Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 15 Slæmt er EES, verra er ESB Nú blasir við augum okkar allra að bæði EFTA og EES eru í andar- slitrunum. Sagt er að Kjartan Jó- hannsson verði „útfararstjóri" EFTA og þar með EES. Við félagamir í Samstöðu vöruð- um æ ofan í æ við því að EES væri aðeins bráðabirgðabiðsalur og bentum á að hagstæðara væri að hrófla ekki við fríverslunarsamn- ingi okkar við ESB, aðeins semja um lagfæringar á bókun 6. Með EES-aðild værum við komin með um 80% ESB-aðild eins og Georg Reisch, forstjóri EFTA, staðfesti í Mbl. 14. þ.m. en slíkt væri andstætt okkar bestu hagsmunum. Vegna EES hefur Alþingi þurft að taka við laga- og reglugerða- bákni ESB í hundraðavís og sam- þykkja óbreitt. Við erum skuld- bundin til að taka þannig við nýjum KjaUaiiiui Dr. Hannes Jónsson, fyrrv. sendiherra „Stóra blekkingin um aö EES sé okkur hagstætt byggist á því aö utanríkisráð- herra lét Þjóðhagsstofnun ekki í té upplýsingar um kostnaðarliði, aðeins ábata af kerfmu.“ lögum og reglugerðum ESB í nútíð og framtíð. Þannig hefur lagasetn- ingarvald okkar verið skert. Við erum líka undirorpin erlendri eft- irlitsnefnd og dómstól við fram- kvæmd EES. Þannig höfum við fórnað takmörkuðu löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldi til út- landa á samningssviðinu. Og fyrir hvað? Öfugmæli aldarinnar. Utanríkisráðherra sagði að við hefðum fengið „allt fyrir ekkert" með EES. Þetta eru öfugmæh ald- arinnar. Staðreyndimar því til sönnunar blasa hvarvetna við. Önnur aðildarríki EES hafa meiri ábata af fjórfrelsinu en við af því að aðalútflutningsafurð okkar, fiskur, er utan þess. Gera þurfti því sérsamning um flsk. Honum var klúðrað með þvi að hleypa rán- yrkjuflota ESB inn í íslenska efna- hagslögsögu til að fiska þar árlega 3000 tonn af karfaígildum og leyfa skipum þeirra að athafna sig í ís- lenskum höfnum. Allt okkar tollakerfi hefur verið skekkt og skælt með um 8% toll- verndarstefnu í þágu Evrópuríkja en gegn viðskiptavinum okkar í Ameríku, Asíu og A-Evrópu. Stóra blekkingin um að EES sé Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. - „Utanríkisráðherra horf- ir blindum augum á ókosti EES og ESB,“ segir dr. Hannes m.a. okkur hagstætt byggist á því að utanríkisráðherra lét Þjóðhags- stofnun ekki í té upplýsingar um kostnaðarliði, aðeins ábata af kerf- inu. Sé allt reiknað samkvæmt góðri reikningsskilareglu verður árlegt tap ríkisins af EES 1993-97 um 145 mihj. kr. en eftir 1997 45 millj. kr. eins og ég sýndi fram á hér í blaðinu 25. ágúst 1992 og eng- inn hefur treyst sér til að vefengja með rökum. SÍF-gróði Þótt íslenska hagkerfið muni þannig stórtapa á EES er ljóst að SÍF mun hagnast lítillega á því en minna en þeir gætu náð með innan- húss hagræðingu. Þegar Thor Thors og Kristján Einarsson voru forstjórar SÍF fyrr á árum tók það aðeins um 3% umboðsþóknun af saltfiskframleið- endum. Á síðari árum hefur það tekið 8-11%. Færði hagsýnn for- stjóri umboðslaunin aftur niður í 3% mundi það hagnast saltfisk- framleiðendum betur en tollalækk- anir vegna EES. En utanríkisráðherra horfir bhndum augum á ókosti EES og ESB. Nú boðar hann á fundum er- lendis að langtímahagsmunum okkar sé best borgið með aðild að ESB. Er manninum sjálfrátt? Dr. Hannes Jónsson Máttur fjölmiðlanna Það er undarleg árátta sumra blaðamanna að líta svo á að upplýs- ingaskylda þeirra felist í því að sverta einstaka menn og þeirra verk. Það er enginn vandi að skipa sér í sveit með margnum og herja á þá sem ekki eru alltaf með penn- ann á lofti. Það er í upphafi greini- legt hver má sín betur. Þannig fer að sá er skrifar ritstjórnargrein í DV þ. 14. júlí sl. og verður hann tæplega maður að meiri fyrir vikið. Ritstjórinn tekur Þingeyri og ráðamenn þar sem dæmi um fjár- festingarsukk og fyrirhyggjuleysi og er ástæðan erfiðleikar útgerðar- félagsins Fáfnis. Meðal sveitar- stjórnarmanna hefur þó verið litið til Þingeyrar um árabil sem mjög vel rekins sveitarfélags. Raunar ræðst ritstjórinn á Vest- firðinga upp til hópa bæði þing- menn, sveitarstjómarmenn, sljórnendur atvinnulífs o.fl. og gef- ur þeim einkunnina lélegt fyrir störf sín. Þeir hafi sérhæft sig í sínu einhæfa atvinnulífi og lifl á bón- björgum hins opinbera. Reyndar er ekki ástæða til að elta ólar við allar geðvonskuupphrópanir rit- stjórans en ég get þó ekki alveg orða bundist. Tekjur lækka um helming Sú staðreynd að vestfirsk útgerð- arfyrirtæki ramba mörg hver á KjaHarinn Jóna Valgerður Kristjánsdóttir alþingismaður barmi gjaldþrots er ekki vegna fleiri lélegra stjórnenda á Vest- fjörðum en almennt gerist. Þar eru menn misjafnir rétt eins og annars staöar en þeir hafa mátt búa við það að tekjur þeirra hafa verið skomar niður um helming á þrem- ur árum vegna skerðingar á afla- heimildum í þorski. Og þeir fengu enga loðnu til að bæta sér upp tap- ið eins og sumir aðrir. Sem dæmi má nefna eitt stöndug- asta fyrirtæki í landinu um árabil, Hrönn hf„ sem gerir út togarann Guðbjörgu, aflaskipið mikla. Fyrir þrem árum voru aflaheimildir skipsins 2500 t af þorski. Á næsta flskveiðiári verða þær um 50% minni eða undir 1300 tonnum af þorski. Á skipinu er sami fjöldi manna, það kostar það sama að gera það út. En tekjumar hafa minnkað um helming. Á sama tíma hefur þetta fyrirtæki þó keypt mik- inn kvóta af öörum skipum. Er sá maður lélegur verkamaður sem getur ekki staðið í skilum með greiðslu lána vegna skyndilegs at- vinnumissis? Er forstjóri Sólar hf. lélegur at- vinnurekandi af því að framleiðsl- an mistókst og hluthafar í Sól hf. urðu að afskrifa tugi milljóna í hlutafé? Hefur ekki sá maður verið talinn fyrirmynd annarra í arð- bærum atvinnurekstri? Þótt áætlanir séu gerðar til fram- tíðar standast þær ekki alltaf. Menn róa lífróður Vestfirðingar hafa með lífsbar- áttu sinni aflað þjóðarbúinu mik- illa tekna. Hver Vestfirðingur hef- ur árum saman lagt tífalt meiri gjaldeyri tfl þjóðarbúsins en hver Reykvíkingur. Vestfirðingar þurfa nú að róa lífróöur fyrir tilvist sinni. - Á sama tíma verða þeir fyrir slík- um sleggjudómum í fjölmiðlum. Það eru oft fjölmiðlamenn sem móta skóðanir landsmanna. Og það er hart fyxir okkur Vestfirðinga að þurfa nú einnig að vera í varnar- stööu gagvart almenningsálitinu sem hugsanlega lætur orðháka úr fjölmiðlaheiminum móta skoðanir sínar. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir „ Vestfirðingar hafa með lífsbaráttu sinni aflað þjóðarbúinu mikilla tekna. Hver Vestfirðingur hefur árum saman lagt tífalt meiri gjaldeyri til þjóðarbús- ins en hver Reykvíkingur.“ Meðog Geymslaákvóta Kvótabónus út á þyngdar- aukningu „Sveigjan- leiki núver- andi fisk- veiðistjórn- unarkeifls er einnafhöfuö- kostum þess. Sérhæfing með kvóta- skiptum og JóhannSigurJóns- friálsu fram- son hjá Hafrann- sali hefur gert sóknastofnun sjávarútvegi okkar kleift að laga sig að skertum veiðiheimildum. Stór þáttur i sveigjanleika kerfis- ins er sá möguleiki aö geyma allt að 20% af kvóta milli kvótaára eða fara 5% fram á næsta kvóta- tímabil. Með þessu móti hafa menn svigrúm innan kerfisins. Nú á sumarmánuðum hefur verið ágætis afliá utankvótaveíö- um í rækju á Flæmska hattinum og þorski í Smugunni. Margar útgerðir, sem eiga eftir kvóta hér heima, hafa sótt í þessar utan- kvótaveiðar og geyma frekar það sem eftir er af veiöiheimfldum sínum til næsta fiskveiðiárs. í árferði eins og nú er í sjávarút- vegi okkar íslendinga reynir venflega á að brugðist sé hratt við og þau tækifæri sem upp koma séu nýtt aö fullu. Þaö ætti þvi að vera hlutverk löggjafans að skapa útgerðinni sveigjanlegt kerfi sem hvetur til aukinna utankvóta- veiða, t.d. með því að rýmka 20% regluna um geymslu mifli ára í 100%. Einnigættuþeir semgeyma fiskinn í sjónum að fá „kvótabón- us“ út á þá þyngdaraukningu sem verður á fiskinum." stjórnun „Það við getum gert er aö lýsa áhyggjum okkar á þess- umlflutumog benda á að truflað ” RóbertGuóflnns- stjórnvöld í son.framkvasmda- aö ná settum rijórl Þormóðs markmiðum ramma varðandi stjórnunina. Það eru í sjálfu sér engin fiskifræðfleg rök sem mæla gegn flutningum af þessu tagi. Hins vegar, meö tiUiti til fiskverndarhlutverks okkar, sem er að mæla með aflamarki og skynsamlegri nýtingu á stofn- inum, þá hafa sérfræðingar Hafró haft af því áhyggjur að þetta ýti undir að ekki verði farið eftir okkar ýtrustu ráögjöf. Við vhm- um í kerfi sem virkar þannig að kvóti er settur á hvert fiskveiðiár en við reynum aö sjá lengra frarn í tíraann. Ef ekki næst kvóti. hugsanlega vegna þess að ástand stofnsins er eitthvað lakara en við höfum ætl- að, þá gæti það virkað Ula næsta ár á eftir. í sjálfu sér skiljum viö rök út- gerðarinnar að svona sveigjan- leiki í kerfinu geti verið réttlæt- anlegur til þess að jafna sveiflur í úthaldinu. Ef það er innan hóf- legra marka sjáum við ekki að það þmfl að vera svo slæmt. Okk- ar markmiö er engu að síður skýrt; að sjá tfl þess aö stjómvöld grípi tíl viðeigandi aögeröa tfl þess að hafa stjómun á veiöun- um. Þetta eru því náklu frekar stjómunarleg rök en fiskifræði- leg rök sem mæla gegn þessari geymslu."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.