Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.1994, Side 32
•f Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Augiýsingar - Ðreifing: Sími Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 16. AGUST 1994. Engar læknisað- gerðir um borð „Veröi aðstoðarskip með lækni um borð sent á miðin við Svalbarða og í Smugunni er alveg ljóst að engin aðstaða verður um borð til aðgerða laf einu né neinu tagi. Leitað hefur verið til prófessors í skurðlækning- um við Háskólann og yfirlæknis Landspítalans og spurst fyrir um þetta. Svarið er á þá leið að’menn skeri ekki upp né geri aðgerðir við þær aðstæður sem eru um borð. Hér verður því um eins konar heimilis- lækni aö ræða,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, við DV í morgun. Á ríkisstjórnarfundi í morgun var það til umræðu hvort verða ætti viö óskum sjómanna um að senda að- stoðarskip á miðin. Sighvatur sagðist fyrir fundinn ekkert geta fullyrt um það hvort skip yrði sent, sagðist þó telja það líklegt. Afkomannærfjár- lögumenáður - segir Friörik Sophusson „Það verður að taka tillit til þess að þetta er spá hjá Ríkisendurskoðun um afkomu ríkissjóðs í ár miðað við útkomuna fyrstu sex mánuðina. Ýmislegt getur því gerst síðar á ár- inu. Bæði tekjur og útgjöld eru frekar í hærri kantinum en hins vegar sýn- > ist mér ljóst að afkoman í ár sé nær því sem fjárlög gera ráð fyrir en oft- ast áður. Það er vissulega fagnaðar- efni,“ segir Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra um skýrslu Ríkisend- urskoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuðina. Að mati Ríkisendurskoðunar stefnir rekstrarhalli ríkissjóðs í árs- lok í 11 milljaröa, að meðtöldum nið- urfellingum lána vegna atvinnu- tryggingadeildar Byggðastofnunar. í fjárlögum er gert ráö fyrir 9,6 millj- arða halia; 104,1 milljarði í tekjur og 113,8 milljörðum í útgjöld. Hundahóteli lokað LOKI Þá verður loks komið lögum yfir þessa norsku víkinga! Gunnar G. Schram, prófessor og sérfræðingur í þjóðarétti: Raunhæft að stef na Norðmönnum „Það er raunhæfur kostur að stefna Norðmönnum fyrir Alþjóða- dómstólinn í Haag vegna Sval- barðadeilunnar. 1 sliku dómsmáh kæmi jafníramt til greina að óska eftir bráðabirgðaúrskurði sem legði hömlur á bann Norðmanna við veiðum þeirra ríkja sem eru aðilar að Svalbarðasamkomulag- inusegir Gunnar G. Schram, pró- fessor og sérfræðingur í þjóðarétti við Háskóla íslands. Gunnar er kominn heim af haf- réttarráðstefhunni í New York til að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar í deilunni við Norðmenn um veiðar á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða. Samkvæmt orðum Gunnars er mögulegt að íslendingar haldi áfram veiðum á Svalbaröamiðum, og þá ótruflaðir af Norömönnum, ef til þess kemur að þeir vísi deil- unni til Alþjóðadómstólsins og fái bráðabirgðaúrskurö sem gilti meö- an málarekstur stæði yfir. Það er ljóst að slikur málarekstur tekur á bihnu tvö til þrjú ár. Samkvæmt heimildum DV er tai- ið óhugsandi að Norðmenn stefni íslendingum vegna veiðanna þar sem þeir munu gera sér grein fyrir þvi að réttarstaða þeirra sam- kvæmt þjóðarétti er mjög veik. Það er mat margra að ekkert ger- ist í málunum af Noregs hálfu fyrr en þjóðaratkvæöagreiðslan um að- ild að ESB er afstaðin i lok nóvemb- er. Margir telja einnig að ekkert liggi á fyrir Islendinga að semja heldur eigi þeir í rólegheitura að skapa sér veiðirétt á þessum slóð- um. Óróleíki sem þegar er orðinn í Noregi vegna þessara veiöa, sem stefna í að gefa af sér 35 þúsund tonn af þorski, muni á endanum reka Norðmenn að samningaborð- inu. Faxaskjól: Slysagildrum verður lokað ■_ Eigandi hundahótelsins að Kirkju- brú á Álftanesi mun stöðva starfsemi hótelsins í síðasta lagi 15. september. Eins og fram hefur komið í DV fór heilbrigðisfuhtrúi fram á lokun hót- elsins þar sem thskihn leyfi eru ekki fyrir hendi. Samkvæmt upplýsingum DV hyggjast eigendur Kirkjubrúar vinna í því í vetur aö sækja um þau leyfi sem til þarf í rekstur sem þenn- an - aö hýsa og hafa tímabundið eft- irht með hundum fyrir eigendur þeirra. Lögreglan í Hafnarfirði mun senda mál hundahótelsins th sýslumanns í dag. Hann mun taka ákvörðun um það í samráöi við hehbrigðisfuhtrúa hvort eigendum hótelsins verður veittur framangreindur frestur til að stöðva starfsemina. „Við fórum á staðinn og skoðuðum þetta og niðurstaðan varð sú að þétta þessa gjótu og fleiri göt með smærra grjóti, þannig að þetta yrði ekki jafn opið og áður,“ sagði Guöbjartur Sig- fússon, yfirverkfræðingur hjá gatna- málastjóra, í samtali viö DV Eins og greint var frá í DV í gær festist 9 ára drengur í 3 metra djúpri gjótu i grjótvarnargarðinum við Faxaskjól á fimmtudag og reyndist mjög erfitt að ná honum upp. Fleiri stórvarasamar gjótur voru þarna í flæðarmálinu. Strax í gær var búið að girða dælu- stöðina af og ætlunin er að starfs- menn gatnamálastjóra byrji í dag að þétta grjóthleðsluna sem umlykur dælustöðina við Faxaskjól. Náði þjófunum Vigfús Guðmundsson, verslunareigandi í Hveragerði, tínir upp af gólfinu hluti sem féllu úr hillunum í snörpum jarðskjálfta sem reið yfir Hveragerði rétt fyrir kl. fjögur i gær. Skjálftinn var um 4 stig á Richter-kvarða og það fór um fólkið í bænum. Skjálftahrina við Hveragerði hefur staðið yfir frá því í byrjun ágúst. í gærdag höfðu mælst yfir 500 skjálftar á svæðinu en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er ekki mikil hætta á stórum skjálfta að þessu sinni. DV-mynd Sigrún Lovísa Ibúi í Mosfellsbæ handtók tvo ungl- ingsphta í nótt þegar þeir brutust inn í bíl hans og stálu þaðan hljómflutn- ingstækjum og fleiru. Þriðji pilturinn komst hins vegar undan á hlaupum. Maðurinn var á kvöldgöngu þegar hann sá þrjá pilta í bíl sínum. Pilt- amir urðu hans varir og lögðu á flótta. Hljóp maðurinn tvo þeirra uppi, phta á aldrinum 17 og 18 ára, og hélt þeim þar th lögreglan kom. Þeir eru nú í haldi lögreglu en þriðji phturinn var ófundinn í morgun. Veðriðámorgun: Hægviðri um mest- allt land Á morgun verður hæg sunnan- og suðaustanátt um vestanvert landiö en hægviðri í öðrum landshlutum. Veðrið í dag er á bls. 28 i NSK* KULULEGUR Powlsett SuAuriandsbraut 10. 8. 686490. MIW alltaf á Miövikudögxtm \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.