Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1994, Síða 48
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsíngar - Áskri ft - Dreifing: Sími 632700
Frjálst,óháð dagblaö
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1994.
Kosningar
líklegar eftir
tvománuði
Líkur á kosningum í lok september
eða byrjun október hafa aukist veru-
lega eftir þingflokksfund sjálfstæðis-
manna í gær. Að fundi loknum lýsti
Davíð Oddsson yfir því að hann
mundi kveða upp úr í þessu máli af
eða á innan tveggja vikna.
Heimildarmenn DV segja að rökin
fyrir haustkosningum séu einkum
þau að Alþingi verði tæpast starf-
hæft eftir áramót, ef kosið verður á
réttum tíma, sem er í byrjun apríl.
Kosningabarátta muni standa linnu-
laust frá áramótum. Þá er fyrirhugað
þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í
febrúar og þykir óheppilegt að halda
það í miðri kosningabaráttu. Loks er
__ það mat manna að ríkisstjórnin sé
'orðin svo ósamstæð í afstöðunni til
ESB að hún geti ekki veitt nauðsyn-
lega forystu um stefnumörkun í Evr-
ópumálum.
Ekki er talið útilokað að þverpóh-
tísk samstaða geti tekist um að efna
til kosninga í haust. Allir stjórnar-
andstöðuflokkarnir hafa hvatt til
haustkosninga. Ólafur Ragnar
Grímsson sagði í morgun að Alþýðu-
bandalagið hefði strax eftir sveitar-
stjórnarkosningarnar hvatt til þess
. að kosið yrði í lok september. Páll
^►Pétursson sagðist telja eðlilegra að
kosið yrði í nóvember-í framhaldi af
því að fjárlög yrðu lögð fram á Al-
þingi. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir
kvaðst vera sammála Davíð Odds-
syni um að kosningar í lok septemb-
er væru illskásta tímasetningin, ef
haustkosningar yrðu ofan á. „En það
er ekkert sérstakt sem kallar á kosn-
ingar núna annað en samkomulagið
innan ríkisstjórnarinnar sem farið
hefur hríðversnandi,“ sagði hún.
Veðrið um helgina:
Vætusamt
í dag og nótt verður samfelld rign-
— -Ang um mestallt land. Á laugardag,
sunnudag og mánudag er alls staðar
búist við skúrum. Ástæðan er sú að
töluvert djúp lægð verður yfir land-
inu mestalla helgina.
- sjá einnig bls. 38
DV kemur næst út þriðjudaginn 2.
ágúst.
Smáauglýsingadeild DV er opin til
kl. 22 í kvöld.
Lokað laugardag, sunnudag og
.mánudag.
Góða ferð og akið varlega!
LOKI
Hver veit nema maður bjóði
sig bara fram í haustkosning-
unum! Ég hef skoýmislegt
tilmálannaaðleggja!
Telur ATVR brjóta
EES-samninginn
Umboösaðih Bitburger-bjórs hef-
ur skrifað tollstjóranum i Reykja-
vík bréf þar sem hann krefst þess
að fá að leysa út vöru umbjóðanda
síns í samræmi við samninginn um
Evrópska efnahagssvæðið.
í bréfinu, sem ritað er 19. þessa
mánaðar og hafði enn ekki verið
svarað í gær, kemur fram að í EES-
samningnum sé skýrt kveðið á um
það, og nýlega áréttað af eftirlits-
stofnun EFTA, að ríkisvaldinu sé
„eigi heimilt aö hafa á hendi einok-
un á heildsölu í inn- og útflutningi
á áfengum drykkjum".
í ljósi þessa sé ljóst að þau gjöld,
sem lögð hafi verið á í skjóli einok-
unar rikisins á sölu og dreifingu
áfengra drykkja hér á landi, séu
ekki í samræmi viö samninginn.
Þess vegna er farið fram á að
tollayfirvöld kreflist einungis lög-
mætra gjalda við úttekt affrísvæð-
inu, það er gjalda samkvæmt toll-
skrá.
„Samkvæmt EES-samningnum
má ég, sem heildsali og umboðs-
maður á áfengri vöru, versla óháð
íjármálaráöuneytinu að öðru leyti
en því aö fylgja tohskrá eins og
með aðra vöru. Þar með slepp ég
bæði við liinn ólöglega verndartoli
jafnt sem áiagningu ÁTVR sem er
45 prósent af summu vemdartolls,
vörugjalds og cif-verðs. Þá kæmi
ekki heldur vínandaálagið sem er
58 krónur á hvert prósentustig vín-
anda umfram 2,25 prósent í hverj-
um lítra,“ segir Þorstehm Halldórs-
son, umboðsaðilinn sem hér um
ræðir.
Hann segist hafa beðið um skjóta
afgreiöslu á erindi sínu vegna mik-
ilvægis þess og um sé að ræða vöru
með takmarkað geymsluþol. Ef
tollstjórinn fallist á erindi bréfsins
megi ÁTVR ekki skipta sér af
neinni álagningu. Hins vegar megi
: tollstjórinn innheimta það sem
fjármálaráðuneytið hefur rétt til
samkvæmt EES-samningnum í
tollum og vörugjöldum.
Ef álögurnar séu lúns vegar felid-
ar niður treysti hann sér th að sefja
bjórkassann til veitingahúsa senni-
lega á um 1200 til 1600 krónur. Þvi
geti hér verið um 53 til 65 prósenta
verðlækkun að ræða.
„Ef ekki verður tekið jákvætt í
þetta tel ég að verið sé að brjóta á
rétti mínum og ég mun fara dóm-
stólaleiðina til að leita réttar míns.
Hver segir að vín þurfi að vera
dýrt? Það segir lúuti íslendinga,
Norðmanna og Svía. En undrin
gerast enn. Svíar vii-ðast vera að
snúa af þeírri braut," segir Þor-
steinn.
Heyskapur hefur gengið vel að undanförnu um mestallt land. Hér heyjar Jóhann Jónsson í Sviðholti
á Álftanesi á Bessastöðum en hann hefur túnið á leigu. Forsetabústaðurinn og kirkjan á Bessastöð-
um blasa við. DV-mynd JAK
Veðrið á morgun:
Skúrirum
mestallt
land
Á morgun verður austlæg átt á
landinu, víðast kaidi en stinn-
ingskaldi norðvestan til. Skúrir
verða um mestallt land og hiti á
bilinu 8 til 16 stig.
Veðrið í dag er á bls. 60
Ollum sagt
upp hjá AB
Öllu fastráðnu starfsfólki Almenna
bókafélagsins, AB, 10 manns að tölu,
hefur verið sagt upp störfum. Friðrik
Friðriksson, framkvæmdastjóri AB,
sagði við DV að hér væri um „eðh-
lega“ varnarráðstöfun að ræða og
einhverjir yrðu ráðnir aftur.
Að sögn Friðriks verður allt gert
til að ná mður kostnaði og grynnka
á skuldum AB sem eru um 130 millj-
ónir króna. Bókaklúbbar AB verða
starfræktir áfram en bókaútgáfu
stillt í hóf með áherslu á ódýrar en
söluvænlegar bækur.
Fram hefur komið í DV að ekki
tókust samningar við Vöku-Helgafell
um samstarf eða kaup á bókaklúbbi
AB. Friðrik sagði að verið væri að
leita að öðrum samstarfsaðilum.
HM’95-höU:
Reiknað
næstudaga
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, segir
ljóst eftir fund um byggingu íjölnota
íþróttahúss í Laugardal að næstu
daga muni tæknimenn borgarinnar,
í samvinnu við fulltrúa Electrolux
hér á landi, reikna út kostnað við
byggingu hússins.
Ellert segir málið alls ekki í höfn
en lýsir yfir ánægju með þær viðræð-
ur sem fram hafi farið. Hann segist
hins vegar óttast að ýmsum erfiðleik-
um sé háð að uppfylla þær arðsenús-
kröfur sem fyrirtækið geri. Borgin
hafi þó lýst því yfir að sömu skilmál-
ar gildi um leigu hússins eftir HM ’95
og um leigu annarra íþróttamann-
virkja.
Ellert staðfesti að innlendur aðili
hefði lýst yfir áhuga og vilja til að
byggja hús ef samkomulag við Elect-
rolux næðist ekki.
Áætlað á Sighvat:
Skilaðiframtal-
inuofseint
„Útsvarið var áætlað á mig þar sem
framtalið barst einum degi of seint.
Það er ástæðan fyrir þessum himin-
háu tekjum. Þetta hefur hins vegar
verið leiðrétt,“ segir Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráðherra.
Samkvæmt álagningarskrá Skatt-
stofunnar í Reykjavík er Sighvati
gert aö greiöa 586.063 krónur í útsvar
vegna tekna ársins 1993. Þetta sam-
svarar því að Sighvatur hafi haft 729
þúsund krónur í mánaðartekjur.
Leiðrétt er útsvarið hins vegar um
310 þúsund, sem samsvarar því að
tekjumar hafi verið um 374 þúsund
á mánuði.
Sjá bls. 2
ÞJÓÐHÁTÍÐ
í
VESTMANNAEYJUM