Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Síða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994
Stuttarfréttur
Eyöni
Eyðrd er orðin svo mikið vanda-
mál í Afríku aö hún er farin aö
ógna hagvexti. í álfunni.
Hórumamm-
an Heidi Fleiss
segist saklaus
af ásökunum
um peninga-
þvott í réttar-
höldum um
meintan rekst-
ur hálaunaðra
gleðikvenna.
Woodstock
Sala miða á 25 ára afmælistón-
leikum Woodstock hátíðarinnar
er mjög dræm og fjárhagslegur
stuðningur við hátiðina er ekki
lengur tryggur.
JarðskjáHtar
Jarðskjálfti sem mældist 4,8
Richterstig skók Kaliforníufylki í
gær en upptökin mældust 130 km
austan Los Angeles.
Jerúsatem
Yitzhak Rabin, forsætisráð-
herra ísraels, lýsti því yíir að
Jerúsalem veröi ávallt óskipt höf-
uöborg gyðinga.
Kókaírt
Portúgalskir tollverðir fundu
l ,4 tonn af kókaíni um borð í skipi
frá Hondúras og taliö er að send-
ingin sé frá Kólumbíu.
LedZeppelin
Robert Plant og Jimmy Page,
fyrrum meölimir rokksveitarinn-
ar Led Zeppelin, ætla að spila
saman í tónlistarþætti hjá MTV
í október.
Feliibylur
Öflugur fellibylur varð að
minnsta kosti 36 manns að bana
í Suður-Kóreu í gær.
Baðst afsökunar
Roman
Herzog, forseti
Þýskalands,
bað Pólverja af-
sökunar vegna
þeirra þjáninga
sem pólska
þjóðín varð fyr-
ir af hálfu nas-
ista i síðari heimsstyrjöldinni.
Sómalia
Yfirmaður herstiómarinnar i
Sómalíu varaöi við þvi að borg-
arastyijöld gæti auðveldlega aft-
ur brotist út í landinu.
S-Afríka
De Klerk, fjármálaráðherra í
stjórn Nelsons Mandela, ber til
baka allar sögusagnir um að
hann hyggist hætta þátttöku í
stjóminni.
Sýriand
Sýrlendingar höfnuöu beiðni
ísraela ura friðarviðræður og
sögðu aö ísraelar yrðu fyrst að
sleppa höndum af herteknum
svæðum.
Sarajevo
Bosníu-Serbar hafa óskað eftir
að friöarviöræður um skiptingu
landsvæöa í Bosniu verði aftur
teknar upp.
Glæpatíðni
Tíðni glæpa hefur lækkað í
fyrsta sklpti I 6 ár i London en
ofbeldisárásum í kynferðislegum
tilgangi heldur áfram aö fjölga.
MiSljónamæringat
Efnahagsástand hefur batnað
mjög í TékklandL aöeins 5 árum
eftir fall kommúnismans og einn
af hveijum 5 Tékkum á eignir
yfír2mil]jónirkróna. Reuter
Utlönd
„Skrattinn hittir ömmu sína“ 1 heimi stjamanna í Hollywood:
Jackson í eina sæng
með dóttur Presleys
- brúðkaupið haldið á laun 1 sumar en ekki opinberlega staðfest fyrr en nú
Jackson hefur verið umtalaður fyrir
ást sína á börnum og sætt lögreglu-
rannsókn vegna meintrar ofurástar
á þeim. Þau mál hafa nú verið jöfnuð
með dómsátt og fébótum af hálfu
hans.
Jackson er einn auðugasti maður
Bandaríkjanna eftir langan feril sem
poppsöngvari. Lisa Marie Presley er
einnig vel fjáð en hún tók 150 milljón-
ir dala í arf eftir fóður sinn Elvis.
Hún á og tvö börn ffá fyrra hjóna-
bandi með tónlistarmanninum
Danny Keough. Þau skildu með hraði
ívor. Reuter
„Við viljum fá að vera í friði og
vonum að svo verði,“ sagði Lisa
Marie Presley, dóttir rokkkóngins,
þegar hún tilkynnti opinberlega í
nótt að hún hefði gengið að eiga stór-
popparann Michael Jackson á laun í
sumar.
Undanfamar vikur hafa gengið
sögur um samdrátt þeirra skötuhjúa
en talsmenn beggja hafa þráfaldlega
neitaö að þau hafi bundist tryggða-
böndum. Nú hefur hún staðfest opin-
berlega að brúðkaupið hafi farið
fram fyrir ellefu vikum í „erlendu
ríki“, eins og það var orðað í yfirlýs-
Lisa Marie Presley hefur gengið að
eiga Michael Jackson.
ingunni. Talið er að þar sé átt við
Dóminíska lýðveldiö en þangað fór
Jackson í sumar.
í Hollywood gleðjast menn mjög við
þessar fréttir og hafa sérfræðingar í
stjörnumálum á orði að nú hafi
„skrattinn hitt ömmu sína“ því bæöi
eru mjög umtöluð og hafa ekki ánun
saman mátt hreyfa sig eitt fótmál án
þess að vera undir vökulu eftirliti
fréttamanna.
„Ég elska Michael mjög mikið og
hann mig,“ sagði í yfirlýsingimni og
tekið var fram að til stæði að stað-
festa sambandið með barneignum.
Verð á olíu hækkar stöðugt:
Óróinn í Nígeríu
sprengir upp verðið
Heimsmarkaðsverð á olíu er nú
hærra en það hefur verið frá því í
mars í vor. Sérfræðingar spá því að
veröið fari enn hækkandi og veldur
þar mestu að órói er mikill í Nígeríu
og hefur það valdið því aö fram-
leiðsla og útflutningur á olíu liggur
þar að mestu niðri. Framboð á olíu
er því með minna móti og stígur verð
þar af leiðandi.
Nígerískir starfsmenn við olíu-
vinnsluna eru nú í verkfalli og sér
ekki fyrir endann á þvi. Olíutunnan
er nú seld á rúma 20 dali og nálgast
senn að verða jafndýr og í lok árs
1992. Olíukaupmenn segja að verð-
hækkunina nú megi að nokkru rekja
til þess að olían hafi verið óeðlilega
ódýr síðustu mánuði. Því hafi mátt
búast við hækkun, jafnvel þótt vand-
ræðin í Nígeríu bættust ekki við.
Þeir spá því og að verð haldist hærra
næstu mánuði en verið hefur, hvaö
svosemgeristíNígeríu. Reuter
Morðmál O.J. Siimpsons:
Hvítur maður sást
á morðstaðnum
Vitni í máli bandaríska ruðnings-
kappans og leikarans O.J. Simp-
sons segist hafa séð hvítan mann
við hús fyrrum eiginkonu hans um
þær mundir sem hún var myrt
ásamt ástmanni sínum. Vitnið
kemur ekki fram undir nafni enda
er um að ræða mann sem lifði af
innbrotum í hús ríkra manna.
Framburður vitnisins þykir
styrkja stöðu Simpsons en hann
heldur ákaft fram sakleysi sínu.
Hann situr nú í varðhaldi vegna
moröanna á konunni og ástmann-
inum.
Réttarhöld standa nú yfir í mál-
inu í Los Angeles og vekja þau aö
vonum mikla athygli. Simpson,
sem er blökkumaöur, segir aö
málatilbúnaðurinn gegn sér sé ht-
aður af kynþáttahatri og að hann
fái ekki réttiáta meðferð fyrir dóm-
stólunum vegna litarháttar síns.
Reuter
O.J. Simpson hefur nú fengið
óvæntan stuðning. Simamynd Reuter
Göngugarpar ganga
örna sinna á Everest
Sigur hjá Karli
Karl Bretaprins hafði sigur í öðrum pólóleik sínum á árinu. Leikið var til
að afla fjár fyrir góð málefni en Karl er formlega hættur keppni i íþróttinni
vegna meiðsla á hné. Hér tekur hann viö sigurlaununum frá friðri blóma-
rós. Karl hefur jafna verið drjúgur viö að leggja góðum málum lið og tók
nú fram pólókylfuna að nýju þrátt fyrir að læknar réðu honum frá því.
Slmamynd Reufer
„Það er engin hreinlætisaðstaða
þarna uppi þannig aö þeir sem fara
á fjallið verða að gera þarfir sínar á
víðavangi. Saurinn eyðist ekki nema
á mörgum árum og því er orðið
óþrifalegt á toppnum," segir Charles
Clarke, heilbrigöisráðgjafi hjá félagi
breskra fjallaklifrara. Þar hafa menn
vaxandi áhyggjur af úrgangi manna
á Everest, hæsta fialli heims.
Breskt fyrirtæki hefur boðist til að
standa straum af kostnaði við að
reisa salerni á toppnum. Umferð þar
fer stöðugt vaxandi og þörfin fyrir
salemi að sama skapi.
Það nýjasta í ferðum á fjallið er að
tvær norskar konur ætla þangað upp
og leggja af stað í dag. Þær ætla að
verða fyrstu norsku konumar til að
klífa fjallið. Ekki fer sögum af hug-
myndum þeirra um þrifnað í ferð-
inni. Reuter