Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.09.1994, Side 16
• !• MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994 TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ fyrir byrjendur og lengra komna Enska. Danska. Norska. Sænska. Franska. Þýska. Spænska. ítalska. Arabíska. Japanska. Rússneska. Portúgalska. Tékkneska. Gríska. íranska. Búlgarska. Hebreska. Kínverska. Latína. Pólska. íslenska fyrir útlendinga: byrjenda- og framhaldsnámskeið. íslensk stafsetning og málfræði. Innritun stendur yfir i Miðbæjarskólanum. S. 12992 & 14106 RVMINGARSALA - 20% AFSLATTUR Einnig útiitsgallaðir skápar á hálfvirði. Áður kr. 21.937 Nú kr 17.550 kr. 15.276 kr. 12.221 kr. 18.607 kr. 14.886 Sundaborg3 104 Reykjavík Sími: 684800 / / Nú er 2000 líka til á börn PÓKÐAK QceZí/ pjóvuAita/ KIRKJUSTRÆTI8 SÍM I 1 4 1 B 1 ecco Laugavegi 41 - sími13570 Meiming Kristján Jóhannsson í hlutverki sínu í óperunni Vald örlaganna. Konungleg skemmtun Óperan Vald örlaganna eför Giuseppe Verdi var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu á laugardagskvöld. Aðal- hlutverkin sungu þau Kristján Jóhannsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Trond Halstein Moe, Elsa Waage, Viðar Gunnarsson og Bergþór Pálsson. Þá sungu félagar úr Þjóðleikhúskómum. Hljómsveitarstjóri var Maurizio Barbacini og leikstjóri Sveinn Einarsson. Leikmynd og búninga gerði Hlín Gunnarsdóttir. Hljómsveitina skipuðu félagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands. Efnisþráður óperunnar er mikill og nokkuð flókinn og ekki að öllu leyti skilvirkur. Meistari Verdi hefur þó lag á að haga honum þannig að formkröfum tónlist- arinnar sé fullnægt og kóratriöi, dúettar og aríur komi fyrir á réttum stööum. Kjami efnisins er saga ástar og hefndarskyldu. Bakgrunnurinn er styrjaldarátök og hinn huggandi máttur kristinnar kirkju. Þörfin fyrir blóðhefndina er sem betur fer oröin íjarlæg okk- ur íslendingum. Þrátt fyrir þaö er vandræðalaust að gerast hluttakandi í atburöarásinni og fá samúð með því fólki sem verkið snýst um. Ekki er að finna í Valdi örlaganna eins margar vin- sælar aríur og í sumum öðrum ópemm Verdis. Tónlist- in er samt engu lakari fyrir það. Hún er rík og djúp og í frábæm samhengi viö atburðarásina. Ekki er annað hægt en dást að snilli hins ítalska meistara í þessum efnum, tilfmningu hans fyrir dramanu og hversu auð- veldlega hann sveigir efnivið sinn að þörfum þess svo áhrifin séu fullkomin. Verdi er ekki síðri leikhúsmaö- ur en tónskáld. í ópemsýningum beinist athyglin oftast fyrst að frammistöðu söngvaranna og þar er af mörgu góðu að taka í þessari uppsetningu Þjóðleikhússins. Elín Ósk Óskarsdóttir vinnur mikilvægan söngsigur með túlkun sinni á hinu erfiða og viðamikla hlutverki Leo- nóru. Rödd hennar hljómaði mjög fallega yfir allt tón- sviðið og túlkunin var blæbrigðarík og tónelsk. Hins vegar þurfö ekki að fara í grafgötur með hver stjama kvöldsins var. Kristján Jóhannsson sannaði þarna, svo ekki varð um villst, að söngfrægð hans er á traustum grunni reist. Ekki þarf að flölyrða um hans miklu óg fógm rödd en fleira kemur tíl. Skýrleiki og öryggi túlk- unarinnar er frábær, svo hin minnstu smáatriöi blæ- brigöanna komast fyllilega til skila. Ein lítil sjöund í flókinni strófu klingir svo skýrt að hrollur fer um áheyrendur. Auðvitað mætti finna einhver aðfinnslu- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson efni ef vel er gáð en það tekur því ekki. Trond Hal- stein Moe söng hlutverk Carlosar mjög fallega með einlægri sannfærandi túlkun. Á stöku stað var hann ekki nógu hreinn svo að sök kom. Viðar Gunnarsson og Bergþór Pálsson sungu sín hluverk óaðfmnanlega og sama má segja um Tómas Tómasson í hlutverki Calatrava. Bergþór lagði auk þess til skemmtilegan húmor sem nauðsynlegur var í þessa annars alvarlegu sýningu. Elsa Waage var tilkomumikil Perziosilla en söng stundum fullveikt. Aðrir söngvarar komust yfir- leitt vel frá sínum hlutverkum og á það einnig við um kórinn. Sveinn Einarsson hefur unnið gott verk með leik- stjórn sinni. Leiktúlkun söngvaranna var yfirleitt rpjög sannfærandi og heilsteypt og útlit sýningarinnar var gott. Vel byggð framvinda sýningarinnar hélt at- hygh áheyrenda frá upphafi til enda. Þó voru þar tvær skrítnar vmdantekningar. Fyrir hlé kom einu sinni ljósmynd yfir allt sviðið, aö því er virtist úr síðari heimsstyrjöld. í einvígi þeirra Alvarosar og Carlosar er leikmynd allt í einu svipt í burt og áheyrendur látn- ir horfa á hringsviðið snúast um hríð. Hvorugt var auðvelt að setja í samhengi, en þetta eru auðvitað smáatriði. Hlín Gunnarsdóttir á hrós skiliö fyrir skil- virka og fallega leikmynd og búninga. Ef hljómsveitarmenn voru aö koma því á framfæri að þeir væru verðugir launa sinna komst það vel til skila. Hljómsveitin spilaöi yfirleitt vel, bæði sem heild og í einleikskoflum einstakra hljómsveitarmanna. Má þar t. d. minnast á sérlega fallegt fiðlusóló Dubiks konsertmeistara. Hljómsveitarstjórinn Barbacini kann sitt fag greinilega mjög vel og hefur meðal ann- ars til síns ágætís góða tilfmningu fyrir hraða og hraðabreytingum en það hefur góð áhrif á sýninguna í heild. Undirtektir áheyrenda voru geysigóðar og klapp og fagnaðarlæti stóðu svo lengi aö jafnvel þraut- þjálfaðir klapparar eins og undirritaður fundu tak- mörk úthalds síns.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.