Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Matur er mannsins megin Mikil aösókn heilbrigðisstétta var að fyrirlestrum bandarískra lækna og næringarfræðinga, sem héldu op- inn fund í Reykjavík fyrir helgina í boði bændasamtak- anna og Náttúrulækningafélags íslands. Fagfólk er farið að átta sig á, að næring hefur mikil áhrif á heilsu. Það er svo sem ekki vonum fyrr, að áhugi heilbrigðis- stétta beinist að náttúrulegum lækningaleiðum. Þær hafa verið kynntar hér í rúma sjö áratugi og oft sætt flimting- um. En nú eru menn famir að viðurkenna, að oft er gott mataræði árangursríkara en lyf og uppskurðir. Gott mataræði er ein bezta leiðin til að hindra viðgang sjúkdóma, sem tengjast lífsstíl nútímamannsins. Fyrir- ferðarmest eru þar krabbamein og hjartasjúkdómar. Sjúkdómar af því tagi kalla á mikinn og vaxandi hluta af þjóðartekjunum, sem um leið standa í stað eða minnka. Enn er ekkert lát á óhófsneyzlu þjóðarinnar á hvítum sykri, sem haldið er fram, að sé skaðlegri heilsufarinu en áfengi og tóbak til samans. Sú skoðun var sett fram af þekktum íslenzkum vísindamanni og lækni, sem ekki verður sakaður um sérvizku eða sértrúarofsa. í Bandaríkjunum og víðar eru næringarfræðingar að mestu orðnir sammála um, hvaða mataræði verndi heilsu fólks. Það er í stórum dráttum mataræðið, sem hér á landi hefur verið kynnt á vegum Náttúrulækningafélags íslands og notað í Heilsustofnun þess í Hveragerði. Þrátt fyrir skyndibitaátið hefur næring íslendinga að ýmsu leyti batnað. Gróf heilhveitibrauð hafa náð út- breiðslu og farin eru að sjást pöstu úr heilhveiti. Ávextir og hreinir ávaxtasafar eru á hvers manns borði og notk- un fjölbreytts grænmetis breiðist út jafnt og þétt. Settar hafa verið á fót verzlanir, sem sérhæfa sig í vörum af þessu tagi. Einstaka sinnum er lífrænt ræktað grænmeti á boðstólum. Langt er þó frá því, að hollur matur sé eins aðgengilegur og hann þyrfti að vera. Ekki geta allir búið á Heilsustofnuninni í Hveragerði. Læknamir, sem voru hér fyrir helgina, svo og ýmsir aðrir bandarískir gestir íslenzku bændasamtakanna fyrr á þessu ári hafa bent á sérstöðu íslands og möguleika íslenzks landbúnaðar á sviði náttúrulegrar fæðu, einkum í lífrænni ræktun grænmetis, mjólkur og kjöts. Erlendis er jarðvegur víða orðinn eitraður af efnum, sem eiga að þenja afkastagetu landbúnaðar. Hið sama er að segja um alla fæðukeðjuna, sem byggist á þessum jarðvegi. Hér á landi hefur krafa til afkasta ekki enn haft eins skaðleg áhrif á umhverfi landbúnaðar. Við samanburð á erlendum og innlendum landbúnaði verður að hafa þann fyrirvara, að víðast hvar í vestræn- um löndum er auðvelt fyrir fólk að nálgast lífrænt rækt- aða fæðu og aðra náttúrulega fæðu frá framleiðendum, sem hafa sérhæft sig á því sviði og fá hærra verð. Hér á landi er hins vegar tiltölulega erfitt að fá slík matvæh, enda ríkir furðulegt innflutningsbann á lífræn- um grænmetistegundum, þegar sömu tegundir fást hér ólífrænar. íslenzkur landbúnaður er varla byrjaður að sveigja sig að innlendri neyzlu á þessu sviði. Eins og oft vill verða hér á landi vilja menn gleypa sólina. Forustumenn í landbúnaði eru famir að sjá í hill- ingum gullinn útflutning lífrænnar búvöru, þótt lítið sem ekkert hafi enn verið gert til að koma slíkri vöru á inn- lendan markað til að prófa hana fyrst með minni áhættu. En vaxandi áhugi bænda mun eins og vaxandi áhugi heilbrigðisstétta leiða til aukins þrýstings á þjóðina um, að hún færi neyzlu sína í auknum mæh yfir í hoha fæðu. Jónas Kristjánsson Bylting í skólamálum „Kanna þarf hvort atvinnulíf landsmanna segir m.a. í greininni. á því að missa skólafólk um hábjargræðistimann... “ Nefnd um mótun menntastefnu, sem menntamálaráðherra skipaði í mars 1992, skilaði á dögunum lokaskýrslu sinni. Hefur efni henn- ar verið kynnt þessa hásumardaga. Nefndin hefur unnið gott starf og auk skýrslunnar samið frumvarp til laga um framhaldsskóla og drög að frumvarpi til laga um grunn- skóla. Breytingarnar í frumvörpunum felst bylting á skólamálum. Grunnskólinn er færður frá ríki til sveitarfélaga með öllu því sem slíku fylgir, námsskrá verður samin fyrir hvern skóla og námsskipan verður breytt. Þrjár aðlleiðir verða í framhaldsskóla. í fyrsta lagi bóklegt nám til undir- búnings frekara námi - stúdents- nám. I ööru lagi starfsnám í tengsl- um við atvinnulífið - iðnnám, verslunamám, sjúkraliðanám - og í þriðja lagi eins árs almenn náms- braut sem ætluð er nemendum sem ekki hafa gert upp hug sinn eða hafa ekki náð tilskildum árangri. Þá veröur inntökuskilyrðum í framhaldsskóla breytt, samræmd- um prófum fjölgað í grunnskólum og þau tekin upp í framhaldsskól- um, eftirlit aukið og gæðastjórnun komið á, auk þess sem auka á fag- legt og fjárhagslegt sjálfstæði skól- anna. Að auki er lagt til aö lengja skólaárið en fækka námsárum í framhaldsskóla. Verði þessi nýju frumvörp að lög- um þarf að endurskoða lög um háskóla og sérskóla á háskólastigi, svo og gildandi lög um skólakerfl. Veröur aö telja aö um byltingu á íslensku skólakerfi sé að ræða. Þaö er út af fyrir sig ekkert hryggðar- efni. Tími er kominn til að taka menntunar- og skólamál íslend- inga til umræðu og gagngerrar endurskoðunar. Skylda menntamála- ráðherra Menntamálaráðherra og ráðu- Kjallarinn Tryggvi Gíslason skólameistari neyti hans, menntamálanefnd Al- þingis og skólanefndir stjórnmála- flokkanna þurfa nú að tryggja að lýðræðisleg og málefnaleg umræða fari fram i landinu um menntunar- mál. Ótækt er að efna til gagngerra breytinga án þess að ræða rækilega öll mál sem varða skóla og mennt- un. Má nefna skólaskyldu, jafnan rétt til menntunar, námskröfur, námsmat, agamál og kostnað og fjármál, svo og kjör kennara, en bætt kjör kennara er brýnasta verkefnið í menntunarmálum ís- lendinga, auk þess sem agaleysi í þjóöfélaginu er skólum landsins fjötur um fót. Þá þarf að ræða þátttöku at- vinnuveganna í skólahaldi, hvort samtök atvinnuveganna eiga ekki að bera kostnað af menntun starfs- manna sinna en meira áhugaleysi á menntunarmálum ríkir meðal forráðamanna atvinnulífsins hér á landi en í nágrannalöndum okkar og kemur fram á margvíslegum myndum. Skólinn og Evrópu- sambandið Umræða um skólamál tengist líka umræðunni um aðild íslands að Evrópusambandinu en hvernig sem tengslum við ESB eða önnur ríki er háttað þarf að taka mið af því sem er að gerast annars staðar. Langt sumarleyfi skólanemenda (takið eftir: skólanemenda - ekki kennara, því að þeir vinna af sér tvo sumarmánuðina samkvæmt kjarasamningi) hefur lengi verið sérstakt fyrir ísland. Kanna þarf hvort atvinnulíf landsmanna hefur efni á því að missa skólafólk um hábjargræðistímann eða hvort við erum á sömu leið og nágrannaþjóð- irnar þar sem engin vinna er fyrir ungt fólk. Fyrsta skrefið til þess að tryggja málefnalega umræðu um nýmæh í skólamenntun er að kanna hver afstaða fólks er til nýmælanna því að ekki er lengur unnt að stjóma í óþökk almennings. Það er liðin tíð. Tryggvi Gíslason „Fyrsta skreflð til þess að tryggja mál- efnalega umræðu um nýmæli í skóla- menntun er að kanna hver afstaða fólks er til nýmælanna því ekki er leng- ur unnt að stjórna í óþökk almennings. Það er liðin tíð.“ Skoðardr annarra Einmenningskjördæmi - f yrir kjósendur „Einmenningskjördæmi munu auka aðhald þing- manna svo um munar. Þeir verða dæmdir af verkum sínum og geta ekki fahð sig á bak við fjöldann. Kjós- endur verða hka í mun beinna sambandi við þing- mennina. Einmenningskjördæmi gefa einnig von um að hrist verði upp í hinu staðnaða flokkakerfi ís- lands, og eins og Björn Bjarnason (alþm.) hefur bent á gæti ný kjördæmaskipan leyst sameiningarvanda vinstrimanna í eitt skipti fyrir öh.“ Úr forystugrein Eintaks 15. ágúst. Deilurnar við Norðmenn „Veiðar íslendinga í Smugunni og á Svalbarða- svæðinu eru orðnar stærð í íslensku atvinnu- og efnahagslífi og þessi búbót á meðal annars þátt í því að útflutningur hefur ekki dregist saman eins og verið hefði án hennar. Afstaða útgerðarmanna er því skiljanleg. Þeir standa uppi með skip og mann- skap sem vantar hráefni, sem þarna hafa komið upp... Þessar deilur hafa nú staðiö á annað ár, og ekki verður sagt annað en aö viðbrögð stjórnvalda hafi verið hikandi. Þess verður að krefjast að þau verði nú með ákveðnari hætti.“ Úr forystugrein Tímans 13. ágúst. Átakalínur innan f lokkanna „Það er ekki hægt að skilgreina íslenska stjórn- málaflokka og íslensk stjómmál út frá markaðs- hyggju og félagshyggju einni saman. Má jafnvel færa rök fyrir því að harðari átök eigi sér stað innan flokk- anna. Hvaða stjórnmálaflokkur á íslandi getur hald- iö því fram í dag að innan hans ríki algjör sátt um grandvallarstefnumótun í t.d. sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmálum, Evrópumálum eða aðstöðuna til jöfnunar kosningaréttar?" Úr forystugrein Mbl. 13. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.