Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 4
Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 Fyrirhuguð sala á Jóhanni Gíslasyni hitamál á Suðurlandi: Ekkert svar frá Lands- bankanum við erindinu - segir einn þeirra sem gerðu tilboð í kvótann „Viö höfum enn ekki fengið neitt svar við erindi okkar og okkur finnst þetta mjög undarleg framkoma hjá Landsbankanum. Reyndar hef ég það á tilfinningunni að það hafi verið búið að ákveða þetta allt fyrirfram,“ segir Jóhann Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskivers hf. á Eyrar- bakka, sem var eitt þeirra fyrirtækja sem gerðu tilboð í togarann Jóhann Gíslason ÁR til Landsbankans. Eins og DV skýrði frá í sumar var um það breið samstaða á Suðurlandi aö halda skipinu og kvótanum á svæðinu. 12 fyrirtæki á Suöurlandi gerðu Landsbankanum tilboð í tog- arann ásamt kvóta hans. Meitillinn hf. sem er eitt þessara fyrirtækja ætlaði að kaupa skipið ásamt 20 pró- sentum af kvóta hans. Hin fyrirtækin sem stóðu að tilboðum voru frá Vest- mannaeyjum, Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Stjóm Meitilsins hætti svo við kaupin sl. föstudag vegna þess að kvóti átti ekki að fylgja með í kaupunum og skipið var, að þeirra mati, þar að auki alltof dýrt. „Formlegi tilboðsgjafinn, Meitill- inn, gekk frá sínu tilboði og þá snúa menn sér að næsta tilboðsgjafa sem eru Norðlendingar. Meitillinn var til- boðsgjafi, hvernig svo sem Meitillinn hefur haft undirverktaka í þessu, það get ég ekkert dæmt um,“ segir Sverr- ir Hermannsson, bankastjóri Lands- bankans. „Það er ekki rétt að við séum ein- hverjir undirverktakar. Meitillinn var bara einn þeirra sem bauð í kvót- ann. Við vorum að bjóða í þetta sjálf- stætt. Ég hélt nú að okkar fyrirtæki væri ekki svo illa statt gagnvart Landsbankanum að ekki heföi verið hægt að skoða þetta. Við vomm bún- ir að ræða viö bankastjórann á Sel- fossi sem ætlaði að vera okkur hlið- hollur. Það virðist ekki vera að þeir hafi nokkur völd hérna. Það virðist koma skipun um þetta úr Reykja- vík,“ segir Jóhann. Annar viðmælenda DV, sem hefur komið að þessu máh, segir það und- arlegt ef Landsbankinn hafi htið á fyrirtækin sem undirverktaka að bankinn hafi kallað eftir gögnum frá fyrirtæKjunum vegna málsins. Þaö kæmi iha heim og saman við þá skoð- un að fyrirtækin væru undirverk- takar Meitílsins. Samkvæmt heimildum DV eru norðlensku fyrirtækin sem um ræðir á Grenivík og Húsavík. Jóhann Gíslason ÁR var í eigu Ámess hf. en Kirkjusandur keypti af því skipið í maí sl. Togarinn hefur verið gerður út af Samheija hf. á Akureyri sam- kvæmt leigusamningi en sá samn- ingur rann út í september. Krataprófkjör: Tveir í framboði um tvö sæti PrófKjör AlþýðufloKKsins í VesturlandsKjördæmi verður haldiö næstKomandi laugardag. Kosið er um tvö efstu sætin. Tveir menn era i framboði og viija báö- ir í fyrsta sætið. Þetta eru þeir Gísli S. Einarsson alþingismaður og Sveinn Þ. Elin- bergsson, aðstoðarskólastjóri í Ólafsvik. Búist var við miklu meiri þátt- töku og hefur verið unnið að því að fá fleiri til að gefa kost á sér, en án árangurs. Sveinn Hálfdán- arson í Borgamesi hætti við að gefa kost á sér. Sveinn sagði í samtali við DV, eftir að hann tók þá ákvörðun, að ástæðan fyrir því væri algert áhugaleysi hjá fólki í kjördæminu fyrir prófkjörinu hjá flokknum. fe'riilf Baráttan stendur um togarann Jóhann Gíslason AR frá Þorlákshöfn. Salan á Jóhanni Gíslasyni frá Þorlákshöfn: Þingmenn og sveitarstjórn f unda í vikunni „Bankinn rýrir öll sín veð með því að standa að þessari sölu á skipinu. Það veikir Þorlákshöfn sem útgerð- arstað og rýrir eignir á staðnum. Við megum ekki endurtaka söguna með Bjarna Herjólfsson sem var seldur norður í land með 90 ársstörfum," segir Guðni Ágústsson alþingismað- ur vegna fyrirhugaðrar sölu á togar- anum Jóhanni Gíslasyni ÁR frá Þor- lákshöfn. Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra og fyrsti þingmaður Suðurlands segir að hann hafi þegar óskað eftir fundi þingmanna Suður- landskjördæmis með sveitarstjórn Ölfushrepps. „Ég er þegar búinn að tilkynna þingmönnum að ég óski eft- ir þessum fundi og hann verður í þessari viku,“ segir Þorsteinn. „Málið er mjög einfalt hvað okkur varðar. Við erum hættir við þessi kaup. Við kaupum ekki skipið á þessu verði. í tilboði bankans var ekki gert ráð fyrir að neinn kvóti fylgdi. Það átti að vera ákvæði um að við heföum forkaupsrétt að 20 prósentum kvótans eftir 2 ár sem stenst engan veginn að minu mati,“ segir Pétur Olgeirsson, fram- kvæmdastjóri Meitilsins. I dag mælir Dagfari Framsókn á móti konum Framsóknarmenn völdu framboðs- lista sína í tveim kjördænjum um helgina. Annars vegar á Austur- landi og hins vegar í Reykjavík. Framsóknarmenn efna ekki til prófkosninga. Þeir hafa lært af reynslu annarra flokka og þá eink- um sjálfstæðismanna, ‘sem lenda í því aftur og aftur að kjósendur taka upp á því að velja lista sem ekki eru í samræmi við það sem flokkn- um er fyrir bestu. Þannig felldu sjálfstæðiskjósendur tvo af þing- mönnum sínum um helgina, þá Salome og Eggert Haukdal, og heföu raunar gert það líka í Reykja- vík ef einhver hefði fengist til að gefa kost á sér á móti sitjandi þing- mönnum. Það var sjálfstæðisþingmönnum í höfuborginni til happs að aðrir frambjóðendur voru fáir og smáir og raunar svo lítillátir að þeir báðu um að vera kosnir í öftustu sæti. Það kom líka á daginn að þeir fögn- uðu því ákaft þegar þeir lentu í neðstu sætum og töldu þaö mikinn sigur fyrir sig. Nei, framsóknarmenn taka enga áhættu þegar þeir stilla upp listum sínum og forðast að leita ráða hjá Kjósendum. Þeir hafa hins vegar valið sér fulltrúaráð í hverju Kjör- dæmi sem er valinKunnur hópur manna sem hafa þaö eitt að leiðar- ljósi sem er best fyrir flokkinn. Þannig tekst framsóknarmönnum að hafa fulla stjóm á framboðsmál- um sínum án afskipta þeirra sem síðar eiga að kjósa Framsóknar- flokkinn í almennum kosningum. Þessi varúð framsóknarmanna stafar einkum af því aö þeim er iUa við konur. Þeir vilja ekki konur inn á listana nema í þau sæti sem kon- ur geta ekki gert flokknum neinn skaða. Á Austurlandi era fram- sóknarmenn frægir fyrir massífa karlalista enda fer formaður flokksins þar fyrir liðinu og leyfir ekkert múður. Kona að nafni Kar- en var höfð þar í þriðja sæti í síð- ustu kosningum, svona upp á náð og miskunn, en Framsóknarflokk- urinn galt fyrir það í kosningunum og kom ekki nema tveim mönnum að. Það gekk auðvitað ekki lengur og nú var ákveðið í fulltrúaráði flokksins, væntanlega með vitund og vilja formannsins, að bæta um betur og koma karli í þriðja sætið. Karen var aftur á móti boði að taka sjöunda sæti, meðan læknisfrú af Seltjarnarnesinu var boðiö að setj- ast í fjóröa sætiö upp á punt. Karen hefur sagt sig úr flokknum eftir að hafa loksins áttað sig á því að það var aldrei meiningin að kona kæmist til áhrifa hjá fram- sóknarmönnum á Austurlandi. í Reykjavík höföu þeir skoðana- könnun í fulltrúaráðinu og þar var kona að nafni Ásta Ragnheiður að gera sér vonir um að komast í ann- að sæti listans. Konur reyna nefni- lega ekki við fyrstu sætin. Þau era frátekin fyrir karla. Á Reykjanes- inu era tvær konur svo vitlausar að sækjast eftir fyrsta sæti, en full- trúaráðiö í Keflavík ákvað sam- stundis að lýsa yfir stuðningi við karl í það sæti og gengur nú maður undir manns hönd að koma í veg fyrir þau ósköp að Framsóknar- flokkurinn í Reykjaneskjördæmi skipi konu í efsta sæti listans. Asta Ragnheiður reið ekki feitum hesti frá skoðanakönnuninni í Reykjavík. Hún lenti í þriðja sæti á eftir tveim körlum og segist ekki taka það sæti. Hún er hætt. Þó er á henni að heyra að hún hafi allan tímann átt von á þessum úrshtum og þau hafi ekki komið henni hið minnsta á óvart. Ásta Ragnheiður segist hafa lent í þýsk-íslenskri mulningsvél og hvemig svo sem það er útskýrt í Framsóknar- flokknum þá er næsta víst að þaö stóö aldrei til að kjósa Ástu Ragn- heiði í annað sætið og hún vissi það allan tímann. Hún var bara að stríða Framsóknarflokknum meö framboði sínu. Kannske það sé Uka skýring á þessum óförum kvennanna að þær eru of ungar. Og þær era heldur ekki nógu gamlar. Þær verða að vera mjög gamlar til að eiga sjens á þing. Lykilatriðið í sambandi við framboð kvenna er að vera á rétt- um aldri. Það segir Salome í Sjálf- stæðisflokknum. Hún ætlar að bjóða sig fram aftur þegar hún nálgast áttrætt. Það eiga maddöm- umar í Framsókn að hugleiða. Átt- ræðar maddömur í Framsókn er hugsanlega það sem fer þeim flokki best. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.