Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 2
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 Flatur tekjuskattur lagður á söluböm um áramótin: Barnaskattur tekinn af öllum sölulaunum - mikilskrifímnskaenóverulegartekjurfyrirríkissjóð Þúsundir sölubarna verða frá og með næstu áramótum krafin um stað- greiðsluskatt. Enginn persónuafsláttur kemur á móti. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra segir það sanngirnismál að skatta öll börn jafnt. Ólafur Ragn- ar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráðherra, segir það óskynsamlegt að taka blaða- og merkjasölu barna og unglinga inn í skattkerfið af hörku. Það sé liður i uppeldi að selja blöð og merki. DV-mynd GVA Friörik Sophusson Qármálaráðherra: Sanngirnisntál að skatta sölubörn - segir þaö ekki á sínu valdi að hefla skattlagninguna Þúsundir sölubarna veröa frá og með næstu áramótum krafln um staðgreiðsluskatt af þeirri þóknun sem þau fá fyrir störf sín. Um er að ræða börn sem annast blaðburð og blaðasölu á vegum dagblaðanna. Bamaskattur þessi er flatur, nemur 6 prósentum á mánuði. Enginn per- sónuafsláttur kemur á móti þar sem börn, yngri en 16 ára, hafa ekki skatt- kort. Að sögn Garðars Valdimarssonar ríkisskattstjóra hafa skattayfirvöld barist fyrir því að koma á þessari skipan mála hvaö varðar blaðburð- arbörn hjá útgáfufyrirtækjum allt frá því að staðgreiðslukerfið var tek- ið upp 1988. Það er fyrst nú sem end- anlega er ákveðið að hrinda málinu í framkvæmd. Samkvæmt úrskurði skattayfir „Mér hefur alltaf fundist það ós- kynsamlegt að taka blaöa- og merkja- sölu krakka og unghnga inn í hið opinbera skattakerfi með einhverri hörku. Hér á landi er það hður í uppeldi bama og unglinga að vinna sér inn peninga með því að selja blöð og merki,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi fjármálaráð- herra. Ólafur segir það oft hafa komið til umræðu meðal embættismanna að krefja börn og unglinga um stað- greiðsluskatt af blaða- og merkjasölu eins og skattayfirvöld áforma núna. Að sögn Ólafs lagðist hann hins veg- „Það er margra áratuga hefð fyrir þeirri tilhögun sem er á happdrættis- og merkjasölunni. Að breyta þessari hefð er póhtísk ákvörðun sem ekki verður tekin nema af fjármálaráð- herra. Mér sýnist það ekki skynsam- legt fyrir hið opinbera að draga úr sjálfsbjargarviðleitni fólksins í land- inu með óþarfa skrifræðistilburð- um,“ segir Helgi Hjörvar, fram- kvæmdastjóri Blindrafélagsins. Bhndrafélagið hefur að undan- fömu staðið fyrir sölu happdrættis- miða í fjáröflunarskyni. Að sögn Helga taka að jafnaði um 100 manns þátt í slíkum fjáröflunaraðgerðum félagsins, þar af um helmingurinn börn. Til þessa hefur sölufólkið feng- ið að njóta sölulaunanna að fullu. Samkvæmt ákvöröun skattayfir- valda verður hins vegar innheimtur staðgreiðsluskattur af sölubörnum um áramótin. Tilkynning þessa efnis hefur þegar borist fjölmiölum sem hafa fjölda barna á sínum vegum í útburði og sölu og þykir næsta víst valda verða útgáfufyrirtækin fram- vegis krafin um skil á 3,2 prósenta tryggingargjaldi vegna hvers barns og að auki verður þeim gert skylt að senda hverju barni launamiða mán- aðarlega. Sama á við um þá fuhorðnu sem stunda blaðburð, merkja- og happdrættismiðasölu og annað í þeim dúr. Að sögn Garðars hafa skattayfir- völd ekki sérstaklega fjallað um mál annarra sölubama sem tekið hafa þátt í fjáröflun fyrir líknarfélög og íþróttafélög gegn þóknun en hann telur að um þau gildi hið sama. Eng- in heimild sé til að undanþiggja þau staðgreiðslu skatta. Um fjölda þess- ara barna er ekki vitað en ljóst er að þau skipta þúsundum. Ekki skiptir máli hver upphæðin er sem bömin vinna sér inn með ar gegn öllum slíkum áformum í tíð sinni sem fjármálaráðherra enda hafi hann ætíð verið andvígur slíkri skattheimtu. „Sjálfur seldi ég blöð og merki þeg- ar ég var strákur á ísafirði. Dætur mínar hafa líka gert þetta og fjöl- margir aðrir. Á sama hátt er það háttur í íslensku þjóðfélagi að áhuga- mannasamtök af ýmsu tagi afla sér fjár með merkjasölu. Að ráðast á þetta með einhveijum reglustiku- aðferðum skattkerfisins er hvorki skynsamlegt né í samræmi við dýr- mæta eiginleika í íslensku þjóðfé- lagi,“ segir Ólafur Ragnar. að sama krafa verði gerð til annarra sölubarna. Að sögn Helga munu hknarfélög óhjákvæmilega verða fyrir tekjutapi ákveði fjármálaráðherra að inn- heimta staðgreiðsluskatt af þeim sem selja merki og happdrættismiða. Til að vega upp á móti því verði þá að koma bein framlög úr ríkissjóði. Helgi óttast enn fremur mikið pappírsflóð komi til þess að fylla verði út launamiða og innheimta staðgreiðslu af öllum þeim sem leggja fyrir sig sölu. Sem dæmi nefn- ir Helgi að sumir selji einungis 3 til 5 happdrættismiða og fái fyrir það 360 til 600 krónur. Þrátt fyrir að upp- hæðin sé óveruleg yrði að setja við- komandi á launaskrá og greiða skatt og tryggingagjald af þessu. „Auk barna er nokkuð um að ör- yrkjar taki þátt í sölunni. Þeir munu örugglega hætta þessu til að koma í veg fyrir skerðingu á örorkubótun- um,“ segir Helgi. „Lögin ákveða hvemig skattleggja skuli. Þess vegna er það ekki á mínu valdi að ákveða hvort þessi skatt- heimta hefst um áramót eða ekki. Mér skilst að niðurstaða þeirra sem starfa að skattamálum sé sú að það eigi ekki að fara öðru vísi með laun þeirra sem bera út blöð en önnur laun í landinu," segir Friðrik Soph- usson fjármálaráðherra. Samkvæmt ákvörðun skattayfir- valda verður staðgreiðsluskattur dreginn af launum blaðsölubarna frá og með næstu áramótum. Ákvörðun þessi byggist á túlkun skattalaga og samkvæmt þeim ber einnig að inn- heimta skattinn af þeim börnum sem selja merki og happdrættismiða fyrir líknarfélög og önnur félagasamtök. Að sögn Friðriks er það sanngirnis- mál að skatta böm og unghnga jafnt. í því sambandi bendir hann á að börn og unglingar sem vinni við verslunarstörf eða í fiskvinnslu greiði 6 prósent af sínum launum í staðgreiðsluskatt. Til þessa hafi blað- burðarbörn hins vegar ekki greitt skatta þótt launin séu jafn há. „Ég hygg að þetta sé ástæðan fyrir því að skattayfirvöld telji aö það eigi að fara eftir lögunum. Ég vil taka það fram að þetta byggist ekkert á ákvörðun fjármálaráðherra. Þetta byggist alfarið á lögum. Eina breyt- ingin núna er að það hefur verið ákveðið að framfylgja lögunum. Þaö heföi kannski átt að gera það frá 1988 að staðgreiðslulögin voru sam- þykkt," segir Friðrik Sophusson. blaða- eða merkjasölu. Barn sem sel- ur til dæmis fimm dagblöð og fær fyrir það 132 króna þóknun þarf að greiða tæplega 8 krónur í skatt. Vegna þessarar skattlagningar og greiðslu þarf að útbúa launamiða í þríriti, standa skattstofmn skil á staðgreiðsluskatti og útfyha aðra þá pappíra sem fylgja hveijum laun- þega. Upphæðimar sem um ræðir eru þó oftast nær einungis nokkur hundruð krónur á mánuöi. í samtölum við DV hafa ýmsir for- svarsmenn blaða og líknarfélaga lát- ið í ljós miklar áhyggjur af ákvörðun skattayfirvalda. Bent er á að mikil skriffmnska leiði af sér mikinn kostnað fyrir þessa aðila á sama tíma og ávinningur ríkissjóðs af skatt- heimtunni sé óverulegur. Stuttar fréttir Of háttraforkuverð Samtök fiskvinnslustöðva krefjast lækkunar á raforku- verði. Skv. RÚV greiða fisk- vinnslufyrirtæki allt að 7 sinnum hærra verð fyrir raforku en önn- ur stóriðj ufyrirtæki. Samþykki fyrfr aðgerð Sjúklingar á Kvennadeild Landspítalans eru beðnir um að undh-rita samþykki fyrir aðgerð. Þannig er m.a. reynt að koma í veg fyrir skaðabótamál vegna misskilnings um aðgerðina. Mbl. greindi frá þessu. Rannsóknarkrafist Sýslumaðurinn á Akranesi hef- ur farið fram á það við RLR að könnuð verði skráning fuhtrúa embættisins á yfirvinnu. Sjón- varpið greindi frá þessu. Reglur umkattahald Ákvæði um kattahald hefur verið bætt inn í reglur um hunda- hald á Reyðarfirði. Nú er bæj- arbúum óheimilt að hafa á heim- ih fleiri en tvo ketti Sjónvarpið gremdi frá þessu. Heiðursmenn á háium ís Samkeppmsstofnun hefur ósk- að skýringa á ummælum for- stjóra SH um að heiöursmanna- samkomulag sé í gildi mihi SH og íslenskra sjávarafurða. Taliö er að slíkt samkomulag brjóti gegn samkeppnislögum. Föisúðgrænkort Töluvert hefm verið um fölsuð græn strætókort í haust. Tírainn greindi frá þessu. Bensíngjald hækkar Ríkisstjómin hefur að höfðu samráði við aðila vinnumarkað- arins ákveðið að veita 3,5 millj- arða ki'óna til aukinna vegafram- kvæmda í þéttbýli á næstu 5 árum. Helmingi kostnaðar á að mæta með hækkun bensíngjalds. Magnús Jónssson, varaþing- maðtir Alþýðuflokksins, vhl að Guðmundur Árni Stefánsson segi af sér sem ráðherra til að forða flokknum frá frekari niðurlæg- ingu. Þetta kemur ffarn í Alþbl. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi Qármálaráöherra: Liður í uppeldi að selja blöð og merki - óskynsamlegt að taka blaðsöluböm inn í skattakerfið Innheimta staðgreiðsluskatts af sölubömum: Pólitísk ákvörðun fjármálaráðherra - segir Helgi Hjörvar, framkvæmdastjóri Blindrafélagsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.