Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Qupperneq 22
22
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994
Sérstæð sakamál
Hjálp, þeir skutu á mig
Á laugardögum er mikið um að
vera á Venture-kránni í vestur-
hluta Bristol í Bretlandi. Hún er
vinsæl, og það er einkum ungt fólk
sem sækir staðinn. Til þess aö
mæta kröfum unga fólksins og
auka aösóknina leikur þar hljóm-
sveit síðdegis þennan dag vikunnar
og skiptast ýmsar rokksveitir á að
taka að sér hlutverkið.
Kráreigandinn, Brian King, og
kona hans, Júlía, eru sammála um
að hugmyndin um að láta hljóm-
sveitir leika þar sé góö, en engu aö
síður kýs Júlía helst að vera laus
við að vera á kránni heilt laugar-
dagssíðdegi því hávaðinn er þá oft
meiri en hún getur með góðu móti
sætt sig við. Og þar eð sérstakir
starfsmenn eru ráðnir á þessum
tíma grípur hún venjulega tæki-
færið til að fara upp í htlu íbúðina
fyrir ofan krána og taka til, en oft
fer hún þó fyrst út og gerir inn-
kaup.
Árásin
Laugardagurinn sem hér segir
frá var eins og að ofan greinir. Júl-
ía fór úr kránni nokkru eftir há-
degi, eða um það leyti sem rokk-
sveit fór að láta til sín heyra. Hún
fór upp á efri hæðina, en hún fékk
ekki að vera þar lengi ótrufluð.
Nokkru eftir að hún fór að taka
til klifruðu tveir ungir menn yfir
grindverkið bak við húsið. Hávaö-
inn frá sveitihni sem lék á kránni
var slíkur að enginn heyröi þegar
þeir brutu upp hurð efst við tröpp-
umar að húsabaki. Þeir gengu síð-
an upp á hæðina þar sem þeir rudd-
ust inn í íbúðina og allt í einu stóöu
þeir aughti til aughtis við JúUu.
„Hvað eruð þið aö gera hér uppi?“
spurði hún. „Þið eigið ekkert erindi
hér. Þetta er einkaíbúð."
Hún hafði varla sleppt orðinu
þegar hún stífnaði. Hún horfði
beint inn í hlaupið á hlaupstuttri
haglabyssu. Skelfd hörfaði hún
nokkur skref aftur á bak, en þá
hrópaöi sá af þeim tveimur sem
eldri var: „Hvar era peningamir?
Við viljum fá peningana. Annars
skjótum við þig.“
Tólf pund
„Hér eru engir peningar,“ svaraði
Júlía skjálfrödduö. Henni varð þó
þegar ljóst að gestirnir óboðnu
trúðu henni ekki.
„Ljúgðu ekki að mér, kerUng,"
sagöi þá sá eldri og sló hana í höfuð-
ið með haglabyssunni. Svo endurt-
ók hann: „Hvar eru peningarnir?"
„Það sem til er er í töskunni
minni," svaraði JúUa þá.
Yngri maðurinn sá hvar taskan
lá á sófanum. Hann þreif hana og
tæmdi. í henni reyndust vera tólf
pund. Hann varð bálreiöur. Það var
sem báðir mennirnir tryðu því aö
mikið fé væri geymt í íbúðinni.
Hvorugur þeirra gerði sér grein
fyrir því aö Brian, maður JúUu,
geymdi þar aldrei fé, heldur fór
með það í lok hvers dags í tösku
sem hann lagði í geymsluhólf í
banka.
Sá eldri sló nú JúUu aftur með
haglabyssunni og krafðist þess að
fá að vita hvar peningamir væm
geymdir. En hún svaraði ætíð á
sömu leið, að enga peninga væri
að finna þama í íbúðinni. Þá var
hún slegin aftur, og svona gekk það
nokkrum sinnum.
Skot í kveðjuskyni
Það blæddi nú úr JúUu og hún
var við að missa meðvitund. Hún
reyndi að hrópa, en vissi það myndi
Utið þýða því ekki myndi heyrast
til hennar vegna hávaðans í rokk-
Júlía King.
sveitinni niðri á kránni. Það skipti
því engu þótt maður hennar væri
svo nærri. Hann myndi ekki heyra
til hennar.
Loks hætti eldri maðurinn að slá
Júhu. Þá var hún orðin viss um aö
þeir myndu ekki skilja við sig lif-
andi.
„Það eru engir peningar hér,“
sagði nú sá yngri. „Komum okkur
héðan.“
Sá eldri þagði augnablik en gekk
svo í gtt til dyranna. Þá gerði JúUa
hættuleg mistök. Hún notaði sína
síðustu krafta til lyfta sér upp á
olnbogann tíl að sjá hvort hinir
óboðnu gestir væru í raun að fara.
Vart hafði hún gert það þegar hún
heyrði þungan hveU og fann tU
mikUs sársauka á ýmsum stöðum
ofan mittis. Sá eldri með byssuna
hafði snúið sér við og skotið á hana.
Hjálparvana
JúUa lá á gólfinu, um sex metra
frá dyrunum. Að skotið var á hana
úr hlaupstuttri haglabyssu leiddi
tíl þess að högUn dreifðust mjög er
þau komu úr hlaupinu og því hittu
tUtölulega fá þeirra hana.
Klukkan var um hálftvö þegar
þetta gerðist. í stundarfjórðung
hafði hún verið augliti tU aughtis
við ódæðismennina, en sá tími
fannst henni sem heil eilífð. Nú lá
hún hjálparvana á góUinu og sá
enga leið tU þess að kaUa á hjálp
eða vekja á sér athygU. Af og tU
missti hún meðvitund, jafnframt
því sem hún missti blóð.
Er hún hafði verið meðvitundar-
laus um stund rankaði hún skyndi-
lega við sér. Hún heyrði eitthvert
hljóö, en gat í fyrstu ekki gert sér
grein fyrir því hvað það var. Svo
varð henni ljóst að síminn var að
hringja. Hún reyndi að teygja sig í
hann, en sá þá að hann var svo
langt í burtu að hún myndi ekki
ná til hans. Henni fannst nú sem
sér væru allar bjargir bannaðar.
Fann ráð
í nokkur augnablik lá JúUa ráða-
laus á gólfinu. Þá tók hún aUt í einu
eftir símasnúrinni. Hún lá á gólfinu
innan seiUngar, og eftir nokkrar
tílraunir tókst henni að ná í hana
og toga símann ofan af borði. Um
leiö fór tóUð af. Hún gat náð í það
og bar að eyra sér. Þá reyndi hún
að segja „HaUó?“ en varimar vom
svo bólgnar og hún svo máttfarin
að tvítug tengadóttir hennar,
Margaret, sem var að hringja, gat
ekki gert sér grein fyrir því hvað
hún var að segja.
„Hjálpaðu mér,“ gat JúUa loks
stuniö upp, en sem fyrr gat Margar-
et ekki skilið hana. Hún gerði sér
þó ljóst aö eitthvað var að og þegar
JúUu tókst loks að segja: „Hjálp,
þeir skutu á mig!“ vissi Margaret
að hjálpar var þörf í skyndi.
„Ég skU,“ -sagði hún við tengda-
móður sína. „Þú færð hjálp.“ Svo
Brian King.
Steve Henderson.
Roger Marshall.
Margaret King.
lagði hún á og hringdi á lögreglu
og sjúkrabU.
„Hér erekkert að“
Tveir lögreglubílar vom sendir á
staðinn. Nokkrum mínútum síðar
komu tveir lögregluþjónar inn á
krána. Brian, maður Júlíu, gekk tU
móts við þá og spurði hvað um
væri að vera. Þeir sögöu honum frá
tilkynningunni.
„Hér er ekkert að,“ svaraði Brian
þá. „Og uppi á lofti er bara konan
mín.“ Hann hafði þó varla sleppt
orðinu þegar honum varð ljóst að
hún kynni að vera í hættu.
Hann bað lögregluþjónana að
koma með sér. Þeir héldu saman
að bakdyrunum, og þá varð ljóst
að hurðin hafði verið brotin upp.
Brian hljóp upp á efri hæðina og
lögregluþjónamir á hæla honum.
Á gólfmu lá Júlía, blóðug, bólgin
og vart mælandi. Það eina sem hún
sagði sem skildist var: „Hjálpið
mér!“ Augnabliki síðar leið yfir
hana og komst hún ekki aftur til
meðvitundar í íbúðinni.
Nú kom sjúkrabíU og var Júlía
þegar í stað flutt á slsyadeUd. Þar
var gerð á henni aðgerð og höghn
fjarlægö úr henni, blæðingar stöðv-
aðar og gert að sárum hennar. Var
ljóst að hún var handleggs- og
kjálkabrotin, en var að auki með
ýmsa minni áverka. Hún var þó
ekki í lífshættu.
Haröir dómar
Tæknimenn rannsóknarlögregl-
unnar grandskoðuðu íbúðina fyrir
ofan krána. Þar fundu þeir mikið
af fingraforum á hurð, tröppu-
handriði og á nokkrum öðrum
stöðum. Þegar þau lágu fyrir var
farið með þau í fingrafaradeUdina
og gerður samanburður á þeim og
fingrafórum manna sem fengið
höfðu dóma. Kom þá í ljós að þau
voru af tveimur ungum mönnum,
Steve Henderson, sem var tuttugu
og sex ára, og Roger Marshall, tutt-
ugu og ijögurra ára. Báðir höfðu
áður lent í höndum lögreglunnar
fyrir ofbeldisverk.
Leit hófst nú aö mönnunum og
fannst annar þeirra, Marshall, í
Bristol þremur dögum eflir árás-
ina. Tveir dögum síðar fannst
Henderson.
Júlía var síðar látin skoða mynd-
ir af þeim til segja til um hvort
þetta væru ekki mennimir sem
hefðu ráðist á hana og staðfesti hún
það.
Eftir varðhaldsvist var gefin út
ákæra á hendur þeim Henderson
og Marshall. Tveimur mánuðum
eftir handtökuna komu þeir fyrir
sakadóm í Bristol. Varð lítið um
vörn af hálfu þeirra og veijenda
þeirra enda erfitt að finna nokkuð
sem gæti orðið sakborningunum til
málsbóta.
MarshaR fékk sjö ára dóm fyrir
þátttöku sína í vopnuðu ráni og iilri
meðferð á Júlíu. Henderson, sem
var sá sem látið hafði höggin dynja
á henni og skaut á hana, fékk hins
vegar tíu ára dóm, enda var hann
jafnframt ákærður fyrir morðtil-
raun.
Þannig urðu dómamir yfir
mönnunum sem héldu sig geta stol-
ið stórri fjárhæð í skjóli hávaða á
laugardagssíðdegi en náðu aðeins
í tólf pund. „Það er heldur lítið
tímakaup þegar fangelisdvölin er
höfð í huga,“ sagði einn þeirra sem
vom viðstaddir réttarhöldin þegar
hann gekk út úr dómssalnum. Og
vafalaust verður þaö ungum
mönnum umhugsunarefni eins og
fleira sem tengist þessu árásarmáli
sem hefði getað fengið enn verri
endi.