Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994
Neytendur
Áttatíu bifreiðaverkstæði annast endurskoðun:
Misvandaðir aðilar
standa í svona rekstri
- segir Karl Ragnars hjá Bifreiðaskoðun íslands
„Það eru um 80 fyrirtæki sem hafa
útbúið sig sérstaklega til þess að taka
bíla í endurskoðun. Önnur bifreiða-
verkstæði á landinu skipta eflaust
hundruðum og eins og víða eru það
misvandaðir aðilar sem standa í
þessum rekstri. Maður heyrir alls
konar sögur frá fólki sem telur sig
hafa verið hlunnfarið og sérstaklega
er það svarta starfsemin sem er var-
hugaverð," sagði Karl Ragnars hjá
Bifreiðaskoðun íslands þegar hann
var spurður hvort hver sem væri
mætti gefa sig út fyrir að „gera bíl
kláran" fyrir aðalskoðun og að taka
bíla í endurskoðun. Töluverð brögð
eru að því að fólki finnist á sér brot-
ið hjá bifreiðaverkstæðum vítt og
breitt um landið. Neytendasíðunni
berast kvartanir og fólki finnst það
vera varnarlaust gagnvart háum
reikningum og á stundum ófullnægj-
andi viðgerð.
80 þúsund króna viðgerð
„Maður hefur ekki vit á því sem
verið er aö gera og neyðist til þess
aö borga það sem upp er sett hversu
svívirðilegt sem manni kann að
þykja það,“ sagöi einn viömælandi
DV. Hann sagðist hafa fariö með bíl-
inn sinn í viðgerð til þess að hann
kæmist í gegnum skoðun, borgað 80
þúsund krónur fyrir það og samt
ekki fengið skoðun vegna þess að
ekki voru til tilskilin bremsumæling-
artæki á verkstæðinu.
„Mér var ekki sagt aö þeir gætu
ekki gert allt sem gera þurfti og mér
finnst ástæða til þess að vara fólk við
þessu. Fólk áttar sig kannski ekki á
því að Bifreiðaskoðun er t.d. með
sérstök mælitæki til þess að kanna
bremsur. Ef þau eru ekki til staöar
„Maður hefur ekki vit á því sem verið er að gera og neyðist til þess að borga það sem upp er sett hversu svi-
virðilegt sem manni kann að þykja það,“ sagði einn viðmælandi blaðsins.
á verkstæðum skil ég ekki í því að
þau geti gefið sig út fyrir að taka bíla
í slíkt tékk.“
Jóhannes Gunnarsson hjá Neyt-
endasamtökunum sagðist ekki kann-
ast við að til væru reglur um hvað
mönnum væri heimilt að gera í slík-
um tilvikum en sagði hins vegar að
ef fyrirtæki auglýstu eitthvað sem
þau gætu ekki staðið við varðaöi það
við lög.
Allir mega gera klárt fyrir skoðun:
Þarf ekki sérstakt leyfi
- segir Jónas Þór Steinarsson hjá Bílgreinasambandinu
„Nýjar reglur hafa verið settar um
það hveijir megi taka bíla í endur-
skoðun. Þau fyrirtæki, sem hafa gert
það hingað til, hafa leyfi til þess
áfram til næstu áramóta. Að þeim
tíma hðnum þurfa þau að hafa geng-
ið í gegnum sérstakt námskeiö sem
við höldum fyrir þessi verkstæði.
Síðan þurfa þau að standast úttekt
hjá löggildingarstofu," segir Jónas
Þór Steinarsson, framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins. Hann segir
hins vegar að hver sem er geti tekið
bíl í gegn fyrir skoðun og þarf ekki
til þess sérstakt leyfi.
„Þú nefnir bremsur og hingað til
hafa menn getað gert við þær án
þess að hafa þar til gerð mælitæki.
Fáir eru með græjur til þess að mæla
bremsuhæfni og auðvitað getur eitt-
hvað verið að þótt menn telji sig hafa
gert við. Þessir hlutir eru að þróast
mjög hratt þessa mánuðina og við
eigum eftir að sjá mun fullkomnari
verkfæri á fleiri verkstæðum á næst-
unni,“ segir Jónas.
Islenskar
rófur
H Hæsta 0 Næst □ Lægsta
lægsta
Hagkaup 120%
Verslanlr I könnuninni
Hagkaup(99)
Bónus (45)
Fjaröarkaup (74)
Garðakaup (78)
Nóatún (49)
10-11 (98)
Kjöt og fiskur (89)
■ —miá
Áskriftargetraun DV:
Ómögulegt
að fá ekki
blaðið
- segir vinningshafi
„Þetta á svo sannarlega eftir að
koma sér vel,“ sögðu Guðfinnur
Jónsson og Helga Dagmar þegar þau
tóku á móti verðlaunum í áskriftar-
getraun DV. Dregnir voru út 6
heppnir áskrifendur og hver og einn
hlýtur 30 þúsund króna úttekt í
10-11.
„Þetta er enn ánægjulegra í ljósi
þess að við sögðum blaöinu upp í
vetur en eftir einn mánuð fannst
okkur ómögulegt að fá ekki blaöiö
sent heim. Við höfum aldrei fengið
vinning af þessu tagi áður og erum
í sjöunda himni."
Guðfinnur og Helga Dagmar taka hér við skjalinu ásamt dótturinni Lovísu
Dagmar. DV-mynd BG
Grill-
rétta-
sam-
keppn-
in
Hér birtast uppskriftimar sem
lentu í 4. og 5. sæti í grillupp-
skriftasamkeppni Nýrra eftirlæt-
isrétta, DV, Bylgjmmar, Shell,
Bílaleigu Akureyrar, Ferðaþjón-
ustu bænda og SS en þær sem
lentu í 1.-3. sæti voru birtar fyrr
í vikunni.
Það var Guöríður Pálmadóttir,
Hraunbæ 16 í Reykjavík, sem
lenti í 4. sæti með „fyllingar í
pítubrauð" og Jóhann G. Gunn-
arsson, Litlabakka á Egilsstöð-
um, sem lenti í 5. sæti með „grill-
pylsur í vafningi.“ Báðar eru upp-
skriftirnar frumlegar og afar
bragðgóðar.
Fyllingar i pítubrauö
4 pítubrauð
3 bananar
1 Vi tsk. karrí
200 g ostur
Sneiöið banana, skerið ostinn í
litla bita og blandið öliu saman
við karrí. Setjið í pítubrauð og
grillið í stutta stund á báðum
hliðum.
4 pítubrauð
8 skinkusneiðar
200 g ostur
4 tómatar
1 gul paprika
Sneiðið tómatana og skerið pa-
prikuna, skinkuna og ostinn í
litla bita. Blandið öllu saman,
setjið í pítubrauð og grillið í stutta
stund á báðum hliöum.
Grillpylsur
í vafningi
Deig fyrir u.þ.b. 20 pylsur:
5 dl heilhveiti
2 tsk. sykur
2 Vj tsk. þurrger
2 dl volgt vatn
2 msk. ólífuolía
Hnoðiö öllu saman og setjiö í
plastskál meö loki og látið lyfta
sér í u.þ.b. 10 minútur í vel volgu
vatni. Fletjið svo deigið út og
skerið í passlegar lengjur sem
síðan eru smurðar meö blað-
lauksosti og vafðar utan um pyls-
umar. Grillið í u.þ.b. 5-10 minút-
ur en gott er aö smyrja grillgrind-
ina meö oliu áður en grillað er.
Pylsurnar eru borðaðar einar sér
eða skornar í bita sem pinnamat-
ur.
Gómsætur
eftirréttur
Ef afgangur er af deiginu úr
uppskriftinni hér að ofan má nota
hann í gimilegan eftirrétt og slá
þannig tvær flugur í einu höggi.
Vefjið því utan um banana og
setjiö plötu af After eight súkkul-
aði með. Setjið á grillið og berið
fram með þeyttum ijóma eða ís.
Mjög Ijúffengt.