Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON oo ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Góð ferð hjá Davíð Davíð Oddsson forsætisráðherra er kominn heim frá fundi sínum með ráðamönnum Evrópusambandsins. Ráðherrann lætur vel af ferð sinni og segist hafa gleggra mat á stöðunni gagnvart Evrópusambandinu en áður. Tvennt nefnir Davíð sem hann telur þýðingarmikið fyrir íslendinga. í fyrsta lagi hafa viðmælendur hans fullvissað íslenska forsætisráðherrann um að stöðu okkar í evrópska efna- hagssvæðinu sé vel borgið þótt önnur lönd hafi helst úr lestmni. Samningurinn um EES heldur fullu gildi sínu og það eina sem þarf að leysa er stofnanaþátturinn sem nú leggst að óbreyttu með meiri þunga á Islendinga þar sem þeir eru einir eftir sín megin. Þetta telur Davíð Oddsson að verði leyst af hálfu ESB og að öðru leyti trygg- ir samningurinn um evrópska efnahagssvæðið þá hags- muni íslendinga sem að var stefnt með þeim samningi. Davið nefnir í öðru lagi að íslendingar tapi engu þótt umsókn um aðild sé ekki send að svo stöddu eða verði send síðar. Aðild nýrra þjóða verður ekki á dagskrá hjá Evrópusambandinu fyrr en eftir ríkjaráðstefnuna sem hefst 1996 og lýkur ekki fyrr en eftir tvö til þrjú ár. „Það er ljóst að engum tækifærum hefur verið kastað á glæ og það er mjög mikilvægt því að það hefur borið á ákveðinni hræðslu varðandi einangrun að undanförnu. Hún á ekki við nein rök að styðjast,“ segir Davíð. Nú er það að vísu svo að þeir sem eru talsmenn þess að íslendingar sæki um aðild fyrr frekar en síðar halda því fram að ísland eigi enn möguleika á að komast inn í Evrópusambandið fyrir lok ríkjaráðstefnunnar og þeir hafa ennfremur bent á að Evrópusambandið sé til við- tals um að veita íslandi undanþágu frá þeirri megin- stefnu bandalagsins að stjóm fiskveiða heyri undir það. Þessi atriði, fiskveiðiréttindin, bar á góma í ferðinni og það var einmitt einn af ávinningunum af fór forsætis- ráðherra að greinilega mátti heýra á viðmælendum hans að umsókn íslands yrði tekið með mikilli velvild og með mun jákvæðari huga heldur en til að mynda umsóknum frá þjóðum í Mið- og Austur-Evrópu. Forsætisráðherra Belgíu, Dehaene, lét þau orð falla í þessari heimsókn Davíðs Oddssonar að sérstaða íslands í fiskveiðimálum kynni að verða metin þeim í hag og mætti þar styðjast við fordæmi úr samningum EFTA-þjóðanna um landbún- að á norðlægum slóðum. Utanríkisráðherra hefur gripið þessi orð á lofti og telur líklegt eða að minnsta kosti mögulegt að hagsmunir okkar í fiskveiðimálum verði viðurkenndir í hugsanlegum samningum við ESB. Þegar þetta allt er lagt saman geta íslendingar andað rólegar. Bæði vegna þess að einangrun er ekki yfirvof- andi og eins af hinu að með því að tengjast eða gerast fullgildir aðilar að Evrópusambandinu eru ýmsir jákvæð- ir möguleikar í stöðunni. Að því leyti hefur för forsætisráðherra verið gagnleg og tímabær. Línur hafa skýrst. Þær hafa skýrst á þann veg að það er rétt hjá forsætisráðherra að staða íslands með EES-samninginn 1 höndunum tryggir status quo og hún hefur einnig skýrst að því leyti að með umsóknarað- ild er engu fómað en möguleiki opnaður fyrir undanþág- ur gagnvart fiskveiðimálum íslendinga. Ótti íslendinga um að þurfa að afsala sér yfirráðum yfir fiskimiðunum hefur einmitt verið ráðandi meðal þeirra sem lagst hafa gegn umsókn og aðild. Umræðan að undanfómu hefur verið gagnleg og hún er beinlínis nauðsynleg áfram til að þjóðin myndi sér skoðun á þeim kostum og leiðum sem í boði em. Ellert B. Schram Með handabandi Husseins Jórdaniukonungs og Rabins, forsætisráðherra ísraels, í Washington er bundinn endi á 46 ára stríðsástand. Simamynd Reuter Merkilegt handaband Það er vissulega sögulegt þegar formlega er bundinn endi á 46 ára stríðsástand, eins og gert var í Washington á mánudag með handabandi þeirra Husseins Jórd- aníukonungs og Rabins forsætis- ráðherra ísraels. En sættir byggj- ast á gagnkvæmri virðingu og við- urkenningu og enn er óralangt í land. Stríð er nú hins vegar óhugs- andi, og hefur raunar verið síðan Egyptar sömdu sinn sérfrið 1979 og viðurkenndu ísrael. Á þeim tíma var Hussein konungur fyrstur allra arabaleiðtoga til að slíta stjórn- málasambandi við Egyptaland. - Nú semur hann frið, en allt er breytt frá 1979. Fortíð Jórdanía er strangt til tekið ekki til nema á korti, þetta er svæði austan árinnar Jórdan sem Bretar bjuggu til eftir fyrri heimsstyrjöld- ina fyrir Abdulla, bandamann sinn úr stríðinu, sem var frá Heijaz í Saudi-Arabíu og afi Husseins, nú- verandi konungs, af ætt Hasemíta sem eru beinir afkomendur Múha- meðs spámanns. í stríðinu 1948 (sem lauk formlega á mánudaginn) hertóku Jórdaníu- menn vesturbakka árinnar og hálfa Jerúsalem og innlimuðu síð- an formlega 1950. Þar við sat, allt þar til fsraelsmenn hertóku allt saman 1967, og síðan hefur þessi fyrrum hluti Jórdaníu verið ísra- elskt hemámssvæði, ásamt Aust- ur-Jerúsalem. Hussein afsalaði sér síðan öllu tilkalh til vesturbakkans 1988 og sagöi PLO vera einu formælendur íbúanna þar, en áður vildu ísraels- menn hta á Hussein sem málsvara Palestínuaraba og Jórdaníu sem KjaUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður ríki þeirra. Nú em Arafat og PLO viður- kennd yfirvöld á vesturbakkanum, Palestínumenn viðurkenndir sem þjóð og Hussein frjáls að semja við Israel, eins og hugur hans hefur lengi staðið til. Framtíð íbúar Jórdaníu eru innan við 4 milljónir og meira en helmingur þeirra er Palestínumenn. Hið fyrir- hugaða sjálfstjórnarríki Palestínu- manna á vesturbakkanum og Gaza (Gaza er í rauninni hluti af Sinai- skaganum og langt frá vesturbakk- anum) verður óhjákvæmilega í nánum tengslum við Jórdaníu sem fyrr, enda hefur Jórdanía eitt ríkja gefið út vegabréf fyrir Palestínu- araba. Þar með er vel hugsanlegt að fyrr eða síðar sameinist ríki PLO og Jórdanía með einhverjum hætti í ábyrgt og vinsamlegt nágranna- ríki. Þetta er það sem ísraelsmenn hafa lengi viljað en afneitun þeirra á tilverurétti PLO setti allt í strand. Forsenda fyrir þróun í þessa átt er vitaskuld að enda formlegt stríðsástand. Til langs tíma htið er þetta handaband stórmerkur áfangi í framhaldi af viðurkenn- ingu ísraels á PLO. Sættir og hug- arfarsbreyting er annað mál. Fyrirsjáanlega opnast landa- mærin milh Jórdaníu og vestur- bakkans að verulegu leyti. Þar meö verður ekki aðeins grundvahar- breyting á samskiptum ísraels og Jórdaníu heldur efhr þetta mjög sjálfstjórnarsvæði PLO. Það skiptir höfuðmáh því að þegar aht kemur th ahs snýst deilan í Miðaustur- löndum um Palestínuaraba og ríki þeirra. Gunnar Eyþórsson „Nú eru Arafat og PLO viðurkennd yfirvöld á vesturbakkanum, Palestínu- menn viðurkenndir sem þjóð og Huss- ein frjáls að semja við ísrael eins og hugur hans hefur lengi staðið til.“ Skoðanir aimarra Alþingi tryggir stöðuna „Ég fagna þvi, að við utanríkisráðherra erum sammála um að framfylgja beri ályktun Alþingis um tvíhhða samskipti okkar við Evrópusambandið á grundvelh EES-samningsins, ef fjögur EFTA-ríki ganga í ESB. Þar höfum við þá fast land undir fótum og einnig viðmælendur okkar í Evrópusambandinu. Þannig vill Alþingi tryggja stöðu íslands í evrópsku samrunaþróuninni. Við erum í Evrópuhraölestinni, þótt við sitjum ekki í vagni með ESB-þjóðunum.“ Björn Bjarnason alþm. í Mbl. 27. júlí. Algjör klof ningur um ESB „Hingað th hefur verið nokkuð góö samstaöa um það að leyfa ekki erlendar fjárfestingar í sjávarútveg- inum...Þess sjást nú merki aö þessi samstaða sé að bresta. Friðrjk Sophusson fjármálaráðherra hefur lýst því yfir skýrt og skorinort að hér þurfi að breyta til og afnema þær hömlur, sem verið hafa á erlendum fjárfestingum...Þaö blasir því við að ríkisstjórnin er klofm í einu stórmálinu enn, og tengist þetta Evrópu- málunum að því leyti að þetta er einn stærsti þrösk- uldurinn fyrir inngöngu í ESB. Þetta undirstrikar því þann algjöra klofning sem er í því máh.“ Úr forystugrein Tímans 28. júlí. Mikilsverð af staða „Nú hefur Davíð sem forsætisráðherra hins veg- ar sýnt á sér aðra hlið og brugðist með festu og rögg- semi við Evrópusýki utanríkisráðherrans.Ekki er gott að átta sig á hvort þar ráða ferðinni stjómmála- leg klókindi og skammtímaviðhorf eða alvarlegt end- urmat. Frá sjónarhóh þeirra íslendinga sem andvíg- ir eru aöild landsins að Evrópusambandinu hlýtur þessi afstaða að teljast mikhsverö svo lengi sem hún heldur velh innan Sjálfstæðisflokksins." Hjörleifur Guttormsson alþm. í Mbl. 27. júh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.