Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 27
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ1994
43
„ísland, sækjum það heim með fullar hendur fjár,“ tautaði Nökkvi læknir á ferð sinni um landið. Á sóðaleg-
um bensín-hamborgarastað hitti hann roskna konu með beinþynningu.
Beinþynning,
kalk og konur
Nökkvi læknir hlýddi kalli lúð-
urþeytara úr heimi auglýsinganna
og sótti ísland heim fyrir nokkru.
Hann þeysti glaður af stað á skítug-
um smábíl til að kanna hvort land-
ið væri ennþá fagurt og frítt og
fannhvitir jöklanna tindar. Nökkvi
virti fyrir sér fjöll út um bílglugga,
skoðaði fossa með einbeittum Þjóð-
verjum og gamlar kirkjur með elli-
lífeyrisþegum á ferðalagi. Á kvöld-
in lagðist hann þreyttur til hvílu á
gistiheimili í rúm sem smíðað hafði
verið fyrir örmjóa (50 kg) og smá-
vaxna (168 sm) unglinga. Sums
staðar voru herbergin eins og hvít-
málaðir fangaklefar með óhugnan-
legum flúrósentljósum í loftinu.
Á laáknavaktiiini
Fullur af bjartsýni og trú á landið
sitt lagði hann sér tii munns það
sem íslenska þjóðin seldi honum
við vegkantana; pylsur, ömurlegar
samlokur og andstyggilega kjúkl-
ingabita sem löðruðu í þrárri feiti.
Hann greiddi það sem upp var sett
sem venjulega var langt yfir gang-
verði matvæla í hinum siömennt-
aðaheimi.
„ísland, sækjum það heim með
fuílar hendur fiár,“ tautaði hann
fyrir munni sér meðan hann
greiddi fyrir gistinótt í skólahús-
næði andvdröi hótelherbergis á
Manhattan. Á sóðalegum bensín-
hamborgarastað hitti hann fyrir
þybbna roskna konu með rósótta
svuntu við afgreiðslu. Hún hrærði
kæruleysislega í stórum potti með
frönskum kartöflum og sneri við
hamborgararæfli á hitaplötu meö
hinni hendinni. Hún kveinkaði sér
við þessar hreyfingar og sagði þá:
„Ég er orðin svo slæm í bakinu og
þoli varla lengm: að standa við af-
greiðslu." „Hvað er að þér?“ spurði
læknirinn og tuggði gúmmíkennd-
ankjúkhngaleggafáfergju. „Á síð-
ustu árum,“ sagði konan, „er eins
og ég hafi skroppið saman. En fyrir
6 mánuðum fékk ég skyndilega
mikinn verk í mjóbakið. Læknir-
inn sagði mér að samfall hefði orð-
ið á einhverjum hryggjarhðum
vegna úrkölkunar í beinum. Þetta
er orðið ansi slæmt.“
Verndandi
áhrifkvenkyns-
hormónsins
„Já,“ sagðiNökkvi. „Úrkölkun
beina eða osteopórósa eins og
ástandið kallast á erlendum málum
er býsna algengt fyrirbæri, sér-
staklega hjá konum yfir ákveðnum
aldri. Öll bein líkamans eru lifandi
vefur í stöðugri endurnýjun. Kalk
og fosfór bindast saman í örsmáum
beinkristöllum sem eru meginefni
beinanna. Líkaminn þarf því stöðr
ugt bæði kalk og D-vítamín til við-
halds og endurnýjunar. Talið er að
dagsþörf fullorðinna sé tæplega eitt
gramm af kalki. Við tíðahvörfin
skreppa eggjastokkarnir saman,
rýrna og hætta að framleiða kven-
kynshormón. Þetta hefur mikil
áhrifá kalkbúskapinn. Östrogen
hraðar frásogi kalks úr melting-
unni, hægir á útskilnaði kalks
gegnum nýrun og er nauðsynlegt
fyrir eðliiega beinmyndun. Þegar
dregur úr östrogenframleiðslu
konunnar nýtir hún verr kalkið í
fæðunni og missir kalk út úr líkam-
anum í þvaginu. Þetta verður til
þess að beinmassinn þynnist og
beinin veröa stökk og brothætt við
minnsta hnjask. En fleira kemur
til en östrogenskorturinn einn.
Margt bendir til þess aö nútíma-
konur fái ekki nægilega mikið af
kalki í fæðunni. Mjólkurneysla
fullorðinna og unglinga hefur
minnkað mikið á síðustu árum en
mikið er af kalki í mjólkurafurð-
um.
Á seinni árum hafa margar ungl-
ingsstúlkur farið aö drekka alls
konar diet-drykki í staðinn fyrir
mjólkurvörur. Þetta getur haft al-
varlegar afleiðingar síðar á ævinni
sakir þess að þær byggja ekki upp
kalkforðann í beinunum. Margar
konur hreyfa sig htið en öll líkams-
hreyfing styrkir beinagrindina og
hindrar beinþynningu. Miðaldra
konur eru oft í megrun sem gengur
á kalkbirgðimar. Endurteknar
þunganir ganga á kalkforðann.
Þegar allir þessir þættir leggjast á
eitt er skiljanlegt að mjög margar
miðaldra og eldri konur verði fyrir
beinbrotum og þær virðast minnka
í ellinni vegna þess að hryggsúlan
gengur saman. Ástæðan er sú að
kalkmagn beinanna minnkar og
þau standast ekki þunga og álag
daglegslífs."
Meðferð
Nökkvi þagnaði um stund og fékk
sér lúkufylh af frönskum. Þær voru
brimsaltar og löðurfeitar. Hann
kyngdi og hélt síðan áfram: „Það
er erfitt að beita einhverri meðferð
þegar beinþynning er orðin veru-
leg. Ýmiss konar verndandi að-
gerðir koma til greina. Östrogen-
meðferð eftir tíðahvörf kemur í veg
fyrir beinþynningu. Margir vilja
láta gefa konum aukakalk svo að
þær fái í sig minnst 1,5 g daglega.
Það er auðveldast með kalktöflum
en best er að auka verulega neyslu
á kalkríkum mat eins og léttmjólk
eöa mysu. Foreldrar ættu að sjá til
þess að unglingsstúlkur drekki
undanrennu eða léttmjólk en ekki
kalksnauða gosdrykki. Ég ráðlegg
auk þess öhum konum að auka lík-
amshreyfingu og æfingar th mik-
iha muna, enda styrkir slíkt beina-
grindina mjög.“ „Já,“ sagði konan
og velti hamborgaranum við einu
sinni enn. „Þetta eru svipuð ráð og
þeir gáfu mér fyrir sunnan. En
þetta er erfitt.“ Hún skenkti manni
á disk og kom síðan aftur til
Nökkva. Hann dró upp veskið sitt
og borgaði fyrir matinn það sem
upp var sett. (Kjúkhngar með
frönskum og sósu plús bragðlaust
gos úr gosvél; 2000 kr.) Fitubragðið
af kjúklingunum hvarf ekki fyrr
en hann var kominn langleiðina th
Reykjavíkur. „Næst hef ég með
mér nesti, sefítjaldiogfer um
landið á hjóli," sagði hann við sjálf-
an sig. „Hin margrómaða íslenska
gestrisni er orðin svo ótrúlega dýr.
Svona er feðranna frægð, fallin í
gleymskuogdá.“
^ NESJAVALLAVIRKJUN
Gestamóttaka í Nesjavallavirkjun verður lokuð frá kl.
17.00 föstudaginn 29. júlí til kl. 10.00 þriðjudaginn
2. ágúst nk.
Hitaveita Reykjavíkur
Vinningstölur ....
miðvikudaginn: 27, lul' 1994
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
[| 6af6 4 47.572.500
CJt 5 af 6 LÆ+bónus 0 880.814
E1 5 af 6 8 86.508
3 4af6 529 2.081
f=|| 3 af 6 CÆ+bónus 2.080 227
ntl/inninaur: lor 111 "me9S (2) og Sviþióðar p).
Aðaltölur:
Heildarupphæð þessa viku:
193.435.887
á isi.: 3.145.887
UPPLÝSjNGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
HVAM5VÍK
VciHiliiiiariiiuiiualid^iii í Hvammsvik
Ameríkuferð
30 merktum fiskum verður sleppt í vatnið frá 28. júlí
til 29. september.
Dregið verður úr merktum fiskum.
Sá heppni hlýtur flugfar til einhvers af áfangastöðum
Flugleiða.
Veiðið fiskinn og grillið á staðnum.
•HHI ♦ G»l.l ♦ vUUVHtA
Næg tjaldstæði.
Inni- og útigrill.
Golf og hestar.
Upplýsingar í síma
667023.
Smáauglýsingadeild
////////////////////////////
Verslunarmannahelgin
Opið:
föstudag frá kl. 9-22.
Lokað:
laugardag, sunnudag
og mánudag.
Næsta blað kemur út
þriðjudaginn 2. ágúst.
Akið varlega og góða ferð!
smáauglýsingadeild
Þverholti 11 - sími 632700