeilanlega maður bikarúrslitanna á laugardaginn. Hér hefur hann laumað knettinum framhjá Rúnari Sig- Mynd: BG Árni Friðleifsson: Getum spilaö alvöru handbolta „Við sýndum að við getum spilað alvöru handbolta. Þetta var toppleikur hjá okk- ur, miðað við það hvernig við höfum verið að spila að undanförnu, en í sjálfu sér eig- um við að getað spilað svona oftar,“ sagði Árni Friðleifsson, leikmaður Víkings. „Við misstum einbeitinguna í fimm mín- útur í síðari hálfleiknum og það var erfitt að fá KA framúr sér, þegar KA-menn eru einu sinni komnir yfir þá halda þeir því. Það er engin hneisa að tapa fyrir KA í svona leik og ég held að við höfum getað kveðið þessa menn í kútinn, sem sögðu fyrirfram að þetta yrði létt fyrir KA og aðeins formsatriði. Þeir þurftu þó allavega að hafa fyrir þessu og ég vil bara óska þeim til hamingju með titilinn,“ sagði Árni. „Ég vona bara að við höldum áfram að spila svona, eins og við gerðum í fyrri hálfleiknum, þá þurfum við ekki að kvíða framhaldinu í deildinni.“ Björgvin Björgvinsson, KA: Stóöum saman í blíöu og stríðu „Þetta er stórkostlegt, ég hefði ekki getað trúað þessu eins og leikurinn þróaðist, því við lentum í miklum barningi. I hálfleik var annað hvort að gefast upp eða berja almennilega frá sér eins og við gerðum,“ sagði Björgvin Björgvinsson, hornamaður ÍKA. „Við lögðum leikinn þannig upp að við þyrftum að byrja vel til að vinna þá. Ef þeir rnundu komast yfir í hálfleik, þá gæti leikur- inn allt eins tapast. Það var ekki fyiT en „korter" var eftir að við náðum undirtökun- um og þá var eins og þeir sjálfir hefðu ekki trú á þessu. Það sem skipti hins vegar mestu var að við stóðum saman í blíðu og stríðu,“ sagði Björgvin. KA-liðinu, en mikið reyndi á hann í leikn- Mynd: BG i kölluðu n Þórðar íandknattleik, fékk Guðjón Þórðarson, idirbúninginn fyrir bikarúrslitaleikinn sem KA-menn kalla til menn til að að- íanns Inga Gunnarssonar fyrir leikinn Hótel Örk á leikdag og hélt hálftíma fyrir- ðjóns vegna þess að hann væi þjálfari sem virðingu fyrir. „Hann er vanur að vera í leiki og að auki gamall KA-maður. Við ar og hvemig við ættum að fara í þennan kki fara náið ofan í efni fyrirlestrarins. Spiluöum góða vörn í síðari hálfleik sem gerði gæfumuninn „Þetta var erfitt en það kom aldrei til greina að tapa leikn- um. Við þekkjum þessa sigurtil- finningu og hún er miklu ljúfari en hin,“ sagði Erlingur fyrirliði Kristjánsson, sem tók við bik- arnum fyrir hönd KA annað ár- ið í röð. „Það má segja að þessi leikur hafi þróast eins og leikurinn í fyrra, hann var jafn allan tímann. Við vorum ekki rétt stemmdir í byrjun og spiluðum fyrri hálfleik- inn illa. I síðari hálfleiknum spil- uðum við góða vörn og það gerði gæfumuninn," sagði Erlingur. Ekki hægt að stöðva Duranona „Svona dvergar eins og við erum, eigum ekki möguleika á að stöðva Duranona, það er ekki hægt og ég held að hann hefði ekki einu sinni þurft að stökkva upp. Við skutum vel á Guðmund í fyrri hjálfleikn- um en of mikið í hann í síðari hálfleiknum og það hafði líka mikið að segja,“ sagði Rúnar Sig- tryggsson, leikmaður Víkings. „Það sem hins vegar gerði út- slagið var slæmur kafli sem kom þegar fimmtán mínútur voru eftir. KA-menn misstu mann útaf, ef ég man rétt og okkur tókst ekki að skora. Þá fór allt í baklás og við misstum trúna. Fram að því vor- um við að spila vel, en þetta bak- slag sem stundum kemur í hand- - sagði Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA bolta, kom á versta tíma hjá okk- ur,“ sagði Rúnar. Víkingar spiluðu vel „Víkingar spiluðu mjög vel, þeir spiluðu langar sóknir og komust upp með það, stundum fannst mér það jaðra við töf hjá þeim en dóm- aramir höfðu aðra línu. Við gátum síðan sjálfir nýtt okkur það í síðari hálfleiknum og þegar við gerðum það, þá fórum við að skora,“ sagði Patrekur Jóhannesson, leikmaður KA. „Það var búið að tala um að við mundum vinna þennan leik örugg- lega. Helsti undirbúningurinn var að passa það að þetta vanmat mundi ekki síast inn í okkur. Við vanmátum þá ekki. Þeir spiluðu vel en við vorum betri. Þegar við komumst yfir í síðari hálfleiknum, 16:15 þá fannst mér þetta vera að koma. Við höfum verið að vinna jafna leiki í vetur og svo af hverju ekki núna líka,“ sagði Patrekur. Vondir í leikhléi „Það hefur blundað smá vanmat í liðinu, þó menn hafi ekki ætlað sér það. Liðið tók sig síðan á í vörninni í síðari hálfleiknum, sem sést best á því að Víkingar skor- uðu bara sex mörk,“ sagði Guð- mundur Arnar Jónsson, markvörð- ur KA. „I leikhléi voru menn vondir, aðallega út í sjálfa sig. Menn voru Erlingur Kristjánsson, fyrirliði KA, hanipar bikarnum. Mynd: bg þá búnir að spila á sama plani og Víkingar. í síðari hálfleiknum færðast síðan ró yfir mann þegar við jöfnuðum. Ég sá fram á að við værum á réttri leið. Bikarleikur er hins vegar alltaf bikarleikur og ég var aldrei öruggur," sagði Guð- mundur Arnar. Svart útlit um tíma „Þetta var mjög erfiður leikur, en við erum hins vegar vanir að leika erfiða leiki og klára þá. Ég get ekki neitað því að það var svolítið svart útlitið um tíma. Það sem við þurftum var meiri þolinmæði og meira spil í sókninni og þá small þetta saman," sagði Julian Duran- ona, stórskyttan úr KA, sem án efa var maður þessa bikarúrslita- leiks. Stefán Arnaldsson, dómari: Dæmigerður bikarleikur „Þetta var dæmigerður bikar- leikur og kannski ekki einn sá besti handbolti sem maður hef- ur séð. Ég var búinn að spá því að Víkingur mundi hanga vei í KA og þetta yrði erfitt fyrir KA-liðið. Mér fínnst Víkingur eiga heiður skilinn, þeir stóðu sig frábærlega,“ sagði Stefán Arnaldsson, annar dómari úr- slitaleiksins. Aðspurður um stimpingar á lín- unni, sagði hann þær hafa verið á ystu nöf. „Við vildum frekar taka þann pólinn að flauta minna og leyfa leiknum að ganga.“ Langar sóknir Víkinga vöktu einnig upp spurningar hjá sumum, hvenær rétt væri að dæma töf. „Það er alltaf erfitt að meta það hvenær eigi að dæma leiktöf og hvenær ekki, en ég hygg að flestir séu sáttir við þessa línu sem við fórurn í leiknum."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.