Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Blaðsíða 7
MAXWELL HOUSE ...engu ööru líkt! Þeir sem pekkja goit kaffi, vita hvað til parf. Úrvals Old Java kaffibaunir, þurrkun og brennsla við kjörskilyrði. Þannig er Maxuiell House kaffi. Maxwell House drekka peir sem' pekkja kaffi. „ÞETTA ER SEM ERA BORÐ FYRIR MIG OG MÍNAGESTI" MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 Fréttir Flóttamanna- vandamálið á borði ríkisstjórnarinnar - lagttilaðíslandtakivlrkariþátt Á fundi ríkisstjómarinnar í síö- ustu viku voru kynntar tillögur til úrbóta í málefnum flóttamanna. Aö ósk Guðmundar Árna Stefánssonar félagsmálaráðherra var afgreiðslu málsins frestað. Tillögurnar voru unnar af fulltrúum dómsmálaráðu- neytis og utanríkisráðuneytis en vérði þær samþykktar mun fram- kvæmdin einkum hvíla á félagsmála- ráðherra. Tillögumar em þríþættar. Lagt er til að stjómvöld komi á heildarstefnu og skipulagi á málefnum er varða flóttamenn. í því sambandi veröi meðal amiars komið á fót flótta- mannaráöi í samvinnu ráðuneyta er hafi samstarf við Rauða kross ís- lands. Þá er lagt til að ísland taki virkari þátt í mótttöku flóttamanna en verið hefur, meðal annars með því að fylgjast náið með þróun mála á alþjóðavettvangi. Loks er lagt til gildandi lög um eftirht með útlend- ingum verði tekin til endurskoðunar. Landsvirkjun hressir upp á útlitiö: Kerf i til að mæla og meta öryggi Landsvirkjun hefur tekið upp al- þjóðlegt kerfi til að mæla og meta öryggi í starfsemi fyrirtækisins. Á grundvelli þess er verið að taka upp nýja stjórnarhætti í öryggis-, heilsu- og umhverfismálum Landsvirkjun- ar. Kerfið nefnist International Sa- fety Rating System, eða ISRS, og var undirritaður samningur sl. þriðju- dag um leyfi til að nota kerfið. Landsvirkjun er fyrsta íslenska fyrirtækið sem fær slíkt leyfi en mörg af stærstu iðnfyrirtækjum heims hafa ISRS-leyfi. í tengslum við leyfisveitinguna kynnti Landsvirkjun fyrir starfs- mönnum stefnu fyrirtækisins í ör- yggis-, heilsu- og umhverfismálum. Stefnan er að hindra að óhöpp og slys eigi sér stað, hafa tiltækar áætl- anir um viðbrögð gegn vá, tryggja að starfsfólk sé vel menntað og þjálf- aö til að annast öryggis-, heilsu- og umhverfismál, stuðla að góðri heilsu starfsmanna, ánægjulegu starfsum- hverfi og góöum starfsskilyrðum og tryggja aö Landsvirkjun starfi í sátt við umhverfi sitt og sé þekkt að góðri umgengni við það. Húsavik: Loksins f ullbúin f lugbraut Húsvíkingar sjá nú fram á bjartari tíma í flugbrautarmálum sínum en þar hefur á undanfórnum árum oft ríkt ófremdarástand vegna ástands flugbrautarinnar. Borið var leir- kennt efni í brautina sem hefur þýtt að í leysingum hefur hún oft orðið ófær og þá orðið að fella niður allt flug. Þetta er nú úr sögunni, því um- fangsmiklum framkvæmdum við flugbrautina á Húsavíkurflugvelli lýkur strax í byrjun næsta mánaðar. Um er að ræða lengingu brautarinn- ar um 100 metra þannig að hún verð- ur 1600 metra löng og brautin öll veröur klædd bundnu slitlagi. Þegar þessum framkvæmdum lýkur á eftir að færa til tæki og ljós og síðan að ganga frá fullkomnum öryggissvæð- um og lýkur þeim framkvæmdum í haust. Kostnaðaráætlun við þetta verk nam um 70 milljónum króna, en vegna hagstæðra tilboða í verkið er talið að heildarkostnaður verði a bil- inu 55-60 milljónir króna, að sögn Jóhanns H. Jónssonar, fulltrúa hjá flugmálastjóra. Sams konar framkvæmdir voru unnar á Siglufirði fyrr í sumar og þar er nú komin 1100 metra löng braut með bundnu slitlagi. Þriðja framkvæmdin á Norðurlandi í sum- ar er við nýja flugbraut á Þórshöfn, þar er um að ræða lagningu 1200 metra langrar brautar sem lögð verð- ur bundnu slitlagi og á þeirri fram- kvæmd að ljúka i haust. Vestfjarðanef ndin á yfirreið „Við verðum með næsta fund á ísafirði í lok mánaðarins og í fram- haldi af honum verður farið í yfir- reið um Vestfirði," segir Eyjólfur Sveinsson, formaður Vestfjarða- nefndarinnar. Eyjólfur segir að borist hafi alls 17 umsóknir um aðstoð frá 25 fyrirtækj- um. Hann segir að á yfirreiðinni muni nefndin hitta umsækjendur og fara yfir mál þeirra. UIMOOIEHLO ARMAIMMI Sundskóli Innritun stendur yfir í vetrarstarf sundskólans Boðið verður upp á: • Ungbarnasund • Sundnámskeið fyrir 1-6 ára • Sundnámskeið fyrir vatnshrædda • Sundnámskeið fyrir fullorðna o.fl. Innritun og upplýsingar gefa Stella, s. 76618, og Hafþór, s. 656454. HVÍTA HÚSIO / SÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.