Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Page 3
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
3
dv________________________________________________Fréttir
Skilyrði gjafabréfs vegna Skriðuklausturs ekki uppfyllt:
Óánægja með að húsið skuli
ekki notað til menningarmála
- ekki til peningar, segir menntamálaráðuneytið
„Þessi mál hafa verið rædd og
menn hafa gagnrýnt það hvernig
þessu er háttað. Gagnrýnin hefur
sprottið út frá þeim breytingum sem
hafa orðið á notkun hússins, þetta
hefur farið fyrir brjóstið á mönn-
um,“ segir Kristófer Ragnarsson,
ferðamálafulltrúi Austurlands á
Seyöisfirði.
Nokkur óánægja ríkir nú á Austur-
landi, meðal annars í ferðaþjónustu,
vegna þess aö á Skriðuklaustri hefur
enn búsetu fyrrverandi starfsmaður
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins sem var bústjóri meðan þar var
tilraunastöð. Menntamálaráðuneyt-
ið hefur umráð yfir eigninni sam-
kvæmt samningi sem gerður var 1987
en þar var tekið fram að hætti land-
búnaðarráðuneytið tilraunastarf-
semi að Skriðuklaustri skuh
menntamálaráðuneytið taka við
eigninni.
I gjafabréfi frá 1948, sem undirritað
er af Gunnari Gunnarssyni rithöf-
undi og Franziscu Gunnarsdóttur,
er tíundað með hvaða hætti skuli
hagnýta eignina sem þau gáfu ís-
lenska ríkinu til „ævarandi eignar“.
Þar er sagt að reksturinn skuh vera
þannig að til menningarauka horfi,
t.d. með tilraunarekstri í landbún-
aði. Þar verði byggðasafn, bókasafn,
skjalasafn, listasafn, skóli, sjúkra-
hús, hressingarhæli, barnahæli eða
elliheimiU.
HaUdór Blöndal landbúnaðarráð-
herra segir að menntamálaráðuneyt-
ið hefði lagt áherslu á það að fá yfir-
ráð yfir eigninni þegar tUraunastarf-
semi var hætt á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins. Hann segist hafa séð
fyrir sér að á staðnum yrði skóg-
minjasafn.
Bústjórinn með tak-
markaðan ábúðarrétt
„Ég sá það fyrir mér að það yrði
skipulagður lystigarður á þessu
svæði og þarna gæti verið útleiga á
hestum. Þannig gæti staðurinn nýst
tU ferðaþjónustu og lögö yrði vinna
í að skipuleggja jörðina út frá þeirri
forsendu. Þetta voru mínar hug-
myndir en hreppsnefnd Fljótsdals-
hrepps lagði áherslu á að jörðin nýtt-
ist áfram tU hefðbundins búskapar.
Bústjórinn fékk síðan takmarkaðan
ábúðarrétt," segir Halldór.
Menn frá menntamála-
ráðuneyti austur
„Aðalmálið er þaö að ekki hefur
tekist að ná lendingu um nokkurt
mál í sambandi við þetta blessaða
hús. Þetta er allt í sátt og samiyndi
við ráðuneytíð og það er verið að
vinna að lausn. Það komu hér menn
í haust frá ráðuneytinu tU viðræðna
og ég á von á aö þeirra skýrsla liggi
fyrir. Það hefur verið komið til móts
við þær óskir sem fram koma í gjafa-
bréfinu, m.a. með námskeiðahaldi
fyrir bændur á haustin. Við höfum
tekið á móti gestum hér og það kem-
ur mikUl fjöldi fólks tíl að skoða stað-
inn. Gallinn er hins vegar sá að við
fáum engar tekjur af þessu og við
þurfum að vinna fyrir okkur annars
staðar," segir Þórarinn Lárusson,
ábúandi á Skriöuklaustri.
Þórarinn segist ekki hafa greitt
leigu fyrir þau tvö ár sem hann hefur
búið á staðnum eftir að tílraunastarf-
seminni var hætt.
„Ég sé um að greiöa hita og raf-
magn sem er ansi há upphæð en
reyndar breytileg eftír því hvað við
erum sparsöm. Þá höfum við reynt
að viðhalda lóð og húsi eftir því sem
hægt er,“ segir Þórarinn.
„Þaö er fullur vilji til þess innan
ráðuneytisins að finna lausn á þessu
máli í samráði við heimamenn. Við
erum ekki búnir að sjá á því lausn
hvar eigi að finna peninga til að
standa undir rekstrinum. Það verður
unnið í máhnu í haust og vetur og
vonandi verður komin á því lausn
næsta sumar,“ segir Hermann Jó-
hannesson, deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu.
rinn
hýdui' Ú'
GÓLFEFNA-
i VEISLU
afsláltur
af öllum gólefnum
í örfáa daga
8^9
- og um helgar Uka! Skeifunni 8 • S: 91-813500