Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.11.1994, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 8. NÓVEMBER 1994 15 Kennarafrí eða nemendafrí? Ég veit ekki hve oft hefur þurft aö leiðrétta þann misskilning að kennarar séu aðeins að störfum þann tíma sem þeir eru með nem- endum sínum í kennslustundum. Þó skal það reynt í greinarkomi þessu. Árleg vinnuskylda kennara er 1800 stundir á ári. Vinnuskylda á starfstíma skóla er 1647 stundir á 36 vikum eða 45.45 klukkustundir á viku. Vikuleg vinnuskylda kenn- ara skiptist í kennslu, undirbúning kennslustunda, verkefna- og prófa- gerð, öflun bóka og gagna, úr- vinnslu verkefna og prófa, skýrslu- gerð, viötalstíma fyrir nemendur og foreldra, umsjón með bekk og kennara- og samstarfsfundi. A sumrin eða þegar skóhnn starfar ekki er kennurum skylt að skila 153 klukkustundum í námskeið, end- Kjallariim Guðrún Ebba Ólafsdóttir varaformaður Kennara- sambands íslands „Sífellt fleiri þættir eru settir inn í skólastarfiö án þess að á móti hafi kom- ið aukið kennslumagn heldur þvert á móti hefur fjármagn verið skorið nið- ur. „Vinnutími kennara er ekki eingöngu greininni. - 40 minútur í senn,“ segir m.a urmenntun og undirbúning fyrir kennslu. Starfstími skóla Samkvæmt reglugerð um starfs- tíma skóla er heimilt að veija allt að 12 dögum til annarra starfa en kennslu á hverju skólaári og það eru svokallaöir starfsdagar grunn- skóla. Þessir dagar eru notaðir til ýmissa undirbúnings- og skipu- lagsstarfa sem ekki rúmast innan bundinnar viðveru kennara. Auk þess getur fræðslustjóri heimilaö niðurfellingu á kennslu vegna námskeiða og fræðslufunda eins og gert er í tengslum við haustþing kennara. Ég skal fúslega viöur- kenna að nafnið er vihandi. Kenn- urum er skylt að vinna þessa daga og þess vegna er beinlínis rangt að kalla þá kennarafrí. Réttara væri að kalla þá frídaga nemenda. Kennarastarfið hefur breyst tölu- vert mikiö á undanfómum árum. Skýringa er fyrst og fremst að leita th aukins samstarfs við aðra er tengjast skólastarfmu, s.s. sér- kennara, sálfræðinga, námsráð- gjafa og síðast en ekki síst foreldra. Þá hefur einnig færst í vöxt að unnin sé skólanámskrá í skólunum og hún krefst aukinnar vinnu kennara og skólastjórnenda. Það er ekki einungis kennarastarfið sem slíkt sem hefur tekið breyting- um heldur skólakerfið í heild. Sí- fellt fleiri þættir eru settir inn í skólastarfið án þess aö á móti hafi komið aukið kennslumagn heldur þvert á móti hefur fjármagn verið skorið niður. Allt menntakerfið og stofnanir er tengjast því hafa mátt þola íjársvelti. Gæsluhlutverk og vinnutími Gæsluhlutverk grunnskólans hefur aukist gífurlega og sérstak- lega á þéttbýlissvæðum. Foreldrar gera þá kröfu th skólanna aö börn- in geti verið þar örugg undir um- sjón kennara flesta virka daga skólaársins. Kvartanir þeirra und- an nemendafrídögum eru skhjan- legar en það er ekki við kennara að sakast. Kennarasamband íslands hefur margítrekað nauðsyn þess að tekið sé tihit th þessa breytta og aukna hlutverks grunnskóla og kennara í kjarasamningum kennara. En vilji kennara nægir ekki einn og sér. Menntamálaráðherra sagði nýverið í blaðaviðtah við DV að hann hefði ekki séð ástæðu til að semja um breyttan vinnutíma enn þá. Þau orð eru með öllu óskiljan- leg og algerlega úr samhengi við stöðu grunnskólans í dag. Á ég þar ekki einungis við breytingu á skil- greiningu á vinnutíma kennara vegna fjölgunar kennsludaga og fækkunar svokallaöra starfsdaga skóla heldur einnig vegna einsetn- ingar grunnskólans sbr. lög um grunnskóla. Vinnutími kennara er ekki ein- göngu kennsla í 40 mínútur í senn. Það er jafnfáránlegt að halda því fram eins og að ætla að fréttamenn vinni eingöngu þær mínútur sem fréttir eru lesnar. Guðrún Ebba Ólafsdóttir Sjóvá styrkti þessa guðsþjónustu! Nú er kátt í kirkjunni; ríkisrekið þing hennar spjahar um heima og geima og háskalegan kjafthátt íjölmiðla og Reykjavíkurprófasts- dæmi (í fleirtölu) auglýsa „fjöl- breytt helgihald" í sjónvarpinu og einnig á íjórlita opnu í Morgun- blaðinu eins og sæmir stórfyrir- tæki á heimsmælikvarða. Það er kirkjuvika í prófastsdæmunum. Kjötbitar á kirkjuloftinu Um úrvahð af helgihaldinu má lesa í mhljón króna auglýsingu í Mogga helgina áður en ríkiskirkjan settist á rökstóla. Þar er boðið upp á ýmislegt: fyrirbænastund, mömmumorgna, kyrröarstund, tónhst, altarisgöngu, TTT starf, Ton-Sing unghngastarf, bænaguðs- þjónustu, kínverska leikfimi, spjah, kyrrð, íhugun, éndurnær- ingu, ungbarnamorgna, fóndur, sphamennsku, léttar leikfimiæf- ingar, dagblaöalestur og akstur fyrir þá sem vhja eins og hjá stjóm- málaflokkunum á kjördag. Texti við mynd af Dómkirkjunni hljóðaði svo: Miðvikudagur: Há- degisbænir kl. 12.10./Leikið á orgel frá kl. 12,/Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Undir úrvalið allt og herlegheitin stimpla: íslandsbanki, Eimskip, Sjóvá-Almennar, Skeljungur (merki fyrirtækjanna í ht eins og Kjállariim í þessum dúr: Við eigum samleiö; „kom þú og sjá“ því þú tryggir ekki eftir á hvorki á himni né jörð. Amen! Sjóvá kostaði gerð þessarar guðsþjónustu! Nema næsta skref þjóðkirkjunn- ar sé einkavæðing í anda sam- starfsfyrirtækjanna og jarðarfarir, fermingar og önnur aukageta verði Elskast við altarið kl. 12.10. Auglýs- ingar styrktaraðha frá kl. 12. Kon- íak í kórnum á eftir. Bænir og bridge fyrir þá sem það vhja. Einkavinavínbúðin hf. kostar gerð þessarar guðsþjónustu. Ekki segja Jesúsi! En þróunin ræðst af ýmsu. Eðh- Ulfar Þormóðsson rithöfundur kirkjumyndimar), og loks: Fastir liöir eins og venjulega. Elskist við altarið! Það ber að sjálfsögðu að fagna því að kirkjan skuli vera skriðin upp úr kofforti klæðskiptingsins og komin í viðhafnarföt með sínum hkum og öörum atvinnurekendum. Og óneitanlega verður spennandi að fylgjast með framhaldinu: Hvort ríkisprestamir muni segja sann- leikann og ljúka þá messum sínum „Það ber að sjálfsögðu að fagna þvl að kirkjan skuli vera skriðin upp úr koff- orti klæðskiptingsins og komin í við- hafnarföt með sínum líkum og öðrum atvinnurekendum. Og óneitanlega verður spennandi að fylgjast með fram- haldinu.“ boðin út á almennum markaði svo frjálshyggjan fái notið sín í undir- búningnum fyrir framhaldslífið. En þá er líka viðbúið að þegar Kirkja hf. hefur selt hlutabréfm í sér á almennum markaði verði hún að herða róðurinn í auglýsinga- mennskunni og auka „úrval af helgihaldi". Þá væri líka von á al- mennilegri kirkjusókn þegar aug- lýst dagskrá verður eitthvað á þessa leið: Miðvikudagur: „Kom þú og sjá!“ legt framhald þess sem gerst hefur nú væri að halda næsta kirkjuþing í Hruna. Höfuðviðfangsefni þings- ins ætti að vera tvöfalt siögæöi annarra (hinna). En th þess þyrfti að tryggja með heitum bænum að guð sjálfur léti það eiga sig, ef hann kynni að fá fréttir af hinum nýís- lenska þjóðkirkjusið, að segja syn- inum frá þessu, því það var víst hann sem ruddi um koh borðum víxlaranna í kirkjum fomaldarinn- ar. Úlfar Þormóðsson meðþeim „í fyrsta lagi tel ég að Alþingi eigi að taka af- stöðu th hval- veiða. Þaö hefur ekki gerst síöan 1983 þegar bann Alþjóða hvalveiði- QuAJAn GuðmumKson ráðsins var alþlngismaður. samþykkt með eins atkvæðis mun. Við eigum fremstu vísinda- menn á þessu sviöi og þeir hafa bent á að ákveðnir hvalastofnar þoli vel að úr þeim sé veitt. Ekki síst hrefnustofninn. Varðandi hvalveiðar eru mörg störf í húfi sem og verðmæti. Síðast þegar hvalveiðar voru stundaöar í at- vinnuskyni var verðmætið á ann- an mhljarð á núverandi verðlagi. Þarna voru 250 til 300 störf. Eg tel líka að hvalveiðibannið skapi ójafnvægi i hafinu. Hvölum íjölg- ar jafnt og þétt og talið er að þeir éti aht að milijón tonn af fiski á ári hér við land. Hvalatalningin, sem framkvæmd var hér við land fyrir nokkrum árum, sýndi gríö- arlega mikið af hval á slóðum viö landiö. Ef ég man rétt voru þaö á mihi 50 og 60 þúsund hvahr. Tal- ið er að þessu fjölgi eftir tegund- um um 5-10 prósent á ári. Slík íjölgun skapar ójafnvægi í lífrík- inu í kringum okkur og kemur niður á fiskstofnunum. Við eig- um ekki bara að hefja hrefnu- veiðar heldur líka úr þeim stofn- um sem við getum vísindalega sannað aö þoh þær. Ég hef flutt tillögu þar um á Alþingi, Hún var send ýmsum hagsmunaaðilum og voru umsagnir þeirra allra já- kvæðar. Því er það engin spurn- ing í mínum huga að við eigum að heíja hvalveiðar." Útíhött „Allt frá því aö Alþingi samþykkti að mótmæla ekki hval- veiðibanninu, hafa íslend- ingar farið óviturlega að ráði sínu. Fátt hefur orðið GuörunHelgadóHir þjóðfélaginu alþlnghimaður. dýrara heldur en þetta mál. Markaðir sem lokuðust í Þýska- landi og fleira eru dæmi sem sýna það. Málið er ósköp einfalt og sem betur fer fjölgar þeim sem skilja þaö. Þegar ísland átti þátt i að semja alþjóða hafréttarsáttmál- ann, var sett í þrjár greinum ákvæði um að hvahr séu, einir ahra jarðarbúa, sameiginlegauð- lind. Þá beri ekki að veiöa nema í álþjóðlegu samráöi. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur auðvitað verið sá aðhi er um þessi mál hefúr íjallað, en eins og allir vita sögðum við okkur úr því í ein- hverju reiðikasti. Ef við heföum hagaö okkur ööruvísi værum við fyrir löngu fari'n að veiða hrefnu. Enda er það á efa rétt að óhætt er að veiöa úr þehn stofni. Ég tel það óviturlegt að hefja nú hrefnu- veiðar án þess að hafa samráð við þar til bæra alþjóðlega stofnun. Nammco er það ekki. Auðvitað eigum viö engan kost annan, eins og utanríkisráðherra hefur bent á, og raunar sjávarútvegsráö- herra líka þó hann vilji ekki gangast við þvi núna, en að ganga aftur í Alþjóða hvalveiðiráðið. Og sem betur fer hefur þessi mál- staður loksins lokist úpp fyrir ýmsum þingmönnum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.