Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1994, Page 21
FIMMTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1994
33
Fréttir
Þeir lentu í feiknaveiöi þeir Jóhannes Guðmundsson og Svanur Jónatans sem hér er við veiðina úr Fjótaá í
Fljótum fyrir fáum dögum, 212 bleikjur og þrjá laxa. Yfir 6000 bleikjur eru komnar á land úr ánni núna. DV-mynd JSS
Mok bleikjuveiði 1 Fljótaá í Fljótum:
Yf ir sex þúsund
komnar á land
- en aðeins hafa veiðst 60 laxar
Ekkert lát virðist ætla aö verða á
góðri bleikjuveiði víða um landið
þetta árið enda hafa veiðimenn sjald-
an séð eins mikið af þeim og margar
þeirra stórar í veiðiánum núna.
Sums staðar eru veiðiárnar svartar
af vænum og fallegum bleikjum.
Þetta viröist vera um allt landið hvað
varðar sjóbleikjuna og veiði í mörg-
um vötnum er líka góð núna, bæði í
bleikjunni og urriðanum.
„Þetta var ævintýri þarna í Fjóta-
ánni en ég og veiðifélagi minn, Svan-
ur Jónatansson, vorum við veiðar í
tvo daga. Við fengum þrjá laxa og 212
bleikjur," sagði Jóhannes Guð-
mundsson sem var að koma úr Fjóta-
ánni fyrir fáum dögum.
„Við fengum 13, 6 og 5 punda laxa
og 212 bleikjur frá 1 til 2,5 pund.
Mestan hluta af þessum afla veiddum
við á flugur og litla spinnera. Veiði-
menn sem komu á eftir okkur veiddu
430 bleikjur á tveimur dögum.
Fljótaá er feiknalega falleg og magn
af bleikju í ánni er með eindæmum
mikið. Áin er svört af bleikju víða,
það er því ljóst að erfltt mun reynast
fyrir veiðimenn að koma fisklausir
úr henni,“ sagði Jóhannes enn frem-
ur.
„Það hafa veiðst 66 laxar og yfir
6000 bleikjur, bleikjuveiðin hefur gef-
ið vel en laxveiðin er minni en efni
stóðu til,“ sagði Trausti Bjarnason,
bóndi á Bjarnargili í Fljótum, í gær-
kveldi, er viö spurðum frétta af þess-
ari feiknalegu bleikjuveiði í ánni.
„Stærsti laxinn í sumar er 22 pund,
en þegar laxveiðin er góð dettur
bleikjan niður og svo öfugt. Sviss-
lendingar voru hérna um daginn og
veiddu á eina stöng 100 bleikjur.
Flestar eru bleikjurnar eitt og tvö
pund en þær fyrstu sem veiddust
snemma sumars voru flmm pund
þær stærstu. Veiðimenn fengu 74
bleikjur snemma í sumar og 20 af
þeim voru kringum 5 pund. Við veið-
um til 20. september og það er nóg
af fiski í ánni ennþá,“ sagði Trausti
í lokin.
Flugvél kyrrsett á Akureyri:
Grunur um
fíkniefnasmygl
Lítil einkaflugvél var kyrrsett á Þjóðverji. Véhn var umsvifalaust
Akureyrarflugvelli í gærkvöld innsigluð og lögregluvörður settur
vegna gruns um að fíkniefhi kynnu um hana. Mennirnir voru settir í
að vera um borð. varðhald. Von var á hasshundi frá
Vélin var að koma ífá Noregi og Reykjavík í hádeginu í dag og átti
í henni voru Bandaríkjamaöur og þá að leita í vélinni.
íslenskt f yrirtæki
í rannsókn vegna
sykurviðskipta
Tafir á ESB-skýrslu HÍ:
Meiri vinna
, en talið var
Úttekt Háskólans á kostum og göll-
um aðildar að Evrópusambandinu
er ekki enn tilbúin en hennar hefur
verið beðið í allnokkurn tíma.
Ríkisstjórnin ákvað í byrjun mars
á þessu ári að láta Háskólann gera
athugun á kostum og göllum og var
gert ráð fyrir að niðurstöður myndu
hggja fyrir um mitt árið. Sá tíma-
rammi stóðst hins vegar ekki. Þegar
umræður um aðild að ESB stóðu sem
hæst í sumar var gert ráð fyrir að
úttektin yrði tilbúin í fyrstu vikunni
í ágúst. í utanríkisráðuneytinu er nú
hins vegar ekki búist við að niður-
stöður berist ráðuneytinu fyrr en í
næstu viku.
Fimm stofnanir HÍ vinna að af-
mörkuðum málaflokkum og skilar
hver sinni skýrslu. Þessar stofnanir
eru hagfræðistofnun, félagsvísinda-
stofnun, sjávarútvegsstofnun, al-
I þjóðamálastofnun og lagastofnun.
Að sögn Kristins Árnasonar hjá við-
skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt-
isins er vinnunni að mestu lokið og
búist er við fjórum skýrslum í næstu
viku og þeirri síðustu um miðjan
september.
Kristinn segir að meiri vinna hafi
verið við úttektina en menn gerðu
ráö fyrir í upphafí og einnig hafi
sumarfrí tafið fyrir. Utanríkisráð-
herra mun fá skýrslurnar í hendum-
ar en Kristinn segir ekkert hafa ver-
ið rætt um hvaö við þær verði gert.
„Alþjóða verslunarráöið var beðið
um að rannsaka sykurviðskipti fyr-
irtækis sem skráð er hér á landi en
að undanförnu hafa komið upp atvik
hingað og þangað um heiminn þar
sem sykurfarmar hafa verið boðnir
til sölu með bankatryggingu. í ein-
hverjum slíkum tilfellum hefur syk-
urfarmurinn aldrei verið til,“ segir
Baldvin Bjöm Haraldsson, fram-
kvæmdastjóri landsnefndar Alþjóða
verslunarráðsins hér á landi.
í byrjun vikunnar barst viðvörun
til landsnefndar Alþjóða verslunar-
ráðsins vegna sykurviðskipta í heim-
inum og yfirlýsing um að verið væri
að skoða viðskipti íslenska fyrirtæk-
isins. Upplýsingar um rannsóknina
em af skornum skammti og neitar
Baldvin Björn að gefa upplýsingar
um hvaða fyrirtæki um er að ræða.
Ekki er ljóst hvenær niðurstöður
rannsóknarinnar liggja fyrir.
Leikhús
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SALA AÐGANGSKORTA ER HAFIN.
SEX SÝNINGAR AÐEINS KR. 6.400.
Kortagestir siðasta leikárs hafa
forkaupsrétt til 1. september.
OPIÐ HÚS
verður laugardaginn 3. september
kl. 14-17.
Miðasala hefst á Óskina/Galdra Loft
á laugardag.
Miðasala er opin alla daga frá kl.
13.00-20.00 á meðan kortasalan
stendur yfir. Pantanir i sima 680680
alla virka daga frá kl. 10.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavíkur-
Borgarleikhús
ÞJÓDLEIKHÚSID
Sími 11200
Endurnýjun áskriftarkorta
stendur yflr til 1. september.
Sala áskriftarkorta til nýrra korthafa hefst
2. september.
Með áskriftarkorti má tryggja sæti að
óperunni Vald örlaganna.
Miðasala á óperuna hefst 9. september.
Miðasalan er opin alla daga frá kl. 13-20
meðan á kortasölu stendur. Tekið á
móti símapöntunum alla virka daga frá
kl. 10.
Græna línan 99 61 60. Bréfsími 6112 00.
Simi 112 00 - Greiðslukortaþjónusta.
TiXkynningar
Vörn gegn vímu
Nú er að fara af stað sérstakt átak undir
slagorðinu Látum ekki í minni pokann
fyrir vímuefnum. Ætlunin er aö selja
plastpoka sem plastverksmiðjan Plastos
hefur gefið. Um er að ræða fjölnota plast-
poka sem verða seldir á 250 kr. stk.
Hljóðmynd
í dag kl. 17 verður frunúlutt í A sal Regn-
bogans hljóðmynd eftir Þorstein Joð sem
ber nafnið Guð er góður. Tilefnið er stofn-
un Hljóðmyndaverkstæðis rásar 2.
Félag eldri borgara
Bridgekeppni, tvímenningur í Risinu kl.
13 í dag. Fyrirhuguö er sigling um Sund-
in með Leifl Eiríkssyni fóstudaginn 2.
september kl. 19. Kaffiveitingar og dans.
Fararstjóri Pétm- H. Ólafsson. Skrásetn-
ing í s. 28812.
Félag eldri borgara
í Kópavogi
Á morgun kl. 13.15 heflum við spila-
mennsku á ný að Fannborg 8.
Málverkauppoð
í kvöld kl. 20.30 stendur Gallerí Borg í
samvinnu við Listmunauppoð Sigurðar
Benediktsonar fyrir málverkauppoði á
Hótel Sögu. Boöin verða upp 90 verk eftir
þekkta myndlistarmenn. Uppoösverkin
eru sýnd í Gallerí Borg við Austurvöll
alla daga fram að uppboði.
Tombóla
Björgvin, Birgir, Pétur, Kristján, Svavar
og Lady héldu tombólu til styrktar Rauða
krossi íslands. Þeir félagarnir söfnuðu
alls 623 kr.
Drengjakór Laugarneskirkju
Vetrarstarf Drengjakórs Laugames-
kirkju hefst hinn 1. september nk. Á
næstu vikum verður auglýst eftir nýjum
drengjum í kórinn og mun raddprófun
fara fram fljótlega eftir þaö. Stjómandi
kórsins er Friðrik S. Kristinsson.
Nr.111 9-700kr-
Stærö: L63-D40-H60
Litur: Svart
M h>ic 9.800 kr.
Nr. 146
Stærö:L82-D40-H105
Litur:Svart
.. ... 5.900 kr.
Nr. 114
Stærö:L83-D40-H45
Litur: Svart
Nr.143 12-500kr
Stærð: L82-D40-H60
Litir: Svart, hvítt, beiki
og mahóní
Mr.,45 13'500kr-
SiærO: L82-D40-H105
Litur: Svart
SÍDUMÚU 30 >síml 686822
OpW mánud.-föstud. 8-18
lauflard.10-17-sunnud.14-17