Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.08.1994, Síða 32
 jjp. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ' ■ Si Frjalst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 2. AGUST 1994. Selfoss: Undirskrifta- söfnunfyrir prestskosningu Nokkrir íbúar á Selfossi hafa hafíö undirskriftasöfnun fyrir því að fram fari prestskosning á Selfossi. Prests- kosningar voru afnumdar meö lög- um fyrir fáum árum og hefur ósk um prestskosningu aldrei komið fram síðan fyrr en nú. Ástæðan fyrir undirskriftasöfnun- inni á Selfossi er sú að sóknarnefnd bæjarins náði ekki að velja nýjan prest í stað sr. Sigurðar Sigurðarson- ar, sem tekið hefur biskupsvígslu fyrir Skálholtsumdæmi, á fundi sín- um síðastliðið fimmtudagskvöld. AIls höfðu sex prestar sótt um brauð- ið. Eftir að sóknarnefnd hafði kosið —,þrisvar voru tveir prestar jafnir með 7 atkvæði hvor, þeir sr. Gunnar Sig- urjónsson og sr. Haraldur M. Krist- jánsson. Þá ákvað sóknarnefnd að setja úrslitavald um val á presti til biskups og kirkjumálaráðherra. Eft- ir þá ákvörðun hófst undirskrifta- söfnunin. Turku, Finnlandi: Öngþveitiá kvennaráðstefnu Guörún Helga Siguxðardóttir, DV, Turku: Öngþveiti myndaðist á hótelum og nærhggjandi skólum í Turku í Finn- landi þegar hundruð eða jafnvel þús- undir kvenna komu þangað í gist- ingu aðfaranótt mánudags og á mánudagsmorgun vegna kvennaráð- stefnunnar, Nordisk Forum. Stórir hópar íslenskra kvenna biðu á götum úti meðan verið var að greiða úr öngþveitinu en síðdegis í gær var loks búið að koma öllum konunum fyrir. Aðstandendur ráðstefnunnar höfðu ekki gert ráð fyrir því að svo margar konur kæmu til Turku og voru því vanbúnir að taka við þeim öllum. .. Talið er að rösklega 20 þúsund kon- ur og karlar hafi verið viðstödd setn- ingu ráðstefnunnar sem fram fór síð- degis í gær. Eftir setningarathöfnina snæddu margar af íslensku konun- um saman kvöldverð. NordiskForum: GuðmundurÁrni kætir konurnar Guðmundur Árni Stefánsson fé- lagsmálaráðherra heldur hanastéls- boð í dag fyrir íslensku konurnar sem nú eru á kvennaþinginu í Turku í Finnlandi. Reiknað er með að kostnaðurinn verði hátt í milljón krónur eða um 600 krónur á hverja konu. LOKI Hvað er meira við hæfi á kvennaþingi en hanastél? Framboðsmál Jóhönnu: Mun rjúfa tengslin við Alþýðuflokkinn : Yfirgnæfandi: líkur eru á að: ,Ió- hanna Sigurðardóttir bjóði fram eigin lista í Reykjavík og á Reykja- nesi í ntestu alþingiskosningum. Samkvæmt heimildum DV mun hún ekki fara fram á að framboðs- listamir verði tengdir Alþýðu- flokknutn moð Iistabókstöfunum AA. Rætt hefur verið við frammámenn í verkalýðshrcyiing- urrni og óflokksbundið fólk varð- andiþátttöku í framboði Jóhönnu. Búist er við >'firlýsigu frá Jó- hönnu um framboðsmál sín á næstu dögum þegar hún lýkur ferð sinni um Iandið. Meðal þeirra sem standa að baki Jóhönnu í þessu Jóhanna Sigurðardóttir. máli eru Ögmundur Jónasson, Lára V. Júlíusdóttir, Hermann Ní- elsson, Ólína Þorvarðardóttir, Þor- lákur Helgason og Pétur Sigurðs- son, í morgun hóf Jóhanna liðskönn- unarferð um Suðuriand með við- komu í Hveragerði, á Selfossi, Stokkseyri og Eyrarbakka. Hún hefur hitt fjölda fólks á ferðum sín- um undanfarna daga og fengið góð- ar undirtektir. Heimildarmenn DV segja að nokkurrar taugaveiklunar gæti meðal forystumanna Alþýðu- flokksins vegna þessara funda- halda. I gær mátti sjá hundruð íslenskra kvenna undirbúa og æfa leiksýningar, dans og söngva meðan stallsystur þeirra undirbjuggu listsýningar á kaffihúsum og listasöfnum í borginni. konur frá ASÍ undirbúa kabarett. á götum úti í Turku Á myndinni má sjá DV-símamynd GHS Veðriðámorgun: Hlýjast á Austur- landi Suðvestlæg átt, kaldi og dálítil súld vestanlands en hægari og víða bjartviðri í öðrum landshlut- um. Hiti á bihnu 9 til 20 stig að deginum, hlýjast austanlands. Veðrið í dag er á bls. 36 Borgarstjórinn Vinnuslys íLaxfossi ms. Akranes: Súkkulaði- meðferð eftir sundferð Harður árekstur í vesturbænum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri og Hjörleifur Sveinbjömsson blaðamaður voru gefin saman í hjónaband af sr. Karli Sigurbjöms- syni í Grasagarðinum í Laugardal í gær. „Þetta hefur nú staðið til lengi en hefur dregist eins og stundum vill verða með það sem maður ætlar að gera,“ sagði Ingibjörg Sólrún í morg- un. Hún og Hjörleifur hafa búiö sam- an í 12 ár og eiga tvo drengi. Hafnarverkamaður slasaðist í Lax- fossi síðdegis í gær þegar hann ók dráttarbíl um borð í skipið. Dráttar- bíllinn rakst á fyrirstöðu og við það kastaðist ökumaðurinn fram á stýr- ið. Maðurinn var fluttur á slysadeild og reyndist ekki unnt að taka skýrslu af honum í gærkvöldi. Auk lögreglu og sjúkraliðs kom Vinnueftirhtið á staðinn til að kanna tildrög óhapps- Unglingsstúlka missti meðvitund í sundlauginni á Jaðarsbökkum á Akranesi síðdegis í gær eftir langvar- andi setu í heitum potti og gufubaði. Vinkonu hennar sundlaði einnig en hélt þó meðvitund. Báðar stúlkurnar vom fluttar á sjúkrahúsið en fengu að fara heim eftir rannsókn. Var þeim sagt að hvíla sig og borða súkkulaði og önnur sætindi til aö ná upp blóðsykrinum. Að sögn sund- laugarvarðar er ætíð nokkuð um það að fólk dvelji of lengi í heitu pottun- um eða gufubaðinu og rangli þá um sundlaugarnar óstyrkum skrefum. Harður árekstur varð á horni Garðastrætis og Túngötu í gærkvöldi og höfnuðu báðir bílarnir á horn- húsi, mikið skemmdir. Ökumaður annars bílsins slasaðist á höfði og var hlúð að honum á tröppum rússneska sendiráðsins þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Um var að ræða pitsuas- endil sem fiýtti sér um of með veit- ingarnar. f 4 4 4 4 4 4 QFennei 14 4 Reimar og reimskífur V*oulsen SuAuríandsbraut 10. S. 680499. L«TT« alltaf á Miövikudö^um í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.