Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 2. ÁGÚST 1994 33 Fréttir Ölversvatn á Skaga: Veiddu yfir hundrað silunga „Þetta var feikilega skemmtilegur veiðitúr í Ölversvatn á Skaga, við fengum vel yfir hundrað urriða og bleikjur. Stærstu silungarnir voru tvö og hálft pund,“ sagði Þorsteinn Karlsson en hann var við vatnið ásamt fleirum fyrir fáum dögum. Ölversvatn á Skaga er eitt af feng- sæfli vötnum á Skagaheiðinni þar sem eru mörg góð veiðivötn. Véiðivon Gunnar Bender „Þetta voru mest fiskar frá einu upp í tvö og hálft pund. Það var maðkurinn og flugan sem gáfu okkur þessa veiði jafnt. Það er mik- ið af fiski í vatninu og lækjum sem renna á mifli þeirra. Það var eitt- hvað búið að veiða af fiski áður en við komum þarna til veiða. Vegur- inn upp að vatninu er þokkalegur en ekki vel fær,“ sagði Þorsteinn ennfremur. Þeir veiddu víða um verslunarmannahelgina ungu veiðimennirnir eins og þessir sem renndu fyrir fisk i Leir- ársveitinni og árangurinn var ekki sem verstur, bleikja í matinn. Til þess var líka leikurinn gerður. DV-mynd G.Bender Rangárnar: 850 laxar á land „Það eru komnir 850 laxar og hann er ennþá 19 pund sá stærsti, þetta eru 30-40 laxar á dag núna,“ sagði Þröstur Elliðason í gærkvöld. „Það voru veiðimenn á svæði eitt i fyrradag og þeir fengu 7 laxa, sá stærsti var 17 pund og tók flugu. Það er ekki hægt að kvarta yfir neinu hérna núna, veiðin gengur vel,“ sagöi Þröstur á bökkum Rang- ánna. Hofsá komin yfir fjögur hundruö laxa „Hofsá er komin með 410 laxa og það er næstum 90 löxum minna en á sama tíma í fyrra. Stærsti laxinn er 22 pund,“ sagði Eirikur Sveins- son á Akureyri er við spurðum um Hofsá í Vopnafirði. „Orri Vigfússon var að byrja með erlenda veiðimenn í dag og þeir eiga örugglega eftir að veiða vel. Þetta eru 30 laxar á dag, sem veið- ast núna, en ég held að það veiðist yfir þúsund laxar í ánni þetta árið í heiídina,“ sagði Eiríkur í lokin. Tilkyiiningar Tapað fundið Húsmæður í Kópavogi Vegna forfalla eru nokkur sæti laus í orlofsferð sem farin verður 12.-14. ágúst um Kjöl og Sprengisand. Upplýsingar veita Bima í síma 42199 og Olöf í síma 40388. Tombóla Þessar ungu stúlkur, sem heita Bergþóra Magna Haraldsdóttir og Elín Steinars- dóttir, héldu nýlega tombólu til styrktar Rauða krossi íslands vegna hjálparsjóðs Rúanda. Þær söfnuðu alls 1434 kr. Sjóngleraugu töpuðust Sjóngleraugu, dökk laxagleraugu, töpuð- ust fimmtudaginn 28. júli sl. í snyrting- unni í verslunarmiöstöðinni í Glæsibæ. Finnandi vinsamlega hringi í síma 672480. Fundarlaunum heitið. wwwwwww Þverholti 11 - 105 Reykjavík Sími 91-632700 Bréfasími 91 -632727 Græni síminn: 99-6272 Staða þjóðréttarfræðings í utanríkisráðuneytinu er laus til umsóknar. Launakjör eru samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna. Umsókn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytisins fyrir 8. ágúst nk. Utanríkisráðuneytið 18. júlí 1994 Skóútsala Nýjar vörur Örfáir dagar eftir 30-70% afsláttur RRskór JL EURO SKO Kringlunni 8-12 sími: 686062 I Lokað þriðjudag, 2. ágúst Útsalan hefst miðvikudag, 3. ágúst kl. 7.00. Toppskórinn Veltusundi v/Ingólfstorg UTBOÐ “i F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið Álftanesæð, 1. áfangi. Verkið felst í að endurnýja hlúta af aðveituæð fyrir Bessastaðahrepp, milli Engidals og Garðaholts. Æðin er 0300 mm stálpípa í 0450 mm plastkápu. Heildarlengd er um 1200 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, frá og með fimmtudeginum 28. júlí 1994, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 16. ágúst 1994 kl. 11.00. hvr 76/4 F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Nesjavallavegur, vegmálun“. Verkið felst í að mála miðlínur og marklínur á Nesja- vallaveg og heimreið að Nesjavöllum. Lengd vega er samtals um 25 km. Verkið skal vinna á tímabilinu 15.-25. ágúst 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkju- vegi 3, Reykjavík, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10. ágúst 1994 kl. 11.00. hvr 77/4 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 • Sími 2 58 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.