Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 3 Fréttir Atviimuleysi minnst á Vestflörðum: Islendingar f ást ekki í f iskvinnu vantar fólk, segir framkvæmdastjóri Kambs á Flateyri „Við eru búnir að auglýsa eftir fólki í allt sumar en fáum sáralítil við- brögð, þess vegna höfum við farið út í það að ráða útlendinga í vinnu. Við sjáum fyrir okkur gott atvinnu- ástand í vetur, það hefur ekki fallið úr dagur hjá okkur síðan í janúar,“ segir Hinrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kambs hf. á Flateyri. Það hefur vakið athygli að atvinnu- ástand á Vestfjörðum er mjög gott samkvæmt opinberum tölum. Með- alatvinnuleysi á Vestfjörðum er síö- ustu 12 mánuði lægst á landinu, eða 2,3 prósent á móti 6,6 prósentum á Norðurlandi eystra. Hinrik segir að almennt sé gott atvinnuástand um alla Vestfirði, vandamáhð sé hins vegar það að fólk virðist ekki vilja starfa við fiskvinnslu. „Það er erfitt að reka svona fyrir- tæki þegar fólk er sífellt að koma og fara. íslendingar haldast illa í fisk- vinnslunni. Okkur skortir sérhæft fiskvinnslufólk. Hér er til staðar hús- næði fyrir það fólk sem vildi koma, Skipstjórinn á Stefni ÍS: en allt kemur fyrir ekki. Við horfum til þess að með bættum samgöngum og aukinni sameiningu og samruna muni opnast möguleikar á meiri stöðugleika. Fólk muni þá í auknum mæli sækja vinnu hér á milli staða,“ segir Hinrik. Vestfjarðamiðin frið- uð fyrir þorskveiðum - engin skip við þorskveiðar „Það má segja að Vestfjarðamiðin séu friðuð fyrir þorskveiðum. Við erum alltaf að leita að öðrum tegund- um en þorski, enda kvótinn rýr,“ segir Sveinn Pétursson, skipstjóri á togaranum Stefni frá ísafirði. Sveinn segir að þeir hafi aðeins komið við í þorskinum og fengið allt að 20 tonnum í hali. „Við höfum komið við á Halanum og þar í kring. Það virðist vera næg- ur þorskur en enginn til að veiða hann. Það virðast allir vera með það lítinn þorskkvóta að enginn hefur ráð á að veiða þorsk í neinu magni," segir Sveinn og bendir á að ef þeir á Stefni veiði sinn kvóta og kvóta Framness, sem er hjá sömu útgerð, þá séu það 50 tonn af þorski á mán- uði. Starfsmenn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga báru eld að ysta húsi Búða- hrepps, Strönd, fyrir skömmu en húsið þurfti að víkja fyrir væntanlegri loðnu- verksmiðju. Húsið, sem staðið hefur autt um árabil, hýsti eitt sinn skrifstof- ur kaupfélagsins auk þess að vera ibúð kaupfélagsstjóra í mörg ár. Húsið var reist á árunum 1926-30 af norskum manni, One Stangeland, sem bjó í húsinu i nokkur ár, en hann flutti siðan aftur til Noregs fyrir 1940. DV-mynd Ægir Kristinsson, Fáskrúðsfirði Fyrrum bóndi úr Rangárvallasýslu: Varð var við sauðaþjóf nað „Allan tímann sem ég bjó að Leiru- bakka hurfu hjá mér lömb á haustin. Ég reyndi eitt sinn að kæra og færði þetta í tal við sýslumann en hann hristi bara hausinn," segir Bjarni Valdimarsson, fyrrum bóndi að Leirubakka í Landsveit í Rangár- vallasýslu. Bjarni bjó þar á árunum frá 1970 til 1980. Hann segir að það hafi ekk- ert farið á milh mála að sauðaþjófar hafi verið á ferð þama. „Hundarnir mínir fundu í nokkr- um tilvikum grafin innyfli úr lömb- um. Þá fundu þeir staði þar sem greinilega var blóð eftir að skepnu var látið blæða. Ég náði aldrei að góma neina fyrir þetta en það fór ekkert á milU mála að sauðaþjófnað- ur átti sér stað þarna. Síðasta dæmið sem ég varð var við var í kringum 1980,“ segir Bjarni. Eins og DV hefur skýrt frá hafa komið upp grunsemdir í Siglufirði um að sauðaþjófnaður hafi átt sér stað á þeim slóðum. Eru þau mál tfi rannsóknar. Frásögn Bjarna styður grunsemdir um að Fjalla-Eyvindur eigi sér merkisbera í nútímanum. Fiskiöjan Freyja á Suöureyri: Tapaði 44,7 milljón- um á síðasta ári Sigurjón J. Sigurðsson, DV, tsafirði:_ Fiskiðjan Freyja hf. á Suðureyri tapaði 44,7 miUjónum króna á síðasta starfsári. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í síð- ustu viku, þar sem rekstarafkoma fyrirtækisins á síðasta ári var m.a. kynnt. Ástæða þessa mikla taps er aukinn íjármagnskostnaður, að sögn Óðins Gestssonar, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar fyr- irtækisins, sem haldinn var strax eftir aðalfundinn, var kynnt rekstr- aruppgjör fyrstu sex mánaða þessa árs og sýndi það mun betri afkomu en árið á undan að sögn Óðins en hann var ófús að gefa upp neinar tölur í því sambandi. með / einni vinsælustu danshljómsveit í heimi, í Kaplakrika 24. september. kynnir Mýr geisladiskur Stórtónleikar með Prodigy í Kaplakrika laugardaginn 24. sept. frá kl. 20.00 ásamt Bubbleflies, Scope + Svala, Keith Dyce o.fl. Forsafa aðgöngumiða er hafin Brautarholti og Kringlunni S. 625200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.