Dagblaðið Vísir - DV - 18.07.1994, Side 11
MÁNUDAGUR 18. JÚLÍ1994
11
Meiming
Þorri Hringsson listmálari opnaói sýningu á verkum sínum á gullsmíða-
verkstæöi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, sl. laugardag. Á sýningunni eru
olíumálverk sem öll voru unnin á þessu ári. Þorri útskrifaðist frá MHÍ
1989 og stundaði framhaidsnám við Jan Van Eyck akademíuna í Ma-
astricht á árunum 1989-91. Á myndinni er listamaðurinn til hægri ásamt
Pétri Ármannssyni og er eitt listaverka Þorra í baksýn.
Skeggið
og hakan
Galleríið hjá Ófeigi að Skólavörðustíg 5 er einkar geðslegt húsnæði.
Niðri hefur listamaðurinn Ófeigur sölubúð fyrir smíðisgripi sína úr gulli,
silfri og ýmsum öðrum efnivið og er innangengt úr henni út í vin að
húsabaki. Til hliðar við sölubúðina og inn af henni eru verkstæði lista-
mannsins og fleiri vistarverur hans. Á hæðinni yfir búðinni er smekkleg-
ur sýningarsalur.
Hjá Ófeigi opnaöi Þorri Hringsson sýningu síðastliðinn laugardag. Þetta
er sjöunda einkasýning Þorra en hann útskrifaðist úr Myndlista- og hand-
íðaskóla íslands árið 1989 og stundaði síðan nám í tvö ár í Hollandi. Þorri
er því ekki lengur nýgræðingur í listinni enda enginn byijendabragur á
verkunum né heldur svipmóti sýningarinnar.
Niðri í listmunaversluninni hjá Ófeigi tekur Þorri á móti gestum sínum
með fjórum litlum myndum sem hann hengir við stigann að sýningarsaln-
um. Tvær þessara mynda eru blekteikningar, tvær gerðar með litblýi og
Myndlist
Úlfar Þormóðsson
á pappa allar fiórar. Þrjár þeirra eru fullgerðar smámyndir af málverkun-
um á efri hæðinni en sú fyrsta á sýningarskrá ekki. Það er mynd teiknuð
með bleki; uppstilhng innanhúss og maður freistast til þess að halda að
þar sé eins konar óður til raunsæisins, minni um fornar listhefðir, og fer
vei á því.
Á efri hæðinni eru fimm olíumálverk á striga og öll unnin á þessu ári.
Þetta eru misstórar myndir, upp í 70x200 sm, og engar smáar. í öllum
virðist viðfangsefni listamannsins vera hiö sama; leikur ljóss og skugga
að formum. Víðast kemur Ijósið að utan og berst inn og lýsir upp fletina.
Tæknilegt handbragð Þorra Hringssonar er í engu ámælisvert. Hann
virðist hafa tæknina gjörsamlega á valdi sínu. Einnig birtuna þar sem
hún brýst inn; leið hennar eftir formleysi loftsins að fletinum og um
hann. Þessi galdur Þorra verður magnaðastur í mynd númer 6 sem er
þungamiðja upphengisins. Og tærastir eru htimir og ef til vill mögnuð-
ust birtan í mynd númer 8 þar sem hún skellur beint á fletina og baðar þá.
Ef finna ætti einhvern meinbug á sýningunni, sem samanstendur af
vel unnum listaverkum og haganlega uþp hengdum, væri helst að mér
þóttu litirnir í mynd númer 7, en myndirnar eru allar nafnlausar, ekki
gæddir því lífi sem óumdeilanlega ólgaði í htum annarra mynda.
Hafi Þorri verið búinn að skipa sér í sveit okkar allra efnilegustu listmál-
ara fyrir þessa sýningu þá staðfestir hann það með henni að þar á hann
heima; nema að hann sé kominn fram úr því að vera efnilegur. Hann rís
áreiðanlega undir því að vera orðinn fullgildur listamaður með mótaðan
stíl og öguð vinnubrögð.
Búast má við því að gestir sýningarinnar líki hst Þorra við list fööur
hans, Hrings Jóhannessonar listmálara, enda ekki leiðum að líkjast. En
þótt skylt sé skeggið hökunni ættu menn að hafa þaö hugfast að hakan
er eitt og skeggið annað og hvort með sínum hætti.
Ævintýraferðir í hverri viku Áskriftarsíminn er 63*27*00
til heppinna
áskrifenda Island
DV! Sækjum þaö heim!
Við leggjum
áherslu á
vönduð
vinnubrögð!
-Og að hafa úrval og veita þér
góða þjónustu.
HUSGAGNAHÖLLIN
Fjolskyldutllhað:
100% afsláttur fyrlr börn og
unglinga að 16 ára aldri!
Bóka verður og staðfesta
fyrir 31. júlí.**
Flng, sól 02 sumarsæla í allt kaust i
f LORiDArauwBnn|
**Fyrir böm og unglinga allt að 16 ára
aldri þarfhvorki að greiða flug né
gistingu en greiða verður
flugvállarskatta. Tilboð gildirfyrir
eitt bam á hvern fullorðinn.
Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí.
Verð frá
5«JI20kr*
á manninn m.v. tvo fullorðna í 8 nætur
á Sandpiper Beach Resort í St Petersburg.
★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★
"‘“57.520 kP.*
á manninn m.v. tvo fullorðna í 14 nætur
á Shorewalk Vacations Villas.
► Hámarksdvöl er 30 nætur.
► Hægt er að gista t.d. 8 nætur á einum stað
og 8 nætur á öðrum, vera fyrst í
Orlando og fara síðan niður á ströndina hjá
St. Petersburg eða Sarasota eða öfugt.
Hægt er að fljúga til Orlando og heim frá
Ft. Lauderdale eða öfugt.
* Innifalið flug og gisting og flugvallarskattar.
- Flugvallarskattar á íslandi eru 1.340 kr.
f. fullorðna og 670 kr. fyrir börn 2-11 ára,
og í Bandaríkjunum 1.680 kr.
(E)EB
Bjóðum einnig
gistingu í
St.Petersburg á
Tradewinds,
Sandpiper Beach
Resort og
Best Western
Sirata Beach
Resort
Flugferðirtil Orlando:
Flogið 2svar í viku í sept.,
okt. og nóv.
tii. '<* ■
SEPT. Lgu/Mán Sun/Þri
0KT. Lau/Mán Sun/Þri
NÓV. Mán/Pri. Þri/Mið
Ferðir skulu farnar á tímabilinu 10. sept.
til 15. nóvember.
Verð- og fjölskyldutilboð gildir í allar
brottfarir til Orlando á þessu tímabili.
Bóka verður og staðfesta fyrir 31. júlí
Takmarkað sætaframboð!
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar, umboðsmenn um allt land,
ferðaskrifstufumar eða í síma 690300 (svarað mánud. - föstud.
frá kl. 8 -19 og á laugard. frá kl. 8-16.)
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
EL
NÝKOMIÐ - NÝKOMIÐ
Terylene buxur, aðeins kr. 3.990, hvítar skyrtur, kr. 990
Búðin, Bíldshöfða 18, sími 91-879010, fax 91-879110 Opið: mánud-föstud. 9-18, laugard. 10-16