Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
Fréttir
GagnrýniSUS:
- segir framkvæmdastjórinn
„Mér finnst þessi gagnrýni
ungra sjálfstæöismanna á Sinfó-
níuhljómsveitina mjög ósann-
gjörn og óréttmæt. Þaö er undar-
legt að þessir ungu memi, sem
væntanlega vilja láta taka sig al-
varlega, skuli setja svona fram
án þess aö kynna sér málin,“ seg-
ir Runólfur Birgir Runólfsson,
framkvæmdastjóri Sinfóniu-
hljómsveitar íslands.
Sinfóniuhljómsveitin er ein
þeirra ríkisstofnana sem SUS
gagnrýnir fyrir lélega íjármála-
stjórn á liðnum áruih. Lista yfir
slikar stofhanir var komið i hend-
ur fjármálaráðherra í vikunni.
Runólfur segir rétt hjá SUS að
hfjómsveitin hafi farið fram úr
fjárlögum á liðnum árum. Þegar
hann hafi tekið við ffamkvæmda-
stjóminni fyrir fimm árum hafi
hljómsveitin fariö um 40 milljónir
umfram fjárlög. Síðan þá hafi
verið reynt að ná útgjöldunum
niður. Það hafi tekist þrátt fyrir
að hljóm8veitin hafi orðið að taka
á sig ýmsar nýjar fjárskuldbind-
ingar, til dæmis verðtryggingu á
lífeyrisgreiðslum fyrrverandi
starfsmanna, útgáfuá hljómdisk-
um fyrir alþjóölegan markað og
endurbætur á sviði Háskólabíós.
„Við nálgumst núna fjárlögin
meira og meira. Það finnst mér
ekki bera vott um lélega fjár-
málastjórnun. Að minu mati er
Sinfónían eitt af best reknu ríkis-
fyrirtækjum landsins,“ segir
Runólfur.
Keflavík-Njarðvik:
Höfnin tekur
31 milljónar
króna lán
Ægir Már Kaiason, DV, Suðumequm:
Hafnarsfjóm Keflavikur-Njarð-
víkur hefur ákveðið að taka lán
að upphæð 31 milljón króna. Alls
bárust fjögur tilboð i lániö og var
tilboð VÍB hagstæðast en hann
bauð lániö með 5,75% vöxtum.
Guðmundur Bjarnason al-
þingismaður talinn liklegast-
ur sem næsti varaformaður
Framsóknarflokksins.
Ingibjörg Pálmadóttir íhugar
framboð til varaformanns.
Siv Friðleifsdóttir segir að
skorað hafi verið á sig að
gefa kost á sér til varafor-
mennsku og er að hugsa
málið.
Líkur eru taldar á að Páll
Pétursson hætti formennsku
I þingflokknum. Hann segir
engar áskoranir hafa borist
sér um að hann gefi kost á
sér í varaformannssætið.
Finnur Ingólfsson talinn lík-
legastur sem næsti formaður
þingflokks Framsóknar-
flokksins.
Ýmsar hræringar í gangi innan Framsóknarflokksins:
Margir sýna vara-
formennsku áhuga
líkur taldar á að Páll Pétursson hætti sem þingflokksformaður
Framsóknarflokkurinn hefur ver-
ið sá stjórnmálaflokkurinn í landinu
sem minnstur óróinn hefur verið í
alveg frá því aö Steingrímur Her-
mannsson var kjörinn formaður
hans. Nú er Steingrímur hættur og
þá virðist fólk taka að hreyfa sig inn-
an flokksins.
Formannsskipti í þingflokki
DV hefur heimildir fyrir því að í
þeim átökum sem urðu við for-
mannskjör í þingflokki Framsóknar-
flokksins í fyrráhaust hafi verið sam-
ið um að Páll Pétursson yrði einn
vetur enn og muni því hætta nú.
Samkvæmt sömu heimildum er talið
líklegast að Finnur Ingólfsson, þing-
maður í Reykjavík, verði næsti þing-
flokksformaður. Framsóknarmenn
sem DV ræddi þetta við könnuðust
við þetta en vildu lítið segja á þess-
ari stundu.
Varaformannsslagur
Það er fleira sem hangir á spýt-
unni. Halldór Ásgrímsson er nú tek-
inn við formennsku í flokknum og
varaformannsstarfið er laust. Það
eru nokkrir sem hafa áhuga á því
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
embætti og hyggjast gefa kost á sér
til þess.
Guðmundur Bjarnason alþingis-
maður er ritari Framsóknarflokks-
ins. Hann hefur sagt í viðtali við DV
að hann gefi nú kost á sér til vara-
formannsembættsins. Flestir sem
DV ræddi við telja Guðmund næsta
öruggan um að hreppa hnossið enda
er hann lítt umdeildur maður í
flokknum.
Nú hafa þær Ingibjörg Pálmadóttir
alþingismaður og Siv Friðleifsdóttir
sagt að þær væru ekki fráhverfar því
að skoða það vel að gefa kost á sér.
Framsóknarkonur hafa á síðari
árum sótt mjög í sig veðriö en þeirra
hlutur hefur ekki alltaf verið stór
innan flokksins. Vel má vera að þær
hafi afl til að fá konu kjörna í vara-
formannsembættið að þessu sinni.
Ingibjörg Pálmadóttir alþingis-
maður sagði það rétt að hún væri að
skoða þetta mál en hefði ekki tekið
neina ákvörðun enn.
„Margt getur gerst“
„Það er langur tími þar tíl flokks-
þing okkar verður haldið. Það hefst
þann 27. nóvember. Það getur og
mun svo margt gerast fram að þeim
tima að ég tel ekki rétt að segja neitt
meira um þetta varaformannsmál að
svo komnu máli,“ sagði Ingibjörg.
Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á
Seltjarnarnesi, sagði að á sig hefði
verið skorað að gefa kost á sér til
varaformennsku í flokknum. Hún
vildi ekkert segja um það á þessu
stigi hvað hún muni gera, benti á að
bæði Guðmundur Bjarnason og Ingi-
björg Pálmadóttir væru inni í mynd-
inni og því óvíst hvað hún gerði. Hún
var þá spurð hvort hún gæfl kost á
sér í 1. eða 2. sætið á lista flokksins
í Reykjaneskjördæmi. Hún sagðist
vera að velta því máli fyrir sér en
hefði ekki enn tekið endanlega
ákvörðun.
Engar áskoranir borist
Ýmsir halda því fram að ef Páll
Pétursson hættir sem formaður
þingflokks muni hann gefa kost á sér
í varaformannsembættið.
„Ég hef engan ádrátt gefið um það
og engar áskoranir hafa mér borist
enn,“ sagði Páll þegar þetta var borið
undir hann.
Verði Guðmundur Bjarnason kjör-
inn varaformaður losnar embætti
ritara flokksins. Telja má víst að það
verði kona sem kjörin verður í það
embætti ef karlar veröa bæði í for-
manns- og varaformannssætunum.
Það er því ekki sama kyrrð og ró
innan Framsóknarflokksins nú og
verið hefur hin síðari ár.
ídag mælir Dagfari
Rosalegur gróði
Tilboð í jarðgöng undir Hvalfjörð
voru opnuð í gær. Þar kom í ljós
að öll tilboðin eru undir arðsemis-
mörkum. Það þýðir að bygging
ganganna borgar sig og þar af leið-
andi ekkert því til fyrirstöðu að
hefjast handa. Mikil ánægja ríkir
með þessa niðurstöðu hjá Spöl hf.
Talsmaður Spalar segir að vísu
að eftir eigi að skoða tilboðin og
athuga hvort þau séu í samræmi
við útboðsgögn. Reyndar lét einn
tilboðsgiaflnn bóka að ekkert hinna
tilboðanna væri í samræmi við út-
boðið og talsmaður Spalar segir að
þetta verði skoðað á næstu tveim
til þrem vikum, en að öðru leyti sér
hann ekkert sem mælir gegn því
að framkvæmdir hefjist strax í
nóvember. Verður það ekki skilið
öðruvísi en svo aö í sjálfu sér skipt-
ir ekki máli hvort tilboðin séu rétt
eða ekki eða hvort allt sé reiknað
með, aðalatriöið er að það verður
arður af þessum framkvæmdum
og göngin munu lögö.
Ef litið er á tölumar sem í boði
eru sést að lægsta tilboðið nemur
2.8 milljörðum króna meðan arð-
semisútreikningar hljóða upp á 3,8
milljarða króna. Allt fyrir neöan
3.8 milijarða er hreinn aröur. Það
er þess vegna ekki nóg með aö til-
boðin séu vel innan markanna. Það
verður stór og mikill gróði af
göngunum!
Nú hefur það að vísu ekki verið
upplýst hvemig arðurinn er reikn-
aður út. En ef gert er ráð fyrir að
landsmenn aki að meðaltali tvisvar
í viku um Hvalfjörðinn og erlend-
um bifreiðum er bætt við má ljóst
vera að umferðin stendur algjör-
lega undir þessum jarðgöngum.
Svo að ekki sé talað um að ef ferð-
um fjölgar í þijár í viku sem ekki
er útilokað þegar komin eru göng
um Hvaifjörðinn. Reykvíkingar
munu áreiðanlega taka sunnudags-
bíltúr upp á Skaga eða í Borgar-
fjörð þegar þeir geta ekið undir
Hvalfjörðinn í staðinn fyrir kring-
um hann.
Allt mun þetta tryggja arðsemí
Hvalfiarðarganga. Annars vegar
með því gjaldi sem innheimt er
vegna akstursins í gegnum göngin
og svo hins vegar vegna spamaðar-
ins sem fæst af styttingu vega-
lengdarinnar. Ef menn aka nógu
oft um þennan veg og þessi göng
spara þeir ómælt fé. Því oftar sem
þeir aka því meira græða þeir. Og
því oftar sem bílamir fara í gegn-
um göngin því meiri verður gróði
Spalar.
Þá má heldur ekki gleyma því að
þaö em margir aörir sem græða.
Sementsverksmiðjan, sem hefur
verið í vandræðum með að selja
sementið, græðir á sölunni. Leiðin
hjá Akumesingum og Borgfirðing-
um til Reykjavíkur styttist að mun,
sem þýðir gróði í minni bensín-
notkun og viðhaldi á bílunum.
Verslunareigendur og sjoppusalar
græða á meiri umferð. Allir nema
þeir í Botnsskála fá fleiri viðskipta-
vini. Járnblendið, sem nú verður í
alfaraleiö, getur selt aðgang að
skoðunarferðum um verksmiðjuna
og nágrennið. Hún græðir. Vega-
gerðin sparar sér viðhald á vegin-
um um Hvalfjörð. Hún græðir. Það
koma ailir til með að græða alveg
rosalega á þessum göngum.
Verst er að geta ekki byrjað á
framkvæmdum fyrr en í nóvember
því að menn geta varla beðið eftir
gróðanum og ekki veitir af honum.
Menn hafa verið að rembast við
veiða fisk og allir tapa. Menn hafa
verið að reisa laxeldisstöðvar og
allir tapa. Menn hafa verið að fara
í þessa og hina atvinnustarfsemina
og allir hafa tapað sínu.
En svo kemur upp hugmynd um
að byggja göng undir Hvalíjörðinn
fyrir 3 til 4 milljarða og tilboðið
hljóðar upp á 2,8 milljarða og allt
í einu er menn komnir með pott-
þétt gróðafyrirtæki. Eftir hverju er
verið að bíða? Til hvers að eyða
tíma í að skoða tilboðin þegar allt
er klárt fyrir gróðann og arðinn af
þessari gullnámu í Hvalfirðinum.
Svo hafa menn verið að bölva
Hvalfjarðarleiðinni! Hún kemur
sér aldeilis vel. Ef Hvalfjörðurinn
væri ekki svona langur heföi
mönnum ekki dottið í hug að reisa
göng undir fjörðinn og þá heföu
menn aldrei uppgötvað þennan
rosalega gróða sem fæst af göngun-
um af því að fjörðurinn er svo lang-
ur!
Hvílkt lán og hvílík gæfa fylgir
þessum göngum. Loksins, loksins
höfum við eitthvað í höndunum
sem gefur arð.
Dagfari