Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 Stuttar fréttir Útlönd 59 látnir og rúmlega 70 saknað á Ítalíu: Neyðarástand á flóðasvæðunum Heimfyrkjólsn Bandarílgastjóm hefur ákveöiö aö kalla heliring herliös síns heim frá Haítí fyrir jólin. Chiraclofaroglofar Jacques I Chirac,forseta- frambjóöandi í FrakMandi, lofar Frökkum þjóöarat- kvæðagreiðslu um evrópska myntbandalag- iö verði hann forseti. Ekki var ætlunin að kjósa um máliö. Verja Sarajevo Herþotur NATO fljúga nú dag- lega yfir Sarajevo til að koma í veg fyrir að bardagamir í Bosníu nái þangað. Enginvopnaðvestan Bandaríkjastjórn neitar að hún standi að baki leynilegri vopna- sölu til múslíma í Bosníu. Stríðsglæparéttarhöld Réttarhöld hófúst yfir meintum stríðsglæpamanni frá Serbíu í Haag i Hollandi í gær. Norður-Kórea í sátt? Norður-Kóreumenn verða teknir í efnahagssamstarf Asíu smíði þeir ekki kjamavopn. Blökkumennfáland Stjóm Suður-Afríku viU aö blökkumenn fái aftur land sem hvftir menn hafa tekiö. Forseti á sigurbraut Fyrstu tölur enda til aö Jo- aquin Chiss- ann, forseti Mósambík, fari með sigur af hólmi í nýaf- stöðum kosn- ingum. Treg- lega geng- ur að telja. Sögur em um svik í kosningunum en alþjóöegir eftir- Utsmenn neita því. Slagurí Líberiu Átök hafa enn á ný blossaö upp í Líberíu. Stjórnarherinn á í höggi viö hópa byssumanna. Ráðherraiembætti Nýr forsætisráöherra tekur formlega við völdu á Haítí í dag. Bræðrabylta í Svíþjóð Fylkingar já- og neimanna standa nú jafnt að vígi I barátt- unni um hylli sænskra kjósenda fyrir þjóöaratkvæðiö um inn- gönguna í EBS. IKEA-maður nasisti? Stofnandi og forstjóri IKEA i Svíþjóð er sakaður um stuðning vlð nasista á sínum yngri ámm. Þýskur togari tekinn Norska strandgæslan tók þýsk- an togara í landhelgi í gær. Gjafaféstolið? Milljónir af norsku gjafafé, sem fara átti til Palestínu, eru horfnar sporlaust. MóðirTeresa ötuðauri í nýrri breskri heim- ildarmynd em brigöur bomar áaöMóðirTer- esa sé slíkt gæðablóð sem af er látið. í myndinni er trú almennings á gömlu konuna skýrö sem sambland af „fiöl- miölabrellum og hindurvitnum miöalda". Reuter, TT og NTB 'v Skíturinn f lýgur en tollir ekki á Clinton „Atvinnulausum fækkar, hallinn á ríkissjóöi minnkar og heimurinn er öruggari staður nú en fyrir nokkrum mánuðum," hrópar Bill Clinton Bandarikjaforseti yfir kjós- endur á hverjum framborösfundin- um á fætur öðrum. Þetta virðist þó koma fyrir lítið því allt stefnir í að demókratar, flokksmenn forseta, tapi meiri- hluta í báðum deiidum Bandarikja- þings í dag. Repúblikanar hafa ekki haít meirihluta í báöum deildum samtímis frá árinu 1954. Nú benda skoðanakannanir ein- dregiö til aö forsetinn veröi að kijást viö óvinveitt þing þaö sem eftir er kjörtímabilsins. Seinasta von demókrata er að kjósendur hlusti á forsetann og trúi oröum hans um nýtilkomna sælu og vel- megun. Flestir þeirra sem nú ganga aö kjörborðinu hafa ekki orðið var- ir við mikla breytingu til batnaöar í stjómartíð Ciintons. Kosningabaráttan hefur verið óvenju ruddaleg. Þingmenn láta Bill Clinton i kosningaham. ekkert tækifæri ónotaö til að ata keppinauta sína auri. Menn em sakaðir um eiturlyfianeyslu, fram- hjáhald og fjársvik. Forsetinn er sakaöur um aö hafa áreitt unga konu kynferðislega en þaö hefur ekki hrifið. Svo virðist sem Bandaríkjamenn fyrirgefi Clinotn umfram aðra menn aö vera nokkuð upp á kven- höndina. Skiturinn viO því ekki tolia viö forsetann þótt óspart sé klíntOgkastað. Reuter Björgunarsveitarmenn hafa unniö baki brotnu viö að leita aö hkum eft- ir mestu flóð sem hafa orðið á Norð- ur-ítaliu í áratugi og í gær var tala láfinna komin í 59. Ríkissjónvarpið sagöi hins vegar að látnir væm farn- ir að nálgast hundraðið. Búist er við að ríkisstjórnin lýsi yfir neyðará- standi á svæðinu þegar hún ræðir aðstoð við flóðasvæðin á fundi í dag. Tugir heimila grófust undir aur- skriöum og þúsundir fóm undir vatn þegar ár í fjallahéraðinu Piedmont í norðvesturhluta landsins flæddu yfir bakka sína. Á þremur dögum mæld- ist rigningin 60 sentímetrar. Stjómvöld hafa sætt harðri gagn- rýni fyrir seinagang. Hróp vora gerð að Shvio Berlusconi forsætisráð- herra þegar hann heimsótti flóða- svæðin í gær. Sjötíu og þriggja er saknað í Pied- mont og tveggja til viðbótar.á Lang- barðalandi þar sem Pó, stærsta fljót Ítalíu, flæddi yfir bakka sína við bæinn Pavia. „Viö eigum litla mögu- „Ég grátbið hvern þann sem heldur vemdarhendi yfir morðingjanum að segja til hans,“ segir Gina Watling, unnusta Johns Penfolds, unghngs- phts sem um helgina var drepinn í verslun í Lundúnum fyrir tvo smá- peninga. Morðinginn komst undan með ránsfeng sinn, tvo fimmtíu pensa peninga. Þaö er jafnvirði ríf- lega hundrað íslenskra króna. Morðið hefur vakið þjóöarathygh í Bretlandi og þykir með ólíkindum að saklaus unghngur skuli myrtur viö vinnu sína í fjölsóttri verslun á háannatímanum. Penfold heitinn var lærlingur í versluninni. Hann var að telja skipti- mynt á búðarborðinu þegar morð- ingjann bar þar að. Maðurinn þóttist ætla að kaupa snakk en þegar hann sá peningana dró hann umsvifalaust upp lítinn eldhúshníf og stakk Pen- fold í hjartastað. Pensin tvö láu þá á búðarborðinu og hljóp maðurinn út með þau. Úti beið hans maður á bíl og saman óku þeir á brott. Viðstaddir fengu ekkert aö gert og var morðinginn á bak og burt á augabragði. Allar tílraunin th að bjarga hfi Pen- folds reyndust árangurslausar og lést hann áður en sjúkrabhl kom á staðinn. Lögreglan hefur nú upplýst að morðinginn hafi fyrr um daginn rænt afgreiðslumenn í átta verslun- um. Hann hafði yfirleitt aðeins smá- peninga upp úr krafsinu hverju sinni. Telur lögreglan að hann hafi þó verið búinn að nurla saman ríf- lega þúsund pundum yfir daginn. „Við munum ekki láta staðar num- ið fyrr en þessi maður er kominn bak við lás og slá,“ segir Chris Burke, lögreglufuhtrúi sem stjórnar rann- sókn málsins. „Þessi maður er stór- hættulegur og við höfum fuha ástæðu til að ætla aö hann láti fljót- lega th skarar skríða að nýju. Hann hefur þegar myrt einn mann full- komlega að thefnislausu og er vís til að gera það aftur.“ Gina Watling kom fram á blaðamannafundi í gær og hét á Breta að finna morðingja Johns Pnefolds, unnusta síns. Penfold var myrtur við vinnu sína í verslun í Lundúnum af manni sem hafði fengið augastað á smápeningum i höndum hans. Símamynd Reuter Bjorgunarsveitarmenn virða fyrir sér rústir húss eftir flóðin á Ítalíu. Simamynd Reuter leika á að finna fóikið á lífi,“ sagði talsmaður siökkviliösins. Skemmdir af völdum náttúruham- faranna em metnar á 260 mihjarða íslenskra króna og búist er við að Piedmont-hérað verði ekki samt og áðurfyrreneftirrúmtíuár. Reuter Víðtæk leit bresku lögreglunnar að samviskulausum hnífamorðingja: Myvti ungling fyrir smápeninga í búð - morðinginn sá aurana á búðarborðinu og stakk afgreiðslumanninn í hjartað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.