Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Síða 14
14 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FFIjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Bókakaup nemenda Neytendasíða DV hefur að undanfomu verið að rýna í kostnað framhaldskólanemenda vegna bókakaupa sem tengjast námi þeirra. Upplýst er að útgjöld vegna náms- bókakaupa séu á bilinu 30 til 35 þúsund krónur á hveiju hausti. Að miklu leyti stafar þessi kostnaður af því að gefnar em árlega út nýjar bækur, breytt er um kennslu- efni og bækur sem em keyptar og notaðar einn veturinn em ekki gjaldgengar þann næsta. Kennarar og einstakir skólar virðast nánast geta ráðir því hvaða bækur em kenndar. Fjölmargir kennarar hafa það að aukastarfi að skrifa kennslubækur, fá af því ýmist laun í eftirvinnu eða þóknun af hverju seldu ein- taki. Verður ekki annað séð en þetta fyrirkomulag sé stjómlaust. Menntamálaráðuneytið hefur enga yfir- stjóm, enga samræmda stefnu, og þar á bæ hefur enginn haft vilja né vald til að gefa fullnægjandi skýringar á. bókavali eða þeim sið að skipta út bókum á hverju hausti. Er það reyndar kapítuh út af fyrir sig hver viðbrögð ráðuneytisins em. Þegar blaðamaður DV reynir að afla upplýsinga eða sjónarmiða hjá embættismönnum ráðu- neytisins vísa þeir hver á annan og enginn telur sig bera ábyrgð. Allir skilja að nauðsynlegt er að breyta kennsluefni og kennslugögnum frá einum tíma til annars. Þróun, nýjungar og breyttar kennsluaðferðir kunna að kalla á slíka aðlögun. Örar breytingar em hins vegar orðnar annarlegar þegar skipta þarf á hverju ári um kennslubók í tungumálum, eðhsfræði eða sögu, svo eitthvað sé nefnt. Enn undarlegra er þegar gefiiar em út nýjar útgáfur af sömu kennslubók og nemandanum er gert að kaupa nýju útgáfuna, htt breytta. Bóksölustjóri Menntaskólans í Hamrahhð segir um tölvubækur: „Á síðustu önn áttu nemendur að kaupa Excel 1.5 á fimmtán hundmð krónur og tvær bækur með henni, Word og Windows, á tólf hundmð krónur stykkið. Þann- ig átti hver nemandi að kaupa bækur fyrir fjögur þusund krónur fyrir einn áfanga. Nú er hins vegar komin ný tölvubók fyrir þennan áfanga og hinar ekki teknar inn. Nemendur geta því fleygt þeim gömlu.“ Hér virðast hagsmunir allra annarra en nemendanna sjálfra vera hafðir að leiðarljósi. Það er auðvitað fram- haldsskólanemendumir, unga fólkið sem er að læra, sem þurfa að borga brúsann. Eða þá foreldramir og heimilin. Það þekkja flestir af eigin raun. Og kostnaður við bóka- kaupin, sem er á bilinu 30 til 35 þúsund krónur, er um- talsverður fýrir heimih með meðaltekjur eða þar undir. Ástandið er sennilega htið betra í Háskólanum. Tillits- leysið gagnvart nemendum er algjört. Þeir em hafðir að féþúfu. Það er skákað í því skjólinu að nemendur hafa enga stöðu til að mótmæla þeim ákvörðunum sem koma að ofan um kennsluefni. Og svo er sagt að kennarar verði þreyttir á gömlum bókum! Haft er eftir Herði Láms- syni, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu: „Kennarar verða fljótt þreyttir á bókunum en það er alfarið þeirra að ákveða hvaða bækur era notaðar við kennslu." Hér ræður sem sagt geðþóttaákvörðun kennarans og kannski vonin um sporsluna sem fæst fyrir að semja og ganga frá nýrri bók. Hagsmunir nemandans em aukaat- riði ef tekið er mark á þeim svörum og viðbrögðum sem fást út úr „kerfinu“. Þessi úttekt segir margt um það hvemig mata má krókinn á kostnað nytsamra sakleysingja. Ehert B. Schram „íhaldsdreng- irnir hans Þor- steins?“ DV birtir sl. föstudag flenniupp- slátt með myndum af tólf nafn- greindum einstaklingum sem kall- aöir eru „kratamir hans Jóns“ í utanríkisráðuneytinu. Þessum nafngreindu einstaklingum er öll- um gefið að sök aö hafa fengið störf eða stöðuhækkanir út á flokksskír- teini, án auglýsingar. Greinin er nafnlaus. Hún er því á ábyrgð rit- stjómar enda fylgt eftir á laugar- degi með svæsnum fordæmingar- leiðara þar sem ráðning þessara manna til starfa er fordæmd sem dæmi um spillingu. Rangfærslur í uppslætti sínum vegur DV að starfsheiðri átta starfsmanna ráðu- neytisins með því að bera þá röng- um sökum. Þröstur Ólafsson er ekki starfsmaður utanríkisþjón- ustunnar heldur pólitískur aöstoð- armaður ráðherra. Gottskálk Ól- afsson og Einar Birgir Eymunds- son fengu stöðuhækkun við endur- skipulagningu sýslumannsemb- ættisins á Keflavíkurflugvelli, skv. meömælum yfirmanns vamar- málaskrifstofu. Stöðurnar vom auglýstar innan stofnunar. Björg- vin Guðmundsson var ráðinn skv. auglýsingu. Hann hafði áður verið skrifstofustjóri í viðskiptaráðu- neytinu en þau verkefni þess sem lúta að útflutningsverslun vora sameinuð utanríkisráðuneytinu 1987. Skv. faglegu mati var ekki unnt að ganga framhjá honum, þótt alþýðuflokksmaður sé. Ámi Páll Árnason var ráðinn efdr að hann haföi sérhæft sig í Evrópu- rétti. Hann er óflokksbundinn. Guðfinnur Sigurvinsson var ráð- inn eftir auglýsingu og tahnn hæf- astur umsækjenda að mati yfir- manns. Þorbjöm Jónsson var ráð- inn skv. meðmælum fv. ráðuneyt- isstjóra þegar starfsmaður sem sinnti útflutningsverslun forfallað- ist skyndilega. Kristinn T. Haralds- son mun vera lausráðinn hjá Frí- höfninni, án nokkurra afskipta af minni hálfu. Hæfir menn Hvað stendur þá eftir? Jakob Frí- mann Magnússon, menningarfull- trúi í London? Ég tel þá tilraun, sem Jakob stendur fyrir um að markaðssetja íslenska menningu erlendis, meðal merkari nýmæla sem ég hef beitt mér fyrir í starfi utanríkisþjónustunnar. Fjöldi ís- lenskra listamanna hefur lokið lofs- oröi á störf hans. Bjami Sigtryggs- son var ráðinn til aö taka við starfi Kjallaiiim Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Jafnaðarmannaflokks íslands upplýsingafulltrúa af Bjama Vest- mann sem fluttist til annarra starfa. Hann var m.a. valinn með það í huga að íslendingar hafa farið hal- loka í áróðursstríði við Norðmenn um hafréttarmál en Bjami er norskmenntaður fjölmiðlamaður sem hefur jafnframt vakið athygli fyrir haldgóða þekkingu á Evrópu- málum og þau era eitt helsta við- fangsefni þessa ráðuneytis. Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á að hafa skipað Kjartan Jóhanns- son og Eiö Guðnason sendiherra. Eftir að hafa kynnst verkum Kjart- ans var hann einróma valinn (án auglýsingar) til að taka við fram- kvæmdastjórastarfi EFTA. Viö ís- lendingar njótum þess nú í „Smugudeilum“ við Norðmenn að hafa réttan mann á réttum stað í sendiráðinu í Osló - mann sem frá fyrri tíð þekkir persónulega helstu forystumenn í norskum (og reynd- ar norrænum) stjómmálum og er reyndur fjölmiðlamaður. Óvönduð vinnubrögð Embættisverk ráðherra eiga með réttu að vera undir smásjá fjöl- miðla. Undan því kvarta ég ekki. Á hinn bóginn er þaö sanngimiskrafa til fjölmiðla að þeir leggi metnað sinn í að afla sér réttra upplýsinga - og beri sannleiksgildi þeirra upp- lýsinga sem þeir birta undir við- komandi aðila áður en meiðandi rangfærslur era birtar. Það er rétt- mætt umkvörtunarefni að DV gerði hvomgt í þessu tilviki. DV lætur þess hvergi getið að skv. landslögum er ekki skylt að auglýsa stöður 1 utanríkisþjón- ustunni. Lesandi gæti því ályktað að t.d. skipun sendiherra án aug- lýsingar væri lögbrot eða vald- níðsla. Aðferð blaðsins er hin gam- alkunna að skjóta fyrst og spyrja svo, skv. hinni nixonsku-aðferð: „Let the bloody bastards deny it“. Fórnarlömb svona blaðamennsku eru ekki bara ráðherrann sem koma á höggi á. Það er að ósekju vegið að starfsheiðri nafngreindra einstakhnga, án þess að gefa þeim kost á að bera hönd fyrir höfuð sér áður en þeir em settir á saka- mannabekk. Sanngirni? Og hvar er sanngiminni fyrir að fara? Ég hef á undanfömum sex ámm skipað 9 sendiherra til starfa í staö annarra sem hafa látið af störfum. Tveir sæta harðri gagn- rýni sem alþýðuflokksmenn. Hefur nokkur spurt hversu marga sendi- herra ég hef skipað sem eru flokks- bundnir eða yfirlýstir sjálfstæðis- menn? Hefur fyrrverandi kosn- ingastjóri Sjálfstæðisflokksins (nú- verandi fréttastjóri DV) gert sam- bærilega úttekt á því hversu marga dómstjóra dómsmálaráðherra hef- ur skipað sem ekki em sjálfstæðis- menn? Eða sýslumenn? Eða hæsta- réttardómara? Megum viö eiga von ánýjum uppslætti í DV á næstunni með myndum undir fyrirsögninni: „íhaldsdrengimir hans Þorsteins?" „Óháðir" fjölmiðlar fara varla í manngreinarálit. Jón Baldvin Hannibalsson Fórnarlömb svona blaðamennsku eru ekki bara ráðherrann sem koma á höggi á. Það er að ósekju vegið að starfsheiðri nafngreindra einstaklinga, án þess að gefa þeim kost á að bera hönd fyrir höfuð sér áður en þeir eru settir á sakamannabekk. Skoðanii annaiia Framboð Jóhönnu „Galli framboðs Jóhönnu verður nákvæmlega sá hinn sami og í ljós kom þegar Vilmundur heitinn Gylfason stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og Al- bert heitinn Guðmundsson stofnaöi Borgaraflokk- inn. Þeir vom vissulega stórbrotnir karakterar, en hugmyndafræðin var ekki beysnari en svo að flokk- amir liföu ekki stofnendur sína. Sljómmálaflokka verður að stofna um hugmyndir en ekki menn.“ Úr forystugrein Eintaks 15. sept Stundarvinsældir „Vafalítið heföi það verið átakaminna fyrir jafn- aðarmenn, og líklegra til stundarfylgis, að taka aftur upp sóunarstefnu fortíöarinnar, með tilheyrandi verðbólgu og vaxtasprengingum. Það hefur hins veg- ar verið aðalsmerki Alþýðuflokksins að fylgja þeirri stefnu, sem jafnaðarmenn telja farsælasta fyrir þjóð- ina þegar horft er til framtíðar. Þeir vilja ekki kaupa sér stundarvinsældir með því að sýna ábyrgðarleysi við stjóm landsins." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 16. sept. Skilvirk skattheimta „Málsmetandi menn á Alþingi og embættismenn hafa iðulega bent á hin miklu skattsvik sem viðgang- ast en það er eins og lítiö sé hægt að gera í málun- um. Skattstofur og skattrannsóknardeild em undir- mannaðar og íjárveitingar fást ekki til aö búa nægi- lega vel að skattheimtunni yfirleitt. Fátt mundi þó skila sér betur í ríkiskassann en skilvirk skatt- heimta." Úr forystugrein Tímans 16. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.