Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1994, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 1994 SERTB.B0D! RÚMFATALA6ERSINS 90x200 cm - 21 .iði 120x200 cm - 20.100 140x200 cm -14.900 „BOX“ dýna með fallegum krómgafli Svefnbekkur fyrir unglinga 70x190 með dýnu og rúmfatageymslu Svartur og hvítur Áður 1490 kr Nú á tilboði: ®6®iSr Fréttir Sveitarfélög neydd til aö greiða í Atvinnuleysistryggingarsjóö? Þá er undirskrift ráðherra marklaus - segir Sturla Böðvarsson alþingismaöur „í mínum huga kemur ekki til greina að ráðherra Sjálfstæðis- flokksins, sem skrifar undir svona yfirlýsingu, standi ekki viö hana. Ég hef gert þingflokknum grein fyrir minni afstöðu í þessu máli og mun ekki standa að því að gera þetta með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í fjár- lagafrumvarpinu. Félagsmálaráð- herra hefur lýst yfir að hann æth að hefja viðræður við sveitarfélögin þannig að hann þarf að ljúka þessu verki. Þetta er á hans sviði,“ segir Sturla Böðvarsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkis- hólmi. Eins og fram hefur komið í DV er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir því að greiðslur sveitarfélaga í At- vinnuleysistryggingasjóð haldi áfram á næsta ári þannig að 600 millj- ónir fari frá sveitarfélögunum í sjóð- inn á sama hátt og síðustu tvö ár þó að samningur ríkis og sveitarfélaga, sem fjármálaráðherra undirritaði, geri ráð fyrir að greiðslurnar hætti um áramótin. Gríðarleg óánægja er meðal sveitarstjórnarmanna með þennan þátt frumvarpsins og hafa viðræöur milh fulltrúa félagsmála- ráðuneytisins, fjármálaráöuneytis- ins og sveitarfélaganna átt sér stað. „Ég þekki ótal dæmi þess að ríkis- stjórnir hafi verið ágengar gagnvart sveitarfélögunum og reynt að beita valdi í skjóli aðstöðu. Aðalatriðið er að stöðugleiki og traust sé ríkjandi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Ef fjárlagafrumvarpið verður sam- þykkt óbreytt grefur það undan þessu trausti. Þá má segja að ekkert sé að marka undirskriftir ráðherra," segir Sturla Böðvarsson. „Mér finnst fráleitt að samningur- inn skuU ekki standa. Það hefur allt- of oft gerst í verkaskiptum ríkis og sveitarfélaga að ríkið hefur ekki staðið við sitt og greiðslur hafa ekki komið á umsömdum tíma og sveitar- stjórnarmenn eru orðnir langþreytt- ir á því. Með verkefnatilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga hlýtur laga- setning og eftirlit með framkvæmd laga að vera áfram í höndum ráðu- neyta en peningahliðin hjá sveitarfé- lögum. Ef menn ætla að halda áfram aö' koma alltaf aftan að sveitarfélög- unum verður erfiðara að ná samn- ingum í framtíðinni," segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður og fyrrverandi sveitarstjóri á Stokks- eyri. BorgíGrímsnesi: Skotiðá „heiinfllis- dývir&^ Skotið var á rjúpnahóp við Borg i Grímsnesí um helgina og dráp- ust tvær þeirra. Rjúpumar, átta stykki, hafa dvaUð á Borg frá því í vor og átt þar griðland en íbú- arnir líta á þær sem hver önnur heimilisdýr. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er vitað hveijir hleyptu af skot- unum og veröa þeír látnir svara til saka. HöfníHornafírði: Dyravörður líkamsárás Einn maður gisti fangageymsl- ur lögreglunnar á Höfn i Horna- firði aðfaranótt laugardagsins. Maðurinn, sem er sjómaður og er ekki frá Höfn, var að skemmta sér fyrr um kvöldið í Sindrabæ en dyravörðurinn þar hefur kært hann fyrir líkamsárás. Að sögn lögreglunnar var sjó- maðurinn ofurölvi og „kolvit- laus“ og reyndist ekki unnt að yfírheyra hann fyrr en daginn eftir. Bflvelta og útafakstur Bíll valt nyrst í Kerlingarskarði laust eftir hádegið í gær. Nærstaddir vegfarendur komu til hjálpar og réttu bílinn við og gat ökumaður gat haldið för sinni áfram. Þá fór bíll út af veginum á milli Vegamóta og Hjarðarfells en þar reyndist bifreiðin einnig í lagi til að halda ferðinni áfram. Ekki er vitað um meiðsl á fólki í þessum óhöppum en orsökin er rakin til hálku. Þrír týndust um helgina Þrír einstakhngar týndust um helgina í lengri eða skemmri tíma en allir komu þó fram síðar heihr á húfi. Á föstudagskvöldið týndist rjúpna- veiðimaður við Skjaldbreiði en hann kom í leitirnar á svokölluðum Línu- vegi eftir nokkra klukktíma og var þá ágætlega á sig kominn. Leit var einnig gerð að ungum pilti sem hafði verið að skemmta sér í Nesbúð. Hann gekk að sumarbústað í Grafningi og komst þar í hús. Hvorki pilturinn né gestgjafar hans vissu að leit stæði yfir en þeir létu vita af sér við kom- una í bæinn. Þá týndist stúlka við Úlfljótsvatn. Hún var þar í ratleik og kom í leitirnar eftir klukkustund eða svo. Svangirþjófar: Stálu gæsum og öndum Tíu gæsum og tveimur öndum var aðfaranótt sunnudags en veiðimað- stolið frá veiðimanni á Selfossi um urinn hafði hengt bráðina upp á helgina. Þjófnaðurinn átti sér stað snúru í garðinum hjá sér. Greiöslur Hafnaríj arðarbæj ar til listahátíöarinnar: Heimild þurfti frá réttbærum aðilum - segir Guðmundur Arni Stefánsson „Upphaflega hugmyndin var sú að bærinn styrkti framkvæmdaaðilann Listahátið hf. með tilteknum fjár- framlögum sem voru merkt í fjár- hagsáætlun. Framkvæmdastjórinn átti að fá þennan styrk greiddan út og sjá svo um greiðslumar sjálfur. Það er ljóst að framkvæmd hátíðar- innar þróaðist á annan veg og verka- skiptingin var alls ekki jafn skýr og upphaflega var lagt upp með. Ég get hins vegar ekki kveðið upp úr um það hvort einstakar greiðslur séu rétt- mætar eða ekki,“ segir Guðmundur Ámi Stefánsson, félagsmálaráðherra og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnar- firði um endurskoðun á fjármálum Listahátíðar í Hafnarfirði. „Það er af og frá að fyrrverandi framkvæmdastjóri hátíðarinnar og nánast Pétur og Páll hafi getað geng- iö í reikning bæjarsjóðs. Enginn fær shka heimild og ég gaf Arnóri Benón- ýssyni ekki slíka heimild. Sem bæj- arstjóri skrifaði ég ekki undir neina tékka þó að ég hafi formlega verið einn af prókúmhöfum. Greiðslu- beiðni frá bæjargjaldkera þurfti að koma til til að menn gætu fengið peninga af þessum reikningi. Ég gef mér að heimild frá réttbærum aðil- um hafi legið fyrir í hvert skipti," segir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.