Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994
7
Fréttir
Miklir möguleikar fólgnir í fj arskiptalækningum:
Stef nt að samteng-
ingu spítala landsins
„Á íslandi eru þegar sendar rönt
genmyndir um síma milli Vest-
mannaeyja og Landspítalans í
Reykjavík og stefnt aö því að tengja
fleiri staöi inn. Þeir læknar sem ég
hef talað við á íslandi eru mjög
áhugasamir um þessa tækni. Þeir
nefna sérstaklega að þar sem mörg
byggðarlög eru fámenn á íslandi
og erfitt að halda uppi fullkominni
þjónustu alls staðar geti fjarskipta-
lækningar komið að mjög góðum
notum,“ segir dr. James Logan,
formaður samtakanna Telemedic-
ine North America, í samtali við
DV en hann hélt fyrirlestur á ráð-
stefnu um hollustu og sjúkdóma í
síðustu viku er fjallaði um fjar-
skipti og læknishjálp.
Logan starfaði um árabil sem
einn af læknum geimfara NASA,
Geimferðastofnunar Bandaríkj-
anna, og er viðurkenndur læknir
og sérfræðingaru á sviði geimvís-
inda. Telemedicine einbeitir sér að
því að nýta aðferðir geimferða-
tækninnar í nútíma heilbrigðis-
þjónustu.
Logan segir að þar sem fullkomið
ljósleiðarakerfi sé nú um allt land
hægt að senda röntgenmyndlr um síma
Dr. James Logan er formaður
samtakanna Telemedicine North
America. Samtökin einbeita sér
að því að nýta aðferðir geimferða-
tækninnar i nútíma heilbrigðis-
þjónustu. DV-mynd Sveinn.
ætti það að auðvelda og hvetja til
beinlinusambands milli spítala og
heilsugæslustöðva hérlendis. Ljós-
leiðarakerfið megi nota í mun
meira mæh og fyrir fleira en fjar-
skiptalækningar. Kostnaðurinn
við notkunina ætti þá að fara lækk-
andi og hagkvæmni að nást.
Tengja sérfræðinga
við lækna
Logan segir að í fámennari hér-
uðum Bandaríkjanna sé við mikinn
læknaskort að glíma. Fjarskipta-
lækningar hjálpi í slíkum tilfellum.
í Bandaríkjunum og Evrópu sé
nútima fjarskiptatækni notuð til
að tengja sérfræðinga á ýmsum
sviðum læknisvísindanna, sem
venjulegast vinna í stærstu borg-
unum, við lækna sem starfa í minni
borgum og bæjum. Tæknilega sé
þetta framkvæmt með svokallaðri
víxlverkandi myndbandstækni eða
tölvutengingu. Notkunarmögu-
leikar séu til dæmis myndsending-
ar um síma á röntgenmyndum.
Einnig bjóði tæknin upp á mikla
möguleika með hjartalínurit og
fleira.
„Á minni stöðum hafa menn yfir-
leitt útbúnað til að taka röntgen-
myndir en ekki röntgenlækna til
aö túlka myndirnar. Með nýrri
tækni er hægt að senda röntgen-
mynd í gegnum ljósleiðara sem síð-
an birtist á tölvuskjá þar sem rönt-
gensérfræðingar geta gert grein-
ingu á myndinni. Fjarskiptalækn-
ingar auðvelda flutning þekkingar
sérffæðinganna til þeirra svæða
þar þörfin er fyrir hendi,“ segir
Logan.
Röntgenmyndir
símsendar
Ólafur Kjartansson, sérfræðing-
ur í myndgreiningu á Landspíta-
lanum, segir að reynslan frá Vest-
mannaeyjum sé góö. Smíðaðir hafi
verið myndskannar og sett saman
tæki sem í dag séu notuð til þess
að senda myndir á milh. Tækin séu
notuð þegar þurfi að fá svör við
myndum fljótt. Hugmyndin sé að í
framtíðinni verði komið hringnet í
kringum landið þannig að minni
staðir geti leitað ráða annaðhvort
á Akureyri eða í Reykjavík. Heil-
brigðisyfirvöld hérlendis fylgist
með þessari þróun af talsverðri at-
hygh.
Nýsköpunarsjóðuriim:
Eitt hundrað
fengið vinnu
Um eitt hundrað nemendur vinna
nú að verkefnum á vegum Nýsköp-
unarsjóðs námsmanna. Sjóðurinn
hefur verið starfræktur i 3 ár og hef-
ur nú í ár úr um 20 milljónum króna
að spila sem fara til verkefna á hans
vegum. Sjö aðilar leggja fé til sjóðs-
ins, þrjú ráðuneyti, Reykjavíkur-
borg, Hafnarfjörður, Kópavogur og
Garðabær.
Á vegum Nýsköpunarsjóðs fá
námsmenn vinnu á sínu fræðasviði
við verkefni sem uppfylla þau skil-
yrði að vera nýsköpun á viðkomandi
sviði. Stofnanir, háskólakennarar og
fyrirtæki hýsa verkefnin, leggja th
aðstöðu og efniskostnað. Sjóðurinn
greiðir aðeins vinnulaun við verk-
efnið og verða meðalútgjöld sjóðsins
um 77 þúsund á mánuði fyrir hvern
námsmann.
Garðabær:
Skemmdir
á goifvelli
„Það hlupu hér átta hross inn á
golfvöllinn í morgun. Tvær braut-
anna hér eru upptættar en viö náð-
um að veija flatirnar. Það er óþo-
landi að eigendur geti ekki gætt hest-
anna sinna betur,“ sagði Hákon Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Golf-
klúbbs Garðabæjar, í gær.
Þetta er í þriöja skipti í sumar sem
hross fara inn á golfvöllinn í
Garðabæ en síðast skemmdist ein
flötin verulega.
Hringt var á lögreglu í morgun en
starfsmönnum golfvallarins tókst að
koma hestunum í girðingu.
Lada Samara 1500, 92, 5 g„ 5 d„
Ijósblár, ek. 11.000. V. 550.000.
Toyota Tercel 4x4 1500, 86, 6 g„ 5
d„ grænn, ek. 130.000. V. 360.000.
Suzuki Swift 1000, 89, 5 g„ 3 d„
hvítur, ek. 66.000. V. 390.000.
Lada Lux 1600, '93, 5 g„ 4 d„ Ijós
drapp, ek. 5000. V. 500.000.
Suzuki Swift 1000, '92, 5 g„ 3 d„
rauður, ek. 95.000. V. 630.000.
Hyundai Sonata 2000, '93, sjálfsk., Honda Accord 2000, '86, sjálfsk., 4 Daihatsu Charade SG 1300, '93, 5 Daihatsu Charade 1300, '90, 5 g„ 4 MMC Lancer 1500, '91, 5 g„ 5 d„
4 d„ vínrauður, ek. 53.000. V. d„ blár, ek. 109.000. V. 500.000. g„ 4 d.,grænn,ek. 4000. V. 940.000. d„ blár, ek. 30.000. V. 680.000.
1.250.000.
brúnn, ek. 42.000. V. 980.000.
VW Golf 1600,'87, 4 g„ 3 d„ hvítur, MMC Lancer 1500, '89, sjálfsk., 4 Ford F-150 4x4 V8 302,'89, 5 g, 2 MMC Colt 1300, 91, 5 g„ 3 d„ Lada Sport 1600,'89, 4 g„ 3 d„ Ijos-
ek. 87.000. V. 430.000. d„ grænn, ek. 91.000. V. 670.000. d„ svartur, ek. 110.000. V. 980.000. grænn, ek. 48.000. V. 740.000. drapp, ek. 57.000. V. 360.000.
Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar.
Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga 10-14.
SsMEaV NOTADIR
BIIAR
814060/681200
SLHXJRI y\NDSBKAin' 12.
LADA