Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1994, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Fréttir Stuttarfréttir Friðrik Sophusson ármálaráðherra undirbýr lagafrumvarp: Blaðsölubörn verða undanþegin skatti - svarar ekki kostnaði að innheimta skatt hjá sölubömum líknarfélaga Friörik Sophusson fjármálaráö- herra hefur ákveöið að láta endur- skoða ákvæði laga og reglugerða um skattlagningu tekna hjá börnum yngri en 16 ára. Stefnt er að því aö endurskoðuninni verði lokið sem fyrst þannig að ráðherra geti flutt frumvarp á Alþingi síðar í þessum mánuði. Stefnt er að því að breyting- in komi til framkvæmda um næstu áramót. Fjármálaráðherra segir að helst komi til greina að breyta þeim lagagreinum sem ná til barna sem selja blöð, happdrættisndöa og merki í lausasölu. „Mér finnst varla svara kostnaði að innheimta skatt hjá merkjasölu- börnum og börnum sem selja happ- drættismiða fyrir liknarfélög og skattrannsóknarstjóri var reyndar búinn að segja mér að þeir myndu ekki eltast við að taka það inn í stað- greiösluna. Fjármálaráöherra hefur ekki heimild til að fella þennan skatt niður án lagabreytingar en hann get- ur sett reglugerð þess efnis að sumir séu undanþegnir staðgreiðslunni. Skattskyldan er hins vegar ekki póh- tísk ákvörðun ráðherra," segir Frið- rik Sophusson fjármálaráðherra. Reglugerð getur ekki undanþegiö sölufólk á vegum hknarfélaga frá skattskyldu heldur væri skattur lagður á söluböm viö álagningu eftir á. Komi skattlagningin til fram- kvæmda um áramót verða hknarfé- lögin að gefa út launamiða til sölu- bama. Árið 1988 kvartaði blaðaútgefandi á Suðurnesjum við umboðsmann Alþingis yfir því að þurfa að taka staðgreiðslu af launum blaðburðar- barna án þess að aðrir útgefendur væm látnir gera slíkt hið sama. Þá Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur ákveðið að láta endurskoða ákvæði iaga og reglugerða um skattlagn- ingu tekna hjá börnum yngri en 16 ára. Samkvæmt því verða börn sem selja blöð og merki ekki skattlögð. Hér ræðir ráðherrann við blaðamann DV í gær. DV-mynd Brynjar Gauti þegar kvað ríkisskattstjóri upp úr- skurð um aö allir útgefendur sætu við sama borð. Ekkert gerðist þó í máhnu fyrr en árið 1993 að ríkis- skattstjóri ítrekaði bréflega skyldu vinnuveitenda að gefa út launamiða til ahra starfsmanna útgáfufyrir- tækja, hka blaöburðarbama. Rikis- skattstjóri sendi einnig sérstök fyrir- mæh til skattstjóra landsins um að fylgjast sérstaklega með launamiða- skhum vegna blaðburðarbarna fyrir síðasta ár. „Ákvörðunin um að hefja inn- heimtu staðgreiðslu á blaðsöluböm- um var tekin af skattstjóraembætt- inu í Reykjavík. Ákveðiö var í sam- ráði við blaðaútgefendur að láta inn- heimtuna ekki ná til hðins tíma enda er það varla gerlegt af tæknilegum ástæðum. Hvorki fyrrverandi né núverandi ráðherrar höfðu afskipti af þessu máh meö tilmælum til starfsmanna skattkerfisins," segir Friðrik Sophusson. Bamaskatturinn: Auðvitað er ég andvígur þessari skattlagningu - segirMatthíasBjamason „Auðvitað er ég andvígur því að ætla að taka upp skatt á blaða- og merkjasöluböm. í rauninni skh ég ekki þá uppákomu að ætla að gera þetta. Ég hef alltaf tahð það virð- ingarvert að böm og unghngar réyni að ná sér í tekjur og samfélag- ið á heldur að verða af þeim smá- væghega skatípeningi en að draga úr viðleitni barnanna til að afla sér þessara tekna,“ sagði Mathías Bjarnason alþingismaður um þá fyrirætlan fjármálayfirvalda að byrja að taka 6 prósenta skatt af launum blaða- og merkjasölu- bama. Hann sagðist algerlega mótfah- inn þeim aðgerðum sem hér em að eiga sér stað. „Ég veit ekki hvort ég hef aðstöðu th að beita mér gegn þessu en það segi ég satt að ef ég á þess kost mun ég gera það,“ sagði Matthías Bjamason. Alveg fráleitt - segir Össur Skarphéöinsson „Ég tel það alveg fráleitt aö ætla að fara að taka upp skatt á laun blaða- og merkjasölubarna. Ég dreg mjög í efa að það svari kostnaði fyrir ríkið að innheimta hann. Nú er það svo að hér er að jafnaði um að ræða böm frá heimilum sem hafa þörf fyrir aukatekjur og em með miklu erfiði að afla sér íjár. Ég var sjálfur blaðburðardrengur og þekki starfið. Þess vegna þykir mér þetta fáránlegt," sagði Ossur Skarphéðinsson umhverfisráð- herra í samtah við DV, spurður áhts á upptöku skatts á laun blaða- og merkjasölubarna. Nýr hafréttarsamningur: Engin áhrif á veiðar okkar Nýr hafréttarsamningur tekur ghdi 16 nóvember nk. 60 ríki eiga aðild að samningnum. Einu vest- rænu ríkin sem staðfest hafa samn- inginn eru ísland og Malta. Noregur, Rússland, Bretland og Danmörk eiga þar af leiðandi ekki aðhd sem leiðir til þess að hann hefur engin áhrif varðandi Smuguna eða veiðar utan 200 sjómhna kringum ísland. Alþjóða hafrannsóknaráðíð leggur th óbreyttan þorskkvóta í Barentshafi en mælir með banni á veiðum á grálúðu. RÚV greindi frá þessu. EESaövisna Forstöðumaður skrifstofu ís- lenskra atvmnurekenda í Brussel segir ýmislegt benda til að EES- samningurinn visni í höndum ís- lendinga því við áttum okkur ekki á eðli hans. Undirboð á kartöflum Formaður kartöflubænda held- ur því fram að þeir hafi neyðst til að undirbjóða hver amian vegna bágrar flárhagsstöðu. Þetta kom fram á RÚV. Ekkivið,ekkivið Stjóm Listahátiðar í Hafnar- firði neitar að hafa borið ábyrgð á íjárhag og bókhaldi hátiðarinn- ar. MetafiiVigra Vigri RE mun í dag landa í Reykjavíkurhöfn einum verð- mætasta afia sem íslenskt skip hefur komið meö að landi. Þetta eru um 470 tonn af heilfrystum karfa fyrir um 100 milljónir króna. Framúráætiun Rekstur Borgarspítala og Landspítala er kominn mörg hundruö mhljónh' króna fram úr áætlunum. Samkvæmt Stöð 2 gengur rekstur Landakots hins vegar vel. Aukin bilasöiusvik Framkvæmdastjóri FÍB sagði við Timann að sviksemi í sölu á notuðum bhum hefði aukist verulega á árinu. Verkefnum tæknimanns og lögfræðings FÍB hefur fjölgaö um 30%. Kariargegnofbekii Karlanefnd Jafnréttisráðs held- ur ráðstefnu í Norræna húsinu um næstu helgi með yfirskrift- inni „Karlar gegn ofbeldi". Norskur sálfræðingur mun fialla um sálarástand ofbeldismanns- ins. Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna hefur í samvinnu við Ind- verja hafið útgerð tveggja tún- fiskveiðiskipa frá Fhabeins- ströndinni í Afríku. Samkvæmt Ríkissjónvarpinu verður starf- semin brátt flutt til Indlands. Sauma þurfti 27 spor vegna hnífstungusára: Höggin komu hvertaföðru - segir Ólafur Hálfdánarson sem ráðist var á 1 Garðabæ í gær „Þegar ég gekk í gegnum göngin stóðu þar þrir strákar. Þeir ýttu við mér og heimtuðu af mér peninga. Allt í einu fékk ég högg framan í mig. Síðan komu höggin hvert af öðru. Svo settist einn þeirra klofvega ofan á mig og kýldi mig aftur og aht í einu fann ég fyrir þrýstingi í löpp- innL Þá hafði einn. þeirra stungið mig með hnífi. Síðan skarst ég á síð- unni þegar hnífi var otað aö mér þar. Eg öskraði um leið og ég fann fyrir sársaukanum í löppinni og þeir fóru. Ég stóð upp og hljóp í burtu,“ segir Ólafur Hálfdánarson, 22 ára maöur sem ráðist var á í gærmorgun. Ólafur, sem var sleginn bæði í and- ht og hkama og varð fyrir tveimur hnífstungum, segist hafa verið í af- mæhsboði hjá félaga sínum í Kópa- vogi og setið þar frameftir. Hann hafi verið að ganga heim th sín í Garðabæ á mhli klukkan 6 og 7 í gærmorgun þegar atvikið átti sér stað við enda undirganga undir Reykjanesbraut. Eflir árásina reyndi Ólafur að verða sér úti um bílfar en enginn bílstjóri stansaði. Það var ekki fyrr en hann kom að bensínstöð Skelj- ungs við Garðatorg aö hann fékk hjálp bensínafgreiðslumanna. Þaðan var hann fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Samtals þurfti að sauma 27 spor vegna hnífst- ungu. Hann segir árásarmennina hafa verið á aldrinum 16 th 17 ára. Tveir þeirra hafi verið dökkhærðir og síð- hærðir, klæddir leðurjökkum. Sá þriöji hafi hins vegar verið ljóshærð- ur, stuttklipptur og þybbinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.