Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Side 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994'
Merming
Sunginn djass á Selfossi
Á sunnudaginn voru haldnir djasstónleikar á Hótel Selfossi. Tvær ung-
ar söngkonur, hvor meö sína hljómsveit, fluttu þar þekkt lög úr ýmsum
áttum. Fyrri hljómsveitin var skipuð þeim Jennýju D. Gunnarsdóttur
söngkonu, Sunnu Gunnlaugsdóttur píanóleikara, Róbert Þórhallssyni
bassaleikara og Tómasi Jóhannssyni á trommur. Þetta er allt ungt fólk
og upprennandi, og eru öU í tónlistamámi hér heima eöa erlendis, aö því
er ég best veit. Þau opnuðu meö Honey Pie Bítlanna og skiptu svo yfir í
hefðbundnari djassdagskrá. Nokkurs taugatitrings fannst mér gæta í
Djass
Ársæll Másson
fyrstu lögunum en hann tók af eftir tvö lög eöa svo. Leikur hljómsveitar-
innar var mjög yfirvegaöur og vandaður, og þaö sama má segja um söng-
inn. Mér fannst samt vanta meiri tilþrif og „dýnamík" bæöi í söng og
leik; það var eins og hljómsveitin væri feimin viö áheyrendur. Best fannst
mér þeim takast upp í There Is No Greater Love, en þar áttu Sunna og
Róbert ágæt sóló. Jenný söng svo tvö lög frá Natalie Cole og fór vel með.
í tveimur síðustu lögunum var eins og hljómsveitin væri aö taka meira
við sér og yrði svolítið óragari viö að sýna einhver tilþrif enda er blúsform-
ið heimavöllur allra djassleikara.
Síðari hljómsveit kvöldsins var á heimavelli, en hana skipuðu þau
Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári
Kristjánsson bassaleikari og Vignir Þór Stefánsson píanóleikari. Kristjana
er örugg og kraftmikil söngkona og keyrði hljómsveit sína áfram. Þau
byrjuðu á Up Jump Spring, og síðan komu lög úr ýmsum áttum, bítlalag-
ið Can’t Buy Me Love, Det var en lordag aften, Áfro Blue og Killing Me
Softly With His Song, svo einhver séu nefnd. Skemmst frá að segja var
sama hvert lagið var, Kristjana fór stórvel með þau öll. Night in Tunisia
var kærkomin tilbreyting um miðja efnisskrá, ágætlega trommað. Vignir
er ekki frekur píanisti en slapp þokkalega frá sínu, en Smári fannst mér
leika á bassann eins og honum væri annað spilverk tamara en djass.
Misráðið fannst mér einnig að enda á Fhntstones því þótt lagið sé sígilt
að formi til var hraðinn svo mikill að hljómsveitin réð ekki við að gera
neitt úr því.
Það er ánægjulegt að ungar söngkonur hér á landi skuli vera farnar
að syngja djasslög því að íslendingar hafa ekki eignast marga djasssöngv-
ara eftir að poppöld gekk í garð. En svo virðist sem breyting sé að verða
hér á og þær sem fram komu á þessum tónleikum lofa góðu.
Frá tónleikunum á Selfossi.
TOMSTUNDIR
///////////////////////////////
Aukablað
TÓMSTUNDIR
OG HEILSURÆKT
Miðvikudaginn 31. ágúst mun aukablað um
tómstundir og heilsurækt fylgja DV.
Meðal efnis verður umfjöllun um það sem
almenningi stendur til boða í vetur til
andlegrar og líkamlegrar heilsubótar.
í því sambandi verður athugað hvað dans-,
mála-, tölvu- og tómstundaskólarnir hafa
upp á að bjóða.
Þeir auglýsendur sem hafa áhuga á að aug-
lýsa í þessu aukablaði vinsamlega hafi sam-
band við Björk Brynjólfsdóttur, auglýsinga-
deild DV, hið fyrsta í síma 63 27 23.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 25. ágúst.
ATH.I Bréfasími okkar er 63 27 27.
Hugh Grant og Kristin Scott-Thomas í einu af fjórum brúðkaupunum.
Fjögur brúðkaup og jarðarför er skemmtilegasta
kvikmynd sem Bretar hafa gert frá því A Fish Called
Wanda var gerð og ef eitthvað er þá er hún betur
heppnuð. Myndin, sem er rómantísk gamanmynd, seg-
ir frá nokkrum félögum sem eru nánast alla myndina
í brúðkaupi, að vísu er ein óvænt jarðarför með í at-
burðarásinni en þótt um óhka kirkjuathöfn sé að ræða
þá tapast ekki sú skemmtilega stemning sem einkenn-
ir hvern atburð fyrir sig og gerir myndina einstaklega
sjarmerandi.
Aðalpersónan er Charles sem sjálfur á erfitt með að
bindast einni konu fremur en annarri. En öll þessi
brúðkaup hafa þó þau áhrif á hann að í lokin er svo
komið að hann telur það vera lausn fyrir sig og sín
vandamál að giftast. Sú kona sem hann heillast af er
bandarísk og hana hittir hann strax í fyrsta brúðkaup-
inu, þá eina og ólofaða. í því næsta er hún komin með
kærasta og þriðja brúðkaupið, sem Charles fer í, er
svo brúðkaup hennar í Skotlandi. Þessi þróun mála
er ekki alveg það sem Charles hafði óskað sér.
Charles og vinir hans tilheyra betri millistétt Breta.
Það er einmitt í þessari stétt sem Bretar eru hvað
bestir í að gera grín að sjálfum sér og húmorinn í
myndinni er einstaklega hnitmiðaður og vel heppnað-
ur. Fyrri hlutinn er hreint afbragð. Það dregur aðeins
úr stemningunni í síðari hlutanum um leið og tilfinn-
ingamál Charles verða flóknari.
Hugh Grant, sem við hér á höfuðborgarsvæðinu
höfum séð í nokkrum kvikmyndum á undanfornum
misserum (Howard’s End, Bitter Moon, The Remains
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
of the Day, Sirens), er eins og skapaður fyrir hlutverk
Charles. Hann hefur þetta enska yfirstéttarfas sem
með þarf og í broslegum aðstæðum er hann nánast
aumkunarveröur en sýnir þó um leið mjög agaðan
leik. Vel skipað er í önnur hlutverk og margar persón-
ur eru eftirminnilegar.
Sá sem á mest hrós skilið er handritshöfundurinn
Richard Curtis. Honum hefur tekist að semja sérlega
lifandi og gott handrit utan um frekar litla sögu. Orða-
leikir og samtöl eru snilldarlega útfærð og er sama
hvort er um að ræða fyndin atriði á borð við það þeg-
ar Rowan Atkinson í hlutverki prests gefur saman
hjón í fyrsta sinn eða rómantísk atriði á milli Hugh
Grants og Andie MacDowell, mikil og góð fagmennska
einkennir handritið. Og það sem er kannski mesta
snilldin er að það skiptir ekki máh þótt maður viti
nánast ekkert um neina persónu í myndinni.
Fjögur brúökaup og jarðarför (Four Weddings and a Funeral)
Leikstjóri: Mike Newell.
Handrit: Richard Curtis.
Aöalhlutverk: Hugh Grant, Andie MacDowell, Simon Callow,
Kristin Scott-Thomas og Rowan Atkinson.
Háskólabíó - Fjögur brúðkaup og jarðarför ★ ★ ★
Úr einu brúð-
kaupinu í annað
Djasslíf höf uðstaðarins
í sumar hafa djassmenn íslands tekið það fremur
rólega eða sótt landið heim eins og allir eru hvattir
til að gera um þessar mundir, sem þýðir aðallega aö
Reykjavík skuh yfirgefin. Fregnir af djasstónleikum
hafa því frekar komið frá Egilsstöðum og Akureyri
en höfuðstaðnum. Reyndar geta djassunnendur í
Reykjavík brugðið sér á Kringlukrána, efri hæð Fóget-
ans eða Sólon þegar mikið liggur við, en þessir staðir
bjóða upp á djass einu sinni í viku eða svo. - Langt
er síðan djass hefur verið leikinn í Víkingasal Hótel
Loftleiða eða Hótel Scandic eins og það heitir víst nú.
En síðastUðið fimmtudagskvöld hrá svo við aö Djass-
gaukar svonefndir (sem á bjórlíkisárunum léku oft á
Gauki á Stöng) komu þar saman og rifjuðu upp gaml-
ar stemningar. Bassaleikarinn Einar Sigurðsson er
lærður á sitt hljóðfæri úr klassísku deildinni en hefur
allnokkuð fengist við djassspil síðan hann kom heim
frá námi í Vín. Hann er einna öruggastur þeirra gauka
hvað spilirí snertir. Ari Haraldsson saxófónleikari
starfar við tónUst í Svíþjóð. Leikur hans var misjafn
að gæðum. Hann átti lunkna spretti, svo sem í „Donna
Lee“, en inn á milU sprettanna réð hálfgerð flatneskja
ríkjum. Sá ágæti rokktrommari Stjómarinnar sálugu,
læknastúdentinn Þorsteinn Gunnarsson, hefur að lík-
indum haft hugann við annað en djass undanfarin ár
og hélt sig fremur til hlés. Sama má segja um verk-
fræðistúdentinn og píanistann Helga Þór Ingason. Með
Djassgaukunum söng sænska söngkonan Susanna
Levonen nokkur lög, greinilega klassískmenntuð. Hún
Djass
ingvi Þór Kormáksson
söng „God Bless the Child“ nokkuð vel, næstum eins
og alvöru djasssöngkona. „AU of Me“ og „Ipanema"
voru síðri en þó vel frambærileg.
Á Fógetanum sama kvöld voru Jenný Gunnarsdóttir
söngkona og Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari, sem
báðar era við nám í Bandaríkjunum. Þarna varð vart
við skort á hljóðkerfi og barst rödd söngkonunnar lítt
um salinn, þótt ekki sé hann stór. Verður vonandi íjall-
að síðar í blaðinu um aðra tónleika þeirra stallsystra
þar sem þær koma fram meö hljómsveit. Senn líður
að djasshátíð í Reykjavík. Af henni berast óljósar
fregnir enn sem komið er en næsta víst er að hingað
til lands koma Archie Shepp og Niels Henning ásamt
fleirum. Og auðvitað mun fjöldi íslenskra hljómsveita
verða með.