Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 Fólk í fréttum_______________ Ólafur Öm Haraidsson Ólafur Örn Haraldsson fram- kvæmdastjóri, Frostaskjóli 79, hreppti annað sætið í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjavik. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík 29.9. 1947 en ólst upp á Laugarvatni. Hann stundaði nám við Héraðsskól- ann á Laugarvatni, viö Idrætshoj- skolen í Sonderborg í Danmörku 1963-64, var við þýskunám viö Goethe Institut 1966, lauk stúdents- prófi frá ML1968, B.Sc.-prófi í landa- fræði við HÍ1972 og MA-prófi í byggða- og skipulagsfræði frá Uni- versity of Sussex í Englandi 1973. Ólafur var stundakennari við Hagaskóla 1970-72 og við MR 1971-72, ráðgjafi hjá Hagvangi hf. 1973-80, framkvæmdastjóri þar 1980-85, framkvæmdastjóri innan- landsdeildar Útsýnar 1986-87, fram- kvæmdastjóri og einn eigenda Gall- ups á íslandi 1987-93 og rekur síðan eigin ráðgjafarþjónustu. Ólafur var framkvæmdastjóri fatasöfnunar RKÍ og Hjálparstofn- unar kirkjunnar, framkvæmda- stjóri umdæmisnefndar um samein- ingu sveitarfélaga á Suðurlandi, var framkvæmdastjóri landsmóts UMFÍ á Laugarvatni sl. sumar og vinnur nú að sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands. Hann samdi gamanþættina Jónas og Qölskylda fyrir Umferðarráð og áramótaskaup fyrir ríkissjónvarpið. Nú er að koma út eftir hann bókin Hvíti risinn sem fjallar um skíðaferð yfir Grænlandsjökul í fyrra þar sem hann var leiðangursstjóri. Ólafur var formaður nemenda- samtaka ML, sat í stjóm Landfræði- félags íslands í eitt ár, sat í stjórn og var formaður Félags íslenskra rekstrarráðgjafa 1981-85, sat í stjóm Rotaryklúbbsins Austurbær 1986-87 og hefur setið í stjóm Reykjavíkur- deildarRKÍ. Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Sigrún Jakobs- dóttir Richter, f. 29.6.1948, ritari, dóttir Jakobs Helga Richter skipa- smiðs og Gythu J.F. Richter hús- móður. Börn Ólafs og Sigrúnar eru Har- aldur Örn, f. 8.11.1971, lögfræðinemi við HÍ; Örvar Þór, f. 13.1.1975, nemi við VÍ; Haukur Steinn, f. 19.1.1983, nemi. Systkini Ólafs: Jóhanna Vilborg, f. 9.7.1946, sálfræðingur í Reykjavík; Matthías Björn, f. 24.4.1949, d. 9.3. 1981, háskólanemi; Þrúður Guðrún, f. 14.12.1950, húsmóðir og háskóla- nemi. Foreldrar Ólafs eru dr. phil. Har- aldur Matthíasson, f. 16.3.1908, fyrrv. menntaskólakennari á Laug- arvatni, og k.h., Kristín Sigríður Ólafsdóttir, f. 16.4.1912, kennari og húsmóðir. Ætt Meðal systkina Haralds má nefna Steinunni, móður Gests Steinþórs- sonar skattstjóra. Haraldur er son: ur Matthíasar, b. á Fossi í Hrana- mannahreppi, Jónssonar, b. á Skarði, Jónssonar, b. á Skarði, Gíslasonar, b. á Hæh, bróður Gests á Hæh, langafa Steinþórs Gestsson- ar, fyrrv. alþm. Móðir Matthíasar var Steinunn, systir Rósu, langömmu AlfreðsFlóka. Steinunn var dóttir Matthíasar, b. á Miðfehi, Gíslasonar, af Kópsvatnsætt. Móðir Haralds var Jóhanna Bjarnadóttir, b. í Glóru, Jónssonar, b. í Háholti, Ámasonar, b. í Há- holti, Eiríkssonar. Móðir Árna var Sigríður Guðmundsdóttir, systir Brynjólfs, langafa Þuríðar, móður Þorsteins Erhngssonar skálds. Móð- ir Jóhönnu var Guðlaug Loftsdóttir, b. í Austurhlíð, bróður Ingunnar, ömmu Guðrúnar á Skarði, langömmu Guðlaugs Tryggva hestamanns. Loftur var sonur Ei- ríks, ættfóður Reykjaættar, Vigfús- sonar. Bræður Kristínar: Ólafur, ís- lenskukennari í MR, og Haraldur, Sigurður og Bragi, forstjórar Fálk- ans hf. Kristín er dóttir Ólafs, stofn- anda Fálkans, Magnússonar, b. á Ólafur Örn Haraldsson. Gih í Örlygshöfn, Sigurðssonar. Móðir Ólafs var Þórdís Jónsdóttir, smiðs í Miðhlíð, Bjamasonar og Kristínar Jónsdóttur, systur Gísla, langafa Árna Friðrikssonar fiski- fræðings. Móðir Kristínar var Þrúð- ur, dóttir Jóns Borgfjörð, snikkara í Ingólfsbrekku í Reykjavík, Gísla- sonar og Oddrúnar Samúelsdóttir. Afmæli Gísli Hallgrímsson Gísli Hahgrímsson, Heiðarvegi 2, Selfossi, er áttræður í dag. Starfsferill Gísh fæddist á Dalvík en fór eins og hálfs árs í fóstur að Hofsá í Svarf- aðardal til Bergs Jónssonar bónda þar og k.h., Óskar Rögnvaldsdóttur húsfreyju. Þar var Gísh alinn upp til sautján ára aldurs en fór þá til foreldra sinna á Dalvík og átti þar heimihtill941. Gísh stundaði sjómennsku og al- menn verkamannastörf. Hann var tvær vertíðir í Sandgerði, 1942 og 1943, en réðst vorið 1944 til Kaupfé- lags Ámesinga og var þar mjólkur- bílstjóri til 1951. Gísh starfaði í tvö ár við írafossvirkjun, einkum við akstur, var síðan við keyrslu á Keflavíkurflugvelh frá 1953 í eitt og hálft ár er hann fór aftur til sjós. Hann fluttist norður á Siglufjörð 1957 og stundaði þar sjómennsku en varð síðan starfsmaður Síldarverk- smiðju ríkisins th 1971. Þá flutti Gísli til Vestmannaeyja og starfaði þar í fiskverkun fram að gosi, í árs- byijun 1973. Hann flutti á Seltjam- arnesið er gosið hófst í Eyjum og starfaði hjá ísbiminum stuttan tíma en flutti á Selfoss í árslok 1973 og hefur búið þar síðan. Gísli hefur starfað hjá Kaupfélagi Ámesinga eftir að hann kom á Selfoss, lengst afípakkhúsi. Fjölskylda Kona Gísla var Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 16.7.1918, húsmóðir, enhúnerlátin. Gísh og Sigríður eignuðust sex börn. Þau eru: Rögnvaldur, f. 1943, trésmiður í Reykjavík, kvæntur Sig- ríði Andersen húsmóður, þau eiga saman tvö böm, auk þess sem hann átti fyrir tvö böm og hún önnur tvö; Svanhildur, f. 1949, húsmóðir í Vestmannaeyjum, gift Róbert Sigur- mundssyni trésmið, þau eiga fimm börn; Hansína, f. 1951, húsmóðir og lengi verslunarstjóri í Karnabæ, búsett í Garðabæ, hún á eina dóttur og er sambýlismaður hennar Ólafur Egilsson lögregluþjónn; Sigurður, f. '1953, drukknaði á Siglufirði á barns- aldri, og Sigríður, f. 1957, húsmóðir í Færeyjum, gift Marteini Hósini, sjómanni í Klakksvík, þau eiga þijú börn. Gísli átti sjö systkin: Stefán, f. 1911, lengst af sjómaður í Hafnarfirði, átti Dagbjörtu Pálsdóttur sem erlátin, þau eignuðust einn son sem lést af slysforum á barnsaldri; Jónas, f. 1912, verkamaður á Dalvík; Guðrún, f. 1918, verkakona á Dalvík, hún á tvo syni; Kristinn, f. 1922, lengst af sjómaður og síðar verkamaður á Eskifirði, kvæntur Jóhönnu Guðna- dóttur, þau eiga fimm börn; Guð- laug, f. 1924, húsmóðir á Svertings- stöðum í Eyjafirði, gift Haraldi Sig- urgeirssyni, b. þar, og eiga þau átta böm; Rósa, f. 1926, húsmóðir í Bandaríkjunum, gift Michael Haag vélstjóra; Maríanna, f. 1928, d. 1980, húsmóðir, hún var gift Jóni Krist- inssyni skólasfjóra og eignuðust þau fiögurbörn. Foreldrar Gísla voru Hahgrímur Gíslason, sjómaður á Dalvík, og kona hans, Hansína Jónsdóttir. Gisli Hallgrímsson. Ætt Hahgrímur var sonur Gísla, sjó- manns á Dalvík, Sigurðssonar og Sólveigar Hallgímsdóttur. Hansína var dóttir Jóns Hansson- ar og Önnu Björnsdóttur, b. á Syðra-Garðshorni í Svarfaðardal. Gísli tekur á móti gestum á Hótel Selfossi sunnudaginn 13.11. n.k. kl 15-18. dClllCi: 99 •56*70 Tilkynning Eftirtalin sveitarfélög hafa tilkynnt félagsmálaráðuneytinu þá ákvörðun sína að greiða húsaleigubætur á árinu 1995 skv. ákvæðum laga um húsaleigubætur nr. 100/1994: Aðaldælahreppur, Arnarneshreppur, Dalvíkurbær, Eyrar- bakki, Fellahreppur, Hafnarfjörður, Hofshreppur, Garða- bær, Grindavík, Mosfellsbær, Neskaupstaður, Reyðarfjarð- arhreppur, Reykholtsdalshreppur, Reykjavík, Sauðárkróks- kaupstaður, Selfoss, Seltjarnarnes, Stokkseyri, Súðavíkur- hreppur, Sveinsstaðahreppur, Tálknafjarðarhreppur, Torfa- lækjarhreppur, Vopnafjörður, Þingeyrarhreppur, Öxarfjarð- arhreppur. Félagsmálaráðuneytið, 7. nóvember 1994 95 ára 60 ára Engilbert Runólfsson, Borgarbraut 65, Borgamesi. Sigríður Jónsdóttir, Hlíöarvegi 54, Njarðvik. Aðalheiður Óskarsdóttir. or Hólagötu41,Vestmannaeyjum. 0ða,a Ólafur Sieurðsson. Sigvaldi Gunnlaugsson, KirkjuvegilO, Dalvík. Grýtubakka 6, Reykjavík. Guðmundur Þorsteinsson, Hialtabakka 2, Reykjavík. 80 ára Guðbj artur Þorsteinsson, Asparfelh 4, Reykjavík. Bertha María Guðmundsdóttir, Fáfnisnesi 14, Reykjavflt. Egilsgötu 24, Rey kjavík. 2 ‘tO o h- 50 ára Jónas Þórólfsson, Syöri-Leikskálaá, Ljósavatns- hreppi. Soffía Bjarnadóttir, Hólmgarði 15, Reykjavík. Sóiey Friðfínnsdóttir, Njálsgötu 69, Reykjavík. Hermann Hcrmannsson, Krosshóh, Hraungerðishreppi. Ágúst Mars Valgeirsson, Torfufehi 35, Reykjavík. Snorri J. Evertsson, VíöihhðSl. Sauðárkróki. Jóhanna Bogadóttir, Hjarðarhaga 48, Reykjavík. Jens Gíslason, Fannafold 170, Reykjavik. Pétur Jónsson, Eiríksgötu 25, Reykjavík. Margrét B. Birgisdóttir, Úthlíö 11, Reykjavík. Hörður Kóri J óhannesson, Vesturgötu 24, Akranosi. Þórdís Baldursdóttir, Brekkubyggð 30, Blönduósi. Sigriður Björk Þórðardóttir, Miðvangi 147, Hafnarfirði. Hallhjörn Þráinn Ágústsson, Jörfabakka26, Reykjavík. Elín Guðrún Tómasdóttir, Syðri-Ingveldarstöðum, Skarðs- hreppi. Guðný Guðmundsdóttir, Flúðaseh 67, Reykjavík. Magnea Guðný Róber tsdóttir, Marargötu 7, Grindavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.