Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 20
20
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994
Kvikmyndir_________
í hefndarhug
Ein af þeim spennumyndum sem
voru frumsýndar vestanhafs í sumar
var Blown Away. í aöalhlutverkum
eru þeir bræður Lloyd og Jeff
Bridges, Tommy Lee Jones, sem sló
svo rækilega í gegn í The Fugitive,
og svo Forest Whitaker (The Crying
Game). Þaö sem gerir þessa mynd
kannski mest frábrugöna öörum
hasarmyndum sumarsins að mati
leikstjórans Stephens Hopkins er að
Umsjón
Baldur Hjaltason
kostnaöi var haldiö i lágmarki þann-
ig aö myndin kostaði ekki nema um
fimmtung af nýjustu Amold
Schwarzenegger myndinni True Li-
es. Þeir hafi því ekki haft efni á því
að sprengja allt sögusviðið í loft upp
og orðiö að einbeita sér meira aö
persónusköpun til að halda uppi
spennunni. Hopkins ætti aö vita
þetta manna best því hann leikstýrði
á sínum tíma Schwarzenegger mynd-
inni Predator 2 og svo Judgement
Day.
Sprengjusérfræðingar
í Blown Away leikur Jeff Bridges
sprengjusérfræöing hjá lögreglunni
í Boston að nafni Jimmy Dove.
Tommy Lee Jones leikur hins vegar
Ryan Gaerity, geðveikan, írskan
sprengiefnasérfræðing sem hefur
nýlega strokið úr öryggisfangelsi í
Norður-írlandi. Gaerity telur sig eiga
sitthvað óuppgert við Jimmy Dove
vegna atburðar sem gerðist í þátíð-
inni. Hann hafði þjálfað Jimmy sem
ungling í að gera sprengjur. Þegar
Jimmy áttaði sig á því að hann væri
að dragast inn í hryðjuverkastarf-
semi ákvað hann að segja skilið við
félaga sinn, flúði til Bandaríkjanna,
tók sér nýtt nafn og nýtti þess í stað
þekkingu sína á sprengjum lögregl-
unni í hag. Gaerty fór hins vegar í
fangelsi þangaö til 20 árum síðar að
honum tókst að strjúka.
Fjölbreyttur leikari
Gaerty kemst til Bandaríkjanna
þar sem hann kemur fyrir fjölda
sprengna sem reynast aðstoðar-
mönnum Jimmy Dove skeinuhættar.
Markmið hans er þó að ná Jimmy
Dove. Hann ætlar sér þó fyrst að
drepa eiginkonu hans og stjúpdóttur,
meðan á tónleikum Boston Pops
stendur, en eiginkona Jimmys leikur
einmitt með hljómsveitinni. Eftir-
leikurinn er látinn áhorfendum eftir
en flestir geta auðveldlega giskað á
hver endirinn verður. Jeff Bridges
er orðinn gamall í hettunni sem leik-
ari. Þessi rúmlega fertugi leikari hef-
ur komið víða við á leikferli sínum.
Hann hefur leikið í myndum byggð-
um á vísindaskáldsögum (Starman),
morðmyndum (Jagged Edge),
dramatískum myndum (Texasville),
gamanmyndum (Thunderbolt and
Lightfoot). Apamyndum (King Kong)
og er þessa dagana að leika í kúreka-
myndinni Wild BDl. Blown Away er
raunar ein fyrsta stórhasarmyndin
sem Jeff Bridges leikur í.
Misjöfngæði
En Jeff Bridges hefur eins og svo
margir aörir leikarar leikið í mynd-
um sem hann hefði betur aldrei gert.
Hér má nefna The Last American
Hero sem hann gerði 1973 og enginn
man neitt eftir. Hins vegar stendur
upp úr í ferli hans myndin The Last
Picture Show en þá fékk Jeff Bridges
sína fyrstu af þremur óskarstílnefn-
ingum fyrir bestan leik í karlhlut-
verki, þá aðeins tvítugur að aldri.
Hins vegar hafa Destar myndir Jeffs
Bridges ekki slegið í gegn 1 þeirri
meiningu að þær yrðu mjög vinsæl-
ar. SÍðasta myndin sem hann lék í
undir leikstjórn Peter Weir, Fearless,
var engin stórmynd en fékk góða
dóma og þokkalega aðsókn. Það má
segja að sú mynd segi nokkuð um
stíl og efnisval Jeffs Bridges sem leik-
ara. Hann afneitaði t.d. aðalhluverk-
inu í The Firm sem síðan féU í skaut
Tom Cruise.
Stóð upp úr
Jeff Bridges gaf hins vegar til
kynna að hann vUdi leika í spennu-
mynd ef handritið væri gott, ekki
síst eftir að In Line of Fire með Clint
Eastwood og svo The Fugitive með
Ford Harrison komu fram á sjónar-
sviðið í fyrra. Báðar myndimar vom
vandaöar spennumyndir með tölu-
verðum boðskap. „Eg held að ég sé
svona gætinn við val á hlutverkum
vegna þess að ég sá hvemig faðir
minn festist í ákveðnu hlutverki eftir
að hann lék í myndinni Sea Hunt,“
var nýlega haft eftir Jeff Bridges í
blaðaviðtaU. „Honum tókst svo vel í
hlutverkinu að aUir héldu að hann
væri raunverulegur kafari sem hefði
fengið þjálfun sem leikari." En hvers
vegna valdi hann Blown Away? „Ég
las öU handritin aö spennumyndum
sem ég fékk upp í hendurnar en
handritið að Blown Away virtist
standa upp úr. Ef þú tókst burtu öU
hasaratriðin var enn þá eftir bita-
stæður söguþráður."
Mikill hasar
Það gekk einnig á ýmsu meðan á
myndatökunni stóð. Það vom alltaf
að koma fréttir frá upptökustaðnum
eins og að þrýstikútár hefðu sprung-
ið og margir orðið að fara á spítala,
gluggar á húsum í grennd við upp-
tökustaðinn hefðu látið undan vegna
sprenginga sem notaðar voru við
töku á sumum áhættuatriðunum og
svona mætti lengi telja. Blown Away
reyndist því vera sannkölluð hasar-
mynd. „Sum atriðin vom reglulega
erfið,“ var haft eftir Bridges. „Þú
verður fyrir ýmsu hnjaski og þetta
getur verið mjög sársaukafuDt. Þetta
fær mig til að skDja og meta miklu
betur hvað kempur á borð við StaD-
one og Schwarzenegger verða að
ganga í gegnum í myndum sínum."
Nýmynd
Jeff Bridges undirbýr sig aDtaf vel
undir hlutverk sín. Fyrir Blown
Away vann hann um tíma með
sprengjudeild lögreglunnar í Boston
og fór með henni í útköD. Hann hafði
einnig með sér meðan á upptöku
myndarinnar stóð sprengjusérfræö-
ing frá lögreglunni í Los Angeles sem
fylgdist með að hann gerði allt eins
og átti að gera og sýndi einnig rétt
viðbrögð. Það sama er hann að gera
varðandi næstu mynd sem heitir
Wild BiD. Hann er að lesa aDar heim-
Ddir sem hann hefur fundið um BDl
til að ná fram sannsögulegum anda
í myndina. Jeflf Bridges er því talinn
af félögum sínum ákaDega vandvirk-
ur leikari sem leggur mikinn metnað
í að gera sitt besta hverju sinni.
Blown Away kemur eins og svo
margar aðrar nýlegar myndir inn á
ástandið í Norður-Irlandi. Þetta eru
myndir eins og Patriotic Game og In
the Name of the Father. Myndirnar
leggja ekkert málefnalegt fram til
lausnar vandans, heldur nota ein-
göngu umgjörðina til aö skapa
spennu í myndinni. Blown Away er
því hvorki betri né verri en myndir
í líkum dúr. Hún er spennandi, vel
leDíin en skDur afskaplega lítið eftir
þegar upp er staðið.
Brim-
bretta-
brun
Það er ef til viD að bera í bakka-
fuDan lækinn að skrifa grein um
kvikmyndir fyrir íslenska les-
endur sem fjaDar um brimbretta-
brun. Það er algerlega vonlaust
að stunda þessa íþrótt hér vegna
staðsetningar iandsins og veðr-
áttu, en brimbrettabrun var
upprunnið á Kyrrahafseyjum, en
var nánast útrýmt af evrópskum
trúboðum á 19. öld. Það var síðan
endurvakið um 1920 á Hawau og
er nánast trúarbrögð fyrir suma
sem lDa og hrærast í brimbretta-
bruni árum saman. Kvikmynda-
framleiðendur höfðu Dtinn áhuga
lengi vel á brimbrettabruni þar
sem þeir töldu að svona grein
höfðaði ekki til íjöldans. En
Bruce nokkur Brown var ekki
sammála. Hann eyddi árunum
1963 og 1964 í að ferðast um heim-
inn til að ná á fllmu brimbretta-
bruni þar sem aðstæður voru sem
bestar. Hina einu sönnu öldu
fann við Suður-Afríku og útkom-
an varð heimildarmyndin End-
less Sumrner, sem var frumsýnd
árið 1966. Öllum- tD undrunar
varð þessi mynd svo vinsæl að
hún skDaði í kassann rúmum
tveimur mDljörðum króna þótt
kostnaður við gerð hennar hefði
aðeins verið um 4 milljónir
króna.
Framhaldsmynd
Nú eru liðin tæp 30 ár frá frum-
sýningu og Bruce Brown er kom-
inn á fuDa ferð við að undirbúa
framhaldsmyndina Endless Sum-
mer II. Á árunum 1958 til 1964
sendi Bruce frá sér mynd um
brimbrettabrun árlega og notaði
tekjurnar af hverri mynd til að
gera þá næstu. Þarna mátti sjá
myndir eins og Surf Crazy, Wat-
erlogged og Slippery when Wet.
Hins vegar hætti Bruce aö gera
myndir um brimbrettabrun eftir
að hann varð „moldríkur“ að
hans eigin sögn á Endiess Sum-
mer. Hann hefur aðeins gert eina
mynd síðan og hún fjallaði raun-
ar um mótorhjól og hét Any
Sunday. Sú mynd fékk tilnefn-
ingu til óskarsverölauna sem
heimDdarmynd. Síðan þá hefur
Bruce Brown unnið við gerð aug-
lýsingamynda og sjónvarpsþátta
með syni sínum Dana. Bruce er
nú búinn að safna í kringum sig
bestu brimbrettabrunsköppun-
um og er tilbúinn í slaginn. Það
fer Dtið fyrir efnisþræði í mynd-
inni enda á hún líkt og forveri
hennar að fjalla um ölduna og
brimbrettabrun. Ef útkoman
verður Dk og með Endless Sum-
mer er hægt að mæla með fram-
haldsmyndinni. Sum atriðin í
fyrri myndinni eru ógleymanleg
fyrir þá sem sáu hana á sínum
tíma. Maður þarf svo sannarlega
ekki að vera aðdáandi brim-
brettabruns til að njóta myndar-
innar.
The En Jless Summi
Endfess Summer.