Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Qupperneq 11
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994 II Ofurnjósnarinn Harry Tasker (Arnold Schwarzenegger) er umkringdur brjáluðum aröbum og konan (Jamie Lee Curtis) líka brjáluð út í hann. Bíóhöllin/Háskólabíó - Sannar lygar: ★ ★ '/2 Sðnn hasarhetja „My name is Bond, Tchames Bond“ býst maður við að Arnold Schwarz- enegger missi út úr sér einhvern tímann í þessari rúmlega tveggja tíma gaman-hasarmynd þar sem hann leikur alamerískan súpemjósnara, Harry Tasker. Hann bjargar heiminum á daginn og eyðir kvöldinu með fjölskyldunni, þ.e.a.s. ef hann hefur tíma til þess. Kona hans (Jamie Lee Curtis) og dóttir hafa ekki hugmynd um ævistarfiö og finnst heldur fúlt að hann er aldrei heima. En Harry Tasker er þvílíkur ofurmaður að hann munar ekki um að bjarga hjónabandinu um leið og hann eltist við hryðjuverkamenn. Tme Lies er afskaplega dýr mynd. Framleiðslu- og auglýsingakostnaður hennar hefði dugað til að borga upp íslenska fjárlagahallann og hefðum við samt átt nóg afgangs til að gera tíu bíómyndir. Þegar svona peningum er eytt þá er það ekki gert nema að öruggt sé að áhorfendur skili sér og séu helst það ánægðir að þeir komi aftur. Það verður enginn áhugamaður um hasarmyndir óánægður með True Lies, svo lengi sem hann býst ekki við enn einu metnaðarfullu meistarastykk- inu frá James Cameron. Cameron hefur gert nokkrar af bestu hasarmynd- um seinustu tíu ára (Terminator, Aliens, Abyss, T2) en hefur eflaust vilj- að taka sér smáfrí frá stórum, þungum myndum og gera eina stóra og létta. True Lies er bæði nógu fyndin og nógu stórfengleg til að vera skemmti- leg bíóferð en sagan er ekkert til að hrópa húrra fyrir enda kemur á daginn að hún er meira uppfylling en annað. Hryðjuverkamennirnir eru bara enn einn hópur brjálaðra araba (það þýðir víst ekki að nota Færey- inga í svoleiðis) og myndin vinnur aldrei vel úr þeirri hugmynd að gera Tasker að fjölskyldumanni. Á 40 mínútna kafli skiptir myndin alveg um gír og sagan fer frá hryðjuverkamönnunum yfir á eiginkonu Taskers sem verið er að draga á tálar af flagara (Bill Paxton) sem þykist vera njósn- ari. Þessi hluti myndarinnar er sá eini sem er hreint illa útfærður og í hann fer mikill tími til einskis. Cameron hefur alltaf laumað húmor inn í myndir sínar en aldrei gert mynd sem ætlast er til að sé fyndin. Honum tekst bæði að ná húmor út úr því hvað allt er ýkt auk þess sem góðir brandarar koma með reglu- legu millibili. Að vísu fylgja líka nokkrir með sem eru orðnir ansi gaml- ir og þreyttir. Schwarzenegger á ekki í vandræðum með að leika ofurhetju frekar en Kvikmyndir Gísli Einarsson fyrri daginn og hann er augljóslega hrifmn af því að leika hetjur sem ekki á að taka alvarlega, enda hæfir það ímynd hans betur í dag. Schwarzen- egger hefur sífellt farið fram í leiknum milli mynda og hann hefur aldrei komist eins vel frá eins stóru hlutverki og í True Lies. Cameron er auðvitað á heimavelh í stórfenglegum hasar enda eru fáir sem eru eins færir í flóknum sviðsetningum og hann. Gamanhasarmynd- ir eru vandmeðfarinn kvikmyndaflokkur, því gaman og hasar/spenna vilja strika hvort annað út. Ekki er hægt að vera spenntur ef myndin er ekki tekin alvarlega. Auk þess geta ekki allir hlegið að mannvígum, sama hvað þau eru sniðuglega útfærð. Það er þó hægt að pumpa hasarinn upp á það stig að magnið eitt og sér sé nóg til að grípa taugakerfið. Cameron geymir besta og stærsta hasarinn þar til alveg undir lokin. Eins og hann hefur gert í öllum sínum myndum til þessa, þá býður hann bíógestum upp á eitthvaö stórfenglegt sem aldrei hefur sést áður. Cameron gerir nefnilega myndir undir þeim einfóldu formerkjum að áhorfandinn eigi að fá eitthvað fyrir sinn snúð og hann hefur aldrei svik- ist undan merkjum. True Lies (Band. - 1994) 145 mín. Handrit: James Cameron, byggt á kvikmyndahandriti (La Totale) eftir Claud Zidi, Simon Michael og Didier Kaminka. Leikarar: Arnold Schwarzenegger, Jamie Lee Curtis (Mother’s Boys, My Girl 2), Tom Arnold (Undercover Blues), Bill Paxton (Boxing Helena, Tombstone), Tia Carr- ere, Art Malik. AUGLÝSINGAR Þveriidtí 11-105 Reykjav* - Simi 632700 - Bréfasimi 632727 Grani sininn: 99-6272(fyrir landsbyggðina) OPIÐ: Virka daga kl. 9-22 Laugardaga kl. 9-16 Sunnudaga kl. 18-22 Athugið! Smáauglýsingar í helgarblað DV verða að berast fyrir kl. 17 á föstudögum. Menning Susanne Christensen hjá Sævari Karli: Höggmyndir í Hólastein Steinninn í Hólabyrðu er afar sérstakur, sterkrauð- ur en samt grófur og ansi þéttur. Líklegast er hér um einhvers konar sandstein að ræða, en rauði liturinn stafi af því að málmefni sem í honum eru hafi oxíder- ast, eins og efnafræðingar segja, eða hreinlega ryðgað. Steinn þessi var notaður við hyggingu dómkirkjunnar að Hólum í Hjaltadal á árunum 1757-63. Þar hefur hann reynst vel og þegar kirkjan var nýlega lagfærð var aftur sóttur steinn í byrðuna. Ekki veit ég þó til þess að Hólasteinn hafi verið notað- ur af myndhöggvurum fyrr en nú að Susanne Christ- ensen hefur tekið sig til og hoggið í hann þrjár mynd- ir sem eru á sýningu hennar í galleríi Sævars Karls ásamt fleiri verkum úr öðru efni. Steinninn virðist henta vel í höggmyndir, að minnsta kosti nær Susanne að rista fram úr honum myndir sem mynda eðlilega heild með efninu. Þeir sem höggva í stein þurfa að hafa næma tilfinn- ingu fyrir efninu. Um leið og þeir móta steininn hefur steinninn sjálfur áhrif á formið - hann er ekki alfarið mótanlegt efni eins og til dæmis leirinn, heldur ráða eiginleikar hans - mýkt, harka og samsetning - alltaf nokkru um vinnu myndhöggvarans. Á sýningu Susanne má sjá góð dæmi um þetta, því áuk Hólasteinsmyndanna sýnir hún mydir unnar í íslenskt móberg og kalkstein frá eynni Krít. Móbergið er mjúkt en þó alltaf blandað mun grófari efnum og móbergsmyndir Susanne eru þannig líka finlegar sums staðar en grófari þar sem efnið gefur tilefni til; kalksteinninn er í senn þéttur og mjúkur og því velur Susanne hann fyrir fínlegustu myndirnar. Hverjum steini hæfir þannig sérstök aðferð og efnisúrvinnsla og það er athyglisvert að sjá hér hvernig myndir mót- ast úr Hólasteininum. Myndefni Susanne er ekki síður athyglisvert en steinninn sem hún velur, en tengist honum um leið á skemmtilegan hátt. Myndlist Jón Proppé Tvær stærstu myndirnar á sýningunni hera sama nafn - re-cordis, sem er reyndar líka yfirskrift sýning- arinnar allrar - og eru báðar úr Hólasteininum. Við- fangsefni listakonunnar í þessum myndum eru tengsl mannlegrar þekkingar og skilnings, en þetta útfærir hún á táknrænan hátt: manneskja ber þunga bók opna á höfðinu og heldur annarri hönd um bókina en hefur hina á hjarta. í sýningarskrá er þetta túlkað þannig að „re-cordis“ merki „að muna í merkingunni að fara aftur til baka í gegnum hjartað". Við þurfum að gleyma því sem við höfum lært til að geta lært aftur það sem við höfum gleymt. Þannig samspil - það sem í heimspekinni hef- ur verið kallað díalektík þekkingar og skilnings - er einmitt nokkuð svipað því sem myndhöggvarinn upp- götvar við vinnu sína: að um leið og hann mótar stein- inn mótar steinninn aftur verk myndhöggvarans. Úr glímu listamannsins við erfitt efni spretta einmitt oft frjóustu verkin. STUDIO RÚGNU kvenna gallerí Smiðsbúð 9-210 Garðabæ S: 657399 - 659030 Kennarar: Sigga og Ragna Fitubrennslunámskeið hefiast 8. september (12 vikur). Eingöngu fyrir konur sem berjast við 20-30 kg eða meira. Fullkomið aðhald. 100% árangur! Hringið strax!!! Sími 657399. Þ0LFIMI - PALLAR Frúartímar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.