Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1994, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1994 Fréttir Aðstoðarforstjóri hjá Zink Corporation of America: Eftirspurn eftir sinki eykst fram að aldamótum - sinkframleiðsla á íslandi skapar 500 ný störf „Viö höfum ákveðið að gera hag- kvæmniathugun á byggingu sink- verksmiðju á íslandi og áæflum að kynna niðurstöður þeirrar könnun- ar í janúar á næsta ári. Við höfum verið að skoða þessi mál um nokkurn tíma. Annað er mér ekki heimilt að segja um málið þar sem við eigum í trúnaðarviðræðum við ákveðna að- ila á íslandi," sagði aames W. Derby, aðstoðarforstjóri hjá Zink Corporati- on of America, sem stýrir forkönnun fyrirtækisins á því að reisa sinkverk- smiðju á íslandi en Zink Corp. er einn stærsti sinkframleiðandi í Banda- ríkjunum. Auk nýrrar verksmiðju er rætt um að framleiðsla á undir- búningsefni fyrir sinkframleiðslu gæti farið fram í Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi. Alls gæti þessi starf- semi skapað allt að 500 ný störf. James staðfesti þær tölur sem fram vaeru komnar um að ný verksmiðja á íslandi myndi framleiða um 75 þús- und tonn af sinki á ári og orkuþörfin yrði í kringum 200 gwst. Um kostnað- artölur vildi James ekkert segja en heyrst hefur að hér gæti verið um 10 milljarða króna íjárfestingu að ræöa. Ef niðurstaða forkönnunar verður jákvæð standa vonir til aö sinkframleiðsia gæti hafist á íslandi fyrir árið 1998. Eftirspurn eyksttil aldamóta James Derby var spurður um heimsmarkaðsaðstæður fyrir sink í dag og næstu ár. Hann sagði að verð á málmum væri almennt lágt í dag en spár gerðu ráð fyrir aúkinni eftir- spurn eftir sinki fram til aldamóta og þar með hækkandi verði. Forráðamenn Zink Corp. of Amer- ica komu til íslands á dögunum og áttu m.a. fundi með forráðamönnum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi og Landsvirkjunar. Helst er rætt um að ný sinkverksmiðja yrði staðsett nálægt þeim stóriðjuhöfnum sem þegar eru til staöar á suðvesturhorn- inu, þ.e. á Grundartanga og í Straumsvík. Einnig er talað um Keil- isnes í þessu sambandi. Hákon Björnsson, framkvæmda- stjóri Áburðarverksmiðjunnar, sagði við DV að í Gufunesi gæti ákveðin forvinnsla fari fram á efni sem notað er í sinkframleiðslu. Hákon sagði að hér væri um endurvinnslu að ræða úr brotajárni hvers konar. Það g'æti skapað í kringum 80 störf en ný verk- smiðja allt að 400 störf. Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, sagði við DV að fulltrúum Zink Corp. hefði verið gerð grein fyrir raforkumálum á íslandi og hvernig raforkan væri verðlögð. Raforkuverð ekki hærra en 2,60 krónur á kílóvattstund „Það er öðruvísi hér en víða erlend- is að raforkuverð til stóriðju er ekk- ert leyndarmál. Þeim var gert ljóst að þeir fengju raforkuna ekki á sama veröi og stóriðja eins og járnblendiö og álverið, sem hafa verið hér í fjölda ára, fá í dag hjá Landsvirkjun,“ sagði Þorsteinn. Álverið í Straumsvík greiðir 90 aura á kwst og Jámblendiverksmiðjan á Gmndartanga um 60 til 70 aura. Þor- steinn sagði málið ekki komið á það stig að viðræður um raforkuverð væra á borðinu vegna sinkverksmiðj- unnar. Þó væri ljóst að Zink Corp. myndi ekki greiða hærra verð en al- menningsrafveitur í landinu væra að greiða til Landsvirkjunar sem er 2,60 krónur á kwst að meðaltali. Faðir tveggja blaðbera DV: Stuttar fréttir Davíð Freyr, blaðberi DV í Breiðholti, ásamt Ólafi Hreiðarssyni, föður sínum. Þeir feðgar eru ánægöir með breytt- an útgáfutíma á mánudögum. Davíð og Birgir Rafn, bróðir hans, fá fri og pabbinn ætlar að fá sér hressandi morgungöngu með blaðið. DV-mynd ÞÖK Framsókn: Átök um 2. sætiðáAust- urlandi Kjördæmisþmg Framsóknar- flokksins í Austurlandskjördæmi fer fram um helgina. Þar munu aðal- og varamenn kjördæmis- ráðsins kjósa um það hveijir skipi efstu sætin á lista flokksins í komandi Alþingiskosningum. Þeir Halldór Ásgrímsson og Jón Kristjánsson, núverandi þing- menn Framsóknarflokksins í Austurlandskjördæmi, gefa báðir kost á sér áfram. Karen Erla Erlingsdóttir, sem var í 4. sæti listans síöast, sækir stíft upp á við og sækir i 2. sætið, þar sem Jón Kristjánsson situr. Karen hefur unnið mikið í fram- boðsmálum sínum að undanf- örau með útgáfustarfsemi og fleiru. Jóns Hallgrímsson, sem var í 3. sætinu síðast, hefur farið sér heldur hægt að þessu sinni. Ekki er talið að Jón Kristjánsson sé í alvarlegri hættu að tapa sæti sínu. Sjómannasambandiö: Sumarhölliii seld? Fulltrúar frá Sjómannafélagi Reykjavíkur hafa lagt fram til- lögu á þingi Sjómannasambands íslands um aö seld veröi sumar- höll sú sem stjóm sambandsins keypti i sumar. Tillagan gerir ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um hana fari fram með handaupp- réttingu. í dag verður kosinn nýr forseti sambandsins og stjórn. íslandábannlista? Rússneskur togari, sem ætlaði að landa á Þórshöfn, hætti við þaö. RÚV hafði eftir skipstjóran- urn að honum væri bannað að landa á íslandi. KJarkieysi í löggudeílu Formaður bæjarráðs Kópavogs brigslar yfirvöldum um kjark- leysi við að leysa lögregludeilu i bænum. Sjónvarpið skýi-ði frá þessu. Brúargerðhörmuð Umhverfisráðherra hefur heimilað gerð Gilsfjarðarbrúar. Formaðm- Náttúruvemdarráðs harmar þessa ákvörðun. Stöð tvö greindi frá þessu. Rækjuherferð í bígerð Rækjuframleiðendur á íslandi, Grænlandi, Færeyjum og í Nor- egi hafa ráðið auglýsingastofu í Hamborg til að hleypa af stokk- unum sameiginlegri auglýsinga- herferð í Þýskalandi. Skv. Stöð tvökostar herferðin 120 milljónir. Vinnubrögðgagnrýnd Formaður fjárlaganefndar gagnrýnir sölu fjármálaráðherra á skipinu Geir goða GK 220 ný- verið. Tilboða var ekki leitað í skipið. RÚV greindi frá þessu. Kleðiagsskuldir aukast Barnsmeðlög i vanskilum hafa aukist um minnst 400 milljónir á árinu og verða í árslok um 5 mUIj- arðar. I ársbyrjun 1993 hækkuðu méölagsgreiöslur um 36% og í kjöfarið jukust vanskilin veru- lega. Tíminn greindi frá þessu. Áframfæriríkisins Um 55 þúsund manns hafa framfærslutekjur að mestu frá ríkinu. Mbl. greindi frá þessu. Mæti glóðvolgur í vinnuna - eftir blaðburð á mánudagsmorgnum Bræðumir Davíð Freyr, 14 ára, og Birgir Rafn, 12 ára, hafa veriö blað- berar DV í Breiðholtinu um nokkurt skeið. Þeir segjast í samtali við blað- ið vera fullkomlega sáttir við breyt- ingarnar á útkomu DV á mánudög- um. Samkomulag hefði tekist við pabbann, Ólaf Hreiðarsson, um að leysa þá af á mánudögum. Á laugar- dagsmorgnum ætla þeir feðgar að leysa útburðinn í sameiningu. „Þetta verður frískandi sprettur fyrir mann á mánudagsmorgnum. Maður mætir glóðvolgur í vinnuna og ágætt að geta leyst strákana af svona einu sinni í viku eða svo. Þetta er að sjálfsögðu þónokkur breyting frá því sem verið hefur en við tökum henni með jákvæðu hugarfari," sagði Ólafur við DV. Aukavinna þeirra bræðra hefur komið sér vel fyrir þá. Þeir hafa safn- að peningum til kaupa á ýmsu sem hugurinn hefur girnst. Að auki. er lagt til hliðar á sparibók. Þú getur svarað þessari spurningu með því aö hringja í síma 99-16-00. 39,90 kr. mínútan. Ef svarið erjá ýtir þú á Ef svariö er nei ýtir þú á FÓLKSINS 99-16-00 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 1 Suðurlandskjördæmi: Barist um 3. sætið Á að leyfa hrefnuveiðar á ný við ísland? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi fer fram um helgina. Enginn er talinn ógna þeim Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráð- herra í efsta sætinu, og Áma John- sen í öðru sætinu. Aftur á móti sæk- ir Drífa Hjartardóttir fast að Eggert Haukdal alþingismanni í þriðja sæti hstans. Drífa var í 4. sæti í síðustu alþingiskosningum. Ýmsir halda því fram að Drífa nái 3. sætinu vegna þess að margir stuðningsmenn Árna Johnsens í Vestmannaeyjum styðja Drífu Hjart- ardóttur. Aftur á móti óttast margir sjálf- stæðismenn á Suðurlandi það að falli Eggert fyrir Drífu fari hann fram með sérhsta við næstu alþingiskosn- ingar. Vilja menn að vonum reyna aö koma í veg fyrir slíkt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.