Dagur - 13.02.1996, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 13. febrúar 1996
FRÉTTIR
Útflutningur hafinn hjá Purity Herbs snyrtivörum á Akureyri:
Hafa aldrei auglýst
unni þar og í Hollandi en fram
til þessa hefur varan verið seld á
innanlandsmarkaði. Þá hafa
borist fyrirspurnir frá fleiri lönd-
um þannig að frekari landvinn-
ingar gætu verið á næsta leiti.
Þegar eru rúinlega 30 fram-
leiðsluvörur komnar á íslenskan
markað og 9 fara í fyrstu lotu til
Belgíu.
Fyrirtækið Purity Herbs snyrti-
vörur er í eigu þeirra Astu Sýrus-
dóttur og Andre Raes. Þau fluttu
til Akureyrar fyrir rúmum tveimur
árum og voru þá að svipast um
eftir atvinnu. Niðurstaðan varð sú
að þau fóru út í að skapa sér sjálf
vinnu með framleiðslu á snyrti-
vörum og starfa nú 5 fastir starfs-
menn hjá fyrirtækinu. Frá því að
framleiðslan hófst hafa þau ekki
haft undan, vandamálið er að
þeirra sögn að standa á bremsunni
svo þenslan verði ekki of hröð og
mikil. Þau segjast eindregið stefna
á að halda þvf innan þeirra marka
að þau geti sjálf haldið áfram að
vinna að framleiðslunni. Þau við-
urkenna þó að þau geti ekki ein
séð um að safna jurtunum, en tína
þarf um 5 tonn af ferskum jurtum
í framleiðsluna.
Sérstaða snyrtivaranna frá Pu-
rity Herbs felst í því að þær eru
framleiddar algerlega úr náttúru-
legum efnum, en slíkt er afar fá-
títt. Grunnkrentin eru sérstaklega
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Borgarholtsskóli og þar með
talin Fræðslumiðstöð bflgreina
(FMB) auglýsir eftir kennurum
til starfa haustið 1996
Borgarholtsskóli er framhaldsskóli við Mosaveg í Grafarvogi
og er byggður af ríki, Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ. Hann
tekur til starfa haustið 1996 og mun á fyrsta ári geta hýst
250-300 nemendur.
Borgarholtsskóla er ætlað stórt hlutverk sem starfsnáms-
skóla og mun leggja áherslu á nýbreytni í starfsmenntun á
framhaldsskólastigi. Þar verður boðið upp á nám í bíl- og
málmiðnagreinum og nám og starfsþjálfun á ýmsum starfs-
tengdum brautum auk bóknáms til stúdentsprófs. í FMB fer
auk þess fram eftirmenntun og önnur fræðsla í bílgreinum.
Framundan er skapandi þróunarstarf og sækist skólinn eftir
starfskröftum þeirra sem hafa áhuga á að vinna af heilum
hug að eflingu bók-, hand- og siðmenntar íslenskra ung-
menna. Leiðarljós starfsmanna í samskiptum við nemendur
er agi, virðing og væntingar.
Kennslugreinar og kennslusvið eru:
Bíliðngreinar*, danska, enska, félagsgreinar, fornám,
kennsla þroskaheftra/fjölfatlaðra, handíðir, íslenska, list-
greinar, líffræði, líkamsrækt, málmiðnagreinar, saga, stærð-
fræði, tölvufræði og verslunargreinar.
Kennarar verða ráðnir frá 1. ágúst. Úr þeirra hópi verða
verkefnaráðnir fjórir kennslustjórar frá 15. mars (í málmiðn-
um, á almennri braut, stuttum starfsnámsbrautum og í for-
námi/námi f. fatlaða), áfangastjóri og deildarstjórar frá 1.
maí.
Æskilegt er að kennarar geti kennt fleiri en eina kennslugrein
á fyrsta ári skólans.
Umsóknir skal senda skólameistara, Eygló Eyjólfsdóttur, í
menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyr-
ir 10. mars. Upplýsingar um störf í FMB gefur Jón Garðar í
síma 581 3011 (eftir 14. febrúar). í umsókn skal koma fram
menntun kennara og störf svo og umsagnir fyrri vinnuveit-
enda. Þeir sem sækja um störf í FMB gefi einnig upplýsingar
um eftirmenntun og sérkunnáttu innan bílgreina.
*Ath. Kennsla í bíliðngreinum er tilraunaverkefni mennta-
málaráðuneytisins, Bílgreinasambandsins og Bíliðnafélags-
ins.
Menntamálaráðuneytið,
9. febrúar 1996.
í gær var handagangur í öskj-
unni hjá snyrtivörufyrirtækinu
Purity Herbs á Akureyri. Þar
var þá unnið hörðum höndum
að því að pakka niður fyrstu
sendingunni sem fer á erlendan
markað. Nýlega var gerður
samningur við belgískan um-
boðsaðila sem dreifa mun vör-
BISLEY
skjalaskápar
eru einfaldlega betri
T#LVUTÆICI
Furuvöllum 5 • Akureyri
Sími 462 6100
k_________________Á
þróuð og framleidd fyrir Purity
Herbs. Þau eru laus við efnafræði-
leg aukaefni og hafa staðist hin
ýmsu ofnæmispróf. Stærsti þrösk-
uldurinn var að finna náttúruleg
geymslu- eða rotvamarefni, en
þau fengust loks í Bretlandi. Hjá
Purity Herbs er blandað í kremin
íslenskum jurtum, sérstaklega
þurrkuðum og meðhöndluðum, og
einnig fleiri íslenskum náttúruaf-
urðum.
Andre Raes er „heilinn" á bak
við framleiðsluna, eins og Elín
Antonsdóttir, hjá Iðnþróunarfélagi
Eyjafjarðar, orðaði það. Hún hefur
verið Astu og Andre innan handar
frá stofnun fyrirtækisins. Andre
lofar mjög íslensku jurtirnar, kraft
þeirra og hreinleika, sem hann
segir alveg einstakan og það sem
framleiðslan í raun grundvallast á.
Hann sagðist hafa haft áhuga á
framleiðslu sem þessari nánast frá
barnæsku og snemma byrjað að
gera tilraunir á sjálfum sér. Miðað
við þær viðtökur sem vörurnar
hafa fengið hefur honum tekist vel
upp. Sölu- og markaðsmálin hafa
nteira hvílt á Astu. „Við höfum í
raun aldrei þurft að auglýsa og
ekkert gert í því að afla okkur
þessara erlendu umboða. Fólk hef-
ur sett sig í samband við okkur,“
sagði Asta, sem segir meira en
ntörg orð um gæði framleiðslunn-
ar. HA
Mokveiði á
loðnumiðunum
Mokveiði hefur verið undan-
farna daga á loðnumiðunum og í
gær voru bátarnir ýmist á sigl-
ingu til eða frá miðunum á
Lónsdýpi með fullfermi. Frá
föstudegi til mánudags var afl-
inn nær 40 þúsund tonn og hef-
ur hann borist á allar hafnir frá
Akranesi austur fyrir land til
Sigluijarðar og er víða löndun-
arbið.
Fyrsta loðnan á þessu ári barst
til Siglufjarðar í gær en þangað
kont Svanur RE með 700 tonn.
Þorsteinn EA kom með 1.100
tonn í Krossanesverksmiðjuna og
Júpíter ÞH landaði 1.300 tonnum
á Þórshöfn. Beitir NK hefur byrj-
að að flokka loðnu úti á sjó sem
síðan er tekin um borð í frystiskip
en það kemst enginn kraftur í það
fyrr en hrognafylling loðnunnar
eykst enn frekar en hún er um
13%, sem nægir á Taiwanmarkað,
en þarf að vera 17% fyrir japanska
markaðinn. Loðnan er á fullu
skriði upp að landinu og síðan
heldur hún vestur með Suðurlandi
allt vestur að Snæfellsnesi, þar
sem hún hrygnir. GG
VINNINGSTÖLUR
LAUGARDAGINN
10.02.1996
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1 b 5 af 5 4 5.065.580
2. oíls5 í frff 4 303.620
3.40,5 218 9.610
4. 3af5 7.867 620
Samtais: 8.093 28.449.320
Upplýsingar um vinningstölur fást einnig I símsvara
568-1511 eða Grænu númerí 800-6511 og (toxtavarpi
ásfðu 451.
Ásta Sýrusdóttir og Andre Raes geta verið ánægð með starf síðustu tveggja
ára. Hér eru þau við sýnishorn af framleiðslunni. Mynd: BG
Fjárhagsáætlun Sauðárkróksbæjar:
Tekist á um
íþróttahús
Síðari umræða um fjárhags-
áætluri Sauðárkróksbæjar fer
fram í dag. Eins og venja er til
hafa verið gerðar töluverðar
breytingar á áætluninni milli
umræðna.
„Það sem helst hefur valdið
deilum er að gert er ráð fyrir að
setja verulega peninga í við-
byggingu við íþróttahúsið.
Suntir hafa talið nær að fara í
skólana. Við erum raunar með
talsvert miklar framkvæmdir,
samkvæmt þessu upp á um 140
milljónir og þó við séum rneð
reksturinn í þokkalegu jafnvægi
þá þurfum við að auka skuldir
töluvert svo þetta gangi eftir. Ef
áætlunin yrði samþykkt óbreytt
eins og hún var lögð fram til
fyrri umræðu þyrfti að taka ný
lán upp á 109 milljónir, eldri
lán yrðu greidd niður sem nem-
ur 86 milljónum. Ef uppfærsla
lána er tekin með í reikttinginn
myndi nettó skuldaaukning
verða um 35 milljónir,“ sagði
Snorri Björn.
Hann segir megin röksemdir
meirihlutans fyrir því að ráðast í
íþróttahúsið nú vera þær að
engar opinberar framkvæmdir
eru í gangi um þessar mundir
og menn telji rétt í ljósi þess að
setja stórverkefni í gang. „Menn
hugsa til þess að innan tveggja
ára eða svo sé ekki óeðlilegt að
selja einhvern hluta af hluta-
bréfaeign bæjarins. Mönnum
sýnist að það þyrfti ekki að
selja nema lítinn hluta þeirra til
þess að greiða niður þá skulda-
aukningu sem verður þá þarna
tímabundið.“ Sagði hann t.d.
horft til Steinullarverksmiðj-
unnar og Fiskiðjunnar-Skag-
firðings í þessu sambandi.
Ef farið er yfir framkvæmdir
í grófum dráttum þá er gert ráð
fyrir um 30 milljónum í gatna-
gerð, en Snorri Björn segir
þurfa að skipta um jarðveg í
einni götu, þar sem bærinn á
orðið lítið af lóðum. Þá verða
tvær götur malbikaðar, sem ver-
ið er að byggja við núna. Eins
verða gangstéttarframkvæmdir.
„Síðan erum við að undirbúa
heildarlausn á holræsavanda
bæjarins, sem er stórmál. Þar
eru rannsóknir í gangi sem
haldið verður áfram. í opin
svæði fara 3 milljónir. Vegna
afmælis bæjarins eru ætlaðar 15
milljónir, sem ekki hefur verið
ráðstafað á einstaka liði. í ný-
byggingu Gagnfræðaskólans
fara 15 milljónir, í íþróttahúsið
fara 50 milljónir. í liðinn at-
vinnumál fara 16 milljónir og er
þar um að ræða hlutafjárkaup,
sem þó eru ekki að fullu frá-
gengin hver verða. Á móti
þessu erum við með gatnagerð-
argjöld upp á 13 milljónir og
ríkissjóður greiðir okkur 10
milljónir vegna bóknámshúss
Fjölbrautaskólans. Þá gerum
við ráð fyrir að halda áfram að
selja íbúðir í eigu bæjarins og fá
út úr því 12 milljónir," sagði
Snorri Björn.
Ekkert fer í höfnina og lillar
framkvæmdir verða hjá veitun-
um, að undanskyldri heitavatns-
lögn í hesthúsahverfið. Gert er
ráð l'yrir að veitumar leggi
áfram umtalsverða peninga. til
bæjarsjóðs eins og verið hefur
undanfarin ár.
Rekstrarniðurstaðan er þann-
ig að fyrir fjármagnsgjöld og
tekjur eru rekstrargjöld upp á
236 milljónir og tekjur upp á
334. Að viðbættum tjármagns-
gjöldum og tekjum standa
gjaldamegin 280,7 milljónir og
342 tekjumegin. HA
Akureyringar-
Eyfirðingar
Búið er að opna brotajárnsmóttöku í Krossa-
nesborgum og verður hún opin sem hér segir:
Miðvikudaga kl. 8-12 og 13-18.
Laugardaga kl. 10-12 og 13-16.
Vinsamlegast virðið þennan opnunartíma.
Sorpeyðing Eyjafjarðar bs.